Þjóðviljinn - 30.04.1955, Side 5
Laugardagur-30. april 195& — ÞJÓÐVILJINN — (5'
Mlmtingarorð nm
séra Ragnar Ofeigsson að Fellsmula
Þann 22. þm. andaðist í sjúkra-
húsi hér í höfuðstaðnum Ragn-
ar Ófeig'sson prestur að Pells-
múla á Landi fimnitíu og' átta
ára að aldri. Hann var fæddur
að Guttorm.shaga i Holtum.'son-
ur hjónanna Ófeigs Vigfússonar
prófasts og Ólafíu Ólafsdóttur,
systur Ólafs fríkirkjuprests.
Að loknu stúdentsprófi 1917
dvaldist Ragnar eitt ár í Kaup-
mannahöfn við málanám, en
kom þá heim og lauk prófi í
guðfræði við Háskóia íslands
1923. Þá fór hann enn utan, en
að þessu sinni til náms í trúar-
feragðasögu við Hafnarháskóla.
Á næsta ári kom hann heim og
gerðist- aðstoðarprestur föður
sins vorið 1924, en veitt Land-
prestakall 1941. Hann kvæntist
1947 Önnu Guðrúnu Kristjáns-
dóttur, ekkju Gunnlaugs Einars-
sonar læknis.
Ævi Ragnars Öfeigssonar var
ekki rík af stóratburðum, hann
var -hæglátur sveitaprestur, sem
sóttist lítt eftir mannvirðingum.
Hann var. afburða námsmaður
og -tungumálamaður með ólík-
indum. Sem stúdent mun hann
hafa ætlað sér að leggja stund
á málvísindi, en hann var of
heimakær til þess að una lang-
dvölum erlendis. Þess vegna brá
hann á það ráð að duga for-
eldrum sínum og því fólki, sem
hann hafði alizt upp með. En
&em dæmi um næmi hans nægir
að geta þess, að veturinn í
Kaupmannahöfn lagði hann með-
al annars stund á slafnesk mál
og varð þá svo vel að sér í
rússnesku, að hann muii hafa
staðið um skeið i. bréfaskiptum
á þvi máli. Enginn efaðist um,
að Ragnari var mikill frami bú-
inn á sviði málvisinda, hefði
hann sinnt þeim, en hann undi
hvergi nema í uppsveitum Rang-
árþings, og þar var hann meira
en málvísindanlaður. Pói-ki kann
að virðast það sérvizka og jafn-
vel heimska að fórna framtíð
sinni, eins og það er kallað, fyrir
afskekkt sveitabrauð, en ég hef
aldrei kynnzt góðum manni, sem
er ekkí að einhverju leyti sér-
vitur. Háskólaembætti getur virzt
glæsilegt, en starf með óbrotnu
alþýðufólki er engu síður hug-
iþekkt þeim, sem vega ekki lifs-
hamingjuna á gullvog eða mæla
hana í álnum þeirra mannvirð-
inga, sem þeir geta nælt í sjálf-
um sér til handa. Ragnar var
óvenjutengdur sóknarbörnum sin-
um, ekki aðallega sem sálu-.
sorgari, heldur sem maður. Hann
var mikiil ræðumaður og guð-
spekingur að lífsskoðun, tilfinn-
inganæmur, geðrikur, hreinskil-
inn- og ákveðinn. Af stjórnmál-
■um hafði hann jafnan lítil af-
skipti, en tók sárt, hve upplausn
og siðspilling virðist grafa um
sig í þjóðlífinu, og hann sló á
þá grýlu, sem mest er hampáð
gegn • sósíalistum, • á framboðs-
fundi í síðustu alþingiskosning-
um.
