Þjóðviljinn - 21.04.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.04.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. apríL 1955 — ÞJÓÐVILJINN — <18 Erich Maria KEMABQUE: Að elsha ... • • •og deyja lleimilis þátiur 107. dagur framhjá skrautlýstum búðargluggum og það verður svo bjart á götunum að viö getum þekkt andlit hvors annai's á kvöldin." „Hleypa þeir okkur inn?“ „í skemmtiferö? Því ekki það? í Sviss til dæmis.“ „Við verðum að eiga svissneska franka. Hvernig er hægt að ná í þá?“ „Við förum meö myndavélar með okkur og seljum þær þar. Við getum lifað á því í nokkrar vikur.“ Elsabet hló. „Eða skartgripi og pelsa sem við eigum ekki.“ Frú Witte kom með salatið og ostinn. „Líður ykkur vel hér?“ Of -fr ‘f ■■•Ki C Ar f „Já, dásamlega. Megum við ve'ra héh'ríengur?t* „Eins lengi og þið viljið. Ég skal færa ykkur kaffi líka. Að vísu gervikaffi.“ „Kaffi líka. í dag lifum við eins og kóngar,“ sagði Gráber. Elísabet hló aftur. „Það var í fyrstunni sem við lifðum eins og kóngar. Á gæsalifrarkæfu og kavíar og rínarvíni. Nú lifum viö eins og manneskjur. Eins og við lifum að stríðinu loknu. Er ekki dásamlegt aö lifa?“ „Jú, Elísabet.“ Gráber horfði á hana. Hún hafði sýnzt þreytt þegar hún kom úr verksmiöjunni. Nú var hún eins og endur- nærð. Hún þurfti ekki mikið til þess og var fljót að því. „Það veröur dásamlegt að lifa,“ sagði hún. „Við erum svo óvön því. Óvön svo mörgu. Þess vegna eigum við svo mikiö framundan. Ýmislegt sem öðru fólki þykir eðli- legt og sjálfsagt verður okkur ævintýri. Þótt ekki sé nema loft sem ekki er blandað reylcjarþef. Eða kvöldverður án skömmtunarseðla. Búðir þar sem hægt er að kaupa það sem manni sýnist. Borgir sem ekki hafa verið sprengdar sundur. Eða að geta talað án þess að líta allt í kringum sig fyrst. Aö þurfa ekki lengur að vera hrædd- ur! Það tekur langan tíma en óttinn verður minni og minni, og þótt hann geri vart við sig endram og eins vekur hann aðeins gleði, því að maður veit um leið að hann er óþarfur. Trúir þú á þetta?“ „Já,“ sagði Gráber og var þungt um mál. „Já, Elísabet Ef þannig er litið á þetta, eigum við enn mikla hamingju framundan.“ Þau vora um kyrrt eins lengi og þau gátu. Gráber borgaði fyrir matinn og frú Witte fór að hátta. Og þau gátu setið ein stundarkorn í viðbót. Tunglið steig hæn'a á loft. Næturilmurinn úr grasi og ungu laufi varð sterkari og vegna þess áð logn var yfirgnæfði hann sem snöggvast þefinn af ryki og reyk sem sífellt hvíldi yfir borginni. Inni á milli rannanna heyrðist skrjáf í ketti á rottuveiðum. Það vora miklu fleiri rottur í borginni en áður; þær fundu nóg að éta undir rástunum. Klukkan ellefu fóru þau. Það var eins og að fara burt af eyju. „Þið erað of sein,“ sagði kirkjuvörðurinn þegar þau komu. „Allir staðir era uppteknir." Þetta var ekki sami vörðurinn og um morguninn. Þessi var yngri, nauðrak- aöur, stirðbusalegur og yfirlætislegur. Sennilega sá sem kærði Jósef, hugsaði Gráber. „Getum við ekki sofið í garðinum?" „Það sefur fólk á öllum stöðum í garöinum sem erá undir þaki. Hvers vegna farið þið ekki í bráðabirgða- skýlin?