Þjóðviljinn - 23.03.1955, Blaðsíða 2
2) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. marz 1955
í clají er miðvikudagurinn 23.
mant. Fidelis. — 82. dagur ársins.
Sólarupprás Ul. 6:21. Sólarlag kl.
18:50. — Tungl í hásuðri kl. 11:57.
Árdegisháflæði kl. 4:47. Síðdeg-
Isháflseði kl. 17:04.
Orðsending
frá 23. ágúst, vináttutengslum
Islands og Rúmeníu
Eftirtaldar bækur verða framveg-
is til láns í MlR-salnum Þing-
hoitsstræti 27 aiia virka daga kl.
5-7 síðdegis:
Theodor Aman: Listaverka.bók.
Maestrii Picturii Romanesti: Úr-
val rúmenskra listaverka.
Arts in the R.P.R., 6 hefti mynd-
listartímarits 1953.
Kinder fúr den Frieden: teikning-
ar eftir börn.
Eumanian Architecture: saga
rúmenskrar byggingarlistar i
myndum.
Die Kunst in der R.V., myndlist-
artímarit.
Tenth Anniversary of the Libera-
tion — myndskreytt hátiðarrit.
Rumánische Rundschau: timarit
um bókmenntir; 1.-3. hefti 1953, 1.
hefti 1954.
Rumanian Review: tímarit um
bókmenntir, 2. hefti 1954.
Þeir félagsmenn, sem kynnu að
óska þess að fá myndskreyttu
Búkarestbókina, sem seldist upp
á mótinu 1953, eru beðnir að
snúa sér til Eiðs Bergmanns á
afgreiðslu Þjóðviljans, sími 7500.
Marzhefti tímarits-
ins Bezt og vinsæl-
ast hefur borizt.
Þar er meðal ann-
ars frásagan 1
skiprúmi hjá
hörkutóli, eftir T. W. Dresser.
Birt er ein ís'enzk smásaga:
Gjörningaveður, eftir Högna Eg-
ilsson. 1 þættinum af gömlum
blöðum er sagt frá Kálfi Árna-
syni. Þá er skákþáttur, bridge,
krossgáta. grein sem nefnist Ut-
varp Reykjavík, nokkrar þýddar
sögur — omfl. Ritstjóri er Baldur
Hólmgeirsson.
Gátan
Hver er sú vél
um víðlendan hnöttinn,
ei gjör af málmi
né mistilteini?
Hún tafarlaust starfar
og stöðvast ekki,
svo ára tveimur
tugum skiptir.
1 henni myndast allt,
er manna hendur
myndu hafa gert
og margt það,
er manna hendur
ei megna neinn veginn.
Ei svo stór
sem egg álftar„
og ólík því
að öllu leyti.
Aldrei uppdregin
eins og klukka,
né knúð af eldi,
vatni og vindi.
Ef hún í iðjunni
augnablik tefur,
úti er um verknað.
Enduð er gáta.
Ráðning síðustu gátu: Þegar Isra-
elslýðnr fór yfir Hafið rauða, en
Faraó drukknaði með öllum sín-
um her.
Læknavarðstofan
er í Austurbæjarbarnaskólanum,
eími 5030.
Naturvarzla
er í Reykjavíkurapóteki, sími 1760.
LYFJABÚÐIK
Holts Apótek | Kvöldvarzla til
gjjg."- | kl. 8 alla daga
Apótek Austur- | nema laugar-
bæjar daga til kl. 4.
