Þjóðviljinn - 20.03.1955, Side 11
Sunnudagur 20. marz 1950 — ÞJÓÐVTLJINN — (11
i
Erich Maria REMARQUE:
Undir airest í Hvalfirði
r-----------------------—■>
.dfl • • •
... ag deyfa
S__________________________/
84. dagur
„Þaö er satt. En þaö eitt dugir manni ekki alla ævi.
Efttr stríöiö er litiö á þetta öömm augum. Þá er maöur
ekki lengur hetja; þá er maöur bara öryrki“.
„Ég held ekki. Þaö eru til stórkostlegir gervilimir“.
„Ég á ekki viö þaö“, sagði Mutzig. „Ég'á ekki við vinn-
una“.
„Viö veröum aö vinna stríöið, það er þaö sem gildir“,
sagði Arnold allt í einu hárri röddu. Hann haföi verið
að hlusta. „Látum hina leggja limi sína í hættu til til-
brejrtingar. Viö erum búnir aö leggja fram okkar skerf“.
Hann leit fjandsamlegu augnaráöi á Gráber. „Ef þessir
letingjar gætu haldiö sig á vígstöðvunum, værum viö
ekki á sífelldu undanhaldi“.
Gráber svaráöi ekki. Þaö var ekki hægt aö deila við
örkumla menn; menn sem misst höföu lim höföu alltaf
á réttu að standa. Það var hægt áö rífast viö mann sem
fengið haföi skot 1 lungað eöa sprengjubrot í magann
eöa eitthvaö enn verra; en þótt undarlegt væri — ekki
viö örkumla mann.
Amold hélt áfram að spila. „Hvernig lítur þú á máliö,
Emst?“ spurði Mutzig eftir stundarkom. „Ég á vinkonu
í Miinster; við skrifumst enn á. Hún heldur að ég hafi
fengið’ skot í fótinn. Ég er ekki enn búinn aö segja henni
af þessu“.
„Bíddu með það. Og vertu feginn aö þú þarft ekki aö
faxa til baka aftur“.
„Ég er þáö, Ernst. En máöur getur ekki haldið áfram
að vera feginn“.
„Maður fær ógeö á ykkur“, sagöi einn áhorfendanna
viö spilaboröiö viö Mutzig allt í einu. „Helliö ykkur fulla
og hagið ykkur eins og menn“.
Stockmann hló. ,,Af hverju ertu að hlæja?“ spuröi
Amold.
„Mér datt bara 1 hug hvernig færi, ef sprengja félli
yfir okkur 1 kvöld — beint yfir okkur, svo aö ekkert yröi
eftir nema kássa — til hvers hefðum við þá veriö aö
gera okkur áhyggjur?”
Gráber reis á fætur. Hann sá aö áhorfandinn hafði
misst báða fætur. Jarðsprengja eða kal, hugsaöi hann
ósjálfrátt. „HvaÖ er oröiö um loftvamabyssurnar okkar?"
urraði Arnold til hans. „Þurfiö þið á þeim öllum að
halda þarna fyrir handan? Þaö eru varla nokkrar eftir
hér lengur“.
„Ekki fyrir handan heldur“.
„HvaÖ segiröu?"
Gráber gerði sér ljóst aö hann hafði talaö af sér. „Við
erum aö bíða eftir nýju leynivopnunum“, sagöi hamr
„Þau eru víst stórkostleg".
Amold starði á hann. „Fari þáö kolað! Hvers konar
talsmáti er þetta? Þaö er eins og við séum búnir að
tapa stríöinu. Þaö kemur ekki til mála. Heldurðu aö ég
kæri mig um áö sitja í hjólatík og selja eldspýtur eins
og mennirnir eftir fyrra stríð? Viö höfum réttindi. For-
inginn hefur lofáð —“
Hann fleygöi spilunum á borðið með ofsa. „Svona,
kveiktu á útvarpinu“, sagöi áhorfandinn við Mutzig.
„Músík“.
Mutzig sneri hnappnum. Hávært málæði barst út úr
hátalaranum. Hami sneri skífunni. „Láttu þetta vera“,
skipaði Arnold reiöilega.
„Hvers vegna? Þetta er ein ræðan enn“.