Að Fellsmúla var í góða tvo
áratugi þriðji menntaskólinn á
Islandi og ekki sá sizti. Hann
var rekinn með nokkuð sér-
stöku sniði, þvx að nemendurnir
voru venjulega fólk, sem gat
ekki stundað aðra menntaskóla
sökum fátæktar, eða hafði orðið
lótaskortur á námsbrautinni, en
fékk þar inni til þess að rétta
við. í»að var vist aldrei haidin
nein gerðabók við skólann á
Fellsmúla, svo að þeir íslenzkir
menntamenn eru ótaldir, sem
IFellsmúlafeðgar komu til manns.
Á því heimiii héldust i hendur
göfugmennska og örlæti prófasts-
hjónanna og afburðahæfileikar
aðalkennararns. Þar sem er
hjartarúm, þar er einnig hús-
rúm, og hjartarúm var mikið á
Fellsmúla, Heimilið þar fórnaði
sér að miklu leyti til þess að
’ tojálpa ungu fólki til náms.
í Námsbnaut hefur mörgum verið
’ arfið á voru landi, ekki sízt
j Miræðalitlum unglingum til
sveita. FeUsmúlaklerkar þekktu
hjörð sína, að ég heid flestum
kennimönnum. betur. l>eir hafa
eflaust verið bænheitir, en ég
minnist þess einungis, að þeir
brýndu menn til dáða, en ekki
til bæna. Mörgum sveitapiltum
kenndu þeir allt til stúdents-
prófs endurgjalds’ítið, og er ég
einn í þeirra hópi, sem tóku
stúdentspróf frá þeim. Ef þeirra
hefði ekki notið við, er mjög
vafasamt, að ýmsir okkar héfðu
nokkru sinni lagt á menntabraut,
og hinn baldna ungling, Magnús
Kjartansson, nú ritstjóra þessa
blaðs, tóku þeir og tömdu við
bók. Ragnar var sennilega ein-
hver mesti kennari, sem Islend-
ingar hafa átt. Hann var svo
Ragnar Ófeigsson
fjölhæfur, að hann var jafnvigur
■kennari á tungumál og stærð-
fræði; latína, gríska og loga-
rithma lá jafn opin fyrir honum.
Og hann hjálpaði fóiki ekki ein-
ungis til stúdentsprófs, því að
hann sóttu heim menn til fram-
haldsnáms í grisku, þegar þeir
voru brautskráðir-í því máli við
háskólann og vildu kynnast bet-
ur hellenskum gullaldarbók-
menntum og nútímamáli Grikkja.
Skerpa hans sem kennara, at-
orka og þrautseigja nálgast goð-
sögn. Mér er það óskiljanlegt,
hvernig hann fór að því einn
vetur að kenna okkur, nokkrum
piltum, alla stærðfræði til gagn-
fræðaprófs á tæpum mánuði,
Stærðfræðin var talin stift
þriggjavetranám fyrir allþrosk-
aða unglinga, m.a. urðum við að
reikna spjaldanna á milli þrjár
bækur Ólafs Daníelssonar:
Reikningsbókina, Algebruna og
Fiatarmálsfræðina. Við vorum
engir reikningshausar, nemend-
urnir, og ég hef hvorki getað
reiknað fyrr eða síðar, en mér
fannst heldur gaman að stærð-
fræðinni hjá honum Ragnari, en
tapaði gáfunni eins og Þórberg-
ur, þegar hann sleppti af mér
hendi.
Eitt var það við kennslu Ragn-
ars, sem ég held ég búi iengst
að. Hann las með okkur málin,
eins og við værum að lesa bók-
menntir. Við urðum alltaf að
taka heilar sögur eða kvæði
fyrir i einu, við máttum ekki
höggva í sundur. Við urðum að
ná efni og anda, þess, sem við
lásum, málfræði var hjálpar-
grein, ef okkur rak í strand, en
annars var það jafnmikið guð-
last að rýna þar með málfræði-
legri smásmygli í Hóraz og Völu-
spá. Málfræði var aukagrein í
skólanum að Fellsmúla. Hóraz
gamli verður mér jafnan dálítið
kær af því að eitt sinn vissum
við ekki gjörla, hye mörg bréfa
hans skyldi lesa til prófs. Ragn-
ar taldi því réttast, að við læs-
um þau öll, og ég fann, að
hann naut þeirra og dáðist að
þeim, og svo kom, að hann hreif
mig með sér. Síðan finnst mér
alltaf, að þannig eigi að kenna,
þótt ég sjái aldrei, hvernig því
verður komið við, eins og
kennsluskipan er í skólum.
