Þjóðviljinn - 30.04.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.04.1955, Blaðsíða 8
Kampmann kom- inn fil KSakksvikur Viggo Kampmann, fjármálaráðherra Danmerkur, sem cianska stjómin sendi til Færeyja til að reyna að finna lausn á Klakksvíkui'deilunni kom þangað í gær og hóf þegar viðræður við deiluaðilja. víkurdeiluna og sendingu lög- Kampmann hafði verið veður- tepptur í Prestvík í Skotlandi síðan i byrjun vikunnar, en flug- vél hans lenti við Þórshöfn í gær og var þá blíðskaparveður. Hann fór þegar á fund Djurhuus lögmanns og ræddi síðan við full- trúa Klakksvíkinga, sem komu til Þórshafnar til viðræðna við landstjórnina. Síðan fór hann á- samt þeim og öðrum fulltrúum 1 deiluaðilja til Klakksvíkur og v£r ■ búizt við að hann myndi vjérðat þar til kvölds. í förinni ívoru einnig tveir blaðamenn, arífanr brezkur hinn norskur. Á fundi, sem verkalýðsfélagið í Þórshöfn hélt í fyrrakvöld, var ákveðið að halda verkfallinu á- fram. Verkfallið var boðað til að mótmæla ihlutun Dana i Klakks- Hömluiti crfiéft í Ausfurríki Stjórnarfulltrúar fjórveldanna í Austurríki urðu sammála um það á fundi í Vínarborg í gær, að heimila Austurríkismönnum að starfrækja 10 flugvélar sem nota á til slysavarna. Fimm þeirra verða koptar. Austurrík- ismönnum hefur hingað til ver- ið bannað að eiga og starfrækja flugvélar. og regluliðsins. Það má heita nær algert, þó hefur stjórn verka- lýðsfélagsins veitt lejríi til þess að strandferðabátar flytji fólk á milli hafna, ef það á brýnt ei> indi. Verkalýðsfélagið hefur tekið fram að verkfallinu sé aðeins beint gegn Dönum, en ekki gegn vinnuveitendum og að það muni ekki notað til að knýja fram kjarabætur. ^ Fengu ekki að stíga á land Skipið Parkeston sem er með dönsku lögreglumennina lagði að bryggju í Sólmundarfirði á Aust- urey í gær til að fá vatn. Yfir- völd á staðnum lögðu aigert bann við að lögreglumennimir og skipverjar færu í land. ¥ÍBtsðrIsamfylkIng kýs forseta Ítalín Giovanni Grondti kosirni iofseti tneð at- kvæðum kommúnista, sósíalista 09 vinstrimanna í kaþólska flokknum Giovanni Gronchi, forseti fulltrúadeildar ítalska þings- ins, var í gær kjörinn forseti lýðveldisins með miklurn meirihluta atkvæöa. möÐVlUmN Laugardagur 30. apríl 1955 — 20. árgangur — 96. tölublaö Gronchi náði kosningu við fjórðu atkvæðagreiðsluna á sameiginlegum fundi beggja deilda ítalska þingsins. Við hin- ar þrjár þurfti % atkvæða til að kosning væri gild, en við hina f jórðu nægði einfaldur meirihluti. Gronchi hlaut þá stuðning 658 af 843, eða all- miklu hærra hlutfall en tvo þriðju. Allir þingmenn kommúnista og vinstri sósíalista greiddu honum atkvæði, margir þing- menn miðflokkanna og flestir þingmenn kaþólskra. Stjóm ka- þólska flokksins hafði lagt á- herzlu á að fá forseta öldunga- deildarinnar, Merzagora, kos- inn, en þegar ljóst varð, að vinstri armur kaþólskra myndi styðja Gronchi ásamt verka- lýðsflokknum, sáu leiðtogar kaþólskra, að framboð Merza- gora var vonlaust. Giovanni