Þjóðviljinn - 23.06.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.06.1955, Blaðsíða 5
Finuntudagur 23. júni 1955 — ÞJÓÐVILJINN -— (5 lega, hann hnyklaði brýnnar og leit á mig tortryggnislegu augnaráði, einblíndi svo aftur á vegabréfið og sagði grimmd- arlega: “Gjörið svo vel og setjast niður, ég tala við yður á eftir”. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, en settist þó við hlið hinnar amerisku vinkonu minnar og spurði hana hvort ég hefði misskilið manninn eitthvað eða. svarað einhverri vitleysu. “Nei, nei, maðurinn yðar er liklega kominn og hefir pant- að fyrir ykkur gistingu hér í nótt, svo hann ætlar að af- greiða okkur fyrst, sem förum áfram til Glasgow". Ég lét þetta gott heita, þó ,að mér fyndist svipur tollar- ans síður en svo spá góðu. Ég beið hin rólegasta meðan hinir farþegarnir voru afgreidd- ir, en um leið og sú ameríska kvaddi mig sagði hún: “Þér ættuð nú samt að láta mig hafa nafn mannsins yðar, ég skal sþyrja eftir honum á hótelinu í Glasgow, og ef hann bíður yðar þar skal ég segja honum að þér hafið tafizt héma, það getur margt komið fyrir á ferðalagi, ó já”. Ég gerði það og þakkaði henni alla hennar vinsemd. Nú sneri tollvörðurinn sér að mér. “J>ér komið frá Ráðstjórn- arríkjunum, hvað voruð þér að gera þar”. íslenzka kvennasendinefndin „austan tj alds's “Hvenær, og hvað lengi?” “Fyrir einu ári, og í rúman mánuð”. "Voruð þér þá hér í Skot- landi?” “Nei í Kaupmannahö’fn”. “Komuð þér ekki til Skot- lands í þeirri ferð?” “Jú ég kom í land í Leith í báðum leiðum, ég var með María Þorsteinsdóitir: 1 gegn um jÁrntjnMið J>egar ég kom til Kaup- mannahafnar beið mín þar bréf frá manni mínum, þar sem hann tjáði mér að hann ætlaði til Skotlands í sumar- íríinu og ákvað ég að fara þangað og hitta hann þar og fara svo þaðan með Gullfossi heim. Ég fór með flugvél frá Kaup- mannahöfn kl. 9 að kveldi. Við hlið mér i flugvélinni sat amerísk kona, var hún ákaf- ]ega skrafhreyfin og hélt uppi fróðlegu samtali við mig alla ieiðina. Tjáði hún mér að hún væri að koma úr löngu ferða- lagi frá Ítalíu, Frakklandi, Sviss og Jjýskalandi og væri nú á heimleið. Vildi hún svo vita hvaðan ég væri að koma. Ég sagði henni það. “Ó hversu gaman”, sagði hún, “bróðir minn var sendi- herra í Ráðstjórnarríkjunum fyrir nokkrum árum, hann sagði að fólkið þar væri dá- samlegt fólk og landið væri dásamlegt land. Ó já”. Ég sagði henni að þar væri ég á sama máli. “Hvernig- gengur i Ráð- stjórnarríkjunum núna? Það er langt síðan bróðir minn var þar, það hljóta að hafa orðið miklar framfarir þar síðan, fólkið þar er alltaf á framfara- braut. Ó já” Ég sagði henni að ég efaðist ekki um það. Þá fór hún að tala um gisti- húsavandræðin í heiminum, spurði hún mig hvar ég hefði búið í Kaupmannahöfn, og þeg- ar hún fékk að vita að ég hefði búið hjá vinafólki mínu vildi hún vita hvort ég hefði pantað herbergi í Skotlandi. Ég sagði henni að ég hefði sent manni mínum skeyti ifm borð í Gullfoss að ég væri að koma og vonaðist eftir að haiin tæki á móti mér. “Ó, þýðingarmestu skeyti glatast stundum, það er betra að hafa