Þjóðviljinn - 27.03.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.03.1955, Blaðsíða 5
I Sunnudagur 27. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Blóðugir bardagor í Brussel í gær Lögreglan handták þúsundir manna — uppþot kaþólskra voru bæld niður Til blóðugra bardaga kom í Brussel og öðrum borgum Belgíu í gær milli Tögreglu og kaþólskra, sem efndu til uppþota í mótmælaskyni við stefnu stjórnarinnar í skóla- málum. Samtök kaþólskra höfðu boð- að til mótmælafunda í Brussel og öðrum borgum Belgíu til að mótmæla þeirri ákvörðun rík- isstjórnarinnar og þingmeiri- hluta hennar að skera niður styrki til kaþólskra skóla og setja á stofn fleiri ríkisskóla, óháða kirkjunni. Bann hafði verið lagt við fundunum, en kaþólskir höfðu það að engu. Þúsundir handteknir 1 gærmorgun söfnuðust tug- þúsundir kaþólskra manna sam- an á torgum og götum í Bruss- el. 12.000 manna lið úr her og lögreglu var kvatt á vettvang til að dreifa mannsöfnuðinum. Ríðandi lögreglumenn fóru í 50-100 manna hópum um göt- urnar og hröktu múginn und- an sér með brugðnum sverð- um. Lögreglumenn búnir gas- grímum hleyptu upp fundi ka- þólskra á einu helzta torgi borgarinnar með táragas- sprengjum. Hervörður var um opinberar byggingar, þinghúsið, konungs- höllina, alla skóla og sendiráð Breta og Bandaríkjamanna. Þúsundir manna liandteknir Lögreglan hafði þegar skömmu eftir að óeirðirnar hóf- ust handtekið þúsund menn í Brussel og handtökur héldu áfram fram eftir deginum. í öðmm borgum, svo sem Ghent og Leuven, þar sem einnig vöru gerð upphlaup, voru menn teknir höndum hundruðum sam- an. Víða kom til blóðugra bar- daga milli sveita stjórnarinnar og múgsins og særðust margir menn í þeim viðureignum, sum- ir hættulega, en ekki bárust fréttir af mannvígum. Margir þeirra sem lögreglan tók höndum höfðu skotvopn í fórum sínum og tilkynnti inn- anríkisráðuneytið í gærkvöld, að þeir yrðu sóttir til saka. §altsprantur aiaka úrkoinu Pakistan er eitt þeirra mörgu landa þar sem undanfarið hafa verið gerðar tilraunir með að framkalla regn í þurrkahéruð- um. Eínn af sérfræðingum SÞ á þessu sviði, Englendingurinn Fournier d’Albe, skýrir nú frá því að eftir þriggja ára tilraun- ir hafi sér tekizt að auka úr- komu veruléga með því ein- falda bragði að sprauta salti upp í loftið. frá húsþökum eða ökrum. ,,Rigningartækið“ er mjög einfalt og ódýrt, kostar aðeins um 500 krónur. Tilraunir með það voru gerðar í tveimur þurrkahéruðum í tvo mánuði og kom í ljós að úrkoman varð meiri en nokkru sinni áður. Nú er ætlunin að koma upp slíkum tækjum viða í Pakistan. Meðal irinna handteknu vai einn af helztu leiðtogum ka- þólska flokksins, sem verið hef- ur forseti belgiska þingsins. Uppþotin bæld niður Um tvöleytið í gær létu for- ingjar kaþólskra það boð út ganga til manna sinna að þeir skyldu hverfa til síns heima. stjórninni hefði verið sýnt frair á, að ef hún vildi halda friði í landinu, yrði hún að láta undar. síga í þessu máli. Ðreifðist þá mannfjöldinn og í gærkvöld mátti heita, að kyrrð væri komin á i Brussel. Parísarsamningarnir: Orslit í dag Umræður í efri deild franska þingsins um Parísarsamningana stóðu í alla nótt og var búizt við i gærkvöld að þeim myndi ekki ljúka fyrr en í dag, og verða þá greidd atkvæði. Fréttaritarar sögðu í gær, að allar líkur væru á því að deiid- in myndi fullgilda samningana óbreytta, en ekki er loku fyrir það skptið að hún hnýti ein- hyerju ákvæði við þá, en þá koma þeir aftur til kasta neðri , dei(darinnar. Verkamannaflokksþing- maðurinn sir Richard Ac- land skýrði frá því í um? ræðum um hermál á þingi um daginn, að sér væri kunnugt um það af viðræð- um við háttsetta foringja í bandaríska flughernum, að búið væri að ljósmynda hvern ferþumlung af landi Sovétríkjanna úr bandarísk- um könnunarflugvélum. Sir Richard kvað lang- fleygustu hernaðarflugvél- ar Bandaríkjanna hafa verið búnar myndavélum sem gera myndatöku í myrkri mögu- lega með notkun útrauðra geisla. Þessar flugvélar hefðu verið látnar fljúga yfir Sov- étríkin í 15.00 m hæð á næt- urþeli og taka myndir. Hver flugvél hefði verið látin fljúga inn yfir Sovétríkin á ákveðnum stað og innyfir þau fyrirfram tiltekna vega- lengd. Með því að fljúga svona hátt og aðeins á næt- urþeli hefur verið nokkum veginn öruggt að ekki væri hægt að hefta för