Þjóðviljinn - 24.07.1955, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Góður árangur í frjálsum
íþróttum í Sovétríkjunum
Mjög góSir árangrar hafa náðst á íþróttamótum í
Sovétríkjunum í sumar og hefur það enn komið í ljós, að
sovézkii* frjálsíþrottamenn eru komnir í alfremstu röð.
Þeir skara fram ui öllum öðrum evrópskum íþróttamönri-
nm og munu áreiöanlega verða Bandaríkjamönnum skæð-
ir keppinautar á olympíuleikjunum í Melbourne næsta ár.
Við skulum fyrst athuga
spretthlaupin. Nýtt nafn er
þar komið til sögunnar, Bart-
enéff, sem hefur hlaupið lOOm
á bezta tírna i Evrópu í ár,
10,3, sama tíma og beztur hef-
ur náðzt í Bandaríkjunum. I
fyrra var Bartenéff ekki einu
sinni í hópi tiu beztu manna
í álfunni. Sá sem skipar annað
sæti í Evrópu, Konovaloff
(10,4) var það heldur ekki, né
heldur þriðji maðurinn Súhorú-
koff. Þannig hafa þrír afreks-
menn bætzt í hópinn á þessari
vegalengd.
Á 200 og 400 metrum er
Ignatéff einvaidur, hann var
Dvrópumeistari á 400m í fyrra
og er að sumra dómi bezti
hlaupari heims á þeirri vega-
lengd nú. Hann setti nýtt sov-
étmet á 400m í sumar, 46
sekúndur sléttar og segir það
ekki svo lítið. Bartenéff hefur
hlaupið 200m á 21,5, en grinda-
hlauparinn Juri Litúéff er ann-
ar á 400m með 48,4.
hindrunarhlaupi og í sumar
hafa Vlasenko og Saltikoff
hlaupið 3000m á 8,51,0 og
8,52,4, en það eru beztu ár-
angrar Evrópumanna í ár.
-i ----
4MWMISUQIMII &
Evge.ní Búlantjik, Evrópumeistari
j HOm grindahlaupi
Bættur árangur á
miIUleagdum
Boris Aleksjúk heitir sá sem
mest hefur komið á óvart á
800 m í ár. Hann hefur runn-
ið skeiðíð á 1.51, en það nægir
tæplega í alþjóðlegri keppni.
Sama máli gegnir um tima
Slúgins á l,500m, 3,47. En
tími hans er nýtt sovétmet og
bendir til þess að sovézkir
hlauparar séu að taka fram-
förum á miliilengdum, sem
hingað til hafa verið lökustu
greinar þeirra á alþjóðavett-
vangi.
Enginn sovézkur hlaupari
hefur náð verulegum árangri
á 5000m í ár. en sumarið er
ekki liðið og heimsmethafinn
Kúts hefur ekki enn látið til
sín taka. Á lO.OOOm er Anúfr-
éff, sem varð þriðji á OL í
Helsinki, bezti maður í Evrópu
í ár með 29.10,6 og hér er enn
einn „nýr“ Rússi kominn til
sögunnar, Krívoséín, sem hlaup-
ið hefur vegalengdina á 29,34,2.
Kúts hefur „farið sér hægt“
á lOkm í ár, 29,59,6, en tími
hans á áreiðanlega eftir að
batna.
Cíóðir grinda- og liindrunar-
hlauparar
Sovézkir hlauparar hafa lengi
náð mjög góðum árangri í
Térbakoff, fyri-v. heims-
methafi í þristökki
Evrópumeistarinn í llOm
gr. í fyrra, Búlantjik, hefur
fengið skæðan keppinaut, Stol-
jaroff, sem er beztur á vega-
lengdinni í Evrópu í ár á ágæt-
um tíma, 14,2. Bogatoff hefur
einnig náð bctri árangri en
Evrópumeistarmn, 14,4 Boga-
toff sigraoi líka a. Moskvamót-
inu í 400m gr., 52,7, en heims-
methafinn Litúéff hafði áður í
sumar náð betri tíma, 51,4, og
sama máli gegnir um Iljin og
Evrópumeistarann Júlín. Menn
vænta sér mikils af hinum
síðast nefnda í ár. Hann er
yngri en Litúéff og gefur mjög
góðar vonir í þessari grein.