allt á hreinu á ferða- lögum, ekki sízt nú þegar öll gistihúsin eru yfirfull, Máske get ég hjálpað yður ef til kernur, ég hefi pantað herbergi, ég panta alltaf stórt herbergi með bekk auk rúmsins, yður er velkomið að sofa inni hjá mér ef þér verðið í vandræð- um, það er ekki nema sjálf- sagður greiði, ó já”. Ég þakkaði henni mikillega vinsemd hennar, með sjálfri mér leyndist einmitt svolítill kvíði fyrir því að skeytið mitt hefði ekki komizt til skila eins og seinna kom á daginn, Gullfoss hlustar ekki á Kaup- mannahöfn fyrr en en eftir að hann fer frá Skotlandi. Til Prestwick komum við kl. 1 eftir miðn'ætti. Þar var þoka og súld og heldur ömur- ]egt. Við fórum inn í tollstöð- ina, einkennilega byggingu og ömurlega að mér fannst. Svo hófst hin venjulega tollyfir- heyrsla og var ég sú þriðja sem fór gegnum tollinn. Um leið og tollvörðurinn opnaði vegabréf mitt spurði hann hinna venjulegu spurn- inga “Ætlið þér að dvelja í landinu?” “Já í 6 daga”. “Hvar?” Ég nefndi íslenzka sendiráð- ið í Leith, það eina heimilis- fang sem ég vissi í brezka heimsveldinu. þ>á breyttist svipur þessa hversdaglega tollvarðar skyndi- “Ég íór þangað í sendinefnd með 7 öðrum konum frá ís- landi’. “Fóruð þið þangað i boði ríkisstjórnarinnar þar?” “Nei, við fórum þangað í boð kvennasamtaka landsins”. “Var það einhver félagsskap- ur á íslandi sem var boðið að senda þessar konur?” “Já það voru Menningar og friðarsamtök íslenzkra kvenna”. “Eruð þér í þeim félags- skap?” “Já”. Hvað hafið þér verið það lengi?” “Þrjú og hálft ár”. “Eruð þér í stjórn þesa félagsskapar?” “Já”. “Hvaða starfi gegnið þér í stjórninni?“ “Ég er varaformaður” “Fóru fleiri stjórnarkonur í þessa ferð?” “Já einnig gjaldkerinn”. “Er hún einnig komin hing- að til Skotlands?” “Nei hún er í Kaupmanna- höfn”. “Hafið þér verið erlendis áður?” “Já”. Gullfossi”. “Hvað eruð þér að gera hingað núna?” “Ég er að fara á móti mann- inum mínum, hann ætlar að eyða sumarfríi sínu hér, hann mun hafa komið með Gullfossi í gær, en hann kom beina leið frá íslandi”. “Mm, það er mjög, mjög einkennilegt að ætla að eyða sumarfríinu sínu hér í Skot- landi”. “Er það, ég hafði heyrt að Skotland væri fallegt land”. “Já, vitanlega, já vitanlega, en samt sem áður, mjög ein- kennilegt”. Ég þagði og lét hann um sínar vangaveltur um hvort Skotland væri þess vert að eyða hér sumarleyfinu. “Hvað heitir maðurinn yð- ar?” “Friðjón Stefánsson”. “þ>ér berið ekki það nofn, gjörið svo vel og segja sann- leikann”. “Á íslandi tíðkast það ekki að konur beri nafn eigin- manna sinna”. . ,,Ó jú, reyndar tíðkast það einmitt, það vill svo til að þér eruð ekki fyrsti íslend- ingurinn sem kemur hingað”. Nú fór mér ekki að lítast á blikuna, “get ég fengið að tala við íslenzka sendiráðið?” stundi ég upp. Tollarinn leit á mig með fyrirlitningu, “Nei, það er ekki leyft á meðan við erum að yfir- heyra yður, er maðurinn yðar einnig i þessu sama félagi og þér?” “Nei það eru eingöngu kvennasamtök”, mér sýndist ekki betur en lögregluþjónu arnir, sem stóðu sitt hvoru megin við mig brostu í kamp- inn og var ég að hugsa um