Ragnar var víðlesinn, og hag-
mæltur vei, ég held hann hafi
verið skáld, en hann var dulur
á ýmsan hátt og hampaði aldrei
hæfileikum sínum til ljóðasmíð-
ar. Hann var mikill tónlistar-
unnandi og lék vel á orgel, en
ekki miklil raddmaður, því að
raddböndin skemmdust, er hann
lá eitt sinn hættulega veikur
af hálsbóigu. Hann var víking-
ur til allra starfa, jafnt andlegra
sem líkamlegra, ósérhlífinn og ó-
sérplæginn. Hann var manna
glaðastur í góðum félagsskap,
fyndinn og skemmtinn, hafði
yndi af spilum og var hvers
manns hugljúfi, er hann bar að
garði. Hann var fejnn þeirra fáu
manna, sem ég hef kynnzt, sem
gat deilt geði við fólk af öllum
stigum, átti jafnt heima í höll
og hreysi. Hann var karlmenni
og drengur góður.
Björn Þorsteinsson.
Það era póstpokar sem verið er að láta á bílinn. — Þetta er ekki
í fyrsta skipti á árinu sem Eimskip bindur skip sín í höfn. Það
gerði það Iíka út- af kaupi kokkánna. Gullfoss, aðalpóstflutninga-
skipið milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar, mun því ekki
nema einu sinni Iiafa flutt póst frá Höfn hingað frá því á síðustu
áramótum! Það er því sízt að undra þótt nú þurfi að taka til
hendinni við póstinn, — (Sbr. frétt á forsíðu).
Nýtt hefti af Tímariti
Máls og menningar
Að verulegu leyti helgað mótmælum
almennings gegn undirbúningi
kj arnorkusty r j aldar
Tímarit Máls og menningar kom út í gær, fjölbreytt og að
verulegu leyti helgað mótmælum almennings gegn undirbúningi
kjarnorkustyrjaldar.
Kristinn E. Andrésson skrifar
greinina Mótmæli almennings
Málningar-sýning
I dag opnar fyrirtækið Málning
h/f sýningu á framleiðsluvör-
um sínum að Tómasarhaga 20.
Sýningin verður fyrst um sinn
opin kl. 13-22 daglega og munu
fulltrúar verksmiðjunnar verða
þar á staðnum til leiðbeiningar.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Atviimuleysislrygpgarnar - eittstærsta öryggis- og
menninganuál sem verkalýðurinn hefur knúið fram
Verkfallinu mikla er lokið.
Verkamenn hafa unnið þýð-
ingarmikinn og varanlegan
sigur. Auk umtalsverðrar
grunnkaupshækkunar, leng-
ingar orlofs, greiðslu veik-
indapeninga og styttingu eft-
irvinnutímans hafa verkalýðs-
samtökin knúið fram eitt merk
asta baráttumál sitt, atvinnu-
leysistryggingar. Þetta mál
hafa sósíalistar flutt þing eftir
þing og nú síðast ásamt þing-
mönnum úr Alþýðuflokknum.
Aldrei hafa fulltrúar auðstétt-
arinnar á Alþingi viljað á það
fallast, fyrr en nú að afl
verkalýðssamtakanna knýr þá
til undanláts.
Það má vel véra að ungir
verkamenn átti sig ekki í
fljótu bragði á mikiivægi at-
vinnuleysistrygginga. Yngri
kynslóðin hefur sem betur fer
lítið komizt í kynni við vá-
gest atvinnuleysisins, þessa ó-
hugnanlegu og óhjákvæmilegu
fylgju auðvaldsskipulagsins.
