Þjóðviljinn - 03.07.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.07.1955, Blaðsíða 1
VILJINN Inni í blaðinn Lesið 5. síðu: Viðskiptin \ið alþýðuríkin stórfellt hagsmunamát ís- lenzku þjóðarinnar. Sunnudagur 3. júlí 1955 — 20. árgangur — 146. ‘tölublað Mikill mannf jöldi viö opnun rússnesku og tékknesku vörusýninganna í gær Forsefi Islands s/coðað/ sýninguna i gœr T" “ v 1 ’ ■ ' ij|p| ' • '•'SSr | Vörusýningar Sovétríkjanna og Tékkóslóvakiu voru opnaðar í gær við athöfn er hófst í Þjóðleikhúsinu kl. 2. Þar fluttu rasður Eggert Kristjánsson, formaður heið- urssýningamefndarinnar, Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri, Ingólfin- Jónsson viöskiptamálaráðheiTa, Pavel Ermosjin sendiherra Sovétríkjanna og Jaroslav Zantovský sendifulltrúi Tékkóslóvakíu. — Forseti íslands var meðal sýningargesta. Eggert Kristjánsson kvað vörusýningu þessa einstæðan at- burð. Rakti hann nokkuð við- skiptin við Sovétríkin er hófust 1946, lágu niðri 1949-1952, en hafa margfaldazt síðan. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri minnti á að kynni og sam- skipti Islendinga og Rússa væru ekki ný af nálinni og vitnaði í því sambandi í för Bjarnar Hít- dælakappa til Garðarikis 1008. Kafli úr ræðu Ingólfs Jónssonar viðskiptamálaráðherra er birtur hér síðar. Ermosjín sendiherra Sovétríkjanna tók í ræðu sinni m. a. undir þau ummæli Ingólfs Jónssonar að ólíkt stjómarfar landanna standi ekki í vegi fyrir auknum við- skiptum og vináttu. Ræða Zantovskýs sendifulltrúa Tékka er birt hér á öðrum stað. Að lokinni ópnunarathöfninni í Þjóðleikhúsinu skoðuðu boðs- gestir sýningamar í Miðbæjar- skólanum og lástamannaskálan- um. Sýningin var opnuð almenn- ingi kl. 6. í ræðu sinni fómst Ingólfi Jónssyni viðskiptamálaráðherra m.a. þannig orð: „I dag em opnaðar tvær stór- ar vörusýningar hér í Reykjavík Sýningar þessar em frá Sovét- ríkjunum og Tékkóslóvakíu. Er það í fyrsta sinn, sem þessar þjóðir hafa vömsýningar hér. Það er vissulega ánægjulegt, að viðskiptin milli Islands og þess- ara þjóða eru á því stigi, að tal- ið hefur verið eðlilegt að leggja í þann kostnað og þá miklu fyr- irhöfn, sem hlýtur að fylgja því að setja hér upp þessar stóru sýningar. Við íslendingar telj- um þetta vott um einiægan á- setning og vilja þessara ágætu viðskiptaþjóða okkar, að halda viðskiptum áfram við ísland, ekki aðeins á sama grundvelli og verið liefur um skeið, heldur í auknum mæli til ánægju og gagns fyrir alla aðila. Það er enginn vafi á því, að þessar fjölbreyttu vörusýningar geta treyst viðskiptaböndin milli landanna og stuðlað að aukinni kynningu og stórauknum við- skiptum. Stuttu eftir stríðslok voru tekin upp viðskipti milli Is- lands og Sovétríkjanna. Við- skiptin urðu all mikil og stóðu í nokkur ár, en féllu alveg niður á timabili, þar til samningar rnn endumýjun viðskiptanna hófust snemma á árinu 1953, og samningar tókust um gagnkvæm viðskipti í júlímánuði það ár. Hafa viðskiptin við Sovétríkin farið stöðugt vaxandi síðan, eins og siðar mun fram tekið. Viðskiptin við Tékkóslóvakíu hófust einnig skömmu eftir stríðslok og hafa staðíð óslitið síðan, en farið stöðugt vaxandi. Hafa viðskiptin milli Islands og Tékkóslóvakíu farið mjög vel fram, ekki síður en viðskiptin milli íslands og Sovétríkjanna, og er það skoðun mín, að báðar þessar þjóðir hafi haft gott af þeim viðskiptum, sem fram hafa farið milli þjóðanna nú á nærri 10 ára tímabili.“ Þá gaf ráðherrann yfirlit jfir viðskiptin við Tékkóslóvakíu og síðan Sovétríkjanna. Að lokum sagði hann: „Við íslendingar erum fá- mennastir frjálsra þjóða, en við byggjum stórt land, sem hefur margt til síns ágætis og býður upp á marga möguleika. Aðal útflutningsvörur þjóðarinnar eru sjávarafurðir, sem seldar eru a.m.k. í 4 heimsálfum. Fram- leiðslumagn þjóðarinnar er mik- ið, miðað rið fólksfjölda, og ut- anríkisviðskipti landsins mun meiri en nokkurrar annarrar þjóðar, miðað við stærð og þann mannafla sem fyrir hendi er til þess að vinna að framleiðslunni. Síðan Islendingar tóku utanrík- ismálin í sínar hendur hefur vel tekizt með milliríkjasamninga. Þjóðin hefur viðskiptasamninga við margar þjóðir heims, sem eru okkur vinveittar eftir aukin kynni og margra ára viðskipti. Það er nauðsynlegt að vinna af einlægni að vinsamlegri sambúð þjóðanna til aukins skilnings og hagsældar fyrir fólkið í hinum ýmsu löndum heims, sem ávalt hefur hvar