Þjóðviljinn - 10.05.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.05.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVÍLJINN — Þriðjudagur 10. maí 1955 f Sigtirðar Guðmaims Sigurðssonar, murara Táknið Kæri vinur! Tilefni þess að ég sendi þér þessar línur er það að ég las grein sem þú hafðir skrifað í Morgunblaðið 1. maí sl., um verkalýðsmál. Ég skal segja þér alveg eins og er: ég varð nefnilega dá- lítið hissa á því að þú skyldir fá rúm í því blaði, af því að þú ert múrari, og svo var það líka eitt atriði i grein þinni, sem fjallar um endurskoðun vinnulöggjafarinnar, sem ég held að ég hafi ekki skilið fullkomlega, sérstaklega þó eftir að fulltrúar atvinnurek- enda koma í löngum bunum á eftir þér og gera þessa sömu kröfu, með þvílíkum ákafa, að það liggur við að þeir séu búnir að ræna þig hugmynd- inni. Ég hef heldur ekki orðið var við það, að neitt hafi kom- ið fram á opinberum vett- vangi annað en greinin þín í Morgunblaðinu, sem gefi at- vinnurekendum ástæðu til þeirrar fullyrðingar, að þjóð- in krefjist þeirrar endurskoð- unar, því svo mikið höfum við lært af þessu 6 vikna verk- falli, bæði ég og þú, að við getum vist áreiðanlega verið sammála um það, að ekki eru þeir þjóðin. Já, ég minntist á verkfallið. Seint munu mér úr minni líða •’ þessar vikur og sama býst ég við að sé um þig. Þarna stóo- um við saman hlið við hlið í bækistöðvum Sveinasam- bands byggingamanna, málar- ar og múrarar, bersyndugir kommúnistar og sauðfrómir^ Sjálfstæðismenn, eggjuðum fé- ' laga okkar og hverjir aðra lögeggjan á að standa vörð um hagsmuni stétta okkar • og heildarsamtaka verkalýðs- ■ ins og varð þá ekki greint af ' orðum okkar eða athöfnum ! hvar í flokki við stóðum. ! Dag eftir dag og viku eftir ' viku rigndi yfir okkur ókvæð- ' isorðum í málgögnum þess ! flokks, sem sumir af okkur ! höfðu jafnvel haldið að væri i flokkur allra stétta, enda þótt ' þeir hafi sennilega verið fleiri sem hafi haft tilhneigingu til ' þess að halda því fram að ! hann væri það aðeins í orði og ! þó því aðeins að ekki stæðu ' yfir vinnudeilur. En hvað um ! það, ekki létum við það ráða gerðum okkar og þó að sumir okkar hafi máske verið haldn- irir einhverjum meðfæddum ótta við grýlur sem hafi orðið þess valdandi að ekki hafi allir treyst fyllilega þeim sem stóðu með okkur, þá var eitt víst: við vissum allir upp á okkar tíu fingur hverjir það voru sem stóðu á móti okk- ur þegar Morgunblaðið og Vísir voru búin að þera á málara og þó alveg sérstak- lega múrara slíkan óhróður að naumast er vert að leggja sig niður við að rifja hann upp. Þá var lægst launuðu stéttunum skýrt og skorinort ráðlagt að losa sig yið slika zaenn, að öönun kosti þurftu þeir ekki að búast við því að það yrði nokkumtíma samið. Allt fór þó þetta á annan veg en til var ætlast. Lægst laun- uðu stéttunum varð það strax í upphafi ljóst, að þessar sundrungartilraunir aftur- haldsins væru líka árás á þær og okkur varð það deginum ljósara að þeirra barátta var einnig okkar barátta og þess vegna reyndum við eftir mætti, án tillits til þess hvar í flokki við stóðum og án þess að nokkur hreyfði mót- mælum, að auka lið þeirra á vegum úti, þar sem verkalýð- urinn mætti svívirðilegustu á- rásunum frá slagsmálaliði Sjálfstæðisflokksins. Eftir þetta fengum við marg- ar nýjar nafnbætur i Morg- unblaðinu og Vísi. Nú vorum við orðnir þjófar og ræningj- ar eða óaldarlýður sem læddist að saklausiun vegfarendum til þess að berja þá. Svo mikla nautn töldu íhaldsblöðin okk- ur hafa af þessum misþyrm- ingum að skjólstæðingum sín- um væri ekki lengur óhætt að ferðast út fyrir borgina þrátt fyrir það að þeir væru menn friðsamir, þó þess væri revnd- ar hvergi getio að þeir væru að sama skapi hugaðir, nema ef þ-ir væru nógu margir um hvem óvin. Þess vegna spyr ég þig, vmur, hvernig