Þjóðviljinn - 21.04.1955, Blaðsíða 1
VILJINN
Þjóðviljinn
er 20 síður í dag
11
Firamtadagur 21. aprfl 1955 — 20. ájrgangur — 89. tölublað
Slgríður Eiríksdóttfr hjúkrunarkona:
Þættir úr heilsuverndar- og félags-
Meðfylgjandi erindi sendi ég
14. f. ra. til útvarpsráðs með
ósk um að fá það til flutnings
í útvarpinu. Hinn 6. þ. m. fékk
ég erindlð endursent með
bréfi þar sem mér er tilkynnt,
að erindinu hafi verið hafnað
á fundi útvarpsráðs.
Eg tel mig hafa skýrt hlut-
laust og rétt frá því efni, sem
erindið f jalJar um, og þótt það
virðist ekki hæfa liiuu hlut-
lausa útvarpsráði, vii ég enn
bera það fram sem ég veit rétt-
ast og sannast. Hins vegar er
mér ljóst, að svo er komið í
voru svokallaða lýðfrjálsa
landi, að vegna þess, að í er-
indinu er skýrt frá lieilsu-
vemd og félagsmálum í Sov-
étríkjunum, mun ég ekki fá
það birt hér í öðmnv dagblöð-
um en Þjóðviljanum, og bið
yður því, herra ritstjóri, að
ljá erindinu rúm í blaði yðar
ásamt þessari greinargerð.
Sigríður Eiríksdóttir
hjúkrunarkona.
Þeim, sem hafa sér útvarpið
til dægrastyttingar á kvöldvök-
um, gefst oft kostur á að bregða
sér í ferðalag með fyrirlesaran-
um, sem fram kemur í þetta eða
hitt skiftið, og kynnast á þann
hátt að nokkru leyti lífsvenjum
og siðum annara þjóða. Þau eru
orðin æði mörg útvarpserindin á
þessum vetri, sem hafa fjallað
um ferðalög manna utanlands
og innan, og aldrei hefi ég orð-
ið vör gagnrýni á því, að
of mikið sé á borð borið fyrir
hlustendur í þessu efni. íslend-
ingar voru um aldaraðir mjög
afskekkt þjóð, og enda þótt þeir
séu nú komnir í þjóðbraut, eiga
þeir það sameiginlegt með öðr-
um þjóðum, sem hafa haft lika
aðstöðu, að frásagnir um ferða-
lög hafa náð sterkum hljóm-
grunni hjá þeim. Enda ferðast
þeir nú allra þjóða mest og láta
ekkert tækifæri ónotað til þess
að bregða sér út fyrir landstein-
ana.
Eg er í þeirra hópi, sem tel
það vera mjög þýðingarmikið,
eins og högum er nú háttað í
heiminum, að heimsóknir
þjóða í milli séu gerðar eins
auðveldar og unnt er, og að fólk
fái tækifæri til þess að kynn-
ast lifsvenjum og högum hvers
annars, enda þótt á milli beri í
trúar- eða stjórnmálaskoðunum.
Því var það, að ég tók með
þökkum boði því frá rússnesk-
um konum, að heimsækja land
þeirra síðastliðið sumar, oghef-
ir sú ferðasaga verið pögð svo
vel hér í útvarpinu, að við hana
er ekki þörf að bæta, enda ekki
heiglum hent að fara í slóð vin-
sæls útvarpsfyrirlesara um
ferðaþætti.
Fólk ferðast með ýrnsuhi
hætti, og áhugamál þegar út er
Sigriður Eiríksdóttir
komið eru eftir því. Á ung-
lingsárum mínum þekkti ég
efnalitla konu, sem eyddi
sparifé sínu í tiltölulega stutt
ferðalag. Hún ferðáðist á svo-
kölluðum „lúxusklassa" og bjó
á dýrum gistihúsum. Eg beið
með óþreyju frétta af ferða-
laginu, en fannst ég græða lít-
ið á, því lýsingin var um of
bundin við iífsvenjur tiltölu-
lega þröngs hrings þjóðlífsins.
