Þjóðviljinn - 10.05.1955, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.05.1955, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 10. maí 1955 f- Á. fSlÓÐVIUINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaílokkuriim. RitBtjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, GuO- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Toríi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustíg 1». — Síml 7500 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið Prentsmiðja Þjóðviljanp h.f. Hætta. ssm þarf að afstýra Eitt alvarlegasta sjúkdómseinkenni sem gerir vart við sig í þjóðfélaginu um þessar mundir er áköf sókn forráða- manna stjórnarflokkanna í að ná þýðingarmiklum fyrir- tækjum úr eigu þjóöarinnar og afhenda þau braskara- valdinu til eignar og umráða. Öllum er í fersku minni hvernig stjórnarflokkarnir hafa báðir gengið tii verks gagnvart Áburðarverksmiðj- unni. Þessu alþjóðarfyiirtæki hafa þeir beinlínis reynt að að ræna frá þjóðarheildinni og afhent umráð þess í hend- ur einkaaðila. Fer ekki milli mála hver sá aðili var sem gerði kröfurnar um þessa breytingu á eignai-umráðum Áburðarverksmiðjunnar. Sá voldugi aðili sem hér var aö verki var bandarískt auðvald. Það gerði þá kröfu til erind- reka sinna á íslandi aö þetta nýja iðnfyrirtæki mætti ekki vera þjóðareign heldur skyldu yfirráðin í því tryggð í höndum einkabrasksins. Og stjómarflokkarnir hlýddu hinum bandarísku húsbændum. Lánin og „gjafimari' sem íhaldið og Framsókn hafa aldrei þreytzt á aö lofsyngja reyndust ekki alveg kvaðalausar þegar á hólminn kom, þrátt fyrir margendurtekna svardaga erindrekanna um hið gagnstæða. Sama virðist vera uppi á teningnum með hina fyrirhug- uðu Sementsverksmiðju. Fram að þessu hefur hvorki geng- ið né rekið með útvegun lánsfjár til framkvæmdanna þeg- ár þess hefur verið ieitað vestan hafs. Hér eru sett fram sömu skilyrðin og áður. Sementsverksmiðjan má ekki verða þjóðareign, slíkt er eitur í beinum Bandaríkja- manna. Herramir vestra skipa svo fyrir að einkaauðvaldið j skuli eiga fyrirtækiö og fleyta rjómann af rekstri þess. Það er augljóst hvað fyrir bandarísku auðvaldi vakir með þessum afskiptum af eignarhaldi á íslenzkum stórfyr- tækjum. Fjandskapurinn við ríkisrekin fyrirtæki byggist á •því að bandaríska auðvaldið vill skapa hér fámenna en volduga auðmannastétt sem það hefur algert tangarhald é, og getur sagt fyrir verkum. Fyrirætlun þessa harðsvír- aða og ósvífna auðvalds Bandaríkjanna er að koma sér upp einskonar leppauðvaldi hér á fslandi sem lilýði fyrir- mælum þess í einu og öllu og hagi stjómarstefnunni á hverjum tíma í samræmi við vilja og hagsmuni „móður“- auðvaldsins vestra. Til þess að koma þessum óskum bandarísks auðvalds í framkvæmd hafa umboðsmenn þess á íslandi ekki hikað við að ræna fyrirtæki eins og Áburðarverksmiðjunni frá þjóðinni, gera hana að hlutfélagseign í stað ríkiseignar og brjóta þar með skýlaus ákvæði landslaga. Samskonar verknaöur er fyrirhugaður vai’ðandi Sem- entsverksmiðjuna nema þjóðin sé því betur á verði og láti valdhafana vita í tíma að til þess sé ætlazt að þeir virði landslög og taki íslenzka þjóðarhagsmuni fram yfir þjónustuna við ásælni bandarísks auðvalds. Engin hætta er þjóðinni jafn geigvænleg og vaxandi ítök erlends auðvalds í sjálfu atvinnulífinu. Þess vegna er nú þjóöarnauðsyu áð spyma við fótum og hindra þá óheillaþróun sem fyrirsjáanleg er, takist bandaríska auð- valdinu að festa rætur í atvinnulífi þjóðarinnar, koma upp íslenzkri auðmannastétt á vegum sínum og ná ömggu og endanlegu taki á öllu stjómarkerfinu í krafti áhrifa sinna og yfirráða yfir hinum íslenzku