Þjóðviljinn - 27.03.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.03.1955, Blaðsíða 6
I B) — ÞJÓÐVILJINN — Simnudagur 27. marz 1&55----------- þjóovmiNN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokkuriim. Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriítarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staffar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ____________________________________________________/ Enn kenna þeir alþýðunni Mörgum verkamönnum hefur þegar skilizt, að það er engin tilviljun að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins vinnur af alefli gegn því að samningar takist í vinnudeilunni. En þeim sem ekki hafa gert sér ljóst eðli þeirrar ríkisstjórnar er nokkurt undrunarefni það ofurkapp, sem ríkisstjórn Ólafs Thórs, Bjarna Ben., Ey- steins Jónssonar, Steingríms Steinþórssonar, Ingólfs Jóns- sonar og Kristins Guðmundssonar leggur á það að torvelda sættir, ryðja úr sér röngum og villandi skýrslum 1 þeim eina og augljósa tilgangi að tefja deiluna, aftra því að at- vinnurekendur gangi að sanngirniskröfum verkamanna. Hótanir Ólafs Thórs og Eysteins um gengislækkun og nýjar álögur í ótal myndum ef verkalýðshreyfingin réttir hag félaga sinna er hvort tveggja í senn ögrun og óviljandi kennsla: Alþýðan í landinu þarf ekki að eiga óvini sína i ráðherrastólum, alþýðan getur ráðið því, að Alþingi sé hennar virki en ekki virki auðburgeisa landsins. Banáamenn í landhelgismálinu Til eru menn og jafnvel stjórnmálaflokkar sem finnst óhugsandi að íslendingar eigi frumkvæði að nokkru í al- þjóðamálum. Nú flytja þrír alþingismenn, Einar Olgeirsson, Finnbogi R. Valdimarsson og Lúðvík Jósefsson, þingsályktunartil- lögu um íslenzkt frumkvæði í máli, sem er mikið deilumál á alþjóðavettvangi, en jafnframt brýnt hagsmuna- og nauð- synjamál íslenzku þjóðarinnar. í tillögu þeirra, sem flutt var nú í vikunni, er lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að hlutast til um að haldin verði sarpeiginleg ráðstefna allra þeirra ríkja, sem hafa hagsmuni af víðtækri landhelgi, hvað fiskveiðitakmarkanir snertir. Er svo mælt fyrir í til- lögunni, að ríkisstjórnin skuli hið bráðasta snúa sér til þeirra ríkja, sem þegar er vitað að hafa fiskveiðitakmark- anir gagnvart erlendum þjóðum, miðaðar við meira en þrjár mílur, og mælast til þess að athugaðir verði mögu- leikar á, að slík ráðstefna verði haldin. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá, að reyna að samræma aðgerðir þessara ríkja á alþjóðlegum vettvangi, er miða að því að tryggja iframkvæmd og viðurkenningu þeirra fiskveiðitakmarkana, er þau telja nauðsynleg. Ekki eru bornar á það brigður af íslendingum, að krafan um yfirráð yfir landgrunninu og að við getum sjálfir á- kveðið fiskveiðitakmarkanir kringum landið, er mál sem .varðar miklu tilveru þjóðarinnar og framtíð. Svo mikið er þar í húfi, að allur þorri íslendinga lítur á það sem fjarstæðu, að leggja það mál undir „dóm“ erlends dómstóls, eins og Haagdómstólsins, hvort íslendingum skuli teljast heimilt að gera þær takmörkuðu ráðstafanir, sem þegar hafa verið gerðar til að færa út friðunarsvæðin umhverfis jandið. En málið hefur þegar verið tekið upp á alþjóða- vettvangi og er þar að mæta fjandskap stórvelda, eins og iBretlands, sem ekki virðast geta sæt sig við að sá tími ér senn liðinn að þau geti farlð ránshendi um náttúruauð- æfi hvers þess lands, sem ekki hefur nægilegt hervald til •að stugga frá sér erlenaum ránsmönnum. Af því sem gerzt heíur í málinu til þessa má ljóst verða, að málstað