Þjóðviljinn - 23.03.1955, Qupperneq 7
Miðvikudag-ui; 23. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Iðnskóla-
frumvarpið
*
Eins og lesendum blaðsins
mun kunnugt, hefur Alþingi
liaft til meðferðar frumvarp
til laga um iðnskóla. Engin lög
hafa verið um iðnskóla til
þessa og hafa þeir verið starf-
ræktir fyrir utan allt fræðslu-
kerfi landsins og í miklu ó-
samræmi við það. Eigi hefur
verið gerður neinn munur á
þvi, hvort nemandinn hafði áð-
ur iokið miðskólaprófi. Hann
liefur eftir sem áður þurft að
sækja flesta tíma í iðnskólan-
um, sem í mörgum tilfellum
eru aðeins endurtekning á því
sem hann hafði áður lært. Af
þessu hefur skapazt mikið mis-
ræmi og óánægja meðal iðn-
nema. Það var því brýn nauð-
syn, að hafizt væri handa um
að gera ráðstafanir til úrbóta
í þessum málum.
I frumvarpinu, eins og það
var lagt fyrir þingið, var aðal-
breytingin sem gera átti á nú-
verandi fyrirkomulagi sú, að
fella iðnskólanámið inn í gild-
andi fræðslukerfi landsins. M.
ö.o. að miðskólapróf, eða til-
svarandi menntun, skuli vera
inntökuskilyrði í iðnskóla. í
öðru lagi skyldu bæjarstjórnir,
sýslunefndir eða hreppsnefnd-
ir stofna og reka iðnskóla, en
ríkissjóður þá greiða helming
stofnkostnaðar, laun skóla-
stjóra og fastra kennara.
Einnig geta iðnaðarmannafé-
lög og samtök þeirra haft á-
fram forgöngu um stofnun
iðnskóla, en áður hafði það
ejngöngu verið í höndum
þeirra.
Þetta eru þær tvær höfuð-
breytingar sem fi’rirhugaðar
voru með frumvarpinu, eins
og það kom frá ríkisstjórninni.
Afgreiðsla frumvarpsins
í iðnaðarnefnd n.d.
í iðnaðarnefnd neðri deildar
eiga sæti þessir þingmenn:
Gunnar Thoroddsen, form.
nefndarinnar, Skúli Guð-
mundsson, Eggert G. Þor-
steinsson, Einar Ingimundar-
son og Bergur Sigurbjörnsson.
I áliti nefndarinnar dags.
17. febrúar segir svo: „Nefnd-
in hefur rætt þetta mál á
nokkrum fundum. Hún hefur
átt viðræður við núverandi og
fyrrverandi skólastjóra Iðn-
skólans í Reykjavík, formann
iðnfræðsluráðs og forseta
Landssambands iðnaðar-
manna. Einnig hefur formaður
nefndarinnar rætt málið við
iðnaðarmálaráðherra. ‘ ‘
Eftir að viðræður höfðu far-
ið fram við þessa aðila, er það
ljóst, að þeir hafa ekki talið
að frumvarpið þyrfti mikilla
breytinga við. Þeir virðast
hafa forðazt að minnast á dag-
skóla, enda eru breytingar
þær, sem nefndin leggur til að
a
Alþingi
Er það einnig álit hans að með
þessu sé verið að loka öllum
leiðum iðnnemans til bóklegr-
ar menntunar og telur nauð-
synlegt að opna þær leiðir.
„Fyrsta skilyrðið fyrir því,
að það sé gert, álít ég vera,
að Iðnskólinn sé gerður að
dagskóla svo fljótt sem auðið
er.“
Þetta sem iðnneminn Eggert
Þorsteinsson segir, er og hef-
ur alltaf verið stefna iðnnema-
samtakanna: Að allir iðnskól-
ar landsins séu dagskólar.
Ummæii fyrrverandi
skólastjóra Iðnskóians í
í Reykjavík, Helga Herm.
Eiríkssonar.
Eins og segir í upphafi
ánægju yfir þessari skipulags-
breytingu. Ætti það að vera
hvöt til þess að auka dag-
skólakennsluna, þannig að all-
ir bekkir skólans fái notið
hennar.“
Þannig fórust Helga Her-
manni- orð veturinn 1946.
Ekki leitað álits iðn-
nemasamtakanna.