Einnig hástökkvarar
Sovczkir íþróttamenn hafa til
skamms tíma verið eftirbátar
annarra í hástökki, en nú hafa
Sovétríkin eignazt tvo há-
stökkvara á heimsmælikvarða,
Stepanoff og Sitkin. Þeir sigr-
uðu báðir Svíann Bengt Nils-
son á móti í Moskva. Bezti ár-
angur Stepanoffs í fyrra var
1,98, en í ár hefur hann stokk-
Rilsljóri: Frimann Helgason
í stangarstökki er Térnóbaj
beztur, 4,40, en Evrópumethaf-
inn Denisenko (4,46) hefur
ekki náð hærra stökki en 4,30
í ár. I þessari grein má búast
við enn betri árangri í Sovét-
ríkjunum fyrir Melbournemót-
ið.
Nýr maður í þrístökki
Nýr maður, Tén, hefur kom-
ið fram á sviðið í þrístökki og
það svo um munar. Hann sjgr-
aði fyrrv. heimsmethafa Tér-
bakoff með 15,85, Térbakoff
varð að láta sér nægja 15,74.
Sovétríkin eiga heilan hóp af
þristökkvurum sem hafa kom-
izt yfir 15 metra og búizt er
við að þrístökkið verði ein allra
bezta grein þeirra í Melbourne.
Sovétríkin eiga tvo beztu
menn heims í sleggjukasti,
Nenaséff og Krivonosoff. Sá
síðarnefndi sigraði á hásumar-
mótinu í Moskva með 63,75m
kasti, sem er annar bezti ár-
angur sem náðst hefur í heim-
inum. Báðir Rússarnir eru
kornungir piltar sem eiga nær
vís fyrstu sætin á olympíuleik-
unum.
Nýr maður f spjótkasti
Sovézku kúluvarparamir og
kringlukastararnir hafa verið
með þeirn beztu í Evrópu, en
verða sjálfsagt að láta í minni
pokann fyrir Bandaríkjamönn-
um í þeim greinum. Grigalka
er beztur í báðum greinum með
53,18 og 16.89. Nýr afreks-
maður í spjótkasti hefur hins
vegar komið fram á sviðið C.
Vallman, sem hefur kastað
77,90. Það er annar bezti ár-
angurinn í Evrópu á eftir Pól-
verjanum Sidlo og ekki ósenni-
legt að Vallman komist í
fremstu röð.
| Loforð og efndir Sjálf-
■
I stæðisflokksins
■ V
■
■
■
I ,,bláu bókinni", skrumritinu sem íhaldið dreifði meðal
| Reykvíkinga fyrir síðustu bæjarstjórharkosningar, var
* ekki verið að spara fyrirheitin ef bæjarbúar féllu fram
: og tilbæðu au)stéttarflokkinn.
Einn skrumkaflinn bar yfirskriftina „Heilbrigður f jár-
: liagur“ og þar gat m. a. að líta eftirfarandi:
■
■
„Sjálfstæðisflokliurinn leggur áherzlu á:
■
m
m
m
m
Að borgumnum sé ekki íþyngt meó álögum
I umíram það( sem brýn nauðsyn kreíur”.
■
■
Efndirnar hafa á tæpum mánuði lýst sér eftirfarandi:
■ ■
■
■ ■
Tekjur strætisvagnanna reyndust á s.l. ári 584 þús.
: kr. umfram gjöld og var þó búið að verja yfir 800 þus.
: kr. til afskrifta á vögnum og áhöldum. Eigi að siður
• samþykkti íhaldið (ásamt Bárði Daníelssyni) 25. júní
■
: s.I. að hækka fargjöldin um 100% á lielgidögum og
i kvöldin og næla sér þannig í 2—3 millj. kr. úr vasa
: þess alþýðufóiks sem ekki kemst leiðar sinnar án þess
j að nota strætisvagna. * 1
Umframtekjur bæjarsjóðs hafa reynzt nær 25 millj.
j kr. síðustu þrjú ár. Á árinu 1954 fékk íhaldið 7,7 millj.