íslend- inga gæti orðið að því hinn mesti styrkur, ef samstaða á alþjóðavettvangi næðist með þeim ríkjum öðrum, sem hafa gert eða eru í þann veginn að gena hliðstæðar ráð- stafanir — mörg þeirra miklu víðtækari en íslendingar. Nokkur þeirra ríkja eiga í höggi við sömu arðránsstórveldin og íslendingar og ætti því slík samstaða á alþjóðavett- vangi, að geta orðið eðlileg og sjálfsögð. Tillaga þeirra Einars, Finnboga og Lúðvíks um frum- kvæði íslendinga að ráðstefnu um samvinnu í þessu máli er því brýnt nauðsynjamál. I baráttu sinni fyrir stækkun friðunarsvæðis með ströndum fram ætti ísland að geta eignazt öfluga bandamenn, ekki síður en volduga andstæð- jnga. Frumkvæði íslendinga eftir þeim leiðum sem þings- iályktunartillagan bendir á, gæti orðið til þess að íslend- ingar fyndu bandamfenn, er orðið gætu að miklu liði. þar sem um landhelgismálin er fjallað á alþjóðavettvangi. Haraldur Jóhannsson, hagfræðingur: HVERBER SKARÐAN HLUT FRÁ BORÐI? 3. grein 5Það er haft fyr- ■ ir satt, að fjár- festingin ráði öðru meir um atvinnuástandið. Fjárfesting að ákveðnu marki er nauðsyn- leg hverju sinni til að halda uppi nægri atvinnu handa öll- um landsmönnum. En svo get- ur farið, að sú fjárfesting, sem tryggir næga atvinnu við ríkj- andi kaupgjald sé ekki sam- ræmanleg haftalítilli innflutn- ingsverzlun. Sú að staða get- ur þannig skapazt, að velja verði milli nægrar atvinnu handá landsmönnum og hafta- lítillar innflutningsverzlunar, en það er önnur saga. í umræddri grein sinni í Morgunblaðinu 15. marz 1955 kemst prófessor Ólafur Björnsson þannig að orði:„Ég fær því eigi annað séð en nauð- synlegt verði, livað sem öðru líður að taka f járfestingarmál- in til rækilegrar endurskoðun- ar að loknum þeim vinnudeil- um, sem nú standa yfir“. Þar sem fjárfestingin er eins snar þáttur í atvinnuá- standinu og drepið hefur ver- ið á, getur samdráttur henn- ar haft langdrægar afleiðing- ar í för með sér. En eru horf- ur á að skera þurfi niður fjár- festingu þótt kaupgjald verði hækkað? Á livaða forsendum er skoðun sú reist? Prófessor Ólafur Bjömsson leggur á það ríka áherzlu, eins og ástæða er til, að samræmi þurfi að vera milli fjárfesting- ar og sparnaðar.* Aftur á móti verður ekki séð, hvernig þetta snertir núverandi kjaradeilu. Afleiðing hækkaðs kaupgjalds, að óbreyttum þjóðartekjum, yrði nokkur endurskipting þjóðarteknanna verkamönnum í vil. (Þróun undanfarinna ára hefur aftur á móti verið sú, eins og bent var á í 4 kafla þessara greina og viðurkennt var af prófessor Ólafi Bjöms- syni 1. maí 1952, að átt hefði sér stað talsverð endurskipt- ing þjóðarteknanna verka- mönnum í óhag). En er þar með sagt, að í kjölfar þessarar þróunar kæmi aukin neyzla og minnkandi spamaður? Engar heimildir eru enn til um það, hvernig sparnaður skiptist niður á atvinnustétt- ir hérlendis. Meðal erlendra stórþjóða hafa menn tekið eftir, að sparnaður virðist vera því meiri, þvi ójafnari sem tekjuskiptingin er. Það getur þó ekki talizt sönnun þess, þótt í þá átt bendi, að þessum málum sé á saiha veg farið hérlendis. Hugfast verð- ur að hafa, að tekjuskipting- in meðal erlendra stórþjóða, er miklum mun ójafnari en hér þekkist, og um leið hefð neyzluvenja fastari en hér á landi. Hin tiltölulega jafna tekjuslcipting er undir- staða þess jafnréttis, sem hér ríkir þó enn þrátt fyrir allt manna meðal. Efnamenn standa hér og fáir á gömlum merg og haga allflestir neyzlu við þol tekna. Að órannsök- uðu máli verður þannig ekkert um það fullyrt, hver áhrif hækkun kaupgjalds verka- manna hefði á spamað í land- inu. En jafnvel þótt svo færi, að neyzla ykist eitthvað, á kostnað sparnaðar, væru þau rök gegn hækkun kaupgjalds verkamanna léttvæg í saman- burði við þau x-ök, sem mæla með hækkun kaupgjalds verkamanna.