Þjóðviljinn - 30.04.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.04.1955, Blaðsíða 1
Heillaóskir frá Noregi Þj6ð\iljanum barst í gær svo- hljóðandi skeyti frá Friheten, málgagni Kommúnistaflokkg Noregs: „Biðjum Þjóðviljann fyrir beztu heillaóskir til íslenzkra verkamanna vegna árangursina af hinni miklu vinnudeilu. — Hafnarbakkinn hefur aftur fyllzfc iðandi starfandi lífl eftir fullra sex vikna kyrrstöðu. | 35% kauphækkun eí J Í unnið er til kl. 8 ! I 1 Það ákvæði Dagsbrúnarsamninganna að 3 | matartími hefiist kl. 19.15 og um leið heíjist næturvinnutaxti er mjög mikilvægt, eins og I | sést ef tekið er dæmi af þvi að menn vinni til I | kl. 8 að kvöldi. Með gamla fyrirkomulaginu jafngilti það 8 [ dagvinnutímum og 3 eftirvinnutímum, og f \ kaupið fyrír þá vinnu var áður kr. 186. Samkvæmt nýju samningunum er greitt = j fyrir þessa vinnu 8 dagvinnutímar, 2 lk eftir- = j vinnutími og 1% næturvinnutími. Með núver- | andi kaupi jafngildir það kr. 252,10. Mismunurinn er kr. 66,10 — eða rúmlega \ j 35% kauphækkun. Atvinnulífið vaknor til lífsins Allt bæjarlífið gerbreytti um svip í gærmorgun Atvinnulífið í Reykjavík vaknaði aftur til lifsins í gær eftir að auðstéttin hafði stöðvaö það í fullar sex vikur. Hvergi var þessi mikla breyting eins stóríelld og við höfn- ina. í stað kyrrstöðunnar undanfarið blöstu nú hvar- vetna við stritandi menn og vélar. Verkamenn þyrptust niður að höfninni í gærmorgun, en mestur hluti farskipaflotans hefur legið þar bundinn. Þar sem áður hafði verið autt og kyrrt fylltist nú iðlandi, starfandi lífi. Tökum hinnar dauðu handar burgeis- anna, er höfðu stöðvað at- vinnulífið í sex vikur, í þeim til- gangi að kúga verkamenn til hlýðni, var nú aflétt. Hin lifandi hönd vérkamannsins var nú aftur tekin við. Hjól atvinnulífsins tóku að snúast af fullum krafti á ný. Vindur voru settar í gáng. Bómur tóku að sveiflast og rétta upp á hafnarbakkann vörumar sem legið hafa í lest- um skipanna. Hafnarbakkinn sem undanfarið hefur verið auð- ur og „dauður" fylltist nú aftur mönnum, vörum og bílum, iðandi starfandi lífi. Allskonar vörur — sekkir, kassar, umbúðalausir mjólkurbrúsar, svo og bílar og aftur bílar til auðstéttarinnar, sem alltaf segist vera að tapa!! Og svo var það pósturinn marg- umtalaði. Yfir 50 lestir af pósti munu hafa verið í skipunum, — svo póstmennirnir hafa vitað hvað þeir höfðu að gera. Geymsluhúsin voru opnuð upp á gátt, bílar komu og fóru, hvar- vetna voru menn að hlaða vör- um. Allur Eimskipafélagsflotinn er nú saman kominn í höfninni, því Eimskip er svo fátækt fé- lag að það telur sig ekki hafa ráð á því að borga verkamönnum hærra kaup, — þótt það hafi hinsvegar sýnt allri þjóðinni að það hefur ráð á að sóa í her- kostnað gegn verkamönnum margfaldri þeirri upphæð sem kauphækkuninni hefði numið, hefði verið samið um hana strax. Verksmiðjuhjól tóku aftur að snúast víðsvegar um bæinn. Gnýr vinnu og starfandi lífs. Göturnar fylltust nú aftur bílum. Inni á Laugavegi lyftu vegfar- endur nösum og hnusuðu bros- leitir eftir ilminum af nýbrenndu kaffi sem lagði um götuna! En það ánægjulegasta. við þcnnan dag, þegar atvinnulífið vaknaði aftur til lífsins var sigursvipur fólksins er staðið hefur í 6 vikna baráttu fyrir bættum kjörum. Samheldni þess og þrek stóðst allar tilraunir auðstéttarinnar til að kúga það. Samheldnin jókst við raunina. Verkamenn komu óbugaðir og sigrandi út úr átökunum, stoitari af maetti samtaka sinna en nokkru sinni fyrr. 1. MAÍ f gærkvöid barst 1. maí neind bréf frá forseta Alþýðusambands- ins, þar sem hann mælist einr dregið til þess við nefndina aS hún láti fulltrúaval Hreyfils ekki valda frlðsUtum í nefndinni. Get- ur forsetimi þess að ági-emings- mái varðandi verkfaUið verði tek- in fyrir af sambandsstjóm aö loknu verkfalUnu. 