Þjóðviljinn - 16.07.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.07.1955, Blaðsíða 4
4* ÍT , V V'.’ T*r > , . .7 »»•■*,_ .. . - <--i ...... í-■• "{y: .H. ... j «) — ÞJÓÐVILJINN— Laugardagur 16. júlí 1955 lllÓÐVIUINN títgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu - Sósiaiistaflokkurinn Hermangshneyksli Lesendur Tímans verða dá- iítið undrandi margir hverjir er þeir lesa það í blaði sínu dag eftir dag, að Framsóknar- stjórn á hernámsmálunum hafi kippt í lag öllu sem aflaga fór í framkvæmd þeirra mála, og Jiafi það þó ekki verið fátt sem aflaga fór áður. Þeir lesa það í Tímanum, að nú sé engin hætta á því að hernámsfram- kvæmdir dragi íslenzkt vinnu- afl frá atvinnuvegunum. Samt halda bændumir áfram að horfa á eftir ungu fólki úr sveitunum í hringiðuna á Suð- umesjum, sumstaðar er bónd- inn einn eftir á bænum og sum- staðar konan ein. Og vélbát- arnir fá ekki menn til að kom- ast á síld, togaraplássin á ný- sköuunartogurunum fást ekki mönnuð, en ungir menn sem þar hefðu átt að standa í starfi hverfa að hinum ógeðslegu kjötkötlum hermangaralýðsins. Reykvíkingar sjá bæinn mor- andi af bandarískum herskríl, hrennivínsveizlur með ástands- gæmm undir beram himni á Arnarhóli um helgar, og sífellt ósvífnari „gistingar" banda- rískra í einkahúsnæði. Ásókn herliðsins úti um land fer sí- vaxandi. Ekki er því ólíklegt að lesendur Tímans verði dálítið hissa að lesa í því góða blaði að . Framsóknarstjórn í her- námsmálunum hafi haft þær blessunarríkar afleiðingar, að engin hætta sé framar á of náinni sambúð hins erlenda herskríls og Islendinga. Það er líka orðið æði langt síðan þeir lesendur, sem taka Tímann trúanlegan, byrjuðu að tríia því, að búið væri að reka hið illræmda bandaríska verk- takafélag Hamilton af landi brott. En svo herjar þetta herj- ans félag mánuð eftir mánuð á trúartraust saklausra Fram- sóknarmanna með því að kom- ast í fréttirnar, sem ennverandi afturganga á Islandi! Og ný- sköpunin er m.a. sú, að við nokkrum verkum þess hafa tek- ið tvö önnur bandarísk verk- takafélög. En hitt hefur Fram- sóknarstjómin á hernámsmál- unum afrekað, svo ekki verður um villzt, að tengja sívaxandi hluta íslenzks auðvalds við hemaðarframkvæmdirnar, og dreifa blóðpeningum landsöl- unnar samkvæmt reglu helm- ingaskipta stjórnarflokkanna. Síðasta fréttin um Hamilton sýnir inn í reginhneyksli, sem er. jafnframt eitt aðalatriði Framsóknarstjómar hernáms- málanna: Samfléttun • hins bandaríska og íslenzka her- mangaraauðvalds, hinn erlendi verktaki skýtur fyrir sig Vinnuveitendasambandi Is- lands, þegar verkalýðsfélög heimta samningsbundinn rétt sinn. Hér gengur ósvífnin svo úr hófi, að upp hlýtur að blossa almenn krafa. um opinbera rannsókn á samskiptum Vinnu- veitendasambandsins og ís- lenzku hermangaranna yfirleitt við bandarísku verktakana og bandaríska herinn. María Porsteinsdóttir: Launajafnrétti kvenna er brýnt réttlætismál ÞaS er mál verkalýSsstéttarinnar I heild að gera þaS að veruleika Um mánaðamótin maí og júní s. 1. gengu í gildi nýir samningar milli verkakvenna- félagsins Framsóknar og at- vinnurekenda. Hækkaði kvenna kaup í almennri vinnu úr 11,13 kr. um klst. í dagvinnu, kaup við uppskipun á salt- fiski og söltun frá vaski hækkaði úr 12,64 í 14,23 kr. um klst. og hreingerningar- taxtinn hækkaði úr 12,00 kr. um klst. í 13,51 um klst. í d.agvinnu. Kaup fyrir þá vinnu sem kvenfólk hefur í launajafnrétti við karla hækk- aði úr 14,69 kr. um klst. upp í 16,53 kr. Enn fremur var samið um unglingataxta og skal eftir hinum nýju samn- ingum greiða unglingsstúlk- um 14-15 ára 9,09 kr. um klst. í dagvinnu og unglings- stúlkum 15-16 ára 10,66 kr. Unglingataxti hefur enginn verið til hér og munu nokkur brögð hafa verið að því að