* Tillit þarf ennfremur að taka til, að laun verkamanna munu ekki hækka alveg að sama skapi og tímakaup hækkar, (en meðalafköst sennilega hækka lítið eitt,) nema einungis sé unnin dag- vinna við yfirleitt næga at- vinnu. Ef almennt væri um mikla yfirvinnu að ræða, má ætla að hækkun verðs vinnu- afls hefði einhver áhrif í þá átt að draga úr eftirspurn þess. En þá er komið að síð- asta, en ekki sízta atriði, þess- ara greina, ástandinu á vinnu- markaðinum. Megineinkenni vinnumark- aðsins síðustu tvö þrjú árin hefur verið gífurleg eftir- spurn eftir vinnuafli á Suð- vesturlandi. Þrátt fyrir að- streymi verkafólks munu vera unnar að jafnaði ein eða tvær yfirvinnustundir á dag á all- flestum vinnustöðvum. Mann- ekla er í báðum höfuðatvinnu- vegum þjóðarinnar. Inn í landið hafa verið flutt nokk- ur hundruð minna til starfa í ýmsum atvinnugreinum. — Verða nokkrar ályktanir dregnar af þessum staðreynd- um um það, hvort kaupgjald verkamanna er of hátt eða lágt? Hvaða lögmál eru talin gilda um kaupgjald verka- manna ? Óþarft er að fara langt yfir skammt til að ganga úr skugga um þá hluti. Gaumur skal aðeins gefinn því sem Öl- afur Björnsson prófessor kennir nemendum sínum um þau efni. í kennslubók sinni Hagfræði skrifar hann, (bls. 62): „Eftirspurn eftir framleiðslu- kröftunum, hvort sem um er aJS ræða vinnuafl, náttúrukrafta, framleiðslúfé o. s. frv.—, er eins og eftirspurn neyz'.ugæðanna háð verði þessara framleiðsluþátta. Má gera ráð fyrir því, á sama hátt og að þvi er neyzlugæðin snertir, að eftir því sem verð framleiðsluþáttanna er hærra, eftir því seljist minna :af þeim. Eftir því sem vinnuaflið er dýr- a.ra, t.d., eftir því spara atvinnu- rekendur það meira að taka það í þjónustu sína, eftir því sem jarðnæði er dýrara er það meira sparað o. s. frv...“ Engum blöðum er þannig um það að fletta, að kaup- gjald verkamanna er of lágt, þar sem miðað er við 8 stunda vinnudag. Meira jafnvægi næð- ist þess vegna á vinnumark- aðnum, ef tímakaup verka- manna væri hækkað. En hvaða lögmál eru það, sem ákvarða hæð kaupgjaldsins ? Prófessor Ólafur Björnsson heldur áfram (bls. 64): „En hvað er það nú, sem'nán- ar tiltekið ræður því. hve at- vinnurekandinn vill bjóða hátt verð fyrir þjónustu hinna ýmsu framleiðsluþátta? Þar sem at- vinnurekandinn keppir :áð því að öðlazt sem mestan hagnáð, get- um við í stuttu máli slegið því föstu, að hann tekur aðeins framleiðsluþætti í þjónustu sina og að því marki, sem það eykur hagnaðarvon hans. En hvar er þetta mark nánar tiltekið?" ,>f um frjálsa samkeppni er að ræða, getur fyrirtækið, samkvæmt skilgreiningu okk- ar á hugtakinu frjáls sam- keppni, aukið framleiðslu sína að vild án þess að eiga á hættu að verðið lækki. í því dæmi ber atvinnurekandinn saman annarsvegar andvirði hinna auknu framleiðsluaf- kasta, sem hann gerir sér vonir um að fá, ef hann eyk- ur notkun þess framleiðslu- þáttar, sem um er að ræða, eða takmarkaafköst fram- leiðsluþáttarins annarsvegar og hinsvegar það, sem hann þarf að borga fyrir fram- leiðsluþáttinn. Við getum tek- ið sem dæmi bónda, sem íhug- ar það, hvort hann eigi að bæta við sig kaupamanni. Hann metur þá annarsvegar andvirði hinnar auknu fram- leiðslu, sem hann gerir sér vonir um, ef manni er bætt við, og hinsvegar kaupið, sem þarf að greiða, eða m. ö. o. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.