Gronchi, sem er 67 ára gamall, er helzti leiðtogi vinstrimanna í kaþólska flokkn- um, enda hefur hann mjög náið samband við hina kaþólsku verkalýðshreyfingu á Italíu. Hann hefur hvað eftir annað kveðið upp úr með það, að brýna nauðsyn beri til að mynd uð verði vinstristjórn á Italíu, sem miðflokkarnir og vinstri- sósíalistar standi að. Leikendur og Ieikstjóri ræða handrit sjónleiksins. Fremri röð: Gísli Halldórsson, Giinnar R. Hanscn, Helga l'altýsdóttir. Aftari röð: Knútur Magnússon, Jón Sigurbjörnsson, Einar Þ. Einarsson Leikflökkur wát stjóm Gmrnars Hansens leikur í Austurbæjarbiói Frumsýnir Lykil að leyná&rmáli á laugaráag í næstu viku Á laugardagskvöldið í næstu viku, þann 7. maí, frumsýnir Leikflokkur undir stjóm Gunnars R. Hansen leikritið Lykil að leyndarmáli eftir Fredrick Knott í Austurbæjarbíói. í leikflokki þessum eru 5 ungir og áhugasamir leikarar, er nú hafa æft saman á annan mán- uð. Var upphaflega ætlun þeirra að fara í sýningarför til næstu kaupstaða og kauptúna, en fyrir milligöngu Ragnars Jónssonar forstjóra tókst þeim að fá Aust- urbæjarbíó leigt til leiksýning- anna. Frumsýningin verður eins Hvarvetna við höfnina var uirnið skipun. Hér eru mjólkurbrúsar af kappi í gær við allskonar upp- réttir á land úr Gullfossi. Mál og inenning Framhald af 1. síðu. sinna og skorar á þá að þeir styrki húsbyggiriguna með ár- legu framlagi, minnst- 100 kr. hver, árin 1955—1957, eða með þrem hundruðum alls á þrem ár- um. Á móti mun það koma frá Máli og menningu, að félagið hef- ur ákveðið útgáfu með sérstökum hætti á skáldskap Jónasar Hall- grímssonar 1957, en þá á hann 150 ára afinæli. Hefur Halldór Kiljan Laxness tekið að sér að sjá um útgáfuna og rita forspjall að henni, en Hafsteinn Guð- niundsson prentsmiðjustjóri hef- ur tekið að sér að annast vand- aðan frágang hennar frá prent- listarsjónarmiði. Verður útgáfa þessi eingöngu gerð handa þeim sem styrkt hafa húsbygginguna, og fá þeir bókina áritaða af stjórn Máls og menningar. Er ekki að efa að áskorun Máls og menningar fær góðar undirtektir, þannig að félaginu takist að ljúka stórvirki sínu á tilteknum tíma. Járnbrantarverk- fall í Bretlandi Formaður sambands eimreiðar- stjóra í Bretlandi tilkynnti í gær, að enginn árangur hefði orðið af viðræðum fulltrúa sambands- ins við stjórn járnbrautanna, og myndi verkfall það sem sam- bandið hefur boðað á miðnætti aðra nótt því hefjast þá. Diem neitar að hlýða fyrirmælum Bao Dai Yíirforingjar stjómarhersins ganga í lið með andstæðingum hans Ngo Dinh Diem, forsætisráðherra Suöur-Vietnams, hef- ur óhlýðnazt fyrirmælum Bao Dai keisara um að koma þegar á hans fund og afsala sér yfh-stjóm hersins í Suður- Vietnam. mæla keisarans og gengið í lið með andstæðingum stjórnarinn- ar. Diem varð að endurskipu- kggja alla yfirstjóm hersins í gær af þeim sökum. Bao Dai, sem dvelst í Cannes í Suður-Frakklandi, fyrirskip- aði í fyrradag Diem að koma þegar á sinn fund og svipti hann um leið yfirstjórn hers Suður-Vietnams