„Láttu þáð vera, segi ég. Þetta er flokksræða. Ef allir
hlustuöu á þær með athygli, værum viö betur settir
núná'.
Mutzig andvarpaði og sneri skífunni til baka. Hæl-
hitlersræðumaöur öskraöi inn í stofuna. Axmold hlustaöi
og nísti tönnuum. Stockmann gaf Gráber merki og yppti
öxlum. Gráber gekk yfir til hans. „Líöi þér vel, Stock-
mann“, hvíslaði hann. „Ég vei’ö að fara“.
„Eitthvað betra við tímann aö gera?“
„Þaö er ekki þáð. En ég vei’ð að fara“.
Hann gekk út. Augnaráð hinna hvíldi á honum.
Honum fannst hann vei’a nakinn. Hann gekk hægt gegn-
Tim stofuna; hann hélt að það kæmi ekki eins illa við
öryrkjana. En hann sá aö þeh hoi’fðu á eftir honurn.
Framhald af 3. síðu.
félagsins og ég tel mér skylt
að aðstoða verkalýðsfélagið
hér eins og mér er fært, sagði
sýslumaður.
— Já, gegn Alþýðusam-
bandi í slands! bætti Guð-
mundur J. við.
Áður en frekari aðgerðir
hæfust kvaðst sýslumaður
telja ráðlegt að tala við for-
seta Alþýðusambandsins og
stjórn Olíufélagsins. Það var
beðið eftir símasambandi.
• Viljið þér ekki vindil
sýslumaður?
Flest hafði verið sagt er
segja þurfti í bili. Ekkert að
gera nema rölta.
— Eg verð að fá að reykja,
sagði sýslumaður og rétti
höndina eftir vindlingum er
arrestboðandinn var með.
— Já, já, viljið þér ekki
vindil, sýslumaður? Jú, hann
vildi frekar vindil. Arrestboð-
andinn seildist eftir vindla-
kassa og rétti sýslumanni
stimamjúkur, gekk síðan frá
honum uppi á skáp. (Illa er
Æðeyjargestrisninni nú kom-
ið! sagði einn verkfallsvarð-
anna síðar).
• Ekki dropi af olíu
í land!
Enn var beðið. Guðmundur.
J. hafði gengið framfyrir. —
Þú ert með neftóbaksbirgðirn-
ar, sagði ég við Kristján. —
Nei, hann Guðmundur J. tók
þær. Sýslumaður rétti fram
dósir — og var hann þó sann-
arlega ekki aflögufær. Bið.
Fulltrúar Olíufélagsins horfðu
í gaupnir sér. Það voru þrjár
veiðistengur og riffill í
einu herbergishorninu. Síminn
hringdi: forseti Alþýðusam-
bandsins.
Nú upphófust mikil símtöl.
Guðmundur J. talaði við for-
setann, sýslumaður talaði við
forsetann. Varaformaður
Harðar var kvaddur til við-
ræðna við Hannibal. — Við
vissum það ekki, heyrðum við
hann segja. — Jú, jú, við. get-
um athugað það betur. Svo
talaði Guðmundur J. enn við
Hannibal:
— Já hér er allt með friði og
spekt og ágætu lagi. Og það
fer eltki dropi af olíu í land
fyrr en \ið værum allir komnir
í sjóinn. Blessaður.
Loftþyngdarmælirinn á
veggnum stóð á „Meget
smukt“.
• Fundargerð deyr —
Fundargerð fæðist
Það urðu enn nokkur orða-
skipti. M. a. heyrðist hnefa-
réttur nefndur. Þetta virtist
<s>
eiiifillisþáttssr
SLOPPUR
Hlýr innisloppur er eiguleg
flík. Hér er mynd af slíkum
slopp, gerðum úr loðnu, þykku
ullarefni og með
■' breiðum, prjónuð-
um stroffum.
