Þjóðviljinn - 16.07.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.07.1955, Blaðsíða 5
"* rTTiTTiTi r- rrrtT. r Laugardagur 16. júli 1955 — ÞJÖÐVILJINN (5 vða sem knúðar eru með túr- bínukreyfli og skrúfu og tug stórra, langfleygra, „þrýsti- loftsknúðra sprengjufíúgvéla, Þessar stóru sprengjuflugvél- ar jafnast á við bandarísku gerðina B-52, sem enn er ver- ið að reyna og verður ekki af- hent flughernum fyrr en síð- ar á þessu ári. Af orustuflug- vélum sambærilegum við þær sem sáust 50 saman yfir Moskva eiga IBandaríkin tvær tilraunavélar og stórfram- leiðsla á þeim er enn langt undan. Sama máli gegnir um næturorustuflugvélarnar. Af þeim sáust 30 yfir Moskva en sambærileg flugvél banda- ríska flughersins er enn á til- raunastigi og smíði hennar I stórum stíl getur ekki hafizt fyrst um sinn. □ Yfirburðir Bandaríkjanna í lofti úr sögunni, Sovétríkin taka forustuna Fjarstæða að halda því fram að hervæðing Vesturveldanna hafi hrætt sovétstjórnina til sáttfýsi, segir New Statesman JJ^jJaður er nefndur Stuart Symington og situr í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir fylkið Missouri. Hann er einn af mestu áhrifamönn- um í flokki demókrata, var lengi flugmálaráðherra í rík- isstjóm Trumans og er oft nefndur þegar rætt er um líkleg frambjóðendaefni flokks hans við forsetakosningar. Sautjánda maí í vor kvaddi Symington sér hljóðs í öld- ungadeildinni og var mikið niðri fyrir. Bar hann fram tillögu um að deildin efndi til rannsóknar „til þess að ganga úr skugga um það, hvert styrkleikahlutfallið er milli herstyrks kommúnista og her- styrks hins frjálsa heims í Öllum vopnagreinum.“ 1 rök- stuðningi fyrir tillögu sinni vitnaði Symington til yfirlýs- ingar frá bandaríska land- varnaráðuneytinu um nýjar gerðir herflugvéla sem sézt hefðu á lofti í Sovétríkjun- um. Ályktunarorð öldunga- deildarmannsins voru: „Það er nú deginum ljósara að Bandaríkin og ásamt þeim . aðrar frjálsar þjóðir hafa misst yfirráðin í lofti, nema hvað það snertir að við stönd- um máske betur að vígi í staðsetningu flugstöðva og þjálfun. En það er einnig ljóst að kommúnistar eru að komast fram úr Bandaríkj- unum, að minnsta kosti í flug- vélagæðum og flugvélamergð, og ég er þess fullviss að þeir eru langt á undan okkur í framleiðslu þeirra vopna seni máske ráða úrslitum — fjar- stýrðra flugskeyta sem hægt er að skjóta yfir heimshöfin.“ f □ ^7 firlýsing landvarnaráðu- nejdisins, sem Symington vitnaði til, er að sögn frétta- manna í Washington einstætt : plagg. Þar er skýrt frá því að nýlega hafi sézt á flugi >-fir Moskva. sveitir hernaðarflug- véla. „Þessar athuganir leggja r.ýjan grundvöll að mati okk- ar á framleiðslu Sovétríkj- anna á þrýstiloftknúðum sprengjuflugrrélum,“ segir ráðuneytið. Hermálafréttarit- urum lék að vonum forvitni á að vita, hvað kom til að þessi yfirlýsing var gefin út. Eina skýringin sem þeir fengu var að ákveðið hefði verið að birta upplýsingamar til að verða á undan stjómar- andstæðingum á þingi, en þeir höfðu gert harða hríð að rík- isstjóminni fyrir að skera niður fjárframlög til land- hers og flota. En hafi ætlun- in verið að bera högg af stjóminni mistókst það herfi- lega. Eftir þmmuræðu Sym- ingtons hófust mikil blaða- skrif um málið. Life, útbreidd- asta vikurit Bandaríkjanna, birti æsilega grein um hinar nýju hernaðarflugvélar Sov- ríkjanna og lét fylgja hroll- vekjandi myndir, teiknaðar að vjsu, því að ljósmyndir af nýj- um flugvélagerðum stórveld- anna líggja ekki lausar fyrir. □ ^^hætt er að láta æsifrétta- mennsku Life liggja á milli hluta, meira er að byggja á samanburði viður- kenndra hemaðarsérfræðinga á flugherjum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Sá sem gert hefur því máli einna ýtarleg- ust skil svo mér sé kunnugt er Thomas R. Phillips, banda- rískur hershöfðingi sem kom- inn er á eftirlaun og er nú hermálafréttarítari fyrir stór- blaðið St. Louis Post-Dis- pateh. j grein í timaritinu Re- porter '30. júní ber Phillips hershöfðingi samán nýjustu flugvélágerðir í Bandaríkjun- um og jSovétríkjunum og ger- ir