umboðsmönnum og því fjármagni sem þeir hafa undir höndum fyrir tilverknað erlends auðvalds. Hættulegustu erixidrekar þessarar erlendu ásælni em valdamenn í innstu klíku Sjálfstæðisflokksins. Þessir valdamenn nota aðstöðu sína út í æsar til að greiða fyrir hvers konar ásókn bandarísks auðvalds til yfirdrottn- unar í íslenzku efnahagslífi. Gegn þessari hættu þarf þjóð- in að vera á verði og öruggasta varðstaðan er fólgin í því að brjóta niður pólitískt vald auðmannaklíkunnar sem ræður Sjálfstæðisflokknum. í því efni þarf verkalýðurinn að hafa forustuna og ná sem víðtækastri samfylkingu við I aðrar alþýðustéttir og þnnur þjóðleg og heilbrigð öfl sem \ ^kilja hættuna af hinni erlendu ásæíni. ' | aþ 1. maí er mikill dagur um allan heim og viðurkenndur dagur verkalýðsins. Einu sinni var menningu Útvarps Reykja- víkur svo komið, að í tilefni af því, að 1. maí er dagur verka- lýðsins, lét Útvarpsráð verka- lýðssamtökin annast kvölddag- skrá dagsins og gerði verka- lýðssamtökunum þannig jafn- hátt undir höfði og héraðasam- tökum ýmiss konar, Búnaðar- félagi íslands, slysavarnar- deildum og fleiri samtökum innan þjóðfélagsins. Nú eru þeir tímar liðnir og voldugasta stétt landsins fær ekki Útvarp- ið til umráða á alþjóðlegum degi stéttarinnar. Fyrsta ræða kvöldsins er nú alltaf gefin í hendur opinberasta andstæð- ingi vinnandi alþýðu, fulltrúa ríkisvaldsins. Hefur Steingrím- ur Steinþórsson félagsmálaráð- herra tekið að sér það hlut- verk undanfarin ár að vera fulltrúi ríkiávalds auðstéttar- innar, og hefur hann leyst það af hendi með mikilli prýði. Hefur hann hvergi dregið dul á fjandsamlegar fyrirætlanir ríkisvaldsins á hendur alþýðu manna og sýnt í skýru ljósi það andleysi og þann gáfna- skort sem dauðadæmd þjóðfé- lagsstétt á við að búa. Það er Útvarpsráði mikil háðung að vera að svívirða verkalýðssam- tökin og þeirra dag með þvi að útvelja daginn til áróðurs gegn samtökunum og hagsmun- um þeirra. Útvarpsráði er það engin afsökun, þótt í þeirri sömu dagskrá ræði fulltrúi launþegasamtaka af engu minni fjandskap og hálfu meiri heimsku í garð stéttarbaráttu verkalýðsins. Krefja verður þar til ábyrgðar aðra en Útvarps- ráð, og af félaga innan starfs- mannafélags ríkis og bæja verður rétt að teljast að fcæra á öðrum vettvangi en í þessum pistli. Hitt er rétt að þakka, er hagfræðíngur auðstéttarinn- ar sagði við þetta tækifæri, að stéttaátökin i þjóðfélaginu væru átök milli launþega ann- ars vegar og atvinnurekenda og ríkisvaldsins hins vegar. Það er alltaf nokkurs virði að hagfræðingur auðvaldsins lýsi því yfir, að ríkisvald auð- stéttarinnar hljóti alltaf að vera í andstöðu við verka- mennina og aðra launþega. Þar er þó nokkuð fyrir vinnandi stéttir landsins til að læra af. Undanfarin ár hefur Út- varpsráð átt því láni að fagna að geta notað 1. maí til ein- hliða áróðurs gegn verkalýðs- stéttinni á þann einfalda hátt að láta félagsmálaráðherra, forseta BSRB og forseta Al- þýðusambands íslands halda ræður. Tilræði þetta brást að þessu sinni, því að nú er Helgi Hannesson ekki lengur forseti Alþýðusambandsins. •— Ræða Hahnibals Valdimarsson- ar var með hreinustu -ágætum, og minnist ég ekki að haía öðru sinni hlýtt á áhrifa- meiri ræðu eða sannari frá fulltrúa verkalýðsins fyrir hönd alþýðu manna á íslandi. Setti hann baráttu fyrir friði efst á blað. í ræðu sinni, síð- an baráttu gegn her i landi, og síðan míhnflst hann kjara- ba ráttu "líerkaiýðsins á riajðg? skýran og skipulégah hátt?. — Þá féll söngur Söngfélags verkalýðssamtakanna í Reykja- vik prýðilega við tiléfrií dags- ins, og á Sigursveinn Kristins- son, söngstjóri kórsins miklar