Þjóðviljinn - 23.03.1955, Side 4

Þjóðviljinn - 23.03.1955, Side 4
á) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. marz 1955 fl o6tuplnn Sjúkíingur með sjokk — Hjónabandshamingja í voða — Úrbætur á útvarpsþætti eina björgunarvonin ÓLÆSILEGUR dr. med hefur sent Bæjarpóstinum eftirfar- andi bréf: „FÖSTUDAGINN 19. marz kl. 21,35 var komið með herra .... (ólæsilegt nafn) Hrafna- björgum við Geitháls á lækna- varðstofuna. Sjúklingurinn var með nokkurri rænu, en var haldinn einu herfilegu taugaá- falli. Nefndi hann Rannveigu i öðru hverju orði, en hjúskap i öðru hverju af því er þá var eftir, fjármál hjóna í helm- ingnum af því er þá var til baka, en áttunda part ræddi hann af skynsémi. Púls: 120. Sjúklingnum var gefin Vz flaska af Mixtúra Nervína og gr. 50 Tinct. Benz. Tab. sin Opie og 56 gr. Mixt.Rum.Negr. c. acua calida atcue saccharo. Sefaðist sjúklingurinn nokkuð og varð rórri og mátti nú ræða við hann af fullri ró og skynsemd um orsakir sjokks- ins. Kvaðst hann stöðugt hafa, frá því farið var að fræða leikmenn um vísindi á föstu- dagskvöldum, fylgst með sér til uppbyggingar, enda hefði ekki veitt af. Virðist hann þegar háfa fengið allgóða innsýn í ýmsar greinir læknavísindanna eftir því sem undirritaður get- ur búizt við af leikmanni, einn- ig í hagfræði eftir því sem sú fræðigrein verður skilin (per- sónulega álít ég aðeins geta verið um misskilning að ræða 1 sambandi við þær hagfræði- ]egu formúlur sem verið er að rugla okkur í), ennfremur virt- ist sjúklingurinn ágæta vel heima í tæknilegum hugtökum, svo vel í rafmagnsfræði, bygg- ingarkúnst og búvélabyggingu sem efnafræðilegum og efna- verkfræðilegum samsetningum og konstrúksjónum. Nefndi hann mýgrút nafna torskiljan- ]egra allt upp á íslenzkuna. Lögfræði var hinsvegar Tabú í hans munni og hjúskap mátti hann ekki heyra. Kallaði hann það svínarí, að sólunda svo al- mannafé og þó aðallega tíma þegar éin persóna talaði Tabú 'á kostnað sinn í heilan vetur óg að því er sér virtist alltaf endurtekning hins sama. Væri þetta ein frekleg móðgun við almenning námfúsan, þar sem þar væri um að ræða efni sem væri svo eðlilegt og sjálfsagt I menntuðu þjóðfélagi að flest- ir hefðu á tilfinningu og breyttu samkvæmt því, en þeir <er ekki vissu hefðu getað num- ið á stundarf jórðungi eða í mesta lagi tuttugu mínútum ef 'um sérstakar treggáfur væri að ræða (Meðal kani gæti sennilega numið á hálftíma). :Auk þess taldi sjúklingurinn að heimilislíf sitt, sem hefði gengið árekstralaust í hartnær vrjátíu ár, væri nú allt í mol- im. Konan væri orðin svo uppástöndug og heimtufrek, ggrði- ekki annað en áð skipa hitt og skipa þetta, krefjast ^jeninga til þess og til - hins, síciterandi í útvarpsfyrirlesara og segjandi ef manni verður á að andmæla, að við getum farið 1 til lögfræðings. Ef ég ekki geri allt eins og hún viil, segir sjúklingurinn, hótar hún að fara frá mér, það er að segja, ég á víst að fara frá henni, því að hún segist eiga að fá húsið og börnin, og sparifé geti gengið upp í meðlagið fyrsta árið. Sjúklingurinn talar sig hér í slíkan æsing að það verður að gefa honum annað medicament tvisvar sinnum sterkara en hið fyrra. TEL ÉG HORFA allilla fyrir sjúklingnum ef ekki verður bót á ráðin með útvarpsþátt- inn. Vildi ég leggja til að næst yrði á sviði lögfræðinnar talað um náðunarinstitútið, trygging- arvesenið, landhelgisproblemið, löndunarbann breta frá sjónar- hóli alþjóðalögfræðinnar, eitt- . hvað sem menn hafa áhuga á, viðurlög við okri. Ættu erindin að vera það stutt að hægt væri að gera efni greinileg skil í hverjum einstökum þætti í stað þess að teygja lopann með sífelldum endurtekningum og upptuggum, flutt með þeim hætti að maður missir lystina á kvöldkaffinu sínu. VÍSA ÉG' sjúklingnunv frá mér til Bæjarpóstsins sem ég tel einna hæfastan til þess að koma í samt lag aftur and- legri líðan sjúklingsins. Undirskrift (ólæsilegt nafn, dr. med.)