“ Þetta var furöuleg spurning klukkan tólf á miðnætti. „Viö treystum meira á guð,“ svaraði Gi’áber. Vörðurinn leit hvasst á hann andartak. „Ef þiö viljið vera hér, verðið þið aö sofa undir beru lofti.“ „Það skiptir engu máli.“ „Era þið gift?“ „Já. Hvers vegna spyrjið þér?“ „Þetta er guðshús. Fólk sem ekki er gift getur ekki sofið saman hér. í súlnagöngunum era karlarnir sér og konumar sér.“ „Þótt um hjón sé að ræða?“ „Elnnig þá, Súlnagöngin tilheyra kirkjunni. Þetta er BreiSur s/a/- kragi á fweedkáp- unni Tweedkápa getur litið mjög glæsilega út, ekki sízt þegar hún er saumuð úr nýtízku, mjúku tweedi, sem fellur á allt annan hátt en harða tweedið sem mest bar á í byrjun. Það er randa- mynstur á vefnaðinum í þessari kápu, og rendurnar snúa lóð- rétt í allri kápunni nema lárétt í ermunum og það setur skemmti legan svip á hana. Kraginn er mjög breiður, liggur út yfir axl- irnar og það hentar vel þeim sem eru rýrar um axlirnar og þola illa flöskusnið nýju tízk- unnar. Takið eftir ermunum. Þær eru ekki af fullri lengd, en það er hægt að draga þær niður svo að þær verði það. Að geyma föt Barnshafandi kona, sem þarf í nokkra mánuði að ganga í sér stökum flíkum, ætti að gæta þess að þau föt sem hún á -fyrir og þarf að nota aftur að fæð- ingu lokinni, séu geymd á hent- ugan hátt. Gætið þess fyrst og fremst að fötin séu blettalaus og saumið síðan fellingarnar á pilsunum niður, hengið þau upp á herða- tré og saumið síðan pilsin saman að ofan svo að þau sígi ekki í miðjunni og líti kauðalega út þegar nota á þau á ný. Kjóla og blússur skal hengja upp með rönguna út, eftjr að bú- ið er að líta eftir smellum, hnöppum ofl. Sjáið um að fötin séu yfirleitt tilbúin til notkunar þegar heim er komið með litla krílið, því að þá er vissulega nóg að gera og dýrmætt að fötin séu i góðu lagi. Líka er gott að sýna skónum umhyggju þennan tíma. Veljið tvö pör sem ykkur finnst þægi- leg og notið þau meðan á með- göngutímanum stendur. Aðra skó ber að senda til skósmiðs ef þörf krefur og leggja til hliðar með leist í Fatnaðurinn er hengdur aftast í fataskápinn, svo að ekki þurfi að gramsa í honum í hvert skipti sem finna þarf föt handa öðrum í fjölskyldunni GleSilegf sumar Fiskhöllin GleSilegf sumar FOT H.F. Gleðilegf sumar .Verzlun Axels Sigurgeirssonar Barmahlíð 8 og Háteigsveg 20 GleZUegf sumar Gúmmíbarðinn h.f. Brautarholti 8. GleBilegt sumar Blikksmiðja J. B. Péturssonar Ægisgötu 4 GleSilegf sumar Verzlun Halla Þórarins GleZilegt sumar Chemia h.f. Sterling h.f. <• : | : GleSilegt sumar A. Einarsson & Funk Nora Magasín -f-: f i t : {.: i . : > ■ 1: í GleSilegt sumar Ó. V. Jóhannsson & Co., umboðs- og heildverzlun GleSilegt sumar .Verzlunin Rín Njálsgötu 23 GleSilegt sumar Magnús Haraldsson, umboðs- og heildverzlun Austurstræti 4 GleSilegf sumar Verzlunin Skúlaskeið Skúlagötu 54 iiitiuai

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.