Þjóðviljinn - 01.07.1955, Síða 4

Þjóðviljinn - 01.07.1955, Síða 4
é) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 1. júlí 1955 Verkalýðshreyfingin krefst einingar verkalýðsins í stjórnmálum c'/ V' t - '• fíioa t:í>rr/ír «>» Og hún mun knýja hana fram /--------------------- Hjóoviuinn ÍJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu Sósíalistafiokkurinn -_____________________j Vinmæli Breta íslendingar fá enn sem íyrr kaldar kveðjur frá Bret- um, þar sem togaraauðvald- ið brezka virðist nú hafa gripið til þess ráðs að birta stóreflis auglýsingar í brezk- um blöðum til að rægja ís- lenzku þjóðina og hinar hóf- samlegu athafnir til vernd- ar fiskimiðunum við íslands- strendur. Er ekki nóg með að brezka togaraauðvaldið þykist „eiga“ íslandsmiðin, heldur er iíka japlað á hin- um andstyggilega rógi um stóraukna slysahættu vegna útfærslu fiskveiðitakmark- anna kringum landið. Má segja að þar sé reynt að launa, eins og manndómur er til, lífshættuafrek ís- lenzkra manna við björgun tuga brezkra sjómanna ár eftir ár. fslendingum er það kunn- ugt, að ráðstafanir brezkra togaraburgeisa gegn löndun á afla íslenzkra togara í Bretlandi eru ekki afleiðing af útfærslu fiskveiðitak- markanna við ísland, held- ur er það framkvæmd á einu af stefnuskráratriðum brezka Ihaldsflokksins fyrir næstseinustu þingkosningar þar í landi. Þá þegar var því lofað, að unnið skyldi að því að útrýma ísfisklöndun- um útlendinga ’ í brezkum höfnum, í því skyni að brezka útgerðarauðvaldið sæti eitt að markaðinum. Því eru ráðstafanir íslenzkra stjórnarvalda einungis átylla til löndunarbannsins, en ekki orsök þess. Löndunar- bannið er framkvæmt með fullu samþykki og vilja rík- isstjórna Bretlands, stjórna Churchills og Edens, til þess að framkvæma stefnuskrár- atriði flokks þeirra. Jafnframt er svo reynt að nota það sem kúgunarvopn gegn íslendingum í lífs- bjargarmáli þeirra, verndun fiskimiðanna, enda þótt vit- að sé, að á löndunarbanni Breta verður engin varanleg breyting, þó slakað yrði á því af hentiástæðum um stund- arsakir. Brezka afturhaldið, sem ræður ríkisstjórn Bretlands, hefur legið á því lúalagi að ausa af auðlindum smárra þjóða og stórra, sem það hef- ur náð til. En sá tímþer senn liðinn, að auðstéttir ný- lenduveldanna geti farið þannig að, nýlendurnar vai’pa af sér okinu, hver af annarri. íslenzka þjóðin hef- ur vaknað til vitundar um rétt sinn og jafnvel brezka auðvaldinu mun reynast um megn að hrifsa af íslend- ingum réttinn til fiskimið- anna umhverfis landið. Það munu jafnt brezkir togara- burgeisar og ríkisstjóm ÍSVnthony Edens sannreyna. Alþýðublaðið flytur í gær heila ritstjórnargrein um hve hættulegt það sé að verkalýðs- félögin og heildarsamtök þeirra fari a’ð segja fyrir verkum í stjórnmálabarátt- unni og segir m. a. að eng- um ábyrgum mamii í því á- gæta landi Bretlandi myndi detta í hug slík þátttaka verkalýðssamtakanna í kosn- ingabaráttu. „Margt er undarlegt í kýr- höfðinu" — og öðruvísi mér áður brá. Alþýðuflokkurinn hefur meirihluta ævi sinnar um leið verið Alþýðusamband, þannig að sjálft Alþýðusamband Is- lands bauð fram við allar kosningar á íslandi frá 1916 til 1942 og kallaðist þá Al- þýðufTokkur. Og ekki féll Al- þýðuflokknum þá ver en svo við þetta fyrirkomulag að þegar hann fékk ekki haldið þessum stjórnmálatökum á Alþýðusambandinu með lýð- ræðislegu móti, þá reyndi hann í 12 ár að halda þeim með einræðislögum, unz hann gafst upp á því líka. Öðrum ferst því að tala um að koma þurfi á og tryggja lýðræði og skoðanafrelsi í Alþýðusam- bandinu en núverandi valdhöf- um í Alþýðuflokknúm. Það varð að skapa lýðræðið í Al- þýðusambandinu í baráttu við núverandi hægri öfl í Alþýðu- flokknum. En það að skapa lýðræði og jafnrétti í verkalýðssam- tökunum þýðir enganveginn að Alþýðusamband íslands hætti afskiftum af stjórnmálum. Þvert á móti: Sjálf tilvera Al- þýðusambandsins og verklýðs- félaganna og öll starfsemi þeirra byggist á stjórnmála- baráttu. Engin stjórnarvöld eru Alþýðusambandi Islands ó- viðkomandi. Sjálf starfsemi þess byggist á þeirri forsendu að verklýðsfélögin fái að starfa frjálst og óhindrað — og það er pólitískt atriði hvort þau fá að gera það eða ekki. I jan- úar 1942 bannaði t.d. ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar starfsemi verk- lýðssamtakanna að kauphækk- umun og viðlagði fangelsun verklýðsleiðtoganna og upp- töku félagssjóðanna. Auðvitað væri það sjálfsmorð fyrir verklýðssamtökin að láta sig ekki varða hvernig landinu er stjórnað og reyna að hafa áhrif á það. Eða hver myndi vilja halda því fram að t.d. húsnæðismálin og dýrtíðarmál- in skiptu verkalýðinn og sam- tök hans minna máli en sjálf kaupgjaldsmálin, þótt hann verði að vinna að kaupgjalds- málunum að mestu leyti með vinnudeilunum, en að hinum hagsmunamálunum með bein- um áhrifum á stjórnarfarið í landinu. Verklýðssamtökin víða er- lendis hafa dregið þá ályktun af reynslunni í hagsmunabar- áttunni að gerast beinn þátt- takandi í stjómmálaflokki. Þótt Alþýðublaðið virðist ekki vita það, þá eru brezku verk- lýðssamböndin beinlínis í Lab-1 our Party, brezka verka- mannaflokknum. Þarmeð er ekki sagt, að slíkt fyrirkomulag eigi við nú í ís- lenzkum verklýðsmálum. Verk- lýðshreyfingin verður í hverju landi og á hverjum tíma að finna þau form fyrir starf- semi sinni sem bezt samsvara þörfum hennar í hvert sinn. Hvað er það, sem íslenzka auðvaldið kennir verkalýðnum nú með daglegum verðhækk- unum sínum og skipulagðri ránsherferð á hendur alþýð- unni? Auðvaldið er að kenna verka- lýðmun að hann verði að standa eins vel saman um að stjórna landinu eins og hann stóð sarnan í verkfallinu um að liækka kaupið, knýja fram atvinnuleysistryggingar og sigra auðmannastéttina. Alþýðusamband Islands hef- ur þegar gert ráðstafanir til þess að þessi lærdómur gæti komið verkalýðnum að notum. Stjórn Alþýðusambands ís- lands hefur að einu leyti hafizt handa um viðræður um mynd- un ríkisstjórnar í landinu, sem alþýðusamtökin gætu stutt. Alþýðusamband Islands hef- ur áður haft slík afskipti af stjórnarmyndunum. Meira að segja eftir að núverandi skipu- lag á því var upp tekið, lýsti það trausti sínu og fylgi við þá ríkisstjórn, sem Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn mynduðu saman undir forsæti Ólafs Thors. Það þurfa vissulega að vera sameiginleg áhugamál, sem sameina menn um ríkisstjóm, — þótt þar með sé ekki sagt að menn, sem sitja saman i ríkisstjórn þurfi að vera sam- mála um allt. Ef mynda ætti ríkisstjórn, sem alþýðusamtök Islands Fyrst á efnisskránni var tónverk, sem sjaldan er flutt, og á þó fyllilega skilið að vera leikið, sem sé forleikur Mendelssohns að óratoríunni „Páll postuli“. Flutningur verksins tókst mjög vel und- ir stjórn Róberts A. Ottós- sonar. Því næst kom Hápípukons- ert í g-moll eftir Hándel. Ein- leikari var Louis Speyer, einn af tónlistarmönnum þeim úr Sinfóníuhljómsveitinni í Bost- on, sem hér voru staddir um þær mundir. Speyer er fram- úrskarandi einleikari á hljóð- færi sitt og flutningur hans allur sérstaklega vandaður. Einleikari í næsta verki, Trómetkonsert í Es-dúr eftir Haydn, var Roger Voisin, annar af leikmönnum Boston- hljómsveitarinnar. — Leikur hans var glæsilegur og til- þrifamikill, en ef til vill ekki alveg eins vandlega fágaður og leikur Speyers. ættu að geta stutt, þá þyrftu þeir aðilar, sem hana skipuðu að vera sammála um að leyfa kauphækkanir og kjarabætur — en ekki um að banna þær, eins og þekkzt hefur. Þeir þyrftu að vera sammála um að auka stórum togara- og bátaflotann, — en ekki að hindra innflutning og bygg- ingu skipa eins og þekkzt hef- ur. Þeir þyrftu að vera sam- mála um að bæta tryggingar alþýðu — en ekki rýra þær, eins og þekkzt hefur. Þeir þyrftu að vera sammála um að veita alþýðu manna að- gang að nægu og ódýru hús- næði, — en