“. m innin(j<xrápi öti Fyrirspurn til Út- varpsráðs Ríkisútvarpið óskar oft eft- ir því, að hlustendur geri til- lögur um útvarpsefni og láti í ljós álit sitt um það, sem flutt er, og þarf ekki langt að seilast í því efni til að benda á dæmi. Hinn 7. þ. m. var útvarpssögulesarinn, sem að þessu sinni, eins og svo oft áður var sjálfur skrif- stofustjóri útvarpsráðs, að óska þiess að brýna það fyrir hlustendum, að þeir létu í ljós álit sitt á sögu þeirri, sem hann nú er að þylja yfir þjóðinni. Maður skyldi nú ætla að tilgangurinn væri sá að taka eitthvert mark á skoð- unum þeim, sem fram kynnu að koma. Því var það að við — ásamt meira en 400 öðrum útvarpshlustendum — skrif- uðum í vetur háttvirtu út- varpsráði, og óskuðum eftir því, að ákveðinn maður yrði fenginn til að lesa Passíu- sálmana í útvarpið. Sú ósk okkar var ekki tekin til greina og er ekki um það að sakast, en við höfum góðar heimildir fyrir því, að beiðni okkar hafi aldrei verið lögð fyrir fund útvarpsráðs og því ekki komið þar til álita. Við lýsum undrun okkar yf- ir því, ef um slíka vanrækslu er að ræða og teljum hana vítaverða. Eru það tilmæli okkar, að útvarpsráð gefi nán- ari skýringu varðandi þetta mál. Nokkrir áskorendur. Bændur í Skagaíirði stofna mál- fnndafél um framfaramál héraðsins Föstudaginn 11. marz komu nokkrir bændur í Skaga- firði saman til fundar á Hótel Villa Nova á Sauðárkróki. Á fundinum hafði Haukur Hafstað bóndi í Vík framsögu um byggingar útihúsa í sveit- um. Taldi hann vafasamt hvort hinar varanlegu og dýru stein- steyptu byggingar ættu rétt á sér, þar sem hægt væri að koma upp góðum og miklu ó- dýrari byggingum. Þar til nefndi hann járnbogaskemm- urnar, er hann taldi mjög hentugar sem fjárhús, hey- geymslur og verkfærageymsl- ur. Þá taldi hann athyglisverð- ar þær tilraunir, sem nú er verið að gera með lausgöngu eða rimlafjós, og hvatti bænd- ur til að fylgjast vel með þeim athugunum. Miklar umræður urðu um mál þetta og stóð fundurinn frá kl. 2 e.h. til kl. 6 e.h. Lögð var áherzla á, að bygg- ingaframkvæmdir í sveitum þyrfti að skipuleggja betur en nú væri. Starfandi yrðu bygg- inganefndir í öllum hreppum sýslunnar. Aukin yrði leiðbein- ingarstarfsemi á sviði bygg- ingamála. Fylgzt vel með nýj- ungum á sviði bygginga og gerðar skyldu tilraunir með hvaða gerð peningshúsa hent- aði bezt fyrir íslenzka stað- hætti, bæði með tilliti til kostn- aðar og notagildis. Alls voru haldnar 22 ræður af 13 fundarmönnum, er tóku til máls. Til að ákveða og sjá um málefni á næsta fundi voru kjörnir: Egill Bjarnason ráðu- nautur Sauðárkróki, Vigfús Helgason kennari Hólum, Hjör- leifur Sturlaugsson bóndi Kimbastöðum. í tilefni af áður komnum blaðafréttum varðandi stofnun Bændafélags í Skagafirði skal þetta tekið fram: Laugardaginn 5. febrúar s.l. komu nokkrir skagfirzkir bænd- ur saman á fund á Sauðár- króki. Á fundi þessum var m. a. rætt um hvort stofnað skyldi bændafélag eða komið á mál- fundafélagsskap með frjálsu sniði. Samþykkt var að stofna frjálsan félagsskap bænda (bændaklúbb eða málfundafé- lag) til viðkynningar og um- ræðu um ýmis áhuga- og fram- faramál héraðsins. Haldnir skyldu umræðufundir t. d. einu sinni í mánuði og kosin þriggja manna nefnd í lok hvei-s fund- ar til að ákveða og sjá um málefni á næsta fundi. Það er Framhald á 10. síðu. LeiSrétting í grein minni hér í blaðinu í gær urðu mér á þau afleitu mistök að gera tvívegis ráð fyrir verðlagsbreytingum tíma- bilsins 1947-1953 við lauslega áætlun þess hluta aukinna tryggingabóta, sem falla í hlut launþega innan Alþýðusam- bands Islands. Hinar auknu bótagreiðslur eiga þannig að nema tvöfalt hærri hundraðs- hluta af tekjum umrædds verkamanns en sagd; var, þ.e. 1,2 í stað 0,6. Samsvarandi tala fyrir 1954 verður þá 1,4 í stað 0,7. Breytir þetta nokkru, þó ekki miklu, um málflutning greinarinnar. Eru allir viðkom- andi beðnir afsökunar á þess- um hvimleiðu mistökum. Reykjavík, 22. marz 1955. Haraldur Jóhannsson. Þrýstivatnjpípur og allskonar tengistykki. Frárensislispípur og tengistykki. Byggingavömr úr asbestsementi Utanhúss-plötur, sléttar — Báru-plötur á þök — Þakhellur — Innanhúss-plötur Czeckoslovak Ceramics Ltd. Frague, Czechoslavákia EINKAUMBOÐ: MASftS TRADING Co. Klapparstíg 26, sími 7373.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.