Steinþró höggvin á Berurjóðri
Odtlur siglir nú norðan, þar til er hann kom fyrir Beru-
rjóður. Þá mælti Oddur: Svo mikil forvitni er mér 4 að
sjá bæ fóstra míns, að vér verðum að lægja seglin og
ganga á land. Svo gerðu þeir. Oddur og menn hans
gengu nú þangað, sem bærinn var, og segir Oddur þeim,
hvar hús höfðu staðið. Þar var þá lítill bær. Oddur
fylgdi þeim og þár til, er þeir Ásmundur höfðu átt
skotbakka, og sagði, hver rnunur var með þeim um
skot. Oddur fylgdi þeim og þar til, er þeir höfðu á
sund farið, og sagði þeim þar allt til. Þar var þá víða
blásið og jörvi, er þá voru hlíðar fagrar. Oddur mælti
þá: Förum leið vora, ekki er hér að horfa á. Rennt
mun þeirn ósköpum, að ég brenni á Berurjóðri. Eftir
það sneru þeir ofan, og urðu fyrir þeim smá hrískjörr
og blástur í milli, og er þeir gengu snúðugt, drap Oddur
fæti og laut áfram. Hann mælti: Hvað illt var það, er
ég drap við mínum fæti? Hann skaraði til spjótsskaftinu,
og sáu þeir allir, að hrosshaus var, og þegar lirökkvist
ormurinn undan og að Oddi og lijó þegar á fót honum
fyrir ofan ökla, og þar laust þegar verk í með eitri,
og blés allan fótinn og lærið. Svo tekur Odd mein þetta
fast, að þeir verða að leiða hann ofan til strandar, og
er hann kom þar, mælti hann: Nú skuluð þér fara og
liögg\-a mér steinþró, en sumir skuluðlþér sitja hjá mér
og rista eftir kvæði því, er ég vil yrkjá úm atliafnir mín-
ar og ævi. Eftir það tekur hann að ýrkjá' kvæði, en þeir
rista. eftir á speþji, en svo leið að Oddi, sem upp leið
á kvæðið . . , JEftiir það deyr Oddur.
: izicrj . (Úr Örvar-Odds sögu).
Gen^isskráning:
Taupgengl
\
1 Bterllngspund . . 45,55 kr
1 Bandaríkjadollar 16,26 —
1 Kanadadollar ....... 16,26 —
100 danskar krónur .... 235,50 —
100 norskar krónur .... 227,75 —
100 sænskar krónur .... 814,45 —
100 finnsk mörk ......
.000 franskir frankar .. 46,48 —
100 belgískir frankar .. 32,65 —
100 svissneskir frankar . 37330 —
100 gyllini ............ 429,70 —
100 tékkneskar krónur . 225,72 —
100 vestur-þýzk mörk .. 387,40 —
1000 lírur .............. 26.04 —
Laugameskj rk ja
Föstumessa í kvö’d
kl. 8:30. Sr. Garð-
ar Svavarsson.
Fríkirkjan
Föstumessa. í kvöld
kl. 8:30. Sr. Þorsteinn Björnsson.
Hallgrímskirkja Föstumessa í
kvöld kl. 8:30. Sr. Jakob Jónsson.
Sungin Lítanía.
Esperantistafélagið Auroro
heldur fund í Edduhúsinu Lind-
argötu 9A ki. 8:30 í kvöld.
Blindravinafélag Isiands
heldur aða.lfund sinn annaðkvöld
kl. 8:30 í Guðspekifélagshúsinu
Ingólfsstræti 22.
Frá Kvöldskóla alþýðu
1 kvö’.d kl. 8:30 heldur svo Ein-
a.r Olgeirsson áfram að segja frá
íslenzkum stjórnmálum síðustu
áratugina, og síðan tekur við
Sverrir Kristjánsson um alþjóð-
legu verklýðshreyfinguna.
Söfnin eru opin
BæjarbókasafniS
Otlán virka daga kl. 2-10 síðdegis.
Laugardaga kl. 2-7. Sunnudaga kL
5-7. Lesstofan er opin virka daga
kl. 10-12 fh. og 1-10 eh. Laugar-
daga kl. 10-12 og 1-7. Sunnudaga
kl. 2-7.
Náttúrugripasafnlð
kl. 13:30-15 á sunnudögum, 14-15 á
þriðjudögum og fimmtudögum.
Þjóðminjasafnið
kl. 13-16 á sunnudögum. kl. 13-15
í þriðjudögum, fimmtudögum og
taugardögum.
Þjóðskjalasafnið
í virkum dögum kl. 10-12 og
14-19.
Landsbókasafnið
kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla virka
daga nema laugardaga kl 10-12
og 13-19.
' '• ' *■
Kl. 8:00' Morgunút-
varp. 9:10 Veður-
fregnir.; 12:00 Há-
degisútvarp. 1?, :15
Erindi bændavik-
unnar: a) Fram-
tíðarhorfur landbúnaðarins (Arnór
Sigurjónsson). b) Sjúkdómar i
matjurtum (Ingólfur Davíðsson
magister). c) Fjárskipti (Sæmund-
ur Friðriksson framkv.stj.) 15:30
Miðdegisútvarp. 16:30 Veðurfregn-
ir. 18:00 íslenzkukennsla II. fl.
