Þjóðviljinn - 12.07.1955, Síða 1

Þjóðviljinn - 12.07.1955, Síða 1
 Þriðjuda.gur 12. júií 1955 — 20. árgangur •— 153. tölublað Bæjarstjórnin tekur 1 sumarfrí Á bæjarstjórnarfundinum i gær var samþykkt að fella nið- ur fundi bæjarstjórnar þar ti! í síðari hluta ágústmánaðar. Er þetta samkvæmt venju undan- farinna ára. Á siSustu fjórum árum hafa tekjur bæjarins stórhækkað -en íbúðabyggingar nær legið niðri Kostnaður við skrifstoiuhitknið hefur þó vaxið hlutfallslega meira entekfurnar Reikningar Reykjavíkurbæjar fyrir s.l. ár voru til lokaafgreiðslu á aukafundi bæjarstjórnar í gær. Megineinkenni reikninganna undanfarin ár hefur verið stórhækkun á rekstrartekjum bæjarins, sem voru s.l. ár 30 millj. kr. hærri en árið 1950. Heildar- gjöldin s.l. ár voru 27.9 millj. kr. kærri en árið íi95o. Á sama tíma hafa hinsvegar íbúðabyggingar bæj- arins verið óverulegar og svikizt um að byggja fyrir áætlað fé, — þótt húnæðisvandræðin hafi aldrei verið meiri en einmitt þessi ár. Ingi R. Helgason rakti þessa þróun ítarlega í ræðu á bæjar- stjómarfundinuum í gær. Und- anfarin 4 ár hefur tekjuaukn- ing bæjarins verið stórfelld, vegna hækkaðra álaga og vax- andi útsvarsupphæðar. Árið 1951 voru rekstrartekjur bæj- arins 88 millj. kr., 1952 kr. 100 millj., 1953 kr. 113 millj. og s.l. ár 118 millj., eða 30 millj. kr. hærri rekstrartekjur en árið 1951. Gjöldin hafa hækkað um 27.9 millj. á 4 árum. Hafa þau verið sem hér segir: 1951: kr. 77.9 millj., 1952: kr. 87.0 millj., 1953: kr. 95.9 millj. og 1954: 105,8 millj. Skuldir hafa hækkað um 18.3 millj. Á sama tíma og rekstrar- tekjur bæjarsjóðs hafa aukizt um 30 millj. kr. hafa skuldir kaupstaðarins vaxið um 18.3 millj. og hafa sl. 4 ár verið sem hér segir: 1951: 47.2 millj., 1952 : 51,8 millj., 1953: 54,4 millj. og s.l. ár 65,5 millj. Skrifstofubáknið vex meira en tekjurnar Þótt rekstrartekjur bæjarins hafi stóraukizt ár frá ári und- anfarin ár, fóru t. d. 8 millj. fram úr áætlun s.l. ár, þá er eitt sem hefur vaxið hlutfalls- lega meira en tekjumar. Það er kostnaðurinn við hið gifur- lega skrifstofubákn bæjar- stjómaríhaldsins. Húsbruni á Siglufirði Laust upp úr hádeginu i gær kviknaði í húsinu Túngötu 9 á Siglufirði. Má segja að hús- ið hafi gjöreyðilagzt en það var einlyft timburhús með steinkjallara. Litlu sem engu tókst að bjarga af innanstokks- munum. Böm húsráðenda voru ein heima, er eldurinn kom upp, faðir og móðir voru við vinnu úti. Ekki urðu bömin fyrir neinum meiðslum. Deilt um Saar Þeir þrír stjómmálaflokkar í Saar, sem vilja að héraðið sam- einist Þýzkalandi, hafa, lýst yf- ir að héraðsstjórnin hafi sýnt það að hún sé staðráðin í að hindra að héraðsbúar verði frjálsir að því að lá.ta i ljós álit sitt á framtíð þess við allsherjaratkvæðagreiðshi sem fram á að fara í haust. Þýzk- sinnuðu flokkarnir hafa ekki fengið að starfa opinberiega. Ekki hægt að salta vegna skorts á vinnuafli Raufarhöfn. Prá fréttaritara Þjóðviljans. Hér á Raufarhöfn vom saltaöar 3330 tunnur á suruiu- dag og mánudag. Miklll skortur er á fólki, einkum síldarstúlkum og hafa soltunarstöðvarnar því oröiö aö vísa frá sér bátum. Á sunnudagsmorguninn komu allmörg skip inn með síld og var saltað allan sunnudaginn. Einnig var nokkuð saltað í gær. Þessa 2 daga hafa eftirtaldar stöðvar saltað: Óskar Halldórs- son 706 tunnur, Óðinn 340, Hafsilfur 1000, Skor 633, Hólmsteinn Helgason 110 og Valtýr Þorsteinsson 550 tunn- ur. I gærkvöld var gott veiði- veður. Flestir bátamir í grennd við Kolbeinsey, en engar veiði- fréttir höfðu borijrt Kostnaðurinn rið það s.I. ár hefur tvöfaldazt frá þvi 1949. Kostnaðurinn rið 16 skrifstof- ur bæjarins hefur verið sem hér segir: Árið 1949 kr. 8 millj. 