ekki að skipu- leggja dýrtíð og okur og skort á því sviði, eins og þekkzt hef- ur. Sósíalistaflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa staðið saman um ýmis nauðsynjamál og gegnýmsum óþurftarmálum á undanförnum þingum. Þeir hafa áður unnið saman í ríkis- stjórn, sem vann stórvirki fyr- ir alþýðu manna. Framhald af 8. síðu. Lundin, sem frægastir eru allra norrænna skákmanna urðu nr. 5 og 7. Olympíuskákmótið. En síðasta og mesta afrek Friðriks til þessa er árangur hans á 1. borði í Olympíuskák- mótinu í Amsterdam í septem- ber s.l. Þar keppti íslenzka sveitin sem kunnugt er í efsta riðli í fyrsta sinn. Friðrik keppti á 1. borði. Árangur hans þar er mönnum enn í fersku minni og verður því ekki rakinn hér. Rétt þykir þó Fjórða verkið var Konsert- sinfónía í Es-dúr eftir Moz- art. Þar léku þeir Emil Kom- sand og George Humphrey á móti hljómsveitinni, annar á fiðlu, hinn á lágfiðlu, báðir prýðilegir tónlistarmenn og einnig úr hópi Bostonmanna. Sérstaklega blæfallegur var fiðluleikur Kornsands. Siðast kom svo Ungverskt hergöngulag úr „Útskúfun Fásts“ eftir Berlioz, verk hvergi nærri eins fagurt og hin, sem á undan fóru, en fullt af krafti og kynngi. Flutningur þess tókst stór- glæsilega, svo að ástæða er til að óska hljómsveitinni og stjórnanda hennar sérstak- lega til hamingju með frammi stöðuna í þessu verki. — Þess ber að geta, að hljóðfæraleik- ararnir frá Boston léku með hljómsveitinni í Berlioz-lag- inu. B. F. Alþýðusamtökin túlka hug fólksins um allt land, er þau segja við þessa flokka og aðra: Þið verðið að finna leið til þess að skapa ríkisstjórn og stjórnarstefnu í landinu, sem þið getið stutt. Alþýða íslands lætur þessa flokka og aðra nú ganga und- ir það prörhjá sér, hvort þeir reynist færir um að leysa það verkefni, sem er boðorð dags- ins: myndun stjórnar í land- inu, er vinni að hagsmunamál- um alþýðu og alþýðusamtökiii geti stutt. Alþýðublaðið virðist svara slíkum tilraunum fyrir hönd hægri mannanna með því að segja: Ég mynda enga stjórn um hagsmunamál alþýðu, nema allir fallizt á að hernám landsins haldi áfram. Það er bezt fyrir Alþýðublaðið að gera þetta upp við sig. Haldi það fast við slík skilyrði, fellur það á prófinu. Alþýða íslands heimtar ein- ingu, Sá, sem reynir að koma í veg fyrir hana verður dæmd- ur og léttvægur fundinn. að minna á, að hann gerði jafntefli við 7 stórmeistara: Bronstein, Alexander, Szabo, Unzicker, Pachmann, Stáhlberg og Euwe fyrrverandi heims- meistara í skák. Mesta skákmannsefni íslendinga Af framangreindu er ljóst, að hér er á ferð mesta skák- mannsefni, sem íslendingar hafa eignast. Ætla má, að Friðrik geti náð einstæðum árangri við hagstæð skilyrði. En til þess þarf hann að geta helgað skáklistinni nær óskerta krafta sína. En skák er ekki arðvænleg atvinna og mun ó- hugsandi að lifa á þeim tekj- um eingöngu, sem hún veitir. Það er sómi og skylda ís- lenzku þjóðarinnar að sjá svo um, að hæfileikar Friðriks fái að njóta sín til fulls. En frumskilyrði þess, að svo megi verða, er að tryggja honurn viðunandi lifsskilyrði.“ ^ 50—60 þús. krónur á ári Undirbúningsnefndin gerir ráð fyrir að árlegur kostnað- ur við skákiðkanir Friðriks nemi 50—60 þús. krónum, upp- hæð sem auðvelt ætti að vera að ná ef þátttaka í söfnuninni verður almenn. Rétt er að taka það fram a5 lokum, að skákmenn gera eng- an mun á áhugamönnum og at- vinnumönnum, Friðrik hefur því eftir sem áður rétt til að taka þátt í hvaða skákmóti sem er, t. d. olympíuskákmót- inu, sem haldið er f jórða hvert ár. Hinsvegar mun það al- mennt viðurkennt að naumast sé mögulegt fyrir nokkurn mann að komast 1 fremstu röð skákmanna nema hann helgi sig skáklistinni eingöngu, ger- ist atvinnumaður. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Þjóðleikhúsinu 21. júní s.1. <*>----------r---------—---------- Friðrik Ölafss. skákinwslari

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.