Þjóðviljinn - 16.07.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.07.1955, Blaðsíða 8
Ályktun fiskifræðings eftir rannsóknarför: Mælingar á sjávorhita gætu gagnað íslenzkum fiskveiðum tUÓÐVILIfNN Laugardagnr 16. júlí 1955 — 20. árgangur — 157.. tölublað Samkvæmt ákvöröun síðasta Alþingis var ríkisstjórn- inni falið að láta framkvæma leit að nýjum fiskimiðum, aðallega karfamiðum, fyi'ir Norður- og Noröaustuiiandi. Atvinnumálráðuneytið fékk togarann Harðbak frá Akur- eyri til leitarinnar, sem var undir stjóm skipstjórans, Sæ- mundar Auðunssonar og Ing- vars Hailgrímssonar, fiskifræð- ings, frá Fiskideild Atvinnu- deildar Háskólans. Fór ieitin fram dagana 1.— 13. júní og var leitað allt vest- an frá Strandagrunni og fyrir Norður- og Austurlandi suður til Þórsmiða. Var oftast togað djúpt á landgrunnshallanum milli 200 og 500 m. dýptarlínanna og utan venjulegra fislcislóða. Víð- ast hvar gekk vel að toga, en lítið var um fisk á djúpmiðun- um norðan- og austanlands á þessum tíma, nema djúpt á Strandagrunni, enda voru hita- skilyrði við botn hagstæð þar. Auk veiðitilraunanna með botnvörpu var mældur botnhiti á flestum togstöðvum eða í 22 skipti alls. í 16 skipti mældist botnhitinn undir 3°C, en í 6 skipti yfir 3°C. Þegar athugað er sambandið milli aflamagns- ins og botnhitans, kemur í ljós, að þorsks verður mjög lítið vart þar sem botnhiti er undir 2,8° C. Kemur það vel heim við reynslu Norðmanna, en við Norður-Noreg heldur þorskur sig aðallega í 3° heitum sjó. Hins vegar varð ekki fundið eins beint samband milli botn- hitans og karfaaflans, en þó varð aðeins einu sinni vart við verulegt karfamagn þar sem botnhiti var undir 2° C. Má því gera ráð fyrir, að mælingar sjávarhitans gætu komið fiskiskipum að góðu gagni við veiðamar. I skýrslu sinni um leiðangur- inn bendir Ingvar Hallgrims- son, fiskifræðingur, á að botn- hiti djúpmiðanna fyrir Norður- og Austurlandi hafi verið ó- Verður íslenzk stúlka fegurðar- drcttning heisnsins í október n. k? Keppandinn verður sú sem sigrar í feg- urðarsamkeppninni í Tívolí 13.—14. ágúsf í haust mun íslenzk stúlka keppa um titilinn fegui'ð- ardi'ottning heimsins, en 20. okt. n.k. verður keppt í Lond- on um þann titil. Þátttakandinn héðan verður sú sem sigrar í feguröarsamkeppninni hér heima, og verður hún í Tívolí dagana 13.—14. næsta mánaðar. Það er fyrirtækið „Mecca Dancing" er sér um heims- keppnina í London, en Tívoli eér um keppnina hér heima sem u.mboðsaðili þess fyrir- tækis. 1 fyrra tóku 16 þjóðir ‘þátt í keppninni, þ. á m. 3 Norðurlandaþjóðir. Sigurvegari varð 19 ára egypzk stúlka, Antigone Constanda. Nú er það löngu vitað mál, að íslenzkt kvenfólk þykir æv- inlega hlutgengt, þegar um er að ræða fegurð og yndisþokka, og enginn vafi er á því, að hér á íslandi eru fjölmargar stúlkur, sem með prýði gætu tekið þátt í slíkri keppni, og er nú lýst eftir keppendum. Prenn verðlaun í Tívoli. Tívolí veitir hér heima þrenn verðlaun: í fyrsta lagi fær sú, er ber sigur af hólmi í keppn- irmi, fría ferð til London og heim aftur, vikudvöl og dag- peninga í London, svo og sam- kvæmiskjól, sundföt (ekki „Bikini-sundföt") og cocktail- kjól, en í slíkum klæðnaði koma keppendur fram í keppn- inni í London. í öðru lagi verð ur vönduð vetrarkápa og i þriðja lagi dragt, hanzkar