Þjóðviljinn - 20.03.1955, Síða 6

Þjóðviljinn - 20.03.1955, Síða 6
16) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. marz 1955 r þlÓÐVIUINN Útgofandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson <áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, GuB- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýslngastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðusti* 19. — Sími 7500 ( 3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljanp h.f. „Máttarstólpar" og „bjargvættir" I>að er ekki ofmælt að allur almenningur sé stórlega undrandi á framkomu atvinnurekenda í yfirstandandi vinnudeilu. Ekki svo að skilja að afstaða þeirra og framferði hafi áður verið til neinnar sérstakrar fyrirmyndar eða borið vott um sanngimi. Síður en svo. En í flestum eða öllum vinnudeilum fram að þessu hafa atvinnurekendur þó verið með nokkra tilburði til að sýna samningsvilja, boðið að ganga eitthvað til móts við kröfur vinn- andi fólks. Og þótt tilboð þeirra hafi aldrei verið fullnægjandi hafa þau greitt fyrir viðræðum og flýtt fyrir þvi að samningar tækjust. Að þessu sinni hafa atvinnurekendur hins vegar tekið upj:( riýja og áður óþekkta „taktik“. Það er „taktik“ þagnarinnar og ábyrgðarleysisins. Þrátt fyrir stöðuga samningafundi að undan- fömu hafa þeir ekki boðið svo mikið sem eyris kauphækkun. Þessi ósvífna framkoma atvinnurekenda vekur því meiri at- hvgli og réttlátari reiði hjá öllum almenningi sem vitað er að verkalýðssamtökin hafa sýnt fyllstu tillitssemi og ábyrgðartil- finningu við allan undirbúning vinnudeilunnar. Atvinnurekendur hafa sannarlega haft nægan tíma til að átta sig á hlutunum og gera sér grein fyrir viðhorfunum. Þeir fengu frest í nær þrjár vikur eftir að vinnustöðvun hefði verið hafin samkvæmt venju. Og ekki nóg með það, atvinnurekendur vissu um miðjan janúar, þegar ráðstefna verkalýðsfélaganna var haldin, að samningum myndi sagt upp og fulla vitneskju um uppsögn fengu þeir í jan- úarlok, þegar samþykktimar vom gerðar í félögunum og upp- sögnin formlega tilkynnt. Það eru því í raun og vem liðnir tveir mánuðir síðan atvinnurekendum átti að vera nægilega ljóst að hverju fór. Því verður því á engan hátt um kennt að atvinnu- rekendur og samtök þeirra hafi ekki haft ærinn tíma til að átta sig og gera sér grein fyrir framlagi sínu til samningaumleitana. Enda liggur hér allt annað til gmndvallar. Það sem hér er að verki er ofmetnaður og hroki blinds og þröngsýns peningavalds sem hlaðið hefur verið undir með stjóm- arstefnu ríkisstjóraarflokkanna. Fomstumenn atvinnurekenda- samtakanna eru um leið aðalþátttakendumir í þeirri arðbæm milliliðastarfsemi sem liggur eins og mara á almenningi í landinu og stendur undir beinni vernd ríkisvaldsins. Þeir hirða gróðann af olíuokrinu, fargjaldaokrinu, verðlagsokrinu, einokun salt- fiskútflutningsins o.s.frv. Með sinni ríkisveraduðu einokunar- og auðsöfnunaraðstöðu hafa braskararnir í hópi atvinnurekenda- stéttarinnar sópað til sín milljónatugum árlega á kostnað vinn- andi fólks og framleiðslunnar í landinu. Þetta em þungir ómagar á þjóðinni sem hún væri bezt sett að vera laus við með öllu. En sjálfir em þeir annarrar skoðunar, þeir telja sig ómissandi „mátt- arstólpa“ þjóðfélagsins og „bjargvætti" þess sama fólks sem þeir ræna og mpla svo af að það hefur vart fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum. Gróðaaðstaðan sem ríkisstjóm Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar hefur lagt þessum mönnum upp í hendur er að gera þá starblinda og stórlega hættulega þjóðfélaginu. I ofmetnaðl peningahrokans hyggjast þessir valdamiklu milliliðir í atvinnu- rekendastétt að kúska verkalýðinn til uppgjafar og hlýðni. Það em þessir menn, undir forustu Kjartans Thors, formanns Vinnu- veitendasambands Islands, sem marka þá stefnu atvinnurekenda er birtist í afstöðunni til verkalýðssamtakanna í yfirstandandi vinnudeilu. Hin þvermóðskufulla neitun atvinnurekenda gegn réttlætiskröfum verkalýðsfélaganna er undan þeirra rótum mnnin. En það er rétt að þessir herrar geri sér það ljóst í tíma að þjóðin telur sig vel geta án þeirra verið og hag sínum ólíkt betur borgið án allra afskipta þeirra af atvinnulífinu. Og allar fyrir- ætlanir þessa ómaga- og snýkjulýðs um að kúska verkafólk til hlýðni em næsta broslegar. Aldrei hefur vinnandi fólk staðið jafn einhuga saman í vinnudeilu sem nú og aldrei fyrr hefur málstað- ur þess átt svo eindreginni samúð að fagna. Það er því enginn efi um úrslitin í yfirstandandi átökum. Sigur verkalýðsins er vís hvemig sem atvinnurekendur haga framkomu sinni. Hitt er svo hagsmunamál allra sem hlut eiga að máli að ósvífni og ofmetn- aður peningafurstanna og braskaranna valdi ekki þjóðarheildinni óbætanlegu tjóni. Þess vegna er það krafa almennings að tekið sé fram fyrir hendur óhappamannanna og þeir hindraðir í fikemmdarverkunum. ..... Nokkrar athugasemdlr frá bankastjóra Búnadarbankans Það hefur um fátt verið meira rætt og ritað að undanförnu hér í höfuðstaðnum en fjárþrotamál eins af stærstu verzhmarfyrirtækj- um bæjarins, Ragnars Blöndal hf. Eins og að líkum lætur með jafnstórt fyrirtæki, hafði það aJk stór viðskipti í bönkum bæjarins og þá aðallega í. Búnaðarbankan- um og Útvegsbankanum. Út af því, sem sagt hefur verið um við- skipti þessa margumtalaða firrna ■\úð Búnaðarbankann, eru þessar línur skráðar. Það mun öllum ljóst, sem eitt- hvað þekkja til almenns banka- reksturs, eins og sparisjóðsdeildar Búnaðarbankans, að ekki verður hjá þvi komizt að ávaxta innláns- fé deildarinnar með hæstu út- lánsvöxtum bankans að verulegu leyti, og þá i ’ánum, sem reikna má með að bundin séu aðeins í stuttan tíma. Ekki sízt, þegar á það er litið, að Búnaðarbahkinn, þ.e. sparisjóðsdeild hans, hefur ekki anna-ð við að styðjast en vaxtamuninn en hinir bankarnir báðir, þ.e. Landsbankinn og Út- vegsbankinn, hafa hagnað af gjafdeyrisverzlun, og er hamn vissulega mjög mikill. Innlánsvextir eru tiltölulega há- ir, frá 5 og upp í 7%. Liggur því í augum uppi, að ekki verður hjá komizt að lána út með hæstu út- lánsvöxtum aftur, ef allt á að bera sig. Hitt er einnig ljóst, að. þar sem um sparifé almennings er að rseða, er gengur út og inn, I oft í aUstórum sveiflum, þá verð- ur að reyna eftir megni að festa féð ekki til lengri tíma í iánum en unnt er. Hvernig mundi sá rekstur koma út ef spariféð. sem almenningur fær bankanum til að geyma væri tekið og bundið í 42 ára lánum til bænda með 2% vöxtum? Þessa hlið má'sins ættu í rauninni aliir að skilja, svo augljós er hún, jafnvel þeim líka er litil kynni hafa af al- mennum fjárhagsmálum. Enda var frá upphafi gengið útfrá þvi, að starfsfé Byggingarsjóðs, Rækt- unarsjóðs og Veðdei'dar væri út- vegað af ríkisvaldinu eftir öðrum leiðum, á sama hátt og gerist með hliðstæðar 'ánadeildir ann- arra atvinnugreina, svo sem Stofniánadeild, Fiskveiðasjóð, Verkamannabústaði