1. maí nefndih niun halcla fund í kvöld og má telja víst að hún verði við þes.sum tilmæliuu for- seta Alþýðusambandsins. Hús Máls og menningar komið upp á 20 ára afmæli félagsins Skorað á félagsmenn að leggja bygging- unni lið með fjárframlögum Mál og menning hefur sett sér það mark að nýbygging fyrir starfsemi féiagsins verði komin ára afmæli féiagsins 1957. Áætlaður kostnaður við bygg- inguna er um 4 milljónir króna, en hún verður fimm hæðir auk kjallara, og kostar hátt. í tvær milljónir að koma henni undir þak Sú upphæð þarf að vera til- tæk um leið og byrjað er á framkvæmdum. Eins og kunnugt er var hluta- félagið Vegamót stofnað til þess upp á Laugavegi 18 á tuttugn að hrinda þessu stórvirki af stað, og var hlutafé þess ákveðin ein milljón króna. Var Mál og menn- ing skrifuð fyrir þriðjungi upp- hæðarinnar en annað lögðu stuðningsmenn og vinir félagsins fram. Mál og menning hefur nú snúið sér til allra félagsmanna Framh. á 8. síðu. Samninganefnd verklýðsfélaganna á miklar þakkir skilið fyrir störf sín, samheldni sína, þrautseigju og staðfestu. Hér fyrir ofan situr hún við borðið sem var aðsetur hennar margar og langar nætur að undanförnu; frá vinstri: Björn Jónsson, for- maður Verkamannaféiags Akureyrarkaupstiiðar; Hermami Guðmundsson, formaður Hlífar; Bene- dikt Davíðsson, formaður Trésmiðafélags Beykja- vfkur; Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrúnar og formaður samninganefndarinnav; Snorrf Jónsson, formaður Féiags jámiðnaðarmanna; Bjöm Bjarua- son, fomiaður Xðju; Eggert Þorsteinsson, formaður Múrarafélags Réykjavíkur. Nefndin vaiui mikið og gott starf en hún átti sér líka þann bakhjarl sem dugði: verkafólk í 14 verk- iýðsfélögum, fagiaart og. ófaglaart, sem stóö saman Iilið við lilið og gegndi ölluiii störfum verkfalls- baráttunnar ai' fómfýsi, baráttuhug og einingu semi aldrei brást. Þessar þúsundir hafa sannað að al- þýðusamtökin eru ósigrandi, og þeim saimindunf Uom samninganefndin á framfæri við atvínnurek«i endur og ríkisstjóm eftir sex vikna barát.tu. Öll alþýða ÍsIarKls þakkar verklýðsfélögummi og íoim ustumönnum þeirra fyrir þann mikla áfanga sent náðst hefur í baráttusögu alþýðusamtakanna og heitir á þá að starfa á sania hátt framvegis off sækja fram tii nýrra sigra, aukimia réttinda og sívaxandi valda alþýðusamtakanna. Hækkunin til verkaiýðsins er 17.1% Hækkun sú sem alþýðan fékk í sinn hlut er 17,1% ef nákvæmlega er reiknað — og þótfc ekki sé tekið tillifc til sérkrafnanna. 1% veikindapen ingar koma ofan á nýju grunnkaupshækkunína sem er 10%, og verða þeir því 1,1% af gamla grunmnum. Þau 6% sem renna í orlofsfé og 4% í atvinnuleysistryggingasjóð reiknast einnig ofan á þá 10% grunnltaupshækkun er fékkst, og hækkar það bundraðstöl- una. enu um 1% miðað við gamla grunnkaupið. Heildar- niðurstaðan verður því 17,1%. Niðurstaðan nú er því hærri en sú sem náðist 1944, en þá var útkoman 16,6 eins og sagt var frá í blaðinu í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.