Þjóðviljinn - 24.07.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.07.1955, Blaðsíða 5
Sunnudagur 24. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Kínverska þjóðín sækir fram til velmegunar Hinn 16. júni sl. flutti vara- forsætisráðherra og fjármála- ráðherra Kínverska alþýðu- • lýðveldisins, Lá Sjan-n jan, ræðu á þingi þjóðfulltrúa Kínverska lýðveldisins og ræddi um framkvæmd fjár- laga 1954 og um fjárlög 1955. X.5 Sjan-njan lýsti yfir að iheildartekjur ríkissjóðs 1955 séu áætlaðar 31.192.520 þús. júanar, 6,91 af hundraði hærri en á siðastliðnu ári. — TJtgjöld eru áætluð 29.736.720 þús. júanar, 20.72 af hundr- hærri en árið 1954. Rekst- •ursafgangur er áætlaður 1.455.800 þús. júanar. Lí Sjan-njan benti á að f járlög Kína fyrir 1955, þriðja ár fimm ára áætlunar Kína, ,,þjóna því markmiði að þoka jyjóðarbúskapnum í átt til á- setlunarbúskapar, auka beint og óbeint velmegun og menn- ingu þjóðarinnar og efla sjálfstæði og varnir lands okkar“. — Grundvallaratriði þessara fjárlaga, bætti hann við, er auknihg framleiðslunn- ar, framkvæmd sparnaðar til þess að afla fjármagns til efnahagsuppbyggingarinnar, einkum þó til uppbyggingar þungaiðnaðarins. Af útgjöldum á fjárlögum Kína 1955 fai'a 60,67 af liundraði til uppbyggingar at- vinnulífsins, en einnig til þjóð- félagsmála, menningar- og fræðsiumála, sagði varafor- sætisráðherrann. Þetta ber vott um það að Kína heldur fram stefnu friðar og frið- samiegrar uppbyggingar í fullu samræmi við djúprætt- ustu hagsmuni kínversku þjóðarinnar. Útgjöld til landvarna eru 24.19 af hundraði heildarút- gjalda. Lí Sjan-njan lagði á- lierzlu á að þessi fjárveiting væri óhjákvæmileg, þar sem lieimsvaldasinnar umkringja ennþá Kína, sem verður þess vegna að verja sjálfstæði sitt og nýbygglngu atvinnu- veganna, frelsa Taívan, vernda fullveldi sitt og lands- yfirráð. Fjáiveitingar til hins hrað- Vaxandi iðnaðar Kína eru auknar um 11,32 af hundraði •miðað við síðastliðið ár, en 89.20 af hundraði þessara fjárveitinga fara til þunga- iðnaðar. Til landbúnaðar, skógarhoggs, áveitufram- hvæmda og veðurþjónustu fara 9,25 af hundraði þeirra fjárveítinga sem renna til •uppbyggingar atvinnulífsins. Fjárveitingar til byggingar undirstöðufyrirtækja i iðnaði hækka um 10.43 af hundraði, en fjárveitingar til þjóð- félags-, menningar og fræðslu- mála hækka um 11,28 af hundraði. Með nýjum fjárveitingum á þessu ári, sagði varaforsætis- ráðheirann, er tala stóriðju- fyrirtækja sem hafin er bygg- ing á og eru í byggingu sam- tals 1079. Auk þess verður hafin bygging nýrra iðnaðar- borga. 1 samanburði við árið 1954 | eykst íramleiðsla raforku um 19,3%, kola um 14,7%, olíu um 31,6%, hrájárns um 13,8%, stáls um 18,3, sements um 21,7%, pappírs um 8,9%, sykurs um 17,8%, salts um 50,1%. Heildarverðmæti landbún- aðarframleiðslu Kína er áætl- að að hækki um 6,4 af hundr- aði, þar af framleiðsla korns um 5,3 af hundraði, bómull- ar um 30,6 af hundraði, tób- aks um 38 af hundraði, syk- urreyrs um 16 af hundraði. Hafnar verða nýjar áveitu- framkvæmdir. Nýjar járnbrautarlínur verða lagðar, alls um 1000 kílómetrar að lengd, bílvegir alls um 1300 km að lengd. Magn smásöluverzlunar eykst um 9 af hundraði. Hlut- deild ríkis- og samvinnuverzl- ana í smásöluverzluninni verð- ur 51,7 af hundraði. Samkvæmt niðurstöðu um framkvæmd ríkisáætlunarinn- ar fyrir 1955, sagði Lí Sjan- njan, mun heildarframleiðsla iðnaðar og landbúnaðar Kína samkvæmt heildarverðmæti aukast um 7 af hundraði, en hlutdeild nútíma iðnaðar í heildarverðmæti iðnaðar- og landbúnaðarframleiðslunnar nær 33,7 af hundraði. Hlut- deild rikisfyrirtækja í heild- arverðmæti iðnaðarframleiðsl- unnar eykst upp í 59,3 af hundraði. Fleiri einkafyrir- tæki munu