Þjóðviljinn - 03.07.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.07.1955, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Viðskiptin við alþýðuríkin stórfellt hags- munamál íslenzku þjóðarinnar Baráfta Sóslalistaflokkslns fyrir þeim viðskiptum til oð tryggja velgengni atvinnuveganna og velmegun þjóSar- innar hefur þegar boriS verulegan árangur I áratugi hafa íslenzkir sós- íalistar sýnt fram á, að með sigri sósíalismans í Sovétríkj- unum, og nú síðar í löndum Austur-Evrópu og Kína, væru að myndast þar þjóðfélög, sem gætu orðið dýrmætir og varanlegir markaðir fyrir ís- lenzkar útflutningsvörur. Þeir markaðir væru svo miklir, að þeir gætu hæglega tekið mest- an hluta útflutningsfram- leiðslu íslendinga, og eins væri hægt að fá frá þessum löndum mikið af þeim vörum, sem íslendingar þarfnast. En meðal íslenzkra aftur- haldsmanna liefur löngum ríkt mikil tregða á viðskipt- um við hin sósíalistísku lönd, og hefur hvað eftir annað orðið að starblindu pólitísku ofstæki. Hefur tekizt að tefja þróun eðlilegra viðskipta ís- lands og alþýðuríkjanna og tímum saman að slíta þau al- veg, enda þótt svo virðist sem með baráttu Sósíalista- flokksins fyrir eðlilegum við- skiptasamböndum við þessi lönd hafi nú loks tekizt að þoka afturhaldinu til undan- lialds svo um munar. Enn þrjóskast þó ríkisstjórn Is- lands við að viðurkenna al- þýðustjórn Kína, enda þótt öll hin Norðurlandaríkin hafi fyrir löngu tekið upp eðlilegt stjórnmálasamband og við- skipti við hið nýja Asíustór- veldi alþýðunnar. j ★ Árið 1926, þegar slitnuðu , liastarlega stjórnmálasam- þand og viðskipti Bretlands og Sovétríkjanna, vegna ögr- ana brezku íhaldsstjórnarinn- ar, bentu íslenzkir sósíalistar á, að niðurfelling þeirra við- . skipta gæti opnað íslenzkum vörum leið á sovézkan mark- að, en síldarútvegurinn átti þá við mikla markaðserfið- leika að stríða. Var horfið að því ráði að senda Einar Ol- geirsson til Sovétríkjanna, og gerði hann 1927 fyrstu við- skiptasamninga sem Sovétrík- in og ísland höfðu gert með sér, im sölu á 25 þúsund tunnum síldar. Stopult framhald varð þó á þeim viðskiptum, þó var íslenzk síld seld öðru sinni til Sovétríkjanna 1930 og aftur 1936. En þrátt fyrir áhuga ým- issa útflytjenda, og einkum þó ■ útgerðarmanna á þessum við- skiptum, var stór hluti ís- lenzku auðmannastéttarinnar þeim andvígur og tókst að iiindra að. þau væru efld og gerð að traustri undirstöðu islenzkrar útflutningsfram- leiðslu. Um árabil, 1931-’36, fluttu 1 Islendingar þó allmikið inn frá Sovétríkjunum, þar á með al timbur, olíu og hveiti. Má [ Oefna t. d. að samvinnuhúsin, vestan Verkamannabústað- anna, voru reist úr rússnesku timbri, sem var ódýrara en annað timbur á boðstólum. Sást hér enn, að um hag- kvæm viðskipti gat verið að ræða, ef möguleikarnir hefðu verið nýttir. ★ Stórviðskipti við Sovétríkin og önnur lönd Austur-Evrópu hefjast ekki fyrr en eftir stríð, fyrir frumkvæði ný- sköpunarstjórnarinnar. Þegar Einar Olgeirsson flutti tillög- urnar um nýsköpunina, þar með um hinn nýja fiskiskipa- flota íslendinga, var ein aðal- röksemd andstæðinga nýsköp- unarinnar sú, að markaðir yrðu hvergi fáanlegir fyrir það mikla magn fisks, er kæmi á land úr 30 togurum og 200 vélbátum. Var farið um þetta hæðilegum orðum, íslenzka afturhaldið, starblint af pólitísku ofstæki, sá engar leiðir til markaðsöflunar. Þá og jafnan síðan bentu sósíalistar á hina miklu möguleika á mörkuðum í sós- íalistísku löndunum. Einmitt viðskiptin við lönd sem tekið höfðu upp kreppulausan þjóð- arbúskap gátu orðið hinn traustasti grundvöllur út- flutningsframleiðslu Islend- inga. Nýsköpunarstjórnin ákvað 1945 að senda þá Einar Ol- geirsson og Pétur Benedikts- son til að reyna þessa mögu- leika, og voru þeir utanlands haustmánuðina 1945. 