Þjóðviljinn - 12.06.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.06.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. júní 1955 þlÓOVILJINN Otgefandl: Sameinlngarflokkur alþýOu — Sósiallstaflokkuriim. Rltetjórar: Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson (4b.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. BlaOamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, GuO- mundur Vlgfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. BlUrtjórn, afgreiOsla, auglýsingar, prentsmiOja: SkólavörOustig 1B. — Sími 7600 (3 Unur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuöi i Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landlnu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklO. PrentsmiOja Þjóövi!jans h.f. Tíminn ræðst á ríkisstjórnina Ekki einu sinni heldur á að gizka fimmtíu sinnum á ári er skrifuð grein í Tímann, þar sem því er haldið fram, að á nýsköp- nnarárunum hafi byggingarefni og orka landsmanna farið að langmestu leyti í byggingar burgeisahúsa í Reykjavík. Þetta er ein af hinum fölsku áróðursbrellum Framsóknar sem Tima- menn sækja niður í skúffur sínar í hvert skipti, sem minnzt er á húsnæðismál, í þeirri von að sé það sagt fimmtíu sinnum árlega, þá glæpist einhver á að halda að jafnvel Tímamenn geti ekki farið svo oft með sömu ósannindin. Hvað eftir annað hefur verið á það bent, að þau tvö ár sem nýsköpunarstjórnin sat, voru byggðar fleiri íbúðir í Reykjavík en nokkur ár önnur fyrr og síðar. Nokkuð var þar af stórum íbúðum en meðalherbergjafjöldi þessara íbúða var rösklega þrjú herbergi á íbúð. Árið áður en nýsköpunarstjórnin tók við, árið 1944, voru byggðar 339 íbúðir í Reykjavík og 80 hús önnur. Fvrra ár nýsköpunarstjómarinnar, 1945, voru byggðar 541 íbúð í Reykjavík og 142 hús önnur. Síðana ár nýsköp- unarstjóraarinnar komst íbúðatalan langhæst, þá eru byggð- ar 634 íbúðir og 176 önnur hús. Þá taka þríflokk- arnir við, og næsta ár, 1947, eru ekki byggðar nema 468 íbúðir I Reykjavík og 45 önnur hús. Undir stjórnum Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknar og Alþýðuflokksins sígur svo meir og meir á ógæfuhlið og ná íbúðabyggingamar í Reykjavík lágmarki árið 1951, en það ár eru ekki byggðar nema 284 íbúðir. Úr því fer þeim að fjölga, því sjtómarflokkamir tóku að gugna á hinni glæpsamlegu bannstefnu sinni í húsbyggingarmálunum, ekki sízt fyrir markvissa og harða baráttu Sóíalistaflokksins gegn henni innan þings og utan. Þó var tala íbúða á síðastliðnu ári ekki búin að ná fyrra ári nýsköpunarstjómarinnar, hvað þá metinu síðara árið. Samkvæmt opinberum skýrslum vom byggðar í Reykjavík árið 1954 487 íbúðir. Margtuggin áróðursbrella Tímans um hinar miklu lúxusíbúða- byggingar í Reykjavík á nýsköpunarámnum var ekki sízt ósvífin vegna þess að einmitt síðan, undir stjóm Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksin3, hafa risið upp í Reykjavík heil hverfi lúxusíbúða, þar sem fram fer óhemju sóun verðmæta, miðað við þjóðarhag. Svo gerast þau undur og stórmerki í gærmorgun, á laugardegi, að glýjan virðist falla af augum Tímamanna, og ekki nóg með að þeir sjái nokkuð af því sem er að gerast í kringum þá, heldur tvíhenda þeir pennann og viðurkenna staðreyndir um húsbygg- ingamál Reykjavíkur! I ritstjómargrein