vélanna. Tilgangurinn með þess- Myndin er tékin á ráð- stefnu í Varsjá í vetur, par sem rœtt var um hvernig hœgt sé að hindra hervœðingu Þýzkalands. Fulltrúar voru frá flestum Evrópulöndum. Samkomu lag var um að leggja til við stórvéldin að pau semji um Þýzkalandsmál- in á peim grundvélli að allt hernámslið verði brott úr landinu jafnframt pví sem sovézki herinn sem situr í Póllandi og gœtir samgönguleiða tíl Þýzka- lands haldi heim. Þýzka- land verði sameinað með frjálsum kosningum und- eftirliti eins og Eden, ut- um njósnum, sagði sir Ri- chard, er að gera stjórn bandaríska flughersins mögu legt að útbúa nokkurnveg- inn nákvæm skotmarkakort af Sovétríkjunum til notkun- ar í kjarnorkuhemaði. 1 þessari sömu ræðu skýrði sir Richard Acland frá þvi að hann hefði ákveð- ið að segja sig úr Verka- mannaflokknum og segja lausu þingsæti sínu. Kvaðst hann gera þetta til að mót- mæli. stuðningi flokksstjórn- arinnar við ákvörðun ríkis- stjórnar íhaldsmanna um smíði brezkra vetnis- sprengja. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann myndi bjóða sig fram aftur í kjördæmi sínu Gravesend við auka- kosningarnar sem verða við að hann segir af sér þing- mennsku. Myndi hann verða utan flokka og láta kosn- ingabaráttu sína snúast al- gerlega um það að skora á fólk að láta í ljós andstöðu gegn smíði vetnissprengjunn- anríkisráðherra Bret- lands, lagði til á sínum tíma. Skuldbindingar Potsdamsáttmálans veröi uppfylltar, Þýzkaland Þetta er a.m.k. álit þekkt- asta kaupsýslurits Bretlands, The Economist. Brezku viku- blöðin sem komu út í gær ræddu öll um átökin í Verka- mannaflokknum og þeim ber saman um, að aðstaða Bevans hafi batnað mjög eftir að mið- stjórn flokksins heyktist á að víkja honum umsvifalaust úr flokknum, en kaus í staðinn nefnd miðstjórnarmanna til að ræða við hann og fá hann til að lofa því að ganga ekki framar í berhögg við hægri- mennina í flokknum. Tillagan um að kjósa nefnd- ina í stað þess að víkja Bevan úr flokknum var borin fram af Attlee og var hún samþykkt með 14 atkv. gegn 13. Atkvæði Attlees réð þar úrslitum. The Economist segir, að Attlee hafi með þessu reitt hægrimennina í miðstjórninni til reiði og séu Anðvald ekki siA menning í hætta — segir Vorosjiloff Vorosjiloff, forseti Sovétríkj- anna, sagði í ræðu í gær, að anginn fótur væri fyrir þeim sögnum sem haldið væri á loft á Vesturlöndum, að hætta væri á að siðmenningin tórtímdist i kjarnorkustyrjöld. Það væri ekki siðmenriingin sem væri í hættu í slíkri styrjöld, heldur aðeins auðvaldsskipulagið sem þegar væri á fallanda fæti. standi utan allra hernað- arbandalaga og Evrópu- stórveldin og Bandaríkin gerist ábyrg fyrir frið- helgi landamæra pess. þeir manna líklegastir til að reyna að losna við hann. Tak- ist þeim það, segir Economist, mun Morrison vera sá hægri- manna sem stendur næst því að erfa foringjatignina. Hins veg- ar er enginn vafi á því, að Morrison á miklu minna fylgi að fagna meðal flokksmanna, bæði í verkalýðsfélögunum og flokksfélögunum, en Bevan og dregur þá ályktun af þessu, að Bevan hafi aldrei staðið betur að vígi í átökunum um ráðia í flokknum en nú. Finnska stjórnin móti kvikmynd um stríðið 1941-’44 Finnska stjórnin hefur lagzfc gegn því að gerð verði kvik- mynd eftir skáldsögunni Ó- þekkti hermaðurinn sem fjallar um stríð Finna gegn Sov.étríkj- unum árin 1941-1944. Bókin er eftir Váinö Linnas og var metsölubók í Finnlandi í fyrra, seldist í meira en 1Ú0.000 ein- tökum. Ákveðið hafði verið að kvik- mynda söguna og hafði verið óskað eftir því, að finnski her- inn aðstoðaði við m'yndatökuna. Landvarnarráðuneytið leitaði á- lits utanríkisráðuneytisins á því og sagði það að telja mætti sennilegt að slík kvikmynd myndi geta „skaðað sambúð Finnlands við erlent ríki,“-og bæri því finnskum stjórnar- völdum að forðast að vera viði myndatökuna riðin. ar með því að kjósa sig. • - Ljósmynda úr 15 km. hæð á næturþeli Brezkur þingmaður lýsir njósnailugi banda- ríska ílughersins yfir Sovétríkin Bevan stendur betur að vígi en nokkru sinni fyrr Meiri líkur en áður á því að hanji íái íorystu Verkamannaílokksins í hendur Aneurin Bevan, leiðtogi vinstriarms brezka Verka- mannaflokksins, hefur aldrei staðið betur aö vígi í bar- áttunni um ráðin í flokknum en einmitt nú.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.