en fól hana Van Di hershöfðingja, sem Diem gerði fyrir skömmu brottrækan úr Saigon. Diem svaraði þessum fyrir- skipunum keisarans í gær, að hann gæti ekki orðið við þeim; ástandið í Saigon krefðist þess að hann væri þar um kyrrt. Margir af æðstu foringjum stjómarhersins hafa hlaupizt undan merkjum vegna fyrir- Óbreytt niðurgreiðsla á mjólk Eitt atriði kjarasamninganna við verkaiýðsfé- lögin var það að ríkisstjórnin skuldbatt sig til þess í yfirlýsingu til sáttasemjara að greiða niður verð á mjólk um sömu upphœð og verið hefur. Verðlœkk- un á mjólk var sem kunnugt er eitt atriði samn- inganna 1952, en þau ákvœöi voru úr gildi fallin 1. marz s.l. Enn barizt í Saigon. Enn er barizt í Saigon og þegar síðast fréttist var talið að um 300 manns hefðu fallið, en um 1000 særzt. Eldar eru víða í borginni. Lawton Collins, hershöfðingi, flaug í gær frá Washington til Saigon, en í fyrradag gaf hann Landvarnaráði Bandaríkjanna skýrslu um ástandið þar eystra. Lið Sjangs fari frá strandeyjum íhaldsflokkur og Verkamanna- flokkur Bretlands gáfu báðir út i í gær stefnuskrá sína fyrir kosn- ingamar sem verða haldnar 26. maí n.k. í stefnuskránum er rætt mjög um utanríkismál, m. a. um Tai- vanmálið. Báðir flokkarnir segj- ast munu vinna að því að her- lið Sjangs Kajséks verði flutt burt af eyjunum til strönd meg- inlands Kína. og áður er sagt hinn 7. maí n.k. kl. 9 og síðan sýningar á meðan aðsókn leyfir, en seinna í vor eru ráðgerðar leikferðir um Suðurland og ef til vill'viðar. Leikritið sem leikflokkurinn sýnir nefnist á frummálinu- Dial M for Murder en í þýðingu Sverris Thoroddsens Lykill að leyndarmáli. Það er fárra ára og hefur verið sýnt víða um heim, m. a. í Stokkhólmi, þar sem Gunnel Broström, sú er lék Sölku Völku í kvikmyndinni, fór með kvenhlutverkið. Þá hefur verið gerð kvikmynd eftir leik- ritinu með þeim Grace Keliy og Ray Miiiand í aðalhlutverk- um. Leikendur eru 5: Gísli Hall- dórsson, Helga Valtýsdóttir, Knútur Magnússon, Einar Þ. Einarsson og Jón Sigurbjörnsson. Leikstjórinn, Gunnar R. Hánsen, hefur gert allar sviðsteikningar og leikendur annazt smíði þeirra sjálfir. Lykill að leyndarmáli er í 3 þáttum og sýníngartími þéss um 3 stundir. Þrjú félög segja upp samnmgum Félag starfsstúlkna í veib- ingahúsum hélt aðalfund sinn í fyrradag. Fundurinn sam- þykkti að segja upp samninguni félagsins og iniðast uppsögnin: við 1. júní. Formaður var kosin Guðný Jónsdóttir. Með henni voru kosnar í stjóm Anna Sæmunds- dóttir, Elsa Níelsdóttir, Klara Styrkársdóttir og Jenní Jóns- dóttir. Félagið Sltjaldborg samþykkti einnig á fundi sínum 2é. þ.m. að segja upp samninguin sínum frá og ineð 1. júní, og Bókbindara- félagið hélt nýlega aðalfund og liefur Jiað einnig samþykkt upp- sögn saonninga. Frakkar hafa hafið brottflutn- ing liðs síns frá hafnarborginni Haiphong í No r ð u r-Vief,nam, en það er eini bærinn sem þeir hafa enn á valdi sínu í þeim hluta landsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.