ofl. 1 útlán- um hinna þriggja áðurnefndra lánadeilda iandbúnaðarins i Bún- aðarba.nkanum eru nú milli 140 og 150 milljónir króna. Það er talað um það stund- um, að mikið sé iánað í Reykja- vik. Einnig það hefur sinar ástæð- ur. 1 Reykjavik einni er s&man- kominn tæpur helmingur allrar þjóðarinnar Þar er langsamiega greiðastur lánamarkaður fyrir fé með háum vöxtum (7 Ví-8%) og til stutts tíma. Fram hjá þvi verð- ur heidur ekki gengið, að Reyk- víkingar eiga einmitt spariféð að langmestum hluta. Sparifé utan af landinu er að mjög óveru- legu leyti geymt í bönkum S Reykjavik það er ýmist i spari- sjóðum víðsvegar um iandið,, bankaútibúum eða i innlánsdeild- um kaupfélaga. Stjórnum Búnaðarbankans hef- ur verið þetta vel Ijóst alít frá upphafi. Það eru nú á þessu ári rétt 20 ár siðan ég, sem þetta skrifa, tók við stjórn bahkans. Þegar ég kom fyrir 20 árum, var Búnaðarbankinn vissulega mjög litil lánsstofnun og aðeins 5 ára. Stjórnendur á undan mér voru alls 4, allt þjóðkunnir menn. I tið þessara manna var þegar byrjuð iánastarfsemi lík og hér hefur verið !ýst að sé óhjákvæmi- leg. Auðvitað var það í smáum stil þá, enda úr sáralitlu að spila. Svo komið sé aftur að viðskipt- um hins áðurnefnda firma, Ragn- ars Blöndal hf., við Búnaðarbank- ann er það að segja, að þau hafa verið eingöngu þannig, að bank- inn hafði um ■ nokkurt skeið keypt af nokkrum viðskiptamönn- um sínum stutta vöruvixla á firmað. Gengu þessi viðskiipiti ágætlega til síðla sl. árs. Allt var greitt skilvislega á réttum gjald- dögum. Að talið var öruggt að kaupa slíka vixla var byggt á því. að hér var um gwnalt þekkt fyrirtæki að ræða, sem a.lmenn- ingsorð hafði á sér fyrir að vera heiðar’egt og fjárhagslega sterkt, ein stærsta verzlun lands- ins á glæsilegasta verzlunarstað á Islandi. Eigendur þessa firma voru sem vitað var erfingjar Ragnars heitins Blöndal, er lézt fyrir nokkrum árum frá fyrirtæki sínu í miklum blóma. Ekkja Ragnars heítins varð formaður stjórnar fyrirtækisins, ,að honum látnum, og aðaleigandi þess. Vit- að var, að bú Ragnars heitins var og er stórvel efnum búið. Bókhald fyrirtækisins var talið í höndum löggiltrar endurskoðunarskrifstofu. Heiðariegir og sterkir aðilar stóðu að á flesta vegu. Það kom þvi mjög á óvænt, þeg- ar ljóst varð i hvert óefni hér var komið. Það tók nokkrar vikur að reeða og ráðgera hvaða ráð- stafanir skyldu gerðar til að gera upp þetta fjárþrota bú, enda sjá’f- sögð skylda, að svo sé á málum haldið, að sem minnst töp verði. Endirinn varð sá að umboðsmað- ur ekkjunnar gerðl samning um leigu á verzlunarhúsnæði fyrir- tækisins og sölu á vöiulager og á- höldum verzlunarinnar við Sam- band isl. samvinnufélaga en jafn- framt voru gerðir samningar um skuldaskil við kröfueigendur. Víxl- ar þeir, er Búnaðarbankinn átti á þetta margumtalaða fyrirtæki, eru nú þegar sumpart að fuliu greiddir eða verða að fuilu greidd- ir næstu daga. Búnaðarbankinn hefur um enga eftirgjöf samið. Víxlarnir í bankanum verða að fullu greiddir að nokkru með and- virði seldra eigna búsins eða af ábyrgðarmönnum. Búnaðarbank- inn hefur engin lán þurft að veita í þessu sambandi önnur en Sambandi ísl. samvinnufélaga á allt að helmingi af kaupverði þess á vörum búsins, og er það lán til nokkurra ára. Ég, sem þessar Knur. rita, hefi engu að leyna um þessa hluti. Enga.n annan er um að saka hvað þessi viðskipti snertir, þau eru ráðin og gerð af mér einum og á mina ábyrgð eins. Um töp