Þjóðviljinn - 10.05.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.05.1955, Blaðsíða 1
íslandi verður ekki stjórnað á móti verkalýðnum Kjarnorku- sprengja sprengd ísjó Landvarnaráðuneyti Banda- ríkjanna tilkynnti í gær, að ein- hvern næstu daga verði kjarn- orskusprengja látin springa í sjó í Kyrrahafi nokkuð hundruð mílur undan vesturströnd Banda- ríkjanna. Segir ráðuneytið að þess verði g'ætt að sprengja sprengjuna á stað, þar sem eng- an matfisk sé að finna! Valut og Fram 4:0 KR og Þióttui 1:0 Myndun ríkisstjórnar, sem styðst við samtök alls hins vinnandi fjölda er mikilvægasta verkefnið sem nú þarf að vinna í íslenzkum stjórnmálum Reykjavíkurmótið i knattspyrnu hófst s.l. sunnudag. Þá sigraði Vaiur Fram 4—0 (sjá íþrótta- síðu). í gærkvöld kepptu KR og Þróttur. KR vann 1—0. Oft var íslandi þörf á róttækri stjórn en nú er það lífsnauðsyn að mynduð sé þjóðleg, framsækin ríkis- stjórn, sem alþýða landsins getur stutt og stjórnar með hag vinnandi stéttanna fyrir augum og heill þjóðarheildarinnar að leiðarljósi. Þannig mælti Einar Olgeirsson í snjallri og efnismikilli ræðu í útvarpsumræðunum írá Alþingi í gærkvöld. Var ræða lians þung og markviss ádeiia á spillingarkerfi afturlialdsins í landinu og máttug ihvöt til einingar allrar alþýðu og lýðræðisafla þjóð- arinnar. í framhaldi af ummælum þeim sem tilfærð voru hér að framan, lauk Einar ræðu sinni á þessa leið: Slík ríkisstjórn myndi stór- efla sjávarútveginn, land- búnaðinn og iðnaðinn um allt iand, — koma upp. tugum nýrra togara, vélbátiun, fisk- iðjuverum uin landið, hraða vélvæðingu landbúnaðarins, iræktun landsins og rafvæð- íngu og útvega jafnt land- búnaði sem sjávarútvegi næga markaði erlendis. Slík ríkisstjórn myndi þannig setja aleflingu íslenzks at- atvinnulífs í stað þess ame- ríska hermangs, sem er nið- urdrep íslenzkra atvinnu- vega, eyðing íslenzkra byggða og svívirðing ís- ienzkrar menningar. Slík stjóm myndi ekki aðeins rétta hlut allrar alþýðu. Hún myndi og hafa góða samvinnu við alla íslenzka atvinnurekend- ur, sem efla vilja atvinnulíf vort eftir sínum einkaframtaks- leiðum. En það hringa- og her- mangaraauðvald, sem sýnir sig að kúga og niðurbeygja þjóðina, verður að víkja fyrir samvinnu og sameign þjóðarinnar sjálfrar. Slík stjórn getur trj’ggt vinnufriðinn í landinu, því hann verður aðeins tryggður með réttlæti í garð hinna vinnandi stétta. Slík stjóm getur liindrað að hér verði komið á því alræði braskar- anna, því nýlenduástandi eft- ir suðiir-amerískri fyrirmynd, sem ameríska auðvaldið stefnir að. Slík stjórn ein er fær um að varðveita „lögin og friðinn“, sem of rík og of voldug yfirstétt nú grandar. Það er á valdi alþýðunnar að skapa slika stjórn. Sú alþýða, sem hefur ' mátt- inn til að rísa gegn auðstéttinni og sigra hana, hún býr og yfir kraftinum til að frelsa ísland. Tökum því höndum saman, vinnandi stéttir íslands og þjóð- hollir íslendingar, hvar í flokki sem þið standið, allir þið, sem liafið ábyrgðartilfinningu fyrir þjóð vorri, tökum höndum sam- an um að skapa slíka stjóm. Sú veröld vetnissprengjunnar Sloppaþvottur hækkaður um 30%! Nýlega hafa þvottahúsin hér í Reykjavík hækkað þjónustu sína svo að þvottur og stífing á sloppum sem áður kostaði kr. S,50 er nú seldur á kr. 12,00. Hækkun um 30%! Hliðstæð verðhækkun mun hafa orðið á annarri þjón- ustu af hendi þvottahúsanna. Sem sagt: 10% grunnkaupshækkun er notuð sem á- tylla til allt að 30% verðhækkunar og hér þarf ekkert. verkfall, enga baráttu til þess að knýja kröfur sínar fram. Þvottahúsin ákveða sjálft.taxtann og- virðast ekki hafa undir neinn að sækja samþykkti til þessarar gífur- legu verðhækkunar. Eiga þetta að verða efndirnar á loforði rfltísstjórnar- innar um að standa á móti verðhækkunum, sbr. yfirlýs- ingu IBjarna Benedlktssonar sem birt var yfir þvera forsíðu í Morgunblaðinu 