18:25 Veðurfregnir. 18:30 Þýzku-
kennsla I. fl. 18:55 Iþróttir (Atli
Steinarsson blaðamaðurt. 19:15
Þingfréttir; tónieikar. 19:40 Aug-
lýsingar. 20:00 Fréttir. 20:30 Er-
indi: Striðið milli Japana og
Rússa 1905 (Baldur Bjarnason
magister). 21:00 Óskastund (Bene-
dikt Gröndal ritstjóri). 22:00
Fréttir og veðurfr. 22:10 Passíu-
sálmur (35). 22:20 Útvarp frá
danslagakeppni SKT: Hljómsveit
undir stjórn Carls Billich leikur.
Söngvarar: Adda Örnólfsdóttir,
Ingibjörg Þorbergs, Alfreð Clau-
sen og Sigurður Ólafsson. Kynn-
ir: Karl Guðmundsson leikari.
Hljóðritað í Austurbæjarbiói í
gærlcvöld). Hiustendur geta greitt
atkvæði um lögin. — Dagskrárlok
kl. 23:20.
Þetta er ísland
•Trá hóíninni
Skipaútgerð rlkislns
Hekla fór frá Akureyri siðdegis
í gær á vesturleið. Esja fer frá
Reykjavík í kvöld með farþega
vestur um land til Akureyrar.
Herðubreið er á Austf jörðum.
Skjaldbreið er í Reykjavik. Þyrill
var í Stykkishólmi i gær.
Eimskip.
Brúarfoss fór frá Hamborg 21.
þm til Siglufjarður. Dettifoss fór
frá New York 16. þm til Reykja-
vikur. Fjallfoss fer frá Rotterj
dag í dag til Hull og Reykjavíkur.
Goðafoss fer frá New York á
morgun til Reykjavíkur. Gullfoss
er í Reykjavik. Lagarfoss fór frá
Keflavík 17. þm til Rotterdam
og Ventspils. Reykjafoss var vænt-
anlegur til Húsavikur eða Akur-
eyrar í gærk’ýöld. Selfoss fer frá
Kefia.vík síðdegis í dag til Vest-
mannaeyja og þaðan til Belfast
og Dublin. Tröllafoss er í Rvík.
Tungufoss fer frá Rotterdam í
dag tii Hjalteyrar og Reykjavíkur.
Katia átti að fara frá Leith í
gær til Siglufjarðar.
Skipadeild SIS
Hvassafell er á Reyðarfirði. Arr-
arfell er á Akureyri. Jökulfell fór
frá Akranesi 19. þm til Helsing-
borg og Ventspils. Dísarfell fór
frá Keflavík 19. þm til Vestur-
og Norðurlands. Helgafell fór frá
Akureyri 18. þm til New York.
Smeraida, er í Hvalfirði. Elfrida
kemur til Akureyrar á morgun.
Troja er í Borgarnesi.
Dagskrá Alþingis
miðvikudaginn 23. marz kl. 1:30
Sameinað þing
Fyrirspurnir. Ein umr. um hverja:
a. Landshöfn í Rifi.
b. Áburðarverð.
c. Marshallaðstoð í ágúst 1948.
Fjáraukaiög 1952, frv. 2. umr.
Alþýðuskólar, þátill. Fyrri umr.
Iíjörorðið er: Hrækið eklri á
gangstéttina
Okkur varð heldur en ekki á í
messunni í gær: birtum skakka
mynd með réttum krossgátutexta.
Nú birtum við textann aftur, með
réttri mynd, og biðjumst afsök-
unar á ófyrirgefanlegum mistök-
um.
Krossgáta nr. 609
7 ! 2 3 4 5 b
9 <í
10 // /Z
/3
/V /S /t /?
/8 /9 2o
21
Lárétt: 2 spyrna 7 leikur 8 bönd
10 meiðsli 12 skst 13 karlmanns-
nafn 14 arfshluta 16 meðvitundai'-
leysi 18 spilið 20 fangamai-k 21
gælunafn
Xjóðrétt: 1 lægstu röddina 3 fljót
á Italíu 4 hver -einasti 5 hey-
slæðingur 6 afl 11 grænmetið 15
borg í Suður-Ameríku 17 gat 19
óhefndur
Lausn á nr. 608
Lárétt: 1 klossar 6 fát 7 um 9
ey 10 far 11 gin 12 Mr. 14 rs
15 aur 17 nóttina
Lóðrétt: 1 Kaufman 2 of 3 sár 4
st 5 reynsla 8 mar 9 eir 13 Rut.
15 at 16 ri
Munið miðnæturskemmtinina
í Austurbæjarbíói í kvöld klukkan 11.15
Aðgöngamiðar í Músikbúðinní