Tímans er hafin hin snarpasta gagnrýni annars aðalblaðs ríkisstjóraarinnar á gerðir hennar á þessu sviði. Kemur þar fram svo sterk ádeila á störf og framkvæmdir Eysteins Jónssonar, Steingríms Steinþórssonar, Kristins Guðmundssonar, Ólafs Thórs, Ingólfs Jónssonar og Bjama Benediktssonar, að lesandinn fer jafnvel að gera sér vonir um að Tíminn dragi þá ályktun, samkvæmt kunnum fyrir- myndum, að þessir menn séu allsendis ófærir að gegna ráðherra- storfum. En svo langt er þó heilbrigð skynsemi Tímamanna ekki Itomin enn. Samt er játning annars aðalblaðs ríkisstjórnarinnar athyglis- verð, en hún er þannig: „Orsök ofþennslunnar er þvi ekki að finna hér. Hún rekur fyrst og fremst rætur til þess, að eitt fyrsta verk núv. ríkisstjómar var að draga stórlega úr fjárfestingarhömlum, sem höfðu hindrað lúxusbyggingar gróðamanna í Reykjavík. Jafnhliða má svo heita, að ekkert raunhæft eftirlit sé með því í Reykjavík, hvort fylgt sé giídandi hámarksákvæðum um stærð íbúða. f skjóli þessa hvoru tveggja er nú verið að byggja meira af lúxushúsum í Reykjavík en nokkrum sinnum fyrr. Það er þessi lúxusbyggingastarfsemi, sem veldur nú langmestu um hina ó- hóflegu fjárfestingu. Hún er meginorsök þess, að vinnuaflinu er nú sópað til Reykjavíkur. Hún er ein helzta orsök þess, að ekld er veitt nægilegu f jármagni til framkvæmda í dreifbýlinu. Ef haldið væri skynsamlega á þessum málum, væri hægt að byggja í Reykjavík eins margar eða fleiri íbúðir en nú eru þar í smíðum, þótt notað væri miklu minna fjármagn og vinnuafl. En það hentar ekki lúxuskóngum íhaidsins og því fæst það ekki fram- gengt meðan íhaldið er í stjóm“. Vonandi fellur glýjan af helmingaskiptunum við Sjálfstæðis- flokkinn ekki alltof fljótt yfir augu Tímamanna, svo þeir megi sjá og viðurkenna einnig aðrar þær ávirðingar núverandi ríkis- etjórnar sóm þjóðinni eru hættulegastar. rruF,ir • ____________________ Hrafn Sæmnndsson: Fordæmi Islendings af Snðnrnesium Undirritaður tók sér far til Keflavíkur sunnudagsmorgun einn ekki alls fyrir löngu. Er- indið suður þangað var að heimsækja nokkra kunningja sem þar búa, Einn þeirra er 19 ára gamall. Þegar hann var 16 ára fór hann á eigin spýt- um norður í land og keypti þar, ásamt yngri bróður sín- um, 20 tonna mótorbát. Síðan sigldi hann þessum bát suður tii Keflavíkur með öðmm pilti jafn gömlum. Hann var orð- inn dauðsyfjaðúr þegar suður kom en hann lagði að landi með óbilaðan kjark og vax- andi sjálfstraust. Á tveim vetrarvertíðum var þessi ungi piltur formaður á bátnum og þótti gætinn og ör- uggur sjósóknari. Svo fór, að þeir bræður urðu að selja bát- inn af því að smáútgerðar- menn sem vinna sjálfir við sín framleiðslutæki eiga erfitt uppdráttar undir stjórn þeirra ráðamanna sem heldur vilja afla gjaldeyristeknanna með því að láta sjómennina vinna í herstöðinni uppi á heiðinni en láta þá veiða fisk til útflutn- ings. En þó þessi 19 ára gamli sjómaður sé nú bátlaus, er skapfesta hans hin sama og hann hefur aldrei sótt atvinnu sína upp á Völlinn. Vegna dugnaðar síns og skapfestu hefur hann ekki þurft að ganga undir það ok, sem ríkisstjóm- in hefur lagt á mikinn hluta æskulýðsins. Hin nýrika auð- stétt, sem stendur að baki þeirrar stjómar sem nú ríkir, hefur gengið á það frelsi sem menn eiga rétt á samkvæmt