En eldri kynslóðin og þeir sem
eru á miðjum aldri þekkja at-
vinnuleysið. Fullorðnir verka-
menn munu enn áratuginn
1930—1940 þegar atvinnuleys-
ið herjaði svo grimmilega að
alþýðuheimilin bjuggu við
hinn sárasta skort. Heimilis-
faðirinn hafði kannski ekki
nema 900—1500. króna árs-
tekjur, og eina björg margra
var klakahögg í atvinnubóta-
vinnu.
Menn mega ekki láta sér
sjást yfir mikilvægi atvinnu-
leysistrygginganna þótt at-
vinna sé næg hér sunnanlands
eins og sakir standa. Ár óslit-
innar atvinnu eiga að safna
fé í tryggingarsjóðinn sem
hægt er að -grípa til þegar
harðnar í ári. Verkamönnum
atvinnuleysisáranna fyrir stríð
hefði fundizt hagur sinn betri
hefðu þeir búið við öryggi at-
vinnuleysistrygginganna. Það
er engin tilviljun að verkafólk
út um land, þar sem atvinnu-
leysi hefur gert meira og
minna vart við sig flest síð-
ustu ár fagnar alveg sér-
staklega þeim árangri hinnar
nýloknu vinnudeilu sem felst í
stofnun atvinnuleysistrygg-
ingasjóðsins. Þeir sem þekkja
afleiðingar atvinnuleysisins
skilja bezt hvílíku stórvirki
verkalýðshreyfingin hefur
hrundið í framkvæmd með því
að tryggja framgang þessa
mikilsverða öryggis- og menn-
ingarmáls.
Framtíðin og reynslan mun
sanna öllum verkalýð og allri
alþýðu íslands að með atvinnu-
leysistryggingunum hefur ver-
ið hrundið í framkvæmd einu
allra stærsta öryggis- og
menningarmáli sem verkalýðs-
hrfeyfingin hefur nokkru sinni
knúið fram.
gegn undirbúningi kjarnorku-
styrjaldar. Þá eru birtar spurn-
ingar til nokkurra fræðimanna,
rithöfunda og stjórnmálamanna
unv viðhorf þeirra til kjarnorku-
stríðs og svör frá Birni Sigurðs-
syni, Bimi Jóhannessyni, Þor-
birni Sigurgeirssyni, Finnboga
R. Valdimarssyni, Þórbergi Þórð-
arsyni, Hannibal Valdimarssyni,
Jóhannesi úr Kötlum og Halldóri
Kiljan Laxness.
Þá er í heftinu smásaga eft-
ir Jónas Árnason og nefnist
Hattar, Kristján frá Djúpalæk
á þar þrjú kvæði, Jakob Bene-
diktsson skrifar grein um Lax-
ness: Skáldið og maðurinn. Grein
er eftir Skúla Guðjónsson sem
nefnist Bréf úr myrkri, sænski
læknirinn John Takmann skrifar
um verklýðsleiðtogann Joe Hill,
og enn eru ritdómar og smá-
greinar um ýmisleg efni.
Síjning á
hnndarinnu '
harna
Um þessar mundir er að ljúka
námskeiði í barnadeildum Mynd-
listarskólans í Reykjavík, en það
hefur staðið frá því í jan. s.l. og
verið sótt af 150 börnum. í til-
efni af því verður sýning í skól-
anum, Laugavegi 166 í dag á
verkum barnanna, teikningum,
lituðum myndum og klipptum,
bastvinnu og leirmunum. Sýning-
in verður aðeins opin í dag kl.
2—5 síðdegis. — Innritun í vor-
námskeið fyrir börn, sem stendur
til 1. júní n.k., hefst n.k. mánu-
dag í skólanum kl. 5,30 e. h.
Skólagjald er 50 krónur og er
allt efni, sem börnin nota við
námið, innifalið í gjaldinu.