og skór. „Heimsdrottningar“-kepi>nin í London Sú, sem ber sigur úr býtum í keppninni í Tívoli, en hún fer fram þar dagana 13. og 14. ágúst n. k., fer til alþjóða- keppninnar í London, og verð- ur hún að vera komin þangað fyrir kl. 17 þann 15. október n.k. Aðalverðlaun í keppninni verða 500 sterlingspund og silf- urskál, sem blaðið Sunday Dispatch gefur, og siðast en ekki sizt nafnbótin „Miss World 1955“. Síðan verða veitt fimm verðlaun til viðbótar. SUulu vera 17—30 ára Um sjálfa keppnina í Lon- don (og Tivoli) er þetta að segja. Þátttakendur mega vera á aldrinum 17—30 ára, ógiftar eða giftar. Sú, sem héðan fer, verður í för með islenzkum fulltrúa og aðstoðarmanni frá Tívolí, en úti i London fær hún aðstoðarstúlku til þess að vern. sér innan handar, svo og hárgreiðsludömu. Séð verður fyrir hótelherbergi á góðu gistihúsi. Mecca Dancing greið- it ennfremur nokkura dagpen- inga meðan á dvölinni stend- ur í London. Skilyrði til keppninnar i Tivoli verða betri en undanfarið, á- horfendum skipað á palla svo þeir geti sem bezt dæmt um fégurðargyðjurnar. Tívolígestir greiða at.kvæði, en dómnefnd verður látin skera úr ef at- kvæði verða jöfn. Þáttakendur, eða þeir sem telja sig vita um stúlkur er til gTeina gætu komið, ættu nú þegar að gera aðvart i P.O. Box 13, eða i síma 6610 og 6056 hið allra fyrsta. hagstæður á þessum tíma, en hann leggur til að farinn verði annar leiðangur jdir þetta svæði að áliðnu sumri, þegar upphitun sjávarins er orðin meiri. Skálholfshátíð á morgun Elns og undanfarin ár gengst Skálholtsfélagið fyrir há- tíð í Skálholti á morgun — sunnudaginn, sem næstur er Þorláksmessu á sumri. Skýringarmyndin sýnir afla- magnið í kg. í klukkustundar- togi við misniunandi botnhita. Tilgangur Skálholtsfélagsins með þessari hátíð er að vekja athygli landsmanna á staðnum og nauðsyn þess að bæta út- lit hans, og gefa mönnum kost á að koma þar saman. Jafn- framt safnar félagið fé þennan : dag með sölu merkjd, bæklinga : og veitinga, og rennur allur á- | góði til endurreisnar Skálholts. ! Biskupsmessa | Hátíðin hefst á morgun kl. 1 með þvi að Lúðrasveit Rvik- ur leikur en síðan ganga við- staddir prestar í skrúðgöngu til kirkju. Þá hefst messa, dr. theol. Bjami Jónsson vígslu- biskup messar og flytur pré- dikun en kirkjukór Stóranúps- sóknar i Gnúpverjahreppi syng- ur undir stjóm Kjartans Jó- hannessonar organista. Að lokinni messu verður hlé og fá þá gestir tækifæri til að skoða sig um á staðnum og hressa sig á þeim ágætu veit- ingum, sem á boðstólum verða. Það er Kvenfélag Eyrarbakka sem annast um veitingaraar að þessu sinni og hafa kon- urnar sjálfar lagt fram allt efni í baksturinn og alla vinn- una. Utisamkoma hefst með leik lúðrasveitarinnar, en síðan set- ur sr. Sigurður Pálsson, for- maður Árnesdeildar Skálholts- félagsins, samkomuna með ræðu. Þá flytur dr. Árni Áma- son héraðslæknir á Akranesi ræðu, Ólafur Magnússon frá Mosfelli syngur einsöng og Jökull Jakobsson stud. theol. segir frá ömefnum og fom- menjum. Á milli þessara atriða leikur lúðrasveitin. Ferðir verða héðan úr bæn- um á Skálholtshátíðina frá Ferðaskrifstofunni. ÆF Fundur verður haldinn í sambandsstjóm Æskulýðsfylk- ingarinnar 1 dag kl. 2 síðdegis að Tjarnargötu 20. Framlivæmdanefnd Mikil aðsókn að harna- námskeiðum að Jaðri