801,731, árið 1950 kr. 10 millj. 527,135, árið 1951 Framhald á 4. síðu. Upplausnhjá Adenauer Ráðherrar Flóttamamiaflokks- ins í ríkisstjóm Adenauers í Vestur-Þýzkalandi, Oberlánder og Kraft, sögðu af sér ráð- herraembættum í gær og sögðu sig jafnframt úr flokknum. I bréfi til Adenauers benda. þeir á að meirihluti þingflokks Flóttamannaflokksins hafi snú- izt gegn stefnu stjómarinnar varðandi hervæðinguna og framtíð Saarhéraðs. Sagt var í Bonn í gær að 14 af 27 þing- mönnum Flóttamannaflokksins ættu í samningum við þingmeun úr öðrum stjómarflokki, Frjálsa lýðræðisflokknum, um myndun nýs flokks sem yrði í stjómarandstöðu. Ef af mynd- un hans verður missir Adenau- er stuðning tveggja þriðju þingmanna en það þingfylgi þarf hann til að koma fram ýmsum þáttum lagasetningar um hervæðingu. Borgarstjórinn mjög þögull um ■ ■ * Jeimnisinál" hemámsflokkanna j Á s.l. ári var varið 1 millj. 345 þús. 421.49 kr. til starf- i semi „loftvarnanefndar" í Reykjavík. Af þessari upphæð * greiddi Reykjavíkurbær helminginn, en ríkið hinn helm- : inginn. Utgjöldin til loftvamanefndar eru bein afleiðing af ; ■ komu bandaríska hernámsliðsins en stofnun loftvarna- : ■ nefndar var m.a. hugsuð til að setja réttlætingarstimpil : á hernámið. En jafnvel þeir sem sitja í loftvarnanefnd láta sér ekki detta í hug í alvöru að „starf" þeirra veiti nokkrar „varnir" eða vernd ef til stríðs skyldi koma. Á bæjarstjómarfundi í gær beindi Petrína Jakobsson : þeirri fyrirspum til borgarstjóra hvernig framlaginu til | „starfsemi" loftvarnanefndar hefði verið varið, þar sem • það sæist ekki í reikningum bæjarins. Borgarstjóri var þess ekki umkominn að svara þessu, ; en kvað Petrínu geta fengið að vita þetta hjá formanni ■ eða framkvæmdastjóra loftvarnanefndar!! Á 7. þúsund maons sáu rússnesku og tékknesku sýningamar sl. sunnudag Nú eru aðeins 6 sýningardagar eftir Aösókn aö níssnesku og tékknesku vörusýningunura hefur veriö mjög mikil. Þannig sótti talsvert á 7. þús- und manns sýningamar á sunnudaginn var. í sambandi við sýninguna eru kvikmyndasýningar ókeypis fyrir sýningargesti, í Tjarnar- bíói kl. 1,30—4.30 daglega. Eru þar sýndar staðgóðar myndir frá framleiðsiu Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna. Ennfremur er þar rússnesk stórmynd í lit- um, frá íþróttahátíðinni í fyrra, þar sem tugir þúsunda æsku- fólks frá öllum 16 lýðveldum Sovétríkjanna hafa hópsýning- ar. Er þetta án efa merkasta íþróttakvikmynd sem hér hefur verið sýnd. f sambandi við kínversku sýninguna eru kvikmyndasýn- ingar í Nýja bíói. Er þar sýnd mynd frá þjóðhátíðardegi Kín- verja, litmynd af listmunafram- leiðslu þeirra og myndir frá stóriðnaði þeirrra. íslenzkir kaupsýslumenn gera nú daglega nýja samninga um aukin viðskipti, eða stofnun Framhald á 4. síðu. Eitt af því sem vakið hefur athygli einkum ungra manna á tékknesku sýmngunni er mót- orhjól sem þar er, og segja l»eir sem vit hafa á að það sé hinn bezti gripur, enda kvað sala {æssarar tegundar hafa aukizt gífurlega í mörgum löndiun Evrópu. — Mynd að ofan er frá tékkneski ingunni og sést þar m.a. orhjólið.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.