Þjóðviljinn - 12.06.1955, Síða 9
Surmudag-ur 12. júni 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (9
A ÍÞRÓniR
MTSTJÓRl. FRlMANN HELGASON
Saxland vann Reykjavik meS 6 gegn 3
Það fór svo að lið þetta
fór ósigrað héðan. Það má
líka segja að íslenzkir knatt-
spyrnumenn hafi farið hvað
mörk snertir vel útúr viður-
eign sinni við þessa menn, en
vel hefði markamunur getað
orðið minni en raun varð ef
tækifæri íslendinga hefðu
notast betur.
Lið þetta er þó í listum
leikni knattspyrnunnar miklu
betra en knattspyrnumenn
okkar og kom það ekki síst
fram í síðasta leik þeirra við
úrval úr Reykjavík.
Fyrirfram var varla hægt
að slá föstu að marírir betri
menn væru til en teflt var
fram. Samleikur Þjóðverjanna
var betri en móti Akranesi og
minna um langar spyrnur
sem lítinn tilgang höfðu, enda
þurftu þeir þess ekki, þeir
höfðu oftast nóg af fríum
mönnum til að taka á móti
knettinum. Eigi að síður náðu
Reykvíkingar áhlaupum, en
þau voru meira af kröftum og
tilviljun og löngum spörkum
en skipulögðum samleik.
Þá skorti líka hraða á við
við Þjóðverja sem voru oft-
ast fljótari að ná knettinum,
og hvað leik með skalla
snerti voru þeir lanstum betri
en Reykvíkingar sem spörkuðu
of hátt þrátt fyrir sína veiku
hlið með skallann.
öangur leiksins.
Það var ekki fyrr en á 11
mín. að Þjóðverjar eiga skot
á mark. Vinstri miðherji
Wertmuller, hleypur fram og
gefur til vinstri útherja, Fess-
er, sem skaut en Helgi varði.
Þrem mín. síðar er það Ziebs
sem hleypur fram, dregur að
sér vörnina en gefur jarðar-
knött yfir til Wertmullers sem
skorar með rólegri innanfót
arspymu, og tveim mín. síðar
er Ziebs kominn út til vinstri,
gefur knöttinn aftur til Georgs
sem sendir fyrir markið til
Wertmullers sem skallar í
mark. Og- enn 2 mín. síðar
spymir vinstri miðherji löng-
um knetti fram sem virðist
ætla framhjá en hinn langi
Wertmuller nær að sneiða
knöttinn með skalla rétt inn-
an við stöng.
Á 21. mín. gera Reykvíking
ar áhlaup vinstra megin, Öl-
afur Hannesson er kominn á
vítateig og skýtur með vinstri
fæti í bláhomið óverjandi fyr-
ir markmann. Á 29. mín gera
þeir enn áhlaup vinstra meg-
inn, Ólafur Hannesson nær að
gefa knöttinn fyrir til Gunn-
ars Guðmannssonar sem þar
er kominn og skorar óverjandi.
Á 41. mín kemst Wertmuller
enn faslega inn fyrir vöm
Reykvikinga og á þrumuskot
í þverslá. Knötturinn fer út á
völlinn aftur. Ámi Njáls hitt-
ir knöttinn illa, hann fer til
Fesser, sem skorar óverjandi.
Litlu síðar er Þorbjöm kom-
inn all nærri marki Þjóðverj-
anna, en er heldur V seinn að
skjóta og varnarmaður tmfl-
ar.
Á 10. mín. í síðari hálfleik
skorar Wentmuller 4. mark
sitt og fimmta mark liðsins
eftir gott forstarf miðherja og
hægri innherja.
Á 14. mín. er dæmd auka-'
spyma á Þjóðverja 20 m fiá
marki, Gunnar Guðmanns
sparkaði mjög vel og fékk
markmaður naumlega varið í
horn.
Aftur reyna Reykvikingar
að herða sóknarlotu og fengu
3 hom í röð á Þjóðverja sem
þó varð ekkert úr.
Á 20. mín er Ziebs kominn
út til hægri en Fesser á miðju.
Ziebs gefur honum knöttinn
sem skorar óverjandi. Reyk-
víkingar vom oft allnærgöng-
ulir marki Þjóðverja en vörn
Þjóðverja var sterk og flest
nokkuð tilviljanakennt sem
Reykvikingar gerðu og árang-
ur varð enginn.