Ekki hafði háttvirt iðnaðar-
nefnd fyrir því að senda Iðn-
nemasambandinu frumvarpið
til umsagnar, því síður að leit-
að væri álits þess um breyting-
ar á því. Er slíkt vítaverð af-
greiðsla, að ganga með öllu
framhjá samtökum iðnnema,
þegar verið er að afgreiða mál,
sem varða hlýtur iðnnemana
meir en nokkra aðra.
Iðnskólahúsið nýja í Reykjavík sem nýtekið er í notkun. Yfirmenn íslenzkra iðnaðar-
mála œtlast til pess að petta hús verði aðállega kvöldskóli, en pað er krafa iðnnema
sjálfra að öll iðnkennsla fari hér eftir fram að degi til.
gerðar verði á frumvarpinu,
mjög smávægilegar.
Það verða að teljast furðu-
leg vinnubrögð hjá nefnd, sem
fjallar um mál, er varðar alla
iðnskóla landsins, að ekki
skuli í áliti hennar minnzt
einu orði á nauðsyn þess að
gera alla iðnskóla að dagskól-
um.
Það er staðreynd, að dag-
skólar eru í alla staði heppi-
legri bæði fyrir nemendur og
þá sem þeir vinna hjá. Auk
þess eru dagskólar frumskil-
yrði þess, að nemandinn hafi
einhver not af þeirri fræðslu
sem skólarnir hafa upp á að
bjóða.
Hvar er iðnneminn fyrr-
verandi, Eggert Þorsteins-
son?
Það kann að koma einhverj-
um undarlega fyrir sjónir, að
einn nefndarmanna, Eggert
Þorsteinsson, sem eitt sinn var
í flokki forustumanna iðn-
nemasamtakanna og barðist
þá fyrir því, að iðnskólar yrðu
gerðir að dagskólum, skuli
nú láta þetta atriði sig engu
skipta.
I 2. tölublaði 12. árgangs
Iðnnemans skrifar iðnneminn
Eggert Þorsteinsson greinina:
„Hvað er til fyrirstöðu." í
grein þessari bendir hann á,
hversu gersamlega ómöguleg
og úrelt kennsla í kvöldskól-
um sé, hversu það sé fráleitt
að láta nemandann setjast á
skólabekk að lokinni vinnu.
nefndarálitsins, hefur iðnað-
arnefnd n.d. átt viðræður við
fyrrverandi skólastjóra Iðn-
skólans í Reykjavík, Helga
Herm. Eiríksson. Varla hefur'
Helgi Hermann verið harður á
kröfunni um dagskóla við
nefndina. En í 2. tölublaði, 13.
árg. Iðnnemans birtist viðtal
við Helga Herm. Eiríksson
skólastjóra. Þá hafði, haustið
1946, verið tekin upp dagskóla
Eftir
Gunnar
Gutiormsson
Járniðnaðar-
nema
kennsla í 1. og 2. bekk Iðn-
skólans í Reýkjavík og farast
Helga Hermanni svo orð um
þessa nýbreytni: „Sú reynsla
sem fengin er eftir fyrsta
kennslutímabilið, hefur leitt í
ljós, að hér er um mjög aukið
hagræði að ræða fyrir alla, er
hlut eiga að máli, nemendur og
meistara." Ennfremur segir
hann: „Kennarar skólans,
svo og þeir meistarar sem hlut
eiga að máli, hafa látið í ljós
Stefna iðnnemasamtakanna,
í málum iðnskólanna hefur
verið mjög ákveðin og hafa
þau á undanförnum árum
gert ótal tillögur til úrbótá í
þessum málum. En það er víst
ekki siður Alþingis, eða al-
þingismanna, að- spyrja fólkið
að því hvaða skipulag lilut-
anna komi þvi bezt.
Álitsgerð Iðnnemasam-
bandsins.
Þrátt fyrir þessa afgreiðslu
háttvirtrar iðnaðarnefndar
n.d., sendi Iðnnemasambandið
iðnaðarnefndinni eftirfarandi
álitsgerð um frumvarpið í
heild:
Iðnnemasamband íslands
vill hér með koma á framfæri
við iðnaðarnefnd nd. Alþingis,
áliti sínu á frumvarpi til laga
um iðnskóla, sem lagt hefur
verið fyrir yfirstandandi Al-
þingi.