Aðrir ferðast um sem náttúru-
skoðarar og láta sig litlu
skifta fólkið í landinu, að öðru
leyti en því, sem að daglegri
þjónustu lýtur. — Sumir sækja
til suðrænna landa og láta hríf-
ast af andstæðum þess lífs, sem
þeir sjálfir hafa vanist. Hið
fjölslcrúðuga götulíf þessara
landa og fólkið sem hefir tam-
ið sér þá list að láta hverjum
degi nægja sína þjáning, vek-
ur aðdáun margra ferðalanga.
En flestir, sem fara héðan í
svokölluð skemmtiferðalög til
útlanda, munu fara til þess að
kynnast nýju umhverfi, hvíla
sig, fara í leikhús og aðra
skemmtistaði, — eitthvað á
listasöfn — og síðast en ekki
síst til þess að gera innkaup
eftir efnum og ástæðum á
ýmsu því, sem ýmist ekki fæst
hér heima — eða er ódýrara
erlendis. Vegna nýjungagirni
þykir mönnum líka meira gam-
an að gera kaup sín í útlandinu,
þegar þeir hafa tækifæri til
þess. Á þess konar ferðalögum
gefst mönnurn sjaldnast tæki-
fáeri til þess að blandast al-
menningi, hinu vinnandi fólki
í landinu, enda ekki tilgangur-
inn með ferðalaginu. — Aftur
á móti hefir mjög færst í vöxt
hin síðari ár, að skipuleggja
námsferðir þjóða á milli, og
þeir sem vérða þess aðnjótandi,
að bjóðast þátttaka í þesskonar
ferðum, fá oft miklu betri tæki-
færi til þess að kynnast lífs-
venjum og kjörum fólksins,
sem löndin byggja, en þeir sem
fara til hvíldar- eða skemmti-
ferða af eigin ramleik.
För okkar 8 kvenna til Sovét-
Rússlands síðastliðið sumar
skoða ég sem námsferð. Eg var
kjörin fararstjóri og taldi ég
mig þannig fá gott tækifæri til
að koma óskum minum fram um
það sem ég vildi sjá og heyi'a.
Eg varð þess og' fljótt vör, að
félagar mínir, sem ég sumar
þekkti ekki í sjón á undan
ferðinni, reyndust hafa mikinn
áhuga á því að kynnast högum
fólksins í landinu, eftir því sem
kostur var á í ekki lengri ferð.
Við vorum því ásáttar um að
bera fram ýmsar óskir um það
sem okkur fýsti að kynnast, og
voru þær allar uppfylltar af
hinum ágætu þróttmiklu gest-
gjöfum okkar, og vikum við þó
sjálfar stundum frá gerðum á-
ætlunum á síðustu stundu. Alls-
staðar sem við komum, leituðum
við þess, að ná tali af hinum
óbreytta borgara, verksmiðju-
stúlkunni, hjúkrunarkommni,
kennaranum, verkamanninum.
Við nutum ágætrar aðstoðar
tveggja túlka, sem alltaf voru
í fylgd með okkur, og talaði
önnur stúlkan sænsku, en hin
ensku. Oft gerði ég' það að
gamni mínu, að vera á milli
þeirra og hlusta á þýðingu
beggja úr rússnesku — og alltaf
bar þeim saman. — Tanja og
Valja voru skemmtilegir föru-
nautar, háttprúðar og glaðlynd-
ar svo að mér er minnisstætt,
og okkur til aðstoðar frá klukk-
an 9 að morgni til klukkan 1—2
að nóttunni, en svo langur var
skemmti- og vinnudagurinn að
jafnaði. — Það sem hér verður
á eftir sagt, er því ekki ferða-
lýsing, heldur frásögn af ýmsu
í hinu fastmótaða þróunarkerfi
Rússa í þjóðfélagsmálum, eftir
því sem ég gat kynnst því, en
ég lét ekkert tækifæri ónotað
til þess að spyrjast fyrir um og
kynna mér lifnaðarhætti fólks-
ins, sem við komumst í sam-
band við.
Vegna starfs míns sem hjúkr-
unarkona, hafði ég eðlilega
löngun til þess að kynna mér,
hvernig þeim málum væri hátt-
að með þessari milljónaþjóð,
sem fyrir 4 áratugum var svo
á eftir með alþýðumenntun, að
talið var að % hlutar þjóðar-
innar væri ólæs og óskrifandi.