sem það býr, við sömu vandamálin að stríða. Hef- ur sömu vonirnar, sömu óskim- ar, sömu draumana um betra líf, frið og öryggi og bættari lífsafkomu. Við Islendingar gleðjumst yfir því að hafa feng- ið heimsókn margra ágætra manna frá tveim af okkar stærstu viðskiptaþjóðum. Við teljum þessa heimsókn vott um vináttu og velvilja þessara þjóða í okkar garð. Eg vil full- vissa þessar ágætu viðskipta- og vinaþjóðir okkar um, að við metum réttilega það hugarfar, sem heimsókninni fylgir, og að við munum leggja áherzlu á, að bönd vináttu og gagnkvæms skilnings megi styrkjast milli landanna. Við Islendingar búum Framhald á 4. síðu. Meöal merkra staða, sem skoðaðir verða í ferð Sósialista- félagsins og Æskulýðsfylkingarimvar um næstu helgi, er garðurinn í Múlakoti. — Myndin er paðan — Sjá 8. síöu„ Viðskipti íslands og Tékkó- slóvakíu aukast um 112 prósent samkvæmt viðskiptasamningi sem gerður hefur verið til þriggja ára — Ræða J. Zantovskýs sendifulltrúa Tékka Síðasta áratug hafa vemleg viðskipti farið fram milli íslands og Tékkóslóvakíu. Áralöng reynsla af tékkneskum vörum hefur unnið þeim það álit. aö margar þein-a séu meðal þeirra beztu sem völ er á. — Við opnun vörusýning- arinnar í gær flutti Jaroslav Zantovský eftirfarandi ræðu: þessari vörusýningu er enn eitt framlag til þróunar gagn- kvæms fjármála- og viðskipta- sambands landa vorra —- ís- lenzka lýðveldisins og tékkó- slóvakíska lýðveldisins. Eftir að Island var lýst sjálfstætt Ingimarsmálið enn í rann- sókn fyrir luktum dyrum Enn stendur yfir rannsókn í hinu umfangsmikla máli séra Ingimars Jónssonar, og fer hún fram fyrir luktum dyrum. Þjóðviljinn spurðist fyrir um hvað rannsókn málsins liði, hjá Þórði Bjömssyni, fulltríia sakadómara, sem falin hefur verið rannsókn málsins. Kvaðst hann hafa byrjað rannsóknina 23. maí s.l. og stæði hún enn yfir. En um sjálfa rannsóknina kvaðst Þórður engar upplýsingar geta gefið á þessu stigi, þar sem ákveðið hefði veríð í upphafi að nota heimild þá sem í lögum er að slík rannsókn fari fram fyrir luktum dyr- um. Er þess að vænta að þetta umfangsmikla og illræmda mál verði nú upplýst svo sem tök eru á, enda þótt mál- gögnum stjómarfiokkanna og Alþýðublaðsins þætti sem „yfirsjónir" séra Ingimars væru ekki vimtalsverðar. 1944 og skömmu eftir lok sið- ari heimsstyrjaldarinnar, voru stigin fjTstu sporin til þróunar viðskiptasambandsins milli ís- lenzka lýðveldisins og Tékkó- slóvakíu. Magn viðskiptanna hefur aukizt ár frá ári, og hin gagnkvæmu vöruskipti hafa orðið að hagfelldum lið í efna- legri þróun Tékkóslóvakíu og Islands, sem er svipuð í eðli sínu. Efnaleg samvinna Tékkó- slóvakíu og Islands kom einnig fram í viðræðum þeim um viðskiptamál, sem stjórnskipað- ar nefndir beggja landanna áttu með sér árið 1954 og sem leiddu til þess, að gerður var viðskiptasamningur til þriggja ára. Samkvæmt þeim samningi eiga viðskiptin á árinu 1955 að aukast um 112%, miðað við árið á undan. Þetta hagstæða ástand mál- anna á sviði verzlunarsam- bandsins milli Tékkóslóvakíu og Islands sýnir enn einu sinni, að efnaleg samvinna er möguleg og hagkvæm milli allra landa, án tillits til stjórn- skipulags þeirra. Tékkóslóvakía, sem hefur víðtæk verzlunarsambönd við yfir 80 lönd, er eitt þeirra landa, sem hefur sífellt gert sér far um að efla alþjóðleg viðskipti og efnalega samvinnu. Þess vegna höfum vér lika gert viðskiptasamninga við allt að því 30 lönd, samninga, sem byggjast á grundvelli jafnrétt- is og gagnkvæms hagnaðar. Frá íslandi flytur Tékkó- slóvakía inn fiskiðnaðarafurðir. sem ávalt hafa notið mikilla vinsælda. Útflutningur Tékkóslóvakíu til íslands er ýmis konar neyt- endavarningur og iðnaðarfram- leiðsla, svo sem álnavara, gler og skófatnaður. Valtað stál, vélar og önnur iðnaðartæki eru einnig veigamikill liður í inn- flutningi íslands frá Tékkó- slóvakíu. Iðnaður Tékkóslóvak- íu er fær um að birgja íslenzka. markaðinn að mörgum öðrum vörutegundum, og bæði lönd vor munu áreiðanlega hafa hag af ýtrustu uppfyllingu islenzk- tékkóslóvakíska viðskiptasamn- ingsins. Vér þáðum þess vegna, bæði af áhuga og með ánægju, boðið um þátttöku í vörusýningunni hér í Reykjavík, þvi að hér býðst oss tækifæri til þess að kynna kaupsýslumönnum og öðrum Islendingum, sem hug' hafa á þeim efnum, enn betuf iðnaðarframleiðslu vora. Tékkóslóvakía tekur nú þátt Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.