þakkir skildar fyrir framlag kórsins í menningarbaráttu verkalýðsins. En þótt söngur kórsins og ræða Hannibals og jafnvel hin botnlausa vitleysa hinna ræðumannanna gerði kvöldið hið ánægjulegasta, þá er það engin afsökun fyrir Út- varpsráð, sem gerir sig sekt í slíkri ósvinnu sem þeirri að troða félagsmálaráðherra inn í dagskrána, og því síður er það afsökun fyrir BSRB, að það skuli hafa þvilíkan full- trúa á þessum degi sem Ólaf Bjömsson. Prýðilegt var erindi Friðriks Einarssonar um hemámsárin í Danmörku, og hafði það sitt að segja um áhrif af frásögn hans, þótt ekki væri fyrirlesar- inn þess valdandi, að á 10 ára afmæli frelsis Dana úr klóm nazismans, þóknaðist auðvalds- ríkjuniun að leysa fjötrana af þýzka nazismanum á nýjan leik. Má mikið vera, ef erindi Friðriks læknis hefur ekki ýtt við neinum til frekari skiln- ings á eðli nazismans og hvert muni vera viðhorf þeirrar stefnu, sem þráir það heit- ast að leggja nazismanum að nýju vopn í hönd. — Þá var niðurlag þáttanna af hafnfirzk- um sjómanni, sem Stefán Júl- íusson hefur saman tekið skýrt og skipulega. Er hér um á- hrifamikla frásögn að ræða, sem verður enn áhrifameirii fyrir það, að hún er tekin úr sögu samtíðarinnar. Húnavakan var fremur bragðlítil, þegar undan er skil- in hljómlistin, einkum píanó- leikur Ragnars Bjömssonar, sem var einstaklega yndislegur. „Ofdirfskuferð“ var bezt frá- sagnanna, en vantaði þó alla spennu, sem góðar frásagnir verða að vera gæddar. Fram- burður flytjenda var yfirleitt ekki góður, stundum þvoglu- legur og hljóðvilltur. Þulur var þó góður og einnig Páll Kolka. — Spennu og stíganda skorti einnig á frásögn Matthí • asar Helgasonar á fimmtudags. kvöldið, en flutningur var þar í góðs höndum, þar sem And- rés var Björnsson. Það var vorblær yfir spurn- ingum og svörum um náttúru- fræði hjá Ingólfi Daviðssyni. — Aftur á móti var dagur og vegur með afbrigðum þunnur hjá Páli Þorsteinssyni alþm. Var hann ekkert annað en ut- anaðlærðar vitlausustu grein- arnar, sem birzt hafa í Tím- anum undanfarin ár. Hvergi vottaði fyrir viðleitni til sjálf- stæðrar og skynsamlegrar hugsunar. — Bjarni Vilhjálms- son talaði um íslenzkt mál með sömu ágætum og ávallt áður, og verður honum seint full- þakkað vetrarstarfið á þessum vettvangi. — Guðmundur Mar- teinsson rafmagnseftirlitsstjóri ræddi um hættur rafmagnsins í fræðsluþætti á föstudaginn. Var mál hans skýrt og skil- merkilegt og mikill fróðleikur fyrir alþýðu manna varðandi umgengni við þennan merka, ómetanlega og ægilega nátt- úrukraft. „Já eða nei“ var hin bezta skemmtun, eins og löngurri fyrr, hagyrðingar listfengir og hnittnir og stjómandi glaður og reifur. En svo virðist, sem Sveinn megi ekki gefa sér of lausan tauminn í spjalli sínu. Það var anzi vafasamt, þegar hann var að ræða við verð- launahafa, sem reyndist gift- ur maður, að segja, að ekki væri nóg að eiga konu, heldur yrði maður einnig að halda henni, og segja honum siðan að fara með konu sína í á- kveðna verzlun, því að þar gæti hún fengið á sig, hvað sem hún vildi, Barnatími þeirra Valtýs- dætra á sunnudaginn var mjög góður, náði hann til yngstu kynslóðar áheyrenda. — Tón- list þakka ég aldrei að verð- leikum, en vil að þessu sinni láta í ljós sérstaka þökk fyrir Don-Kósakkakórinn á fimmtu- dagskvöldið, lög Karls Run- ólfssonar og þjóðlagastí’lsþætt- ina eftir Sehumann á föstu- dagskvöldið. Nýr fréttaþulur er með öllu ómögulegur. Útvarpið má ekki taka þul, sem ekki kann ein- földustu atriði framsagnar, fyrr en honum hafa verið kennd þau. G. Ben, Pólar-rafgeymamir eru komnir á markaðinn aitur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.