: kr. hærri upphæð í bæjarkassann en gert var ráð fyrir
■
í fjárliagsáætlun. Þrátt fyrir þessar staðreyndir og þá
! vitneskju að tekjur bæjarsjóðs muni einnig fara veru-
j lega fram úr áætlun á þessu ári hikaði íhaldið ekki við
j að knýja fram með ineirihlutavaldi sínu og vinsamlegu
hlutieysi Þjóðvarnarmannsins 9.4 millj. kr. útsvars-
: hækkun, eða nær 10% á samþykkta útsvarsuppliæð, á
j þeim tiibúnu forsendum að bærinn skorti fé til að greiða
nmsamdar kaupliækkanir og framlög til atvinnnleysis-
■ trygginga.
Hér hafa Reykvíldngar skýran samanburð á loforð-
f um og kosnir.gahræsni íhaldsins annarsvegar og raun-
■ veruleikanum — efndunum — hinsvegar. Því erfitt verð-
j ur fyrir Morgunblaðið og Vísi að sanna bæjarbúum að
; „brýna nauðsyn“ beri til liækkaðra gjalda og stórauk-
j inna álaga þegar tekjuafgagur strætisvagnanna og um-
framtekjur bæjarsjóðs eru með þeim hætti er að fram-
an greinir.
1' .
i ■
■
Ottó Origalka, sovézkur
meistari í kúluvarpi
ið 2,02 og á sjálfsagt eftir að
ná betri árangri. I langstökki
hefur Rússinn Grigoréff náð
bezta árangri í Evrópu i ár,
7,44, en hann stökk 7,52 í
fyrra. Krúskoff hefur stokkið
7,42.
Trá hóíiiinní*
Skipaútgerö ríliisins
Hekla fór frá Reykjavík í gær-
kvöld til NorðUL'landa. Esja er
væntanleg til Reykjavíkur kl. 7
í fyrramálið frá Breiðafirði. t>yr-
ill er í Álaborg. Herðubreið er á
Austfjörðum. Skjaldbreið er á
Skagafirði á leið til Akureyrar.
Eimskip
Brúarfoss átti að fara frá Ant-
verpen í gæv til Reykjavikur.
Dettjfoss átti að fara frá Hamina
í gær til Ijeith og Reykjavikur.
Fjallfoss, Goðafoss og Tungufoss
eru i Reykjavik. Gullfoss fór frá
Kaupmannahöfn í gær til Leith
og Reykjavíkur. Lagarfoss áfcti
að fara frá Gautaboi'g í gær
til Reykjavíkur. Reykjafoss fór
frá Akureyri í gær til Húsavik-
ur og þaðan til Rotterdam. Trölla-
foss fór frá Reykj-avík 14. þm til
New York.
Skipadeild SIS
Hvassafell fór frá Hamborg 20.
þm til Reykjavíkur. Arnarfell
kemur í dag til Reykjavíkur frá
New York. Jökulfell fór frá Hafn-
arfirði 22. þm til Ventspils, Rott-
erdam og Hamborgar. Dísai'fell er
væntanlegt til Riga í dag. Litla-
fell er væntanlegt til Hvalfjarðar
í dag. Helgafell er á Akureyri,
Nyce í Keflavik, Lee og Lucas
Picper lesta í Stettin og Slevik
fer væntanlega frá Rostock í dag
•til Austfjarðahafna.
Kl. 9:30 Morgun-
útvarp: Fréttir og
tónleikar: a) For-
leikur að óperunni
La Scuffiara eftir
Paisiello. b) Sin-
fónia í D-dúr eftir Cherubini
(NBC-sinfóníuhljómsveitin i New
York leikur; Toscanini stjórnar).
c) Tvær aríur úr óperunni Lucia
di Lammermoor eftir Donizetti
(Erna Sack syngur). d) Þrjár ari-
~k k í dag er sunnudagurinn 24,
júlí. Kristín. — 205. dagur ársins.
