Þjóðviljinn - 23.03.1955, Síða 5

Þjóðviljinn - 23.03.1955, Síða 5
Miðvikudagur 23. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5l. Brezka þingið rælr geislunar- hættu Brezka þingið ræddi í gær til- lögu kvenna sem $itja á þingi fyrir Verkamannafiokkinn að ríkstjórnin beiti sér fyrir rann- sókn á þeirri hættu sem samfara er vaxandi geislaverkun í and- rúmsioftinu af völdum tilrauna með- kjarnorkuvopn. Dr. Edith Summerskill; fyrrverandi heil- brigðismálaráðherra kvað það .sannað að geislaverkun gæti gert. fólk ófrjótt og valdið úr- kynjun kynstofnsins. Heilbrigðismálaráðherra í stjórn ihaldsmanna hafnaði til- lögunni um sérstaka rannsókn visindamanna frá sem flestum löndum en kvað ríkisstjórninni vera ljós'a'‘h'Éét'tUn'a sem geisla- verkun væri samfara. Hún teldi þó enga yfirvofandi hættu stafa af sprengingum þeim sem þegar hefðu verið gerðar. Dr. Summerskill kvað 65 kjarnorkusprengjur hafa verið sprengdar til þessa. Bandaríkja- menn hefðu sprengt 50, Rússar 12 og Bretar þrjár. í gær var enn einn tilraunasprenging gerð á æfingasvæði Bandaríkjahers í Nevadaeyðimörkinni. Aneurin Bevan 66 farast í flugslysi Bandarísk flotaflugvél með 66 manns innanborðs fórst í gær á Sandvíkureyjum. Var vélin á leið frá Hawaii til Kali- forníu en varð að snúa við vegna bilunar. Þegar hún átti 50 km ófarna til Hawaii aftur rakst hún á fjallstind á smá- eyju og splundraðist. Allir sem í vélinni voru fórust samstund- is. Ófús til stór- veldofundar Knowland, foringi republi- kana í öídungadeild Bandaríkja- þings, sagði í gær eftir að hafa rætt við Eisenhover að forset- inn væri enn sem fyrr andvígur því að reynt yrði að efna til fundar æðstu manna stórveld- anna sem stendur. Fréttamenn í Washington höfðu haldið því fram i fyrra- dag að forsetinn væri á sama máli og George, formaður ut- anríkismálanefndar öldunga- deildarinnar, sem hafði lagt til að stórveldafundur yrði hald- inn áður en þetta ár er úti. Vesturveldin ræða Viet Nam Enda pótt vesturþýzka pingið hafi nú fullgilt Parísarsamningana um endurhervæð- ingu Vestur-Þýzkalands og aðild pess að hernaðarbandalögum Vesturveldanna, hafa andstœðingar hervœðingarinnar í landinu ekki gefizt upp. Myndin sýnir konur í Ham- borg í kröfugöngu gegn Parísarsamningunum. Síbatnandi lífskjör alþýðu manna f ríkjum A-ivrépu - segir i nýútkominni skýrslu Efna- ! hagsnefndar SÞ i Evrópu Framhald af 1. síðu. mennirnir hafa mikinn meiri- hluta í miðstjórninni. Hörð andstaða í gær var talið að farnar væru að renna tvær grímur á að minnsta kosti suma af hægri- mönnunum og ber margt til. í fyrsta lagi kom það á dag- inn að þeir fengu ekki hreinan meirihluta þingflokksins til að greiða atkvæði með brottvikn- ingunni. í öðru lagi hefir það sýnt sig að stuðningur flokksdeildanna í kjördæmunum við Bevan og stefnu hans er eindregnari en nokkru sinni fyrr. Mestu máli mun þó skipta að stjórnir ýmissa af.stærri verka- lýðssamböndunum hafa tekið af- stöðu gegn brottrekstri Bevans. í gær gerðu til dæmis stjórnir þriggja sambanda samþykktir þar sem lagzt er gegn brottvikn- ingu. Stjórn vélsmiðasamb. sem telur yfir 600.000 félagsmenn lætur þá skoðun í Ijós að brott- vikning Bevans yrði Verka- mannaflokknum til ills eins. Stjórn sambands járnbrautar- verkamanna, en í því eru yfir 300.000 menn, krefst þess að Bevan verði þegar í stað tekinn aftur inn í þingflokkinn og mótmælir tilraunum til að fá liann rekinn úr flokknum. Stjórn sambands námumanna gerði svipaða samþykkt. Njósnarar dæmdir í Póllandi Tveir menn hafa verið dæmd- ir til dauða í Póllandi, og þrir aðrir í 5—15 ára fangelsi fyrir hjósnir í þágu Bandaríkjanna. Fregnir frá Saigon, höfuð- borg suðurhluta Viet Nam, herma að Ngo Dinh Diem for- sætisráðherra hafi ákveðið að leggja heldur niður völd en verða við kröfum sértrúar- flokka og bófaflokka um að þeir fái að ráða skipun ráðu- neytisins og stjómarstefnunni. Flokkar þessir hafa 45.000 menn undir vonnum í einkaherj- um, sem Frakkar vopnuðu á sínum tíma gegn sjálfstæðis- hreyfingu landsmanna. Skýrt hefur verið frá því í París að aðstoðarutanriiksráð- herrar Bandaríkjanna, Bret- lands og Frakklands muni koma saman á næstunni til að ræða ástandið í Viet Nam. í nýútkominni skýrslu Efnahagsnefndar SÞ í Evrópu, sem áSur hefur verið