stend- ur á því að þú, sem ert áhrifa- maður í þinu stéttarfélagi, þessu alræmda múrarafélagi, og auk þess fullkomlega sam- sekur um alla þá glæpi sem verkalýðurinn var sagður hafa drýgt, skulir á þriðja degi frá því að vinnudeilan leysist, fá rúm fyrir grein í Morgun- blaðinu ? Getur það verið að þeim hafi fundizt þú gera sér greiða með því að ympra á því að það þyrfti að endurskoða þessa teygjanlegu löggjöf og þeir sæju sér jafnframt leik á borði með það að færa hana í það horf að hér eftir skyldi það heita glæpur ef verkalýð- urinn bæri hönd fyrir höfuð sér í vinnudeilum? Við, sem stóðum með þér í vinnudeilunni, hefðum óneit- anlega fagnað því meira ef frá Morgunblaðinu hefði bor- izt þó ekki hefði verið nema ein rödd, sem hefði tekið inál- stað verkalýðsins meðan á vinnudeilunni stóð, en kannski hefur þú ekki haft eins greið- an aðgang að þessu blaði þá. Hvað sem því líður þá er það bara ekki mannlegt að láta óuppdregnum ruddum líð- ast það að sparka í sig eins og hund og hlaupa beint í fangið á þeim um leið og þeir sjá upp á sitt óvænna og reyna að gera við mann gæl- ur til þess eins að freista þess að hjálpa sér við það að eyðileggja það sem áunnizt hefur. Vertu blessaður vinur. — Þú sendir mér línu ef þú nennir. Lárus Bjarnfreðsson. Látum þá jórtra í Þegar skráð verður saga hernámsins verður eflaust oft vitnað til greinar þeirrar sem birtist fyrir nokkru í banda- ríska tímaritinu Top Secret og prentuð var upp hér í blaðinu fyrir helgi. Hver gleymir t. d. þessari mynd sem greinarhöf- undur dregur upp af vonum bandarískra hermanna annars- vegar og veruleikanum hins vegar: „Hermennirnir komu von- glaðir með hinu vingjamlega fasi sem einkennir ameríska hermenn, hvert sem loftslagið er (!). Vasar þeirrar voru út- troðnir af sígarettum, súkku- lafti og tyggigúmmíi; þeir von- uðust eftir að geta unnið vin- áttu smápattanna og geta sjálf- ir samlagazt íbúunum. Þeir voru rólyndir, kátir og vin- gjamlegir, en þeir mættu ís- kaldri gestrisni, sem blés eins og vindurinn frá Faxaflóa. Menningarfrömuðimir gerðu enga tilraun til að skapa vin- gjarnlegt samband milli íbú- anna og gestanna. Það var tek- ið á móti Bandaríkjamönnum með dauðaþögn og síðar með opinberum fjandskap.“ Vonsviknu verndararnir urðu þannig yfirleitt að jórtra tugg- una sína sjálfir. Þessi frásögn bandarísku hermannanna er mjög keimlík lýsingum þeim sem birtar hafa verið um lærdóma þýzku naz- istanna í Danmörku og Noregi fyrstu hernámsárin. Einnig þeim hafði verið sagt að þeir færu sem „verndarar“ og það yrði tekið á móti þeim með ánægju og þakklæti. Einnig þeir reyndu að troða vasana fulla af góðgæti til þess að fleka hrekklaus börn og kom- ast þannig í tæri við íbúana. En þeir fundu brátt að það var nístingskalt í kringum þá, engin sómakær maður vildi hafa nokkurt samneyti við þá — þeir áttu aðeins aðgang að rónum, skækjum og hliðstæðri tegund stjórnmálamanna. — Bandarísku hermennirnir á Keflavíkurflugvelli mega vita það að þeir eru aðeins að fá sömu kynni af sjálfsvöm her- numinnar smáþjóðar. Þau spaugilegu tíðindi gerð- ust um helgina að Tíminn komst að þeirri niðurstöðu að Svipall skrifar: ÉG HEF HEYRT marga tala um það í seinni tíð, hvaða vit væri í því, að vera alltaf að byggja nýjar kirkjur, þegar reynslan sýndi að kirkjusókn færi alltaf dvínandi. Og kirkj- ur þær sem fyrir væru stæðu hálftómar, undir messum, nema einu sinni eða tvisvar á ári. Og virtist því meiri þörf á að byggja yfir fólk, sem ekkert þak hefur yfir höfuð sér eða býr við húsakynni sem ekki geta talizt boðleg skepn- um, hvað þá mönnum. Ég hef nú alltaf heldur leitt hjá mér slíkt tal, því mér hef- ur alltaf skilizt að geistlega stéttin í landinu og jafnvel hin verslega líka, hafi alltaf hugs- að fyrst og fremst um þá dauðu. — Þess vegna hefur mér nú dottið í hug, að þeir