Mlðsumar. Heyannir byrja. —
Tungl í hásuðri kl. 17:46. — Ar-
degisháflæði kl. 9:44. Síðdegis-
háflæði kl. 22 »06.
eftir Karen Blixen (Arnheiður
Sigurðardóttir þýðir og flytur).
22:00 Fréfctir og veðurfr. 22:05
Danslög (pl.). 23:30 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun
ur eftir Verdi (Mario del Monaco KI. 8 :00 Morgunútvarp. 10:10
syngur). e) Óbókonsert í F-dúr Veðurfregnir. 12:15 Hádegisútvarp.
eftir Vivaldi (Virtuosi di Doma 15:30 Miðdegisútvarp. 16:30 Veður-
leika; Renanto Fasano stjórnar). |urfregnir. 19:25. Veðurfregnir*
10:10 Veðurfregnir. 11:00 Messa í 19:30 Tónleikiar: Lög úr kvik-
Dómkirkjunni (Sr. Jón Auðuns | myn(jum (pl.) 19:40 Auglýsingar.
dómprófastur.) 12:15 Hádegisút- j 20:00 Fréttir. 20:30 Tónleikar (pl.)|
varp. 15:15 Miðdegistónleikar (pl.) Dauðraeyjan, sinfónískt ljóð eft-
a) Sellósónata i g-moll op. 5 nr.
2 eftir Beethoven (Gregor Piaty-
gorsky og Arthur Schnabel leika).
ir Rachmaninoff (Sinfóniuhljóm-
sveitin í Fíladelfíu leikur; höf-
úndurinn stjórnar). 20:50 Um dag-
b) Oscar Natzke syngur. c) Div- ,;nI1 Dg veginn (Frú Guðlaug
eriimento nr. 10 í F-dúr fyrir tvö Karfadóttir). 21:10 Einsöngur:
horn og strengjahljómsveit eftir I Jussi Björling syngur (pl.) 21:30
Mozart (Sinfóníuhljómsveitin í Búnaðarþáttur: Vinnutækni vi5
Philadelphiu leikur; Eugene Orm-ibústörf (Magnús Óskiarsson,
andy stjórnar). 16:15 Fréttaútvarp |Hvanneyri) 21:45 Tónleikar (pl.)i
til Islendinga erlendis. 16:30 Veð-1 strengjakVartett í D-dúr op. 6 nr.
urfregnir. 18:30 Barnatími (Helga -j eft;r Boccherini (Rómar-kvart-
og Hulda Valtýsdætur). a) Fram,- jettinn ieikur). 22:00 Fréttir og
haldssaga: Vefurinn hennar Kar-1 vegurfregnir. 22:10 Hver er Greg-
lottu eftir E.B. Whiete; I. (Frú' ory ^ sakamálasaga eftir Francia
Ólafía Jónsdóttir). b) Leiki'it: Burbridge, í þýðingu Sverris Har-
Hlyni kóngsson; — ofl. 19:25 Veð-1 aldssonar cand theol.; I. (Gunnar
urfregnir. 19:30 Tónleikar: Emil ^ Schram stud jur- les) 22:25 Tón-
Telmany leikur á fiðlu (pl.) 19:45 ]ejlcar: Þjóðlög frá Týról, sungin
Auglýsingar. 20:00 Fréttir. “20:20 og ]eikin (pi.) tji kl. 23:00.
Einsöngur: Ebba Wilton syngur
(pl.) 20:40 Erindi: Sitt af hverju
um dýr (Magnús Á. Árnason list-
málari). 21:00 Tónleikar (pl.):
Fiðlukonsert í C-dúr eftir Haydn
(Simon Goldberg og hljómsveitin
Philharmonia leika; Walter Siiss-
lcind stjórnar). 21:25 Upplestur;
Æivintýri léttasveinsins, smásaga
1.
Fimmtugsafmæll
Fimmtugur er i dag Dómald Ás-
mundsson, verkamaður, Fálkagöfcu
18, Reykjavík.
Iíelgidagslæknir
er Árni Guðmundsson, Barðavogf
20. — Sími 3423. .