hvort þeir væru að brosa að umkomuleysi mínu eða að þessari óneitanlega spaugilegu yfirheyrslu. “Hefir maðurinn yðar verið erlendis áður?” “Já fyrir tveim árum”. “Hvað að gera?” “Hann var í Svíþjóð á boði sænsku samvinnufélaganna”. Það var svei mér ekki ónýtt að geta sagt þeim þetta, von- andi eru sænsku samvinnu- félögin ekki í ónáð hér í þessu makalausa landi. “Hvað gerir maðurinn yðar?” Ja, nú vandast málið, hvað er nú STEF á ensku, hugsa ég. “Hann vinnur hjá sam- bandi tónlistarmanna”, segi ég svo. “í hvaða félagasamtökum er hann á fslandi?” “í Rithöfundafélagi íslands”. “Hm, hvað eigið þið mörg börn?” “Þrjú”. “Hvað eru þau gömul?” “17 ára, 16 ára og 9 ára”. “Hvað gera þau?” “Þau eru i skólum”. “I hvaða félagasamtökum eru þau?” “Skólafélögum”. Nú hófst tollskoðun, farang- ur minn, sem samanstóð af einni tösku og tveimur veskj- um var tekinn undir smásjána. Fyrst var hellt úr töskunni á borðið og tollvörðurinn ásamt hinum tveim lögregluþjónum skoðuðu hvert tangur og tetur þannig að saumnál hefði ekki farið í gegnum hendur þeirra án þess að þeir sæju hana. Ég stóð fyrir framan borðið allan tímann og mér varð það ljóst að ég myndi vera all ó- burðug á að sjá. Það væri þokkalegt ef mér yrði nú snú- ið við til Kaupmannahafnar aftur, ég sem var búin að eyða farseðlinum sem ég ætlaði að fljúga á heim og ekkert lík- legra en að ég yrði í vandræð- um að kom,ast heim yfirleitt, það er -svo erfitt að fá far nema að panta það löngu fyrirfram. Ég reyndi þó að láta ekki sjá á mér mikla hræðslu, en fór að reykja sígarettu. Loks er tollskoðunin á enda, það er búið að hella úr veskj- unum líka og skoða allt sení í þeim er. “Hvað hafið þér mikla pen- inga?” “Gjörið svo vel og telja það sjálfur”, ég rétti honum budd- una, hún er það eina sem eftir er að skoða, og nú brostu lög- regluþjónarnir greinilega, nú hlýt ég að vera úr allri hættu hugsa ég, þeir gætu ekki verið svo illgjarnir að hlæja ef ég ætti að lenda í meiri vand- ræðum. Eftir að hafa talið pening- ana mína segir tollvörðurinn að þetta væri allt i lagi, ég skuli fá hér herbergi um nótt- ina, en ég fái að halda áfram ferðinni á morgun, þó tók hann af mér töskuna til frekari skoðunar, en sagði að hún myndi verða afhent mér á morgun. Ekki varð mér mikið svefnsamt um nóttina og kl. 7 um morguninn fór ég á fætur og krafðist þess að fá að tala við íslenzka sendiráðið. Fékk ég þar samband við mann minn, sem hafði komið með Gullfossi en vissi ekkert um að ég væri komin. Tollvörðurinn var nú hinn kurteisasti og hjálpsamasti, bar hann töskuna mína út á veg og baðst afsök- unar á þeim óþægindum sem ég hafði orðið fyrir. Ég sagði honum um leið og ég kvaddi hann að ég væri fegin að vera komin í gegn um járntjaldið, sem væri það eina járntjald sem ég hefði rekizt á í ferð- inni, væri það ef til vill ekki undarleg;t að það væri ein- mitt hér, í Bretlandi, þar eð það væri smíðað af Churchiil eins og allir vissu. Ferðin til Edinborgar gekk vel og loks kl. 2 e. h. var ég komin inn á gistihús sem við Framhald á 7. síð'u

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.