ætli hinum framliðnu auðu sætin í kirkjunum. Og fer þá skýringin á þessum miklu kirkjubyggingum að verða mönnum ljós. Og nú á að fara að hressa uppá þann gamla góða stað, Skálholtsstað, og reisa þar kirkju, guði til dýrðar og mönnum til vegsemdar. Þegar ég kom síðast að Skálholti, fyrir nærri þremur árum, sýndist mér gamla kirkjan mjög hrörleg. Hliðar hennar báðar bunguðu út, langt út fyrir grunninn, sem hún átti að standa á. Þetta minnti mig á gömul fjárhús, sem ég sá eitt sinn, hjá einum miklum einrúmi vanlíðan verndaranna væri af- rek Kristins Guðmundssonar utanríkisráðherra. Allir vita að afrek þess manns hafa ein- vörðungu verið i því fólgin að reyna að hremma helming hernámsgróðans og afhenda hann Framsóknargæðingum. Hinar margræddu girðingar vekja aðeins hlátur íslendinga og hernámsliðsins. Og ekki síð- ur hinar alræmdu reglur sem eru svo vesælar að ráðherrann hefur ekki enn þorað að birta þær. Enda skýrir bandaríska blaðið Top Secret svo frá að Kristinn Guðmundsson sé „einlægur vinur Bandaríkj- anna,“ enda þótt sú mannteg- und sé mjög torfundin á þess- ari „hrúgu af hraungrjóti." Enda þótt Bandaríkjamenn hafi beðið mikinn andlegan ó- sigur fyrir íslendingum eru þeir engan veginn uppgefnir á því að reyna að „samlagast í- búunum"'. Síðasta árið hafa þeir grlpið til þess ráðs að reyna að nugga sér utan í líknarstofnanir, sem þeir vita að njóta almennra vinsælda, í von um að eitthvað af vin- Framsóknarbónda. Þilið bung- aði langt fram á húsahlað. Það var að vísu nokkur kost- ur, því húsrúmið stælckaði, en. þröngt í húsunum. Hvort sama gildir um kirk juna skal ég ekki segja, en framsóknarstíll virt- ist mér á hvortveggja. í sambandi við þessar hug- leiðingar, hef ég verið að virða fyrir mér myndina af líkani því, sem hin nýja Skálholts- kirkja skal reist eftir. Og eft- ir því sem ég virði þennan stíl lengur fyrir mér, verður mér það æ ljósara hversu merkilegt tákn hann er fyrir það þróunarstig sem kristin- dómur og kirkja standa á í dag. — En hvers vegna var táknið reist á þessum stað. Var það kannske táknrænt líka? Þótt kirkjuturaar hafi aldrei verið neinir skýskafar liér á landi, hafa þeir þó alltaf ein- hverjir verið, og fyrst og fremst sem tákn og leiðarvís- ir fyrir syndum spillt mann- anna böm, sem af þrjózku sinni og fávísi hafa hugsað heldur mikið um jörðina og það sem henni fylgir. Ef litið er á form eða kirkju- byggingastíl yfirleitt, þá verða turnarnir í vissum skilningi nokkurs konar höfuð kirkn- anna. Á Skálholtskirkju á enginn turn að vera. Kirkjan tekuí" höfuðið ofan. Tuminn er sett- ur niður á jörðina, aðskilinn Framhald á 10. síðu. sældunum lendi á þeim líka. Bandarískar hemámshljóm- sveitir hafa verið látnar loika til ágóða fyrir barnaspítalasjóð Hringsins, og á sama hátt hafa hinir erlendu menn reynt að troða sér inn í starfsemi slysavarnafélaganna. Nú síðast voru þeir látnir taka þátt í sýningu Slysavarnafélags ís- lands í Nauthólsvík í fyrradag. Hafa þeir eflaust haft vasana úttroðna af sígarettum, súkku- laði og tyggigúmmíi, og kannski hafa einhverjir þegið. í sambandi við slysavarnar- starfsemi minnist almenningur hins vegar bezt „björgunarleið- angursins“ fræga á Vatnajök- ul, þegar slösuð þernan varð að standa upp af sleðanum til þess að hægt væri að draga bandarísku „björgunarmenn- ina“ til byggða. Þess ber að krefjast að for- ráðamenn Slysavarnafélagsins og annarra hliðstæðra stofn- ana hætti þegar í stað að láta misnota sig í þágu hemáms- ins. Þetta eru samtök sem njóta stuðnings og styrktar allrar þjóðarinnar — ekki sizt þess mikla meirihluta sem ósk- ar þess heitast af öllu að her- námsliðið hypji Sig héðan sem allra fyrst. Og það flýtir fyrir burtförinni ef hermennimir neyðast til að tyggja gúmmíiö sitt í einrúmi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.