greih fyrir, á hvaða stigi framleiðsla hverrar um sig muni vera. □ J Jershöfðinginn byrjar á þvi að vitna í orð Winstons Chur'chills, um að í kjarnorku- vopnakapplilaupinu sjálfu hljóti fyrr eða síðar að verða jafntefli, enda þótt anhar að- ilinn kunni að eiga mun fleiri Erlend tiðindi sprengjur komi það honum að engu gagni, þvi að hinn eigi nóg til að gera hann óvígan. Phillips telur að þessu jafn- tefli sé nú þegar náð. Úr því hljóti vígbúnaðarkapphlaupið að snúast meira og meira um tækin til að koma kjamorku- vopnum á skotmörkín og vamir gegn kjamorkuárásum. „Flugsýningamar í Sovétríkj- unum hafa að sögn sérfræð- inga okkar sýnt það“, segir Phillips, „að Sovétríkin em komin lengra en Bandaríkin í gerð og smíði aflmikilla þrýstiloftshreyfla og túrbínu- hreyfla sem knýja loftskrúfur og 1 smíði orustuflugvéla. Þau em búin að ná okkur í gerð meðalstórra og stórra sprengjuflugvéla og í að fram- leiða þær.“ □ jphillips heldur áf ram: „Þrátt fyrir framleiðslu- leikni okkar Bandaríkjamanna eiga Rússar heilar flugsveitir omstuflugvéla sem flogið geta lárétt hraðar en hljóð- ið, en við eigUm enga; þeir eiga í flugsveitum þúsundir orustuflúgvéla sem geta steypt sér hraðar en hljóðið, en við eigum nokkur hundruð; þeir byrjuðu tveim árum á eftir okkur að smíða þrýstilofts- knúða sprengjuflugvél sem flogið getur yfir heimshöfin og til baka án þess að lenda og eiga nú af henni heilar flugsveitir, sem við eigum ekki; þeir hafa smíðað þrýsti- loftshreyfla sem fyrir ári síð- an, þegar þeir voru sýndir í fyrsta skipti, voru um helm- ingi aflmeiri en nokkur hreyf- ill sem smíðaður hefur verið í vestri; þeir hafa smíðað fleiri þrýstiloftsflugvélar af einni gerð — MIG-15 — en við af öllum þrýstiloftsflug- vélum samanlagt; og þeir hafa smíðað fleiri litlar tveggja hreyfla þrýstilöfts- knúðar sprengjuflugvélar en allur hinn frjálsi heimur.“ □ (gíðan lýsir hershöfðinginn því sem bar fyrir augu í lofti yfir Moskva síðustu daga aprílmánaðar í vor. I æfingum undir flugsýninguna fyrsta maí (sem fórst fyrir vegna veðurs) sáust á flugi 50 nýj- ar orustuflugvélar sem flogið geta lárétt hraðara en hljóðið. Þar að auki gat að líta 30 næturorustuflugvélar af nýrri gerð, 40 meðalstórar þrýstiloftsknúðar sprengju- flugvélar, tug sprengjuflug- ^íðan grein Phillips hers- höfðingja birtist hefur farið fram enn ein flugsýning i Moskva og þar kom í ljós að flugvélasmiðir Sovétríkj- anna eru að taka forustuna í smíði farþegaflugvéla ekki síður en hernaðarflugvéla. Sýnd var í fyrsta skipti far- þegaflugvél, knúin fjórum þrýstiloftshreyflum. Hún er stærri en Halastjarnan, sera Bretar urðu að taka úr notk- un vegna smíðagalla eftir þrjú stórslys. Bandaríkjamenn eiga enga þrýstloftsknúða farþega- flugvél. Ástæðurnar fyrir því að flugvélaiðnaður Sovétríkj- anna, sem í stríðslok var langt á eftir flugvélaiðnaði Bandaríkjanna, hefur nú náð bandaríska iðnaðinum á flest- um sviðum og komizt framúr honum á sumum, eru margar að dómi Phillips. Hann nefnir það til, að í Sovétríkjunum eru gerðar áætlanir um flug- vélasmíði til langs tíma en í Bandaríkjunum er fé aðeins veitt frá ári til árs. Banda- ríkjamenn smíða eina eða tvær vélar af hverri gerð í höndum og eru lengi að reyna þær og betrumbæta áður en stórframleiðsla hefst. I Sovét- ríkjunum er hinsvegar stór- framleðisla hafin tafarlaust- og umbætur gerðar á vélunum smátt og smátt. Loks hefur það komið í ljós við athugun að í Sovétríkjunum hafa síð- ustu árin útskrifazt fleiri flugvélaverkfræðingar en í Bandaríkjunum, og menntun þeirra er talin betri. Allt þetta hefur orðið til þess að það hefur tekið þrem árura skemmri tíma í Sovétríkjun- um en Bandaríkjunum að smíða stóra, þrýstiloftsknúða sprengjuflugvél, enda þótt bandaríski flugvélaiðnaðurintt hefði miklu meiri reynslu af framleiðslu svo stórra véla éfl' sá sovézki. □ ’/Eðsti maður bandaríska flughersins, Nathan P. Twining yfirhershöfðingi, rakti það nokkuð í ræðu f Los Angeles 20. maí, hvernig Sovétríkin hafa æ ofaní æ Framhald á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.