heyra undir áætl- anir rikisins. Tala samvinnu- félaga handiðnaðarmanna nær 22.800 en samvinnufélög í landbúnaði munu halda áfram að eflast að eigin frumkvæði bændanna og á grundvelli gagnkvæms hags. Á síðast- liðnu vori var tala þessara samvinnufélaga 670 þús. Vinnulaun verkamanna og starfsmanna í mismunandi fyrirtækjum og í mismunandi greinum atvinnulífsins hækka að meðaltali um 3,3 af hundr- aði á þessu ári, sagði Lí Sjan- njan. Hin ýmsu ráðuneyti ríkisstjómarinnar bvggja fyr- ir verkamenn og starfsmenn 11 millj. ferm. nýs íbúðarhús- næðis. Á þessu ári munu æðri menntastofnanir taka við 12,9 af hundraði fleiri stúdentum en í fyrra, miðskólar 7,77 af hundraði fleiri og barnaskól- ar 6,6 af hundraði fleiri nem- <D endum. Tala sjúkrarúma í sjúkrahúsum sem tilheyra heilbrigðismálaráðuneytinu eykst um 10,7 af hundraði. Tala vísindastarfsmanna eykst um 36,3 af hundraði. 169 kvikmyndir verða teknar til sýninga með kínversku tali og út verða gefnar 933.700 þús. bækur. Er Lí Sjan-njan minntist á tekjulindir ríkissjóðs sagði hann að 69,47% ríkistekn- anna komi frá hinum þjóð- nýtta hluta þjóðarbúskapar- ins. Tekjur sem teknar eru með skattheimtu af bændum lækka úr 14,23 af hundraði ríkisteknanna niður í 11,76 af hundraði, þar sem ríkið hefur ekki hækkað skatt á bændum síðan 1952. „Höfuðmarkmið fjárlaga 1955 er að einbeita og beina stóru fjármagni til þess að tryggja framkvæmd áætlun- arinnar fyrir 1955, en það er mjög mikilvægt fyrir fram- kvæmd fyrstu fimm ára áætl- unarinnar“. Er Lí Sjan-njan vék að framkvæmd fjárlaga 1954 sagði hann að heildartekjur hefðu orðið 30.745.830.000 jú- anar. Af þessari upphæð eru raunverulegar tekjur á árinu 1954 26.236.830.000 júanar, en afgangurinn yfirfærsla frá fyrra ári (og fyrri árum) 4.509 millj. júanar. Raunveru- legar tekjur voru 113,15 af hundraði af áætlaðri tekju- upphæð í fjárlögum. Árið 1954 voru tekjur af ríkisfyrirtækjum, ágóði og skattar, 65,24 af hundraði heildartekna ríkisins. „Þetta sýnir hversu mikilvægt hlut- verk tekjur af ríkisfyrirtækj- um hafa á hendi við öflun fjármagns til uppbyggingar sósíalismans í landi okkar“, sagði Lí Sjan-njan. Af heildarupphæð ríkisút- gjalda 24.632.440.000 júanar fóru 50,17 af hundraði til efnahagslegrar uppbyggingar, en fjárframlög til hennar skipa fyrsta sæti allra ákvæða um útgjöld. Heildarupphæð fjárfestingar í Öllum grein- um grundvallaruppbyggingar hækkaði 1954 um 15%, miðað við 1953. Fjárfesting í grund- vallaruppbyggingu af hálfu iðnaðarmálaráðuneytanna jókst um 31% móts við 1953 og var 48% af heildarfjár- festingu í grundvallarupp- byggingu árið 1954. Er Lí Sjan-njan minntist á árangur ýmissa greina at- vinnulífsins, sagði hann að framleiðsla iðnfyrirtækja rík- isins hefði aukizt um 27. af hundraði á sl. ári. Hlutdeild þjóðnýtts iðnaðar, samvinnu- fyrirtækja og sameignarfyrir- tækja ríkis og einstaklinga í heildarverðmæti iðnframleiðsl- unnar var 75,1 af hundraði, en hlutdeild einkarekins iðn- aðar lækkaði úr 36,8 í 24,9 af hundraði. Hlutur fram- leiðslutækja í heildarverðmæti iðnframleiðslunnar hækkaði úr 41.2 af hundraði í 42,3 af hundraði, en hlutur neyzlu- varnings lækkaði úr 58,8 í 57,7 af hundraði. Að magni til jókst þó framleiðsla neyzlu- varnings. Þrátt fyrir tjón af völdum náttúruhamfara 1954 var verðmæti landbúnaðarvöru- framleiðBlunnar á þvi jári meira en 1953. Magn smásöluverzlunar 1954 var 12 af hundraði hærra 1954 en 1953. Hlutdeild ríkis- og samvinnuverzlunar í smá- söluverzluninni jókst úr 41% 1953 í 58 af hundraði 1954. Utanríkisverzlun jókst að heildarmagni um 4,5 af hundr- aði. Innflutningur og útflutn- ingur stóðust á. Lí Sjan-njan tilfærði mörg dæmi sem sýndu að þróun iðnaðar og landbúnaðar og bætt vinnuafköst