Þjóðviljinn - 23.03.1955, Side 9
Miðvikudaguí 23. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
A ÍÞRÓTTIR
RlTSTJÓRl FRÍMANN HELGASON
-----------------------
Emil Tómasson:
Gunnar M. Magnúss:
Börnin frá Víðigerði
Er sjálf þjóðaríþróttin að verða lýtalaus
eða er verið að búa til nýja glímuíþrótt
sem fær svo glæsilega dóma?
Fullorðna fólkið þarf nú mest að hugsa um
dótið, kassana og kyrnurnar, svo að engu verði
stolið út úr höndunum á því. Það má svo sem
ekki tapast mikið af því, sem farið verður með.“
Þeir höfðu gengið samsíða smalarnir. Geiri sleit
upp pun’tstrá öðru hvoru og tuggði leggina.
„Mig langar svo sem ekkert til þess að fara“,
sagði hann. „Það er ekki svo vont að vera hér“.
„Já, þér finnst þetta, af því að þú ert svo lítill,,
en fullorðna fólkinu, sem mest þarf að hafa fyrir
lífinu, finnst nú annað“.
„Við höfum hér góðan bæ“, sagði Geiri.
„Hæ! En hvað heldurðu að þér finnist, ef þú
sérð húsin í Ameríku. Þetta eru bara torfbæir
hérna. Svona kofar eru bara hafðir fyrir svína-
stíur í Ameríku.“
„Okkur hefur samt alltaf liðið vel hérna. Við
höfum haft nóg að borða“.
„Ja, hvað kallarðu mat. Allt upp úr súru!“
Stjáni hló dátt og skældi sig.
En Geiri var síhugsandi um það, hvað gott væri
að eiga heima á íslandi.
„Hér koma aldrei fellibyljir“, sagði hann. „Ég
hef heyrt', að fellibyljirnir rífi upp trén í skóg-
unum, tæti upp húsin og skrúfi skipin í háa loft“.
„Það tekur þá fljótt af. Heldurðu, að það sé
betra að verða úti hérna í grenjandi kafaldsbylj-
um. Alltaf er einhver að verða úti hérna milli
fjárhúsanna, þegar bylgusa kemur. Nei, Geiri
rninn, þú ert bara hræddur við að fara íil Ame-
ríku“.
„Ég er viss um, að það er ekki skemmtilegra
þar. Hér eru áreiðanlega fallegustu fjöllin, fal-
legustu fossarnir og lækirnir og árnar og falleg-
ustu dalirnir“.
Stjáni hélt nú all-langa ræðu með miklum og
tilhlýðilegum sannfæringarkrafti.
Til hinna yngri manna.
Eiginlega er þessu rabbi um
gömlu glímuna beint til ykkar
yngri glímumanna og annarra
sem kynnu að hafa áhuga fyr-
ir þjóðaríþróttinni og vilduð
kannski endurskoða hana frá
fleiri en einni hlið. Búast má
við að þið þekkið ekki annað
glímulag en þetta eina sem
ykkur hefur verið kennt og
sem þið nú lifið og hrærist í.
Rétt er því ykkar vegna að
skýra enn nánar frá gömlu
glímunni en ég hefi gert hér
að framan. Einkum er það
þetta, sem þdð skuluð gefa
gætur, að þegar glímutök voru
tekin í glímunni lögðu þeir er
við áttust brjóst við brjóst og
fætur við fætur, byrjuðu leik-
inn með góðlátlegu fótafálmi í
hægum snúningi réttsælis. Þetta
var aðeins forspil að leiknum,
sem brátt snerist upp í liina
hörðustu viðureign, sókn og
vörn. Þegar vanir og vaskir
áttust við var oft unun á að
horfa. Það er ekki nema eðli-
legt þó þið trúið því vart að
menn skyldu þora að ganga fast
í fang hvors annars — beint í
voðann — en ykkur er óhætt
að trúa því að það er svo langt-
um betra en að bolast eins og
þið gerið, því að með því finn-
nr maður bezt í öllum hreyf-
ingum og viðbrögðum mótleik-
arans hvað hann hyggur að
gera á þessu og hinu augna-
blikinu, þá fyrst reynir á
glímuleiknina, að vera við öllu
búnir og vel snöggir og fljót-
ir til að ná vörnum og hrinda
af sér áföllum.
Sömuleiðis fann maður bezt í
viðureigninni hvar mótleikarinn
stóð höllum fæti. Geta þá boð-
izt augnablikstækifæri að ná
honum í þetta eða hitt bragðið,
sem beinast lá við, áður en
hann næði jafnvægi aftur og
kæmi vörn við. Glímumanns-
listin lék á því þá hve eld-
snöggur maðurinn var á hinu
rétta augnabliki að ná bragð-
inu og skapa um leið hreina og
fallega byltu. Hér þýddi ekk-
ert seinlætistusk né ófimar
stimpingar. Flýtir glímunnar
gömlu er ekkert sambærilegur
við það sem nú er, því eru
glímurnar gagnólíkar. Þá lék
saman skörp hugsun og líkam-
leg leikni góðs glímumanns. Og
rétt er að taka það fram að
hér gat maður neytt allra
sinna krafta með leikninni og
flýtinum, en allt varð það að
vera í réttum og samstilltum
hlutföllum eins og góður söng-
kór, svo leikurinn væri hríf-
andi.
Aldrei fulllærð.
Islenzka glíman á svo mikið
til af fjölhæfni og list að hún
verður aldrei fulllærð. Það
virðist því brosleg fáfræði
þegar menn geta verið að tala
um „lýtalausar glímur“ á
sama tíma og glíman virðist í
afturför.