Það er álit I.N.S.Í., að á-
standið í iðnfræðslunni í dag
sé þannig, að úr því verði
eigi bætt nema með róttækum
aðgerðum.
Af frumvarpinu er það ljóst
að aðeins er um að ræða
stofnun eins eða tveggja full-
kominna iðnskóla í landinu, í
Rvík og á Akureyri, þar sem
hvergi annarstaðar eru fleiri
en 60 iðnnemar, en á Akur-
eyri ná þeir vart þeirri tölu.
Á þeim stöðum sem tala iðn-
nema er undir 60, segir í
frumvarpinu, að skólarnir
skuli annað hvort vera deild
innan gagnfræðaskóla, elleg-
ar skuli þeir vera með sama
sniði og verið hefur. Af þessu
verður eigi annað séð en lít-
illa breytinga sé að vænta á
flestum iðnskólum landsins. -
Höfuðbreytingin sem gera
þyrfti að okkar áliti, á þessu
frumvarpi er sú, að þegar
verði stofnaðir tveir fullkomn-
ir iðnskólar, í Reykjavík og
á Akureyri, og hafi rikis-
stjórnin forgöngu um stofn-
un þeirra og beri ríkissjóð-
ur að fullu kostnað skólanna.
í sambandi við skólana yrði
að sjálfsögðu heimavistir, sbr.
Sjómannaskólann og bænda-
skólana.
Með því að iðnskólarnir
væru aðeins tveir, myndi því
misræmi, sem nú á sér stað
í menntun iðnaðarmanna
landsins, með öllu útrýmt.
Víða á landinu, þar sem iðn-
skólar eru starfandi, eru að-
stæður til kennslu það slæm-
ar, að ekki er hægt að fram-
fylgja þar neinum ríkjandi á-
kvæðum varðandi iðnfræðsl-
una. Með vaxandi kröfum til
kunnáttu iðnaðarmannsins er
það augljóst, að taka verður
upp betri kennsluhætti en nú
eiga sér stað. Við teljum því,
að stofnun iðnskóla innan fá-
mennra bæjar- og sveitafé-
laga sé ekki rétta leiðin til
úrbóta í þessum efnum. Það
er óhugsandi að slíkir skólar
geti veitt nemendum sínum
fullkomna iðnfræðslu, nema
með kostnaði sem fara myndi
langt fram úr þeim kostnaði,
væru iðnskólarnir aðeins tveir.
Við viljum sérstaklega benda
á það, að í frumvarpi þessu
er ekki gert ráð fyrir neinni
úrbót á því ósamræmi er nú
ríkir í fræðilegri kennslu iðn-
skólanna sbr. 7. gr. 3. tölul.,
en þar segir svo: „Iðnfræðslu
þá, sem nú er á ýmsum stöð-
um og ekki getur komizt und-
ir ákvæði 1. og 2. tölul., má
hafa með sama sniði og verið
hefur.“
Eina tæknikennslan í iðn-
skólunum hefur verið fag-
teiknun og hafa því iðnskól-
arnir hingað til komizt af án
kennara með sérþekkingu i
hinum einstöku iðngreinum.
— í frumvarpinu, eins og það
liggur fyrir, segir, að mið-
skólapróf skuli vera inntöku-
skilyrði til inngöngu í iðn-
skóla. Það liggur því í augum
uppi, að kennslan í iðnskólun-
um verður að mestu leyti sér-
nám í hinum einstöku iðn-
greinum og því virðist auð-
sætt, að á hverjum stað verða
að vera kennarar með tækni-
lega^. menntun, hver í sinni
iðngrein. í þessu sambandi
viljum við benda á það, að á
Akranesi voru t. d. árið 1954
25 iðnnemar, og skiptust þeir
niður á 10 iðngreinar. Á þessu
sést', að hafa þyrfti 10 sér-
menntaða kennara í öllum
þeim iðngreinum sem við á.
Annað dæmi: ísafjörður með
21 iðnnema árið 1954 og
skiptust þeir niður á 9 iðn-
greinar, og þannig mætti
lengi telja. Sést á þessu,
að geysilegur kostnaður yrði
því fylgjandi ef starfrækja
ætti fullkomna iðnskóla á
öllum þeim stöðum þar sem
iðnnám er stundað. Það er
þ'ví skoðun okkar að eina við-
unandi lausnin á þessum mál-
Framhald á 10. síðu.