er ekki að ræða. Að bankinn hefui' getað greitt fyrir þvi, að Sam- band ísl. samvinnufélaga hefur getað fest sér glæsilegasta verzl- unarstað á Islandi ,til útsölu á iðnaðarframleiðslu sinni, sem framleidd er úr hrávörum ís- ienzkra bænda ull og skinnum, er mér frekar til ánægju en ang- urs. Þegar ég kom fyrst í stjórn bankans voru ba.nkastjórar þrír, Pétur heitinn Magnússon, síðar ráðherra, og Bjarni Ásgeirsson, sendiherra. Milli okkar þriggja var hin ákjósanlegasta samvinna og bar aldrei skugga á Sama mátti segja meðan þessir menn voru yfirstjórnendur bankans, hvor á sínum tíma, sem landbún- aðarráðherrar. Siðar, eftir að ég varð einn, og bankaráð kom til sögunnar, hefur samvinna milli mín og þess verið eins góð og frekast veiður á kosið. Á fundum bankaráðs og min hefur ekkert mál enn verið afgreitt án þess, að allir væru samþykkir. Þar hafa átt sæti menn af öllum flokkum. Búnaðarbankinn er ópólitísk stofnun. Og honum hefur verið stjórnað algjörlega án tillits til stjórnmáiaskoðana, enda hefur hann aldrei verið vændur um annað. Við hann skipta menn og fyrirtæki allra flokka, og þarrnig á það að vera. SJðan elsti banki landsins var stofnaður, Landsbankinn, eru ekki nema tæp 70 ár. Á þessum til- tölulega mjög stutta tima hafa bankatöp á Islandi orðið geysi mikil. Þetta er ekki sagt ,til lasts neinni stofnun eða einstaklingum, siður en svo. Þetta hefur til orðið af Ktt viðráðaniegum orsökum, sakir óhagstæðna sveif'na í fá- mennu og fátæku þjóðfélagi og fábreyttu atvinnulífi þess. Búnað- arbankinn hefur verið svo láns- samur til þessa, að losna við töp svo teljandi séu. Það ætti því, naumast að vera ástæða til að óttast sérstaklega töp hjá honum hér eftir en áður. Kröfur Útvegsbankans á fyrir- tækið Ragnar Blöndal hf. munu hafa verið svipaðar að upphæð og kröfur Búnaðarbankans. 1 Út- vegsbankanum eru þrír banka- stjórar, þeim hefur ekki virzt ástæða til að vantreysta hinu áður glæsilega fyrirtæki. Búnaðarbankinn hefur vaxið stórum þau 20 ár, síðan ég kom þangað. Inn- og útlán hafa marg- faldaZt. Víðslkiptamannafjöildi margfaldazt. Skuldlaus eign allra deilda bankans er nú um sjötíu og fimm milljónir króna, og eru ýmsar eignir bankans, svo sem húseign hans i Austurstræti, upp- færðar á mjög lágu verði. Að svo vel hefur til tekizt er fyrst og fremst að þakka vinsemd fólks- ins, sem við bankann hefur skipt og ýmis konar heppni, en ekki sérstaiklega minni hæfni til að stjórna honum. Reynt hefur hins vegar verið að fara gætilega. Stofna ekki til stórskulda. Hafa nægilegt laust fé fyrir hendi, ým- ist í sjóði bankans eða í inn- stæðu hjá þjóðbankanum. Land- búnaðurinn hefur verið studdur eftir því sem frekast hefur verið unnt. Reynt hefur verið að eiga marga viðskiptamenn og gera sem flestum úrlausn. Því miður fer mar^ir án þess að erindi hans verði leyst. Verðgildi peninganna hefur lækkað stórkostlega á sl. 20 árum. Upphæðirnar og hinar stóru tölur, sem nú þurfa til hlutianna eru eins og stórt þrumu- »ký, og er ekki undur, þó menn skelfist. Reynt mun verða að halda sömu stefnu um stjórn bankans eins og hingað til meðan ég ræð. Hilmar Stefánsson. ASalfundur cö* verður haldinn í Tjamarcafé uppi, þriðjudag 22. marz kl. 1.30 stundvíslega. FUNDABEFNI: Aðalfundarstörf o. fl. Stjómin 800 stykki gálldbuxur á börn, 2ja til 8 ára. Verð frá kr. 35.00 — 39.00 stk. Við selium ódýrt T E M PLARAS U N O.l - 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.