1 þeirri för gerðu þeir viðskiptasamn- inga við Tékkóslóvakíu, Pól- land og Finnland og hófu við- ræður um viðskipti við Sov- étríkin. Vorið 1946 var svo send íslenzk viðskiptasendi- nefnd til Moskva, er Rússar höfðu lýst sig reiðubúna til viðskipta, og tókst þá að gera mjög hagstæða samn- inga, og aftur árið eftir, 1947. Voru það hvorttveggja mestu viðski ptasamni nga r, sem Is- land liafði gert til þess tíma. ★ Það sýndi sig með þessum viðskiptasamningum að sósíal- istar höfðu haft rétt fyrir sér, er þeir töldu að einmitt markaðsöflun í hinum kreppu- lausu löndum sósíalismans tryggði íslendingum atvinnu og velmegun. En eftir að ís- lenzka auðmannastéttin ánetj- aðist fyrir alvöru bandaríska mútu- og marsjallkerfinu, tóku hinir bandarísku hús- bændur ríkisstjórnanna að amast við austurvegsviðskipt- um. 1 bandarísk blöð var skrif- uð grein eftir grein um ,hætt- una' af þeim viðskiptum, og svo fór að ofstækisfyllstu aft- urhaldsklíkurnar fengu því ráðið að hinum hagstæðu við- skiptum við Sovétrikin var liætt. Málgögn hinna íslenzku stjórnarvalda héldu uppi lát- lausum rógi og níði um þess- ar viðskiptaþjóðir íslendinga, og þar sem náðist til þegna þeirra voru þeir beittir liin- um ótrúlegustu bolabrögðum. Munu t. d. lengi minnzt kurfs- háttar og ofsókna Bjarna Benediktssonar, dómsmálaráð- herra- og utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins, í garð tékkneskra náttúrufræðinga, er hingað komu til rannsókna á þessum árum, og stakk svo í stúf við þær móttökur sem erlendir fræðimenn eiga að mæta á íslandi, að alþjóðlegt hneyksli hlauzt af. Árið 1948 var enginn samn- ingur gerður við Sovétríkin og næstu ár heldur ekki. ★ Árangur ofstækisstefnu aft- urhaldsins kom brátt í ljós. Árin 1951-’52 var svo komið að farið var að takmarka stór- um freðfiskframleiðsluna og atvinnuleysi hófst á ný. Vin- imir og bandamennirnir úr Atlanzhafsbandalagi og „efna- hagssamvinnunni," sem aftur- haldið setti traust sitt á, reyndust ekki sem bezt, og er minnisstæð „vinátta“ Breta og „efnahagssamvinna" þessi ár. Allan þennan tíma hélt Sósí- alistaflokkurinn áfram bar- áttu sinni fyrir tryggum mörk- uðum, sem gætu tryggt það að framleiðslutæki Islendinga væru í starfi og sköpuðu þjóð- inni örugga vinnu og síbatn- andi afkomu. En viðleitni Sósí- alistaflokksins innan þings og utan í þessa átt strandaði á fjandskap, ofstæki og aftur- haldssemi stjórnarvaldanna, ekki sízt ráðherra og annarra áhrifamanna Sjálfstæðis- flokksins, sem lifðu og hrærð- ust í þjónustuseminni við Bandaríkjaafturhaldið, hvað sem leið íslenzkum liagsmun- um. ★ Það kom sér heldur ekki illa fyrir afturhaldsklíkur Sjálf- stæðisflokksins og Framsókn- ar- að skapaðist á Islandi „hæfilegt" atvinnuleysi, með því átti að beygja verkalýðs- samtökin. Þannig hikaði afturhaldið ekki við að hindra árum sam- an viðskiptin við Sovétríkin, * enda þótt þau viðskipti væru alltaf auðfengin, án nokkurra pólitískra skilyrða, en á sama tíma var efnahagslíf landsins ofurselt bandarísku auðvaldi í sífellt ríkara mæli. Glöggt dæmi um andúð valdhafans á viðskiptum við alþýðuríkin eru tilraunir aft- urhaldsins að hindra viðskipti við A-Þýzkal. Árið 1950 sýndi Einar Olgeirsson fram á, að þar væri kostur hagstæðra viðskipta, og flutti meira að segja ríkisstjórn og Alþingi til- boð austur-þýzkra stjórnar- valda um slík viðskipti. Þetta var að engu haft, íslenzk stjórnarvöld höfðu öðru að sinna. ★ Þó fór svo, er markaðirnir í auðvaldsheiminum tóku að dragast saman undan þunga vaxandi viðskiptakreppu, að almenningsálitið neyddi ís- lenzk stjórnarvöld að fara þær leiðir, sem Sósíalistafl. hafði vísað, og gera viðskiptasamn- ing við Sovétríkin að nýju ’53. Það urðu strax stærstu við- skiptasamningar, sem íslenzka ríkið hafði gert, og er ekki of- mælt, að einmitt viðskipta- samningar íslands og Sovét- ríkjanna hafi verið síðan og séu enn einn hornsteinninn undir efnahagslíf Islendinga. Þar voru gerð m.a. stórinn- kaup á olíu og sementi, svo nam öllum innflutningi Is- lendinga á þeim vörum. Marg- Framhald á 7. síðu Viðskiptin við sósíalistísku ríkin, lönd hins kreppulausa áœtlunarbúskapar, geta tryggt stöðugan og ábatasaman rekstur íslenzkrar útgerðar og fiskiðnaðar — Myndin: Frá Reykjavíkurhöfn. A í Sovétríkjimum og öðrum alpýðuríkjum hefur risið upp hinn fjölbreyttasti iðnaðar, og gœtu ís- lendingar flutt paðan flestar pœr innflutnings- vörur sem peir parfnast og greitt með fiskafurð- um. Vörusýningin sem nú stendur yfir í Reykja- vík, gefur hugmynd um fjölbreytni sovézkra út- flutningsvara. — Frá Eletrosilaverksmiðjunum í Leningrad.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.