Fræðslunámskeið lyrir fullorðna heist þar 14. ágúsi n.k. Þingstúka Reykjarikur gengst sem kunnugt er fyrir nokkr- um háifsmánaðar námskeiðum barua og unglinga að Jaðri í snmar. Verða námskeiðin alls fimm og er þrem þegar lokið en það fjórða hófst í fyrradag. Þegar fimmta barnanámskeiðinu lýkur að Jaðri um iniðjan ágúst hefst þar bindindis- og fræðslu- námskeið fyrir fullorðna. Blaðamönnum var boðið upp að Jaðri s.l. fimmtudagskvöld til að kynnast hinu merka starfi þar. Þegar upp eftir kom stóð yfir kvöldvaka barn- anna, þar sem þau önnuðust öll skemmtiatriði sjálf. Sýndur var leikþáttur, litill snáði söng einsöng, telpa las upp þulu eftir langömmu sína og önnur lék tvö lög á píanó. Þessari prýðiiegu skemmtun lauk svo með almennum söng og var þá rösklega tekið undir. Mjög mikil aðsókn. Forstöðumaður námskeiðanna að Jaðri er Ölafur Haukur Árnason, ungur maður, sem stundaði nám i uppeldisfræði í Kaupmannahöfn að loknu stúdentsprófi, en er nú kenn- ari í Stykkishólmi. Ölafur sagði blaðamönnum að gert væri ráð fyrir 52 börn- um á hvert námskeið, þó voru þau 55 á þvi síðasta. Aðsókn- in hefur verið mjög mikil og var fullskipað i öll námskeið- in áður en það fyrsta hófst. Börn og unglingar á aldrinum 8—18 ára hafa rétt til þátt- töku í námskeiðunum en hing- að til hafa þó ekki sótt þau eldri börn en 14 ára. Bindindis- og fræðslunám- skeið fullorðinna hefst að Jaðri 14. ágúst og stendur til 26. Þátttökugjald í því er 25 krónur á dag og er þá allt innifalið, húsnæði, matur og kennsla. Námskeiði þessu verður hag- að þannig, að á morgnana milli kl. 10 og 12 verða kennslustundir. Kennslugreinar eru fundarstjórn og siðir, saga Góðtemplarareglunnar og lög, árangur af starfi reglunnar á Islandi, unglingastarf og al- menn bindindisfræðsla. Timan- um kl. 1.30—3.30 verður varið til útivistar, kl. 4—7 er frjáls tími en kl. 8.30 á kvöldin hefjast fyrirlestrar. Verða fiuttir tveir fyrirlestrar á hverju kvöldi um hin marg- víslegustu efni og sérfróðir menn fengnir til að flytja þá. Þess skal getið að fyrirlestrar þessir eru ekki eingöngu fyrir þátttakendur í námskeiðinu heldur opnir almenningi. Ferðalög munu verða skipu- lögð um nágrennið, t. d. til Gufuness, Reykja, Reykja- lunds, Bessastaða, Krýsuvíkur og víðar. Farið veríur í Þjórsárdal í dag kl. 2 frá Tjamargötu 20. Þátttakendur em be'ðnir að mæta stundvislega. — Á morgun verður farið kl. 8 f.h. frá sama stað um Rangárvelli. — Skiifstof- an í Tjamargötu 20 er opin frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 1 til 3 e.h. Ferðanefnd sósiálistafélagamw í Reykjavík. Sumarhótíð Lúðra- sveitarinnar í dag Miösumarhátíö Lúðrasveitar Reykjavíkur, sem frest- aö var vegna veöurs s.1. sunnudag fer fram í dag og á morgun í Tívolí. Skemmtiatriði verða sömu og fyrirhuguð voru síðustu helgi og áður hefur verið frá sagt. M.a. aka þeir Davíð og Golíat, ásamt syni í skrautvagni um bæinn. Margskonar skemmti- atriði verða í Tívolí. Fyrir dans- iniuu leikur 12 manna hljóm- sveit, auk hljómsveitarinnar frá Hótel Borg. Flugvél mun fljúga yfir og varpa niður mörgu eigu- legu. — Aðgöngumiðarnir eru allir tölusettir og er vinningur- inn farmiði með flugvél Loft- leiða til Kaupmannáhafnar. Aðgangur er ókej’pis fyrir börn,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.