drepið á hér í blaðinu, er lýst stór- jfeUdum framförtun í heilbrigðismálum, almannafræöslu 1 og lífskjörum í alþýðuríkjum Austur-Evrópu á undan- fömum árum. „Árangurinn af viðleitni stjórnanna í Austur-Evrópu til að koma upp og auka heilsu- vernd og almannafræðslu hef- ur verið verulegur", segir í skýrslunni. „Stjórnarvöldunum hefur tek- izt að koma hlutfallinu milli fjölda lækna og íbúafjöldans ná- lægt meðalhlutfallinu fyrir alla Evrópu með því að leggja megináherzlu á aukningu lækna- deilda við háskóla og þetta hefur jafnvel tekizt í löndum, 18 ára konsúlsdóttir straukmeð • *1 ' h r k* 1 • X* • sjeik í buðir hirðmgja Átján ára stúlka að nafni Nicole Terese Poche, dóttir hollenzka konsúlsins í Aleppo í Sýrlandi, strauk í síðustu viku út í eyðimörk með unnusta sínum. Elskendurnir dvelja nú í tjaldbúðum hirðingja. Faðir stúlkunnar hafði harð- bannað henni að ganga að eiga Rida Jamsjika, sem er 23 ára gamall. Þau giftu sig þá á laun og héldu rakleitt til búða bedú- ína. Lögreglan ráðþrota Poche gamli bað lögregluna að hafa hendur í hári dóttur sinnar strax þegar hann varð þess var að hún var horfin. Lögreglan leitaði í tvo daga, því að í Sýrlandi er hjónaband ekki löglegt nema faðir brúðarinnar hafi gefið samþykki sitt. En ungu hjónin eru örugg meðan þau dvelja hjá bedúín- um. Lögreglan má ekki koma inn á umráðasvæði þeirra hvað þá heldur skipta sér neitt af þeim. Erfðavenjur hirðingjanna — Erfðavenjur hirðingjanna leggja mér þá skyldu á herðar að vernda og verja þau meðan nokkur blóðdropi er eftir í æð- um mínum, sagði bedúínahöfð- inginn Fajkal Ennúaf Hadien sjeik, þegar fréttaritari United Press kom í heimsókn. Hann hitti ungu hjónin í stóru bedúínatjaldi, þar sem gólfið var þakið dýrlegum, pers- neskum teppum. — Hér er okkur óhætt, erfða- venjur hirðingjanna bjóða þeim að liðsinna okkur, sagði Nicole. Við vonum að föður mínum snúist bráðum hugur. þar sem heilsuvemd var áður á mjög lágu stigi“. Verkamönnum til hagsbóta „í Tékkóslóvakíu er hlutfalls- talan nú nærri því eins há og í háþróuðustu löndum Vestur- Evrópu, og aðeins í Póllandi er hún enn algerlega óviðunandi, og ástæðan til þess er einkum vandkvæðin við að bæta á fáum árum úr hinu mikla mannfalli meðal pólskra lækna á stríðsár- unum. Fjöldi rúma á sjúkrahúsum hefur aukizt að sama skapi. Þessar framfarir í félags- málum hafa fyrst og fremst verið verkamönnum til hags- bóta. í Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzkalandi eru þó fé- lagar í samyrkjubúum nú einnig tryggðir gegn veikind- um“. Framfarir í menningarmálum „Háskólar hafa verið opnaðir upp á gátt fyrir þá sem náms- hæfileika hafa. Bækur hafa verið gefnar út í stórum upplögum og seldar við óvenju vægu verði, styrkur veittur til hljómleika og leik- húsa, íþróttavöllum fjölgað og öll skilyrði til iðkunar íþrótta bætt stórum.“ Bætt skilyrði til tæknináms „Hin stórbættu skilyrði til tæknináms eru ef til vill at- hyglisverðasta atriðið í þróun fræðslumála. Nemendur í iðnskólum Tékkó- slóvakíu og Rúmeníu eru nú helmingi fleiri en fyrir stríð og sex sinnum fleiri í Póllandi og Búlgaríu. í Ungverjalandi hafði verka- mönnum sem notið höfðu tækni- þjálfunar fjölgað úr aðeins 11.000 árið 1938 í 143.000 árið 1952.“ Staðfest með tölum Birtar eru ítarlegar talna- skýrslur sem sýna hvernig þess- ar framfarir í heilbrigðis- og fræðslumálum hafa bætt lífs- skilyrði almennings í Austur- Evrópu. Embættisnenn í Finnlandi vilja líka kauphækkun 1 Samband embættismanna í Finnlandi hefur tilkynnt, að það muni ekki sætta sig við óbreytt kjör, ef opinberir starfsmenn sem nú eru í verk- falli fá kjarabætur. I samband- inu eru aðeins æðri embættis- menn og það er ekki í finnska alþýðusambandinu. Embættismennirnir hóta að- gerðum til að knýja fram launahækkanir, ef stjórnin hef- ur ekki bætt kjör þeirra innau hálfsmánaðar. Vetrarsíld meiri, vorsíld mimii Aflinn á síldarvertíðinni í Noregi í vetur var heldur minni en í fyrra, en þá veiddist líka meira en nokkru sinni áður, eða 11,7 millj. hektólítrar á móti 10 millj. hl. í vetur. Aflinn á vorvertíðinni, sem er nú að ljúka, verður hins veg- ar meiri en í fyrra og var í jfyrradag orðinn 2 millj. hl, að iverðmæti 33 millj. n. kr.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.