unglingum væri mjög mis- jafnlega borguð vinna sín á hinum ýmsu vinnustöðvum hér í bænum. Kjarabætur þær er náðust með þessum samningum eru algerlega samhljóða þeim kjarabótum sem félög þau er voru í verkfallinu í apríl náðu. Getum við konur þvi enn ekki fagnað því að saman hafi dregið með almennu kaupi karla og kvenna. Eg ætla ekki að leggja neinn dóm á það hér hvort hægt hefði verið í vor að ná betri samningum en hér fengust, ég hefi það eftir konum þeim er í samn- inganefnd sátu af hálfu verka kvennafélagsins að það hafi verið erfiður róður og efa ég ekki að það sé rétt. Það mark ætlar að verða langsótt, að ná launajafnrétti við karla, ég fyrir mitt leyti er viss um að það næst ekki fyrr en vin- ir okkar verkamenn fást til að líta á það sem ,,mál verka- lýðsstéttarinnar í heild,“ eins og þeir sögðu svo fagurlega á kvennaráðstefnunni, sem haldin var hér í vetur. En það er ekki nóg að tala fallega á kvennaráðstefnu, það verður líka að standa við það í framkvæmd. Verka- mönnum verða að vera þéssar réttlætiskröfur okkar svo ljósar að þeir vilji standa við hlið okkar þegar til átakanna kemur. Allar okkar samþykkt- ir verða gagnslaus pappírs- plögg þangað til verkamenn vilja fara í verkfall með okk- ur beinlínis með það fyrir augum að rétta hlut okkar, það er ég sannfærð um. At- vinnurekendur ganga aldrei inn á að semja um meiri kjarabætur okkur til handa en körlum nema þeir verði neyddir til þess annað hvorti með löggjöf eða með kröfum sem settar verða fram af verkalýðsstéttinni sem heild og fylgt fast eftir. Mesti þrándur í götu okkar hvað launajafnréttismálið snertir er þó e. t. v. það að þvi fer fjarri að konur geri sér sjálfar ljóst hvílíkt hags- muna- og réttlætismál hér er á ferðinni og hve skýlausar siðferðiskröfur við eigum á sömu launum og karlar. Virð- ast jafnvel margar verkakon- ur svo haldnar af gömlum fordómum í þessu efni að furðu gegnir. T. d. fékk stjórn verkakvennafélagsins hér bréf sem undirritað var af „frysti- hússtúlku" um það leyti sem samningar stóðu yfir við at- vinnurekendur nú í vor. Er bréf þetta hið furðulegasta plagg, og langt hlýtur sú stúlka að vera frá þvi að skilja hagsmunabaráttu kvenna, sem slíkt bréf skrif- ar. Fyrst gagnrýnir hún þá ráðstöfun að hærra kaup skuli vera borgað fyrir að flaka fisk en að hreinsa hann, vigta og pakka, sem hún tel- ur engu að síður erfitt og vandasamt, en í 'stað þess að þessar hugleiðingar hennar leiði hana í þann sannleika að ástæða kynni að vera til að borga þessi störf einnig með karlmannskaupi kemst*- hún að þveröfugri niðurstöðu. Get ég ekki stillt mig um að birta hér kafla úr bréfi henn- ar: „Það er veila, eða réttara sagt margar veilur í að heimta sama kaup fyrir stúlk- ur og karlmenn, þó að þær flaki. Þær fara ekki í útskip- un, þær eru ekki við að láta fiskkassa upp á bíl, þær keyra ekki bíla, þær standa ekki eins og karlmenn í útivinnu í hvaða veðri sem er, þær eru ekki frammi í frystiklefa og ótal margt annað sem þær gera ekki, en karlmenn vinna svo frystihúsið geti þrifizt. En það getur ekki þrifizt ef þessi óréttur er látinn við- gangast innan frystihússins í salnum meðal stúlknanna. Það er ruddaleg ágengni og frekja við allan fjöldann af þeim stúlkum sem í frystihúsi rínna, manni gengur illa að skilja slíkt.