— Ég hafði heyrt málið rætt
frá báðurn hliðum, bæði hér
heima og erlendis. Annarsveg-
ar fuUyrðingar um fullkomnun
á þessum sviðum, og hins vegar
fullyrðingar um það, að Rússar
stæðu enn á mjög lágu menn-
ingarstigi í þessum efnum, eins
og raunar í öllu sem að menn-
ingu lyti. Mín skoðun er sú,
eftir að hafa fengið tækifæri
til að kynnast þessum málum,
að þjóðin hljóti að hafa lyft
Grettistaki hér, miðað við allar
aðstæður. í lok fyrri heimsstyrj-
aldarinnar, þegar byltingin
hófst, er sagt að eymdin og upp-
lausnin í Rússlandi hafi verið
óskapleg. Á þeim árum er Lenin
sagður hafa ávarpað mann-
fjöldann eitt sinn með þessum
orðum: „Eigum við að láta lús-
ina sigra Rússland, eða eigum
við að sigrast á lúsinni"? Hon-
um hefir verið ljóst, að hver
sú þjóð, sem vill kenna sig við
menningu, verður að losa sig
við „títlurnar", eins og merkur
íslenzkur læknir komst að orði
hér í útvarpinu fyrir nokkrum
árum í kennslustund til íslend-
inga um sama efni. — í heilsu-
vernd hafa Rússar að mínum
dómi náð lengra i sumum efnum
en styttra í sumum. Ég nefni
hér dæmi: Það hafði vakið at-
hygli mína fyrir nokkrum ár-
um í Finnlandi, að á heilsu-
verndarstöðvum þar var hafin
kennsía fyrir mæður í leikfim-
isæfingum á veikluðum ung-
börnum. Finnar eru fremstir í
heilsuvernd þeirra þjóða, sem
ég þekki til, og var mér þessi
leikfimi minnisstæð. í Rússlandi
kom ég á smábarnaheimili. Datt
mér þá í hug að spyrjast fyrir
um, hvort slík leikfimi væri
iðkuð þar. Mér var strax svar-
að því, að hún væri algeng hér.
Hvort ég vildi sjá hana? Já. Að
vörmu spori kom inn ung stúlka
með 8 mán. gamla telpuhnátu.
Svo hófst sýningin. Ungbarnið
var lagt á borð og með söng-
æfingum hafði því verið kennt
að svara með ákveðnum vöðva-
hreyfingum baks, kviðar, fót-
leggja og handleggja. Það var
unaðslegt að fylgjast með sam-
runa ungu stúlkunnar og barns-
ins í söng og líkamsæfingum.
Þetta litla barn hafði verið hálf-
lamað nýfætt, en hafði með
nokkurra mánaða líkamsæfing-
um öðlast meiri vöðvaþrótt en
heilbrigð börn. Forstöðukonan
í Laufásborg hér í Reykjavík,
sem var með í förinni, og ég,
Sáum þessar æfingar aftur
nokkru seinna, í Helsingfors, á
Barnets Borg hans Manner-
heims marskálks, sem er fræg-
asta barna- og heilsugæzluheim-
ili Norðurlanda, en einhvern-
veginn tókst sú æfing tæplega
eins vel og hin rússneska, þótt
góð væri, og var orsökin talin
sú, að barnið hafði nýlokið mál-
tíð. Á annað barnaheimili kom
ég, þar sem börnin voru frá 3—•
6 ára að aldri. Ungur maður
var þar önnum kafinn að leik
við börnin. Ég spurði hvort hér
væri siður að piltar gættu
barnanna jöfnum höndurn og
stúlkur. „Þetta er læknanemi"
var svarið. „Allir læknanemar
hjá okkur verða að læra að
gæta barna og skilja börn, auk
þess sem þeir verða að vinna
nokkrar vikur undir hand-
leiðslu lærðra hjúkrunarkvenna
á sjúkradeildum, til þess að
læra að hjúkra sjúkum". Þá
flaug hugur minn heim til ís-
lands, þegar ég fyrr meir átti
um það tal við marga málsmet-
andi lækna, að nauðsynl. væri,
Framh. á 14. síðu
Sendinefndin á skemmtigöngu í garði hvíldarheimilis
námumanna við Svartahaf, en par var konunum boðið
að dveljast nokkra daga.