lögum landsins. Þessi stétt hefur lagt fjötra á eðlilegt at- hafna frelsi æskunnar. Enda þótt æskan vilji vinna að eðli- legri framþróun íslenzkra at- vinnuvega, syngur kór auð- stéttarinnar alltaf sama söng- inn, að æskan sé léttúðarfull og ábyrgðarlaus um þjóðmál, að vonir hennar, viðleitni og byggðar á jörðu niðri. Jafnvel á Islandi var um eitt skeið rík- isstjóm sem ekki taldi það sitt fyrsta boðorð að halda draum- um fólksins í skef jum. Þá voru atvinnutæki landsmanna end- urnýjuð að mestu á örfáum ámm og stórlega \dð þau auk- ið. Þá var þjóðlífið að komast á það skemmtilega stig að fólk- ið leit undrandi á hinar öru framkvæmdir og spurði í hrifn- ingu: „Er þetta hægt?“ Og verkin töluðu. Síðan hefur margt breytzt. Síðan hafa draumar fólksins aftur verið heftir af því að þeir sem við stjómartaumunum tóku, voru ekki fulltrúar hinna vinnandi stétta heldur hinnar tiltölulega fámennu sérréttindaklíku sem nú stjórnar landinu. Flesta þá framtíðardrauma sem fólkið batt við hin nýju og fullkomnu atvinnutæki, gerðu stjómar- völdin að engu. Auðstéttin þorði ekki að láta fólkið búa við vaxandi framleiðslu og vaxandi velmegun af því að með aukinni velmegun og Æska íslands hlífir sér ekki við frarrdeiöslustörfin, frem- ur en kynslóðimar sem á undan gengu. — Hinn glæsUegi fiskiskipafloti mun hér eftir sem hingað til mannaður íslendingum. þrá séu skýjaborgir sem ekki fá staðizt. Þessi leiðinda söng- ur er þó aðeins til þess sung- inn að reyna að halda þjóðfé- laginu í sem mestri kyrrstöðu. Ef litið er yfir sögu ýmissa tæknimenntaðra þjóða sést að það eru draumar fólksins og skýjaborgir sem eru undir- staða margra örustu framfara síðustu áratuga. Auðstétt Islands vill að sem minnst beri á þeirri stað- reynd að víða í heiminum hafa skýjaborgir fólksins verið Loddaramir og landsölumennimir senda þúsundir œsku- fólks tU herstöðvanna á Reykjanesi, beint frá framleiðslu- störfunum. — Hér er Ólafur Thórs að „taka við“ Kefla- víkurflugvelli af Bandaríkjamönnum, staðráðinn í því að afhenda ísland sem áiómstöð strax ög hann þórði. auknu stjómmálaþori fólksins taldi hún sérréttindum og auðsöfnun sinni stefnt í hættu. Það var vegna þessa að hún veitti fjármálaþróuninni inn á þær brautir að hin nýju fram- leiðslutæki, sem afköstuðu helmingi meira magni af út- flutningsvöru en hin gömlu, fóm smátt og smátt að tapa, eins og kapítalistarnir kalla það. Og nú er stór hluti at- vinnutækjanna rekinn með tapi — á pappímum. Þegar auðstéttin hafði þannig þrengt að framleiðsl- unni og lifskjömm fólksins, fór hún aftur að skipuleggja áætlanir sínar um framhald- andi gróða og völd. Hún bygg- ir nú þjóðfélagsreksturinn á sama grundvelli og stórt verzl- unarfyrirtæki. Menn og stöður ganga kaupum og sölum eins og grænsápa eða annar varn- ingur og það er síður en svo að auðstéttin ætlist til að þessi verzlun eigi að fara fullkom- lega leynt. Með þessari hálf- opinbem mútustarfsemi vill hún ala fólkið upp í ótta valds- ins og auðsins eftir útlendri fyrirmynd. Nú er þessi þróun komin á það stig, að fólk er aftur farið að spyrja: „Er þetta hægt?“, en annarrar merkingar en fyrr, og verkin tala. Eins og eðlilegt má teljast, hefur þessi misbeiting valds- Framþald ,&-Ui 46B»t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.