“ Seinna í bréfinu stendur: „Enginn bóndi sem tekur kaupafólk borgar körl- um og konum sama kaup, við vitum ástæðuna, þeir eru sterkari til átaka. Ekkert frystihús gæti þrifizt án karlmanna, en það gæti hæg- lega gengið án kvenna“. Svo mörg eru þau orð, og ég hirði ekki um að birta meira úr þessu makalausa bréfi, en allt er það á sömu bók lært. Auðvitað verður stúlkunni fyrst fyrir að vitna í launa- misrétti það er viðgengizt hefur í sveitum landsins fram á þennan dag, það finnst henni mjög ákjósanlegt og eftirbreytnisvert. Jú, ég held að maður viti það, að í sveitum hafa stúlk- ur staðið á engjum við hlið karla hvernig sem viðrað hefur og unnið nákvæmlega sömu störfin og þeir, sumstað- ar jafnvel gengið að slætti með orfi og Ijá, en þær hafa að jafnaði fengið allt að helm- ingi minna kaup en þeir, og í ofanálag hafa þær svo þurft að þjóna blessuðum karlmönn- unum í frístundum sínum. Þá hafa þær einnig þurft að þvó þvottana og a.m.k. til skamms tíma orðið að sækja vatnið á þá og hella út skólp- inu af þeim. Þetta er hið sjálf- sagða fordæmi sem aumingja ,,frystihússtúlkan“ svonefnda vitnar í. Eg ætla ekki neinum getum að því að leiða hvaðan þetta bréf er upp rannið, en freist- andi er að láta sér detta í hug að það sé rannið undan rif jum atvinnurekenda. Eg hefi unn- ið í frystihúsi í undanfarin sumur og g.eri enn, en engri stúlku hef ég enn þá kynnzt, sem er svo fávís að ég tryði henni til að skrifa svona bréf, þó kann það svo að vera að einhver finnist, sem ekki hef- ur meiri skilning á hagsmuna- málum stéttar sinnar en svo sem bréf þetta ber vitni um. Það er illa farið og margt ætti sú manneskja enn eftir að læra. Það gefur auga leið hve mjög það torveldar launabar- áttu okkar ef til era konur innan verkakvennastéttarinn- ar, sem líta svona á hlutina. Ef okkur á nokkuð að verða á- gengt í launamálunum verða allar konur að gera sér það ljóst að kröfur okkar um launajafnrétti era skýlausar réttlætiskröfur, störf okkar eru jafn verðmæt og störf karla og það er jafn erfitt að vera án vinnu okkar og vinnu karla. Við getum verið alveg ó- hræddar um það að launa- jafnréttið myndi ekki bola okkur af vinnumarkaðnum, heldur hið gagnstæða. Þá fyrst er okkur fer að skiljast sjálfum að við erum enginn annars flokks vinnukraftur, verður farið að hlusta á kröf- ur okkar og taka okkur alvar- lega. Við eigum af alhug að berj- ast gegn því úrelta sjónarmiði að flokka vinnu niður í karla- og kvennastörf. Við vinnum mörg þau störf sem ekki eru síður erfið en störf þau er venjulega eru unnin af körl- \un og við eigum einmitt að - leggja undir okkur miklu. Framhald á 6. síðu. Hverju vill Ihaldið leyna um starf vinnumiðlunarskrifstofunnar? ■f Á síðasta bæjarstjórnarfundi flutti Ingi R. Helgason eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjómin samþykkir að kjósa nefnd manna úr sínum hópi, a.m.k. einn mann úr hverjum flokki til að athuga rekstur framfærsluskrifstofunnar og vinnumiðl- unarskrifstofunnar og gera tillögur, sem miða að auknum spamaði og hagsýni í vinnubrögðum og mannahaldi á þessum skrifstofum“. hætti. Það vísaði tillögu Inga R. þvi frá. Allir fulltrúar minnihlutaflokkanna greiddu tillögunni atkvæði. Enda þótt árferði hafi verið þannig undanfarið að lítil þörf hafi verið fyrir vinnumiðlun hefur starfsliði Ráðningarstofu bæjarstjórnarmeirihlutans ekki verið fækkað, og kostnaður við hana ekkert minnkað. Það er flestra mál að skrifstofu þess- ari sé fyrst og fremst ætlað að vinna pólitískt starf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Með því að samþykkja og framkvæma til- lögu Inga R. Helgasonar hefði bæjarstjórnarmeirihlutanum gefizt ágætt tækifæri til að af- sanna þann orðróm — sé hann rangur — jafnframt því að gera ráðstafanir til þess að spara í rekstri bæjarins. En íhaldið mátti ekki hugsa til þess að slík nefnd athugaði „starf“ Ráðningarstofunnar. Enda þótt kostnaðurinn við framkvæmd framfærslumálanna hafi tvö- faldazt frá þvi 1949 sá íhaldið ekki ástæðu til að athuga hvort ékki megi afkasta þvi starfi tiieð ódýrari og hagkvæmari Husquarna raf ma gnssaumavél tíl sölu. Uppl. í síma 6926 milli kl. 10—12 f.h.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.