Á 40. min. dæmir dómarinn
vítaspyrnu á Þjóðverja sem
var vægast sagt hæpið, þar
sem varla verður talið að um
viljandi hendi væri að ræða,
enda knettinum sparkað af
stuttu færi. Gunnar Guðmanns
skoraði ömPglega.
Liðin.
Varla verður gert upp á
milli Þjóðverjanna. Þó vöktu
mesta athygli vinstri inn-
herji, miðherji og miðfram-
vörður, ennfremur hægri út-
herjinn.
Lið Reykvíkinga var aftur
á móti sundurlausara og ójafn-
ara.
I framlinunni var Ólafur
Hannesson hreyfanlegastur og
enda Gunnar Guðmanns, sem
varð ISka ef..v. til þess að
Reynir varð um . of einn og
yfirgefinn enda gekk leikurinn
lítið hans megin. Hörður
Felixson (Val) var óvenju
slappur og lakasti maður
framlínunnar og Þorbjörn
komst ekki mikið framhjá mið-
framverðinum sem gaátti hans
vel.
Beztu menn vamarinnar
voru Einar og Hreiðar. Ámi
Njáls náði ekki nærri eins góð-
um leik og með Val um dag-
inn. Samstarf Harðar Felix-
sonar (KR) var ekki nógu
gott enda varla einleikið hve
flest áhlaupin eem mörkin
vom gerð úr komu þeirra meg-
in. Halldór Halldórsson slapp
sæmilega frá þessum Ieik.
Helgi í markinu verður tæp-
ast sakaður um mörkin nema
ef vera kynni eitt þeirra. Það
atvik kom fyrir í lok fyrri
fyrri hálfleiks að Ólafur
Hannessjmi var vísað úr leik
fjTir óprúðmannlega fram-
komu. En fararstjóri Þjóð-
verjanna mun hafa beðið hon-
12. júnl, sunnudagnz — °Pnað
kl. 2
17. júní 1955
Ókeypis aðgangur fyrir alla. — Opnað kl. 2
Fjöibreytt skemmtiatriðl verða alladagana, m.a.:
1 James Crossini,
Houdini nr. 2
Paddy, danki
jafnvægislistamaðurinn
Baldur Gecrgs og Konni
Maðurinn með stóru
skóna
Leysir sig úr handjárnum
og hverfur úr lokaðri
kistu eftir að hún hefur
verið klædd segldúk af
áhorfendum og henni
síðan rammlæst með
mörgum lásum og bönd-
um o.fl.
Leikur allskonar listir
með bollum, diskum,
boltum, sígarettum o.fl.
Skemmta með töfra-
brögðum og búktali.
Skopþáttur
skemmtir.
Greisen
j Ferðir verða frá Búnaðarfélagsliúsinu, S.V.R. (1.00 og 2.00)'
Fjölbreyttar veitingar og glæsiieg verðlaun
\ í hinum ýmsu leikjum og spilum
;
MUNIÐ
■
ð
■
17 júní verður garðurinn opnaður kl. 2 og verða
j geysif jölbreytt skemmtiatriði og verður aðgangur ókeypis
fyrir alla í tilefni dagsins.
TÍVOLt
um ■ griðn í þessum leik og
fékk hann -að leika áfram.
Dómari var Þorlákur Þórð-
arson.
Áhorfendur voru um 400<>.
Veður hið bezta. — Þjóðvei j-
arnir fóru heim með flugvél í
eær.
Frestun á mæntisótlar-
bólusetningu
Samkvæmt ákvörðun heilbrig'öisstjómarinnar
heím’ hinni fyrirhuguðu mænusóttarbólusetningu
í Reykjavík verið frestaö um óákveðinn tíma. Af-
greiðslunúmer þau sem seld voru í Heilsuverndar-
stoðinni í apríl—maí s.l. gilda þegar bólusetningin
fer fram. Hinsvegar geta þeir sem þess óska fengiö
þau endurgreidd gegn afhendingu þeirra í Heilsu-
verndarstöðinni við Barónsstíg dagana 13.—16. þ.m.
kl. 9—12 f.h. og 1— 4 e.h.
Stjóm Heilsuverndarstöðvarinnar
Tveir af fimleikameisturum Sovétríkjanna. Stúlkan til vinstri á myndinni heitir Sof z
Turatova og er frá Moskva, en karlmaöurinn er frá ZJkrainu og heitir Boris Shakli :.
1»