Sloppurinn nær nið
ur á ökla og er
hnepptur alla leið
tíiður, svo að
tnanni er vel heitt
l honum. Ermarn-
s.r virðast talsvert
stórar og bosma-
miklar, en þó eru
þær hentugar. 1
ofanverðu stroff-
inu er teygja, svo
að hægt er að
bretta ermarnar
upp ef maður þarf
á að halda.
llúfa og hálsklútur
Húfa og hálsklútur úr sama
efni er mjög í tízku og hér er
mynd af tékkneskri útgáfu af
slíkri samstæðu. Þetta er ætl-
að handa ungri stúlku og er
bæði snoturt og hentugt. Hatt-
urinn er með alpahúfusniði,
sem er svo einfalt að laghent
kona getur saumað það sjálf
ef hún hefur snið. Hálsklút-
urinn er með trefilssniði. Köfl-
ótta samstæðan er' notuð við
ljósan sportfrakka með lausri
hettu, sem hneppa má af. Káp-
an er með sígildu sniði og hana
má bæði nota sem sparikápu
og hversdagskápu handa ungri
'stúlku, ,
liggja ljóst fyrir. Guðmundur
J. hvarf á fund Harðverja og
heyrðust brýndar raddir. Það
varð fátt um kveðjur. Við ók-
um niður á bryggju. Varð-
staðan í myrkrinu hófst á ný.
Við vorum orðnir 6 eftir.
Flestir þeirra sem lengst
höfðu verið á vakt höfðu ver-
ið sendir heim fyrr um kvöld-
ið. Öðru livoru var bílaum-
ferð, en ekki komu þeir niður
á bryggjuna.
— Ekki koma þeir enn til
að henda okkur í sjóinn.
— Nei, mér finnst þeir ættu
að fara að koma.
— Blessaðir verið þið, það
er bæklingur um lífgun frá
drukknun þarna inni í skýl-
inu!
— Hvað dvelur hina 30 sem
arrestboðandinn hótaði okk-
ur með í dag?
— Komdu með í nefið.
Það var ekki fyrr en kl.
hálftvö að maður að nafni
Hagalín kom i bíl og sagði
okkur að stjórn og trúnaðar-
menn Harðar hefðu lokið öðr-
um fundi, skrifað. nýja fund-
argerð um að þeir ætluðu ekki
að vinna í banni Alþýðusam-
bandsins. Sýslumaður hafði
þá rifið fyrri fundargerðina,
stungið þeirri síðari í vasa
sinn — og ekið heim til sín
í Borgarnes. Þótti flestum
för hans góð orðin.
• „Undir arrest“
Nóttin hélt áfram að líða.
Það sáust bílljós á leið úr
Reykjavík., Brátt var kominn
harðsnúinn hópur manna í
langferðabíl. Vaktstöðu okkar
var lokið. Á heimleiðinni eftir
hlykkjóttum, hvörfóttum veg-
inum meðfram firðinum var
timi til að hugsa um það sem
gerzt hafði. Nú vissum við
hvað var að vera „undir arr-
est“ í Hvalfirði. Eiginlega
fannst okkur það helzt vera
Olíufélagið sem nú væri „und-
ir arrest“ í Hvalfirði. — J.B.
íðnaðarlóSum áí-
hlutað við Lauga-
vcg
Bæjarráð úthlutaði tveimur
iðnaðarlóðum við Laugaveg á
fundi sínum 18. þ. m. Byggingar-
félagið Stoð h.f. fékk lóðina nr.
172, en Kristján Jóh. Kristjáns-
son, Kápan h.f. og Hjólbarðinn
h.f. nóðina nr. 178.
Úrfiskafgöngum
FiskrúIIur. 400 g soðinn fisk-
ur, roðlaus og beinlaus, er
grófhakkaður og saman við
hann hrært 250 g franskbrauði
sem er útbleytt í dálítilli mjólk,
: 1 eggi, 1 matsk. hveiti, salti
og pipar. Deigið er mótað i
litlar rúllur, sem velt er upp
úr hveiti og þær síðan steikt-
ar í brúnuðu smjörlíki. Græn-
metisjafningur borinn fram
með.
Plokkfiskur með makkaróní.
Vz dl. matarolía sett í pott á-
I samt 1 dl tómatpuré og 1 dl
; vatni. I þessu eru soðnir 2 liakk-
! aðir laukar. Síðan er 250 g af
j soðnum makkaróníbitum og litl-
i um soðnum fiskbitum bætt út
! í. Salti og pipar bætt í eftir
| smekk, sömuleiðis enskri sósu
og tómatpuré og þetta er soð-
ið varlega í nokkrar mínútur.