30. apríl s.l.? sem við lifum í, þarf á því að halda að sannað sé að mennim- ir geti lifað saman í friði og ein- drægni, þrátt fyrir ólíkar skoð- anir. ísland þarfnast þess að verkalýðshreyfingin sé látin skipa þann fomstusess í þjóð- lífinu sem henni ber. Eg segi ykkur það ráðherrar og þingm. st jómarflokkanna: Framhald á 3. síðu. ríf asf (if ðf Bao 01 Faure hótar að kalla franska herinn heim Komin er upp höið rimma milli stjórna Frakklands og Bandaríkjanna, um hvem styðja skuli til valda i suöur- hluta Viet Nam. Fréttaritari Reuters í París segir að Dulles utanríkisráð- ( herra Bandaríkjanna og Pinay utanríkisráðherra Frakklands hafi ekki getað komið sér sam- an um neina sameiginlega stefnu í Indó Kína. Faure, for- sætisráðherra Frakklands hafi þá gripið til þess ráðs að biðja brezka utanríkisráðherrann Macmillan að reyna að telja Dulles hughvarf og fá hann til að hætta stuðningi við Ngo Dinh Diem, forsætisráðherra i suðurhluta Indó Kína. Franska ríkisstjórnin er þeirr- ar skoðunar að brýn nauðsyn sé að ýta Diem til hliðar svo að hægt sé að mynda nýja rík- isstjórn í Saigon sem haft geti góða samvinnu við þjóðhöfð- ingjann Bao Dai. Dulles vill hinsvegar ekkert eiga saman við Bao að sælda og hefur neit- að að hitta hann í París. Að sögn Reuters hallast franska stjórnin nú að þeirri skoðun, að hún verði að kalla her sinn heim frá Viet Nam og þvo hendur sínar af öllu sem þar kann að gerast, ef Banda- ríkjastjórn haldi áfram að skipta sér af málum þar án samráðs við Frakka. Vesturveldin bjóða fjór- veldafund í Sviss í júní Veltur á Eisenhower hvort œSstu menn eðo utanrikisráSherrar koma saman Áður en þessi vika er úti ætla stjórnir Vesturveldanna aö bjóöa Sovétstjórninni til fundar um málefni Evrópu. Stjórnir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands munu leggja til aö fundurinn veröi Uanríkisráðherrar Vestur- veldanna skýrðu í gær fundi A-bandalagsráðsins í París frá því að þeir hefðu ákveðið að senda boðið. Jafnframt skýrðu þeir frá því að ágreiningur þeirra um til hverskonar ráð- stefnu ætti að bjóða væri enn óleystur. Stjórnir Bretlands og Frakklands vilja að æðstu menn stórveldanna, þeir Búlg- anín, Eden, Eisenhower og Faure, komi saman á stuttan fund, svo sem tveggja daga, og ræði í stórum dráttum Þýzka- landsmálin og öryggismál Evr- ópu í heild, þar á meðal þær tryggingar sem Austur- og Vesturveldin geti gefið hvor öðrum fyrir að þau fari ekki með ófriði á hendur hinum. Síðan komi utanríkisráðherr- arnir saman til þess að ganga haldinn í Sviss seint í júní. frá samningum um þau atriði, sem samkomulag kann að nást um. Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill hinsvegar að utanríkisráðherrarnir komi saman fyrst og æðstu menn stórveldanna þá síðar og því aðeins að utanríkisráðherra- fundurinn beri verulegan á- rangur. Hefur það nú verið borið undir Eisenhower Banda- ríkjaforseta persónulega, hvort hann sé fáanlegur til að fallast á fund æðstu manna. Búizt er við svari frá honum í síðasta lagi um hádegi í dag. Asíumálin verða ekki rædd á neinum fjórveldafundi, því að Sovétstjórnin fellst ekki á að ræða þau nema Kína fái aðild að viðræðunum. Stungið hefur verið upp á svissnesku borgun- um Lugano, Lausanne og Genf fyrir fundarstað. Lænkar treysta bóluefni Salks Schele, landlæknir Bandaríkj- anna, sagði í gær að hann von- aðist til að innan nokkurra daga yrði aftur hægt að hefja bólusetningu við lömunarveiki með bóluefni Salks. Kvað hann það vera niðurstöðu tveggja daga fundar færustu sérfræð- inga að bóluefnið væri öruggt og áhrifamikið. Til enn frekari öryggis yrði hver sending hér eftir þrautprófuð en ekki látið nægja að taka sýnishorn af handahófi til prófunar. í Kanada er búið að bólusetja 55.000 börn með bóluefninu og er bólusetningu haldið áfram

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.