Ég veit ekki betur en að
glíman sé útþurrkuð í Mý-
vatnssveit og er þá bæði langt
gengið og mikið sagt, því eng-
in sveit á landi hér hefur gert
meir að því að halda glímunni
uppi á umliðnum tímum eða
öldum má segja, og engin sveit
og enginn kaupstaður hefur átt
jafnmarga ágæta glímumenn
að ég hygg. Hér syðra hafa
þeir. frændurnir og prestarnir
séra Þorsteinn Jónsson frá
Reykjahlíð (f. 1809) og séra
Helgi R. Hjálmarsson (f. 1867)
orðið frægastir fyrir glímur
sínar, séra Þorsteinn í Bessa-
staðaskóla nálægt 1830 en séra
Helgi fyrir stofnun Glimufé-
lagsins Ármanns hér í Rvík
um 1888. Þar að auki hafa
Mývetningar átt fjölda glímu-
manna sem ekki hafa staðið
þessum tveim, sem nefndir eru,
langt að baki.
Allt að þessu hefur fundizt
lífsmark með glímunni í Reykja
dal. Það munu aðallega vera
þeir synir Jóns bónda Haralds-
sonar á Einarsstöðum, sem
gengizt hafa. fyrir því að glím-
an hyrfi ekki með öllu úr
sveitinni. Svo mun hún hvergi,
mér vitanlega, lifa í borg né
byggð á landinu utan Reykja-
víkur og Haukadalsskólans. Á
þessu má sjá þann bláþráð sem
glíman stendur nú á. Hvaða líf
og áhugi er það fyrir sjálfri
þjóðaríþróttinni, þó gamlir og
áhugasamir glímumenn, sem
sjálfir eru hættir að stunda
hana reyni í beztu mein-
ingu að halda sem lengst
líftórunni í henni með því
að skrapa saman átta til tíu
menn, og ekki alla vel þjálfaða
stundum, til að leika frammi
fyrir fjölda áhorfenda tvisvar
á ári hverju (íslandsglíman og
Skjaldargliman) í borg sem
telur 62 þús. íbúa? Of mikið
af æskumönnum snýr baki við
glímunni. Síðustu árin hefur
glíman haldizt mest uppi hér í
Reykjavík af all snjöllum
glímumönnum, sem komið hafa
frá Haukadalsskólanum og víð-
ar að, og áhrifum frá þeim.
Hefðu þeir aldrei komið hygg
ég að hin oftnefnda þjóðar-
íþrótt væri undir lok liðin eins
og blessaður geirfuglinn.
Heildaryfirsýn
Skjaldarglímunnar.
Áður en ég skil við þetta
glímurabb er þess sennilega
vænzt af sjálfum glímumönn-
unum, að ég greini frá hvernig
mér kom þessi Skjaldarglíma
fyrir sjónir. Ég vona að þið,
vinir mínir, verðið ekki upp-
vægir út af því þó mér kunni
að farast ver við ykkur en
Morgunblaðinu. En það sem ég
segi það meina ég.
Fyrst skal það fram tekið
að mér verður jafnan starsýnt
á ykkur þegar þið gangið sam-
an að glímunni og takið tökin.
Þetta breiða bil sem millum
ykkar er þykir mér eitthvað
ófétlegt og get aldrei vanizt
því. Stundum segir blessað
kvenfólkið að þetta og hitt fari
í taugarnar á sér. Eg vil orða
það sem svo að það fari í
skapið á mér. Svo þegar sjálf
viðureignin hefst breikkar bilið
enn meir. Þá verðið þið álútir
mjög og niðurdregnir og haldið
hver öðrum svo langt í burt
sem handleggjalengd ykkar
leyfir, rassinn kemur það langt
út að við liggur að bakið bogni.
Þá er glímustaðan komin. En
mér er spurn, hvernig hugsið
þið ykkur svo að ná til bragða
í slíkri uppstillingu? Mér virð-
ist það aldeilis ómögulegt. Ég
vildi þá heldur fyrir mína parta
sleppa beltishönkunum og fara
í axlatök eða jafnvel hrygg-
spennu. Þetta þykir ykkur
máski ósanngirni gagnvart
glímunni okkar gömlu og góðu.
En ef satt má um hana segja
þá finnst mér hún lítið annað
orðin en kraftatusk og rysk-
ingar.
(Niðurlag á morgun).
Körfuknattleiks- !
mótið
Körfuknattleiksmótið hélt á-
fram í fyrrakvöld. í öðrum
flokki sigraði þá Gosi ÍR 26—15
og Ármann A-lið Ármann B-lið
58—22, en í meistaraflokki sigr-
aði ÍR ÍKF 31—22. Kl. 8 annað
kvöld verður mótinu haldið á-
fram og keppa þá í 2 flokki: Ár-
mann A-lið og Gsi og Ármann
B-lið og ÍR, en í meistaraflokki
Gosi og ÍS. Mótiiiu lýkur á
föstudagskvöldið.
Firmakeppni
Skíðaráðs Rvíkur
Firmakeppni Skíðaráðs Reykja-
víkur fór fram við Skíðaskálann
í Hveradölum s.l. sunnudag.
Keppt var í svigi. Sólskin var en
gekk á með mjög hvössum vind-
sveipum og reif upp snjóinn og
gerði það keppendum og starfs-
mönnum erfitt fyrir, frost var 10
gráður. Skíðafærið var hart og
grófst því brautin lítið, en hún
var um 300 m. löng með 38 hlið-
um og 90 m fallhæð. Brautar-
stjóri(iyar Þórir Jónsson, Áhorf-
endur voru margir og var notað-
ur hátalari til að lýsa keppn-
inni sem fór vel fram og var
Framhald á 10. síðm
Sovézki meistarinn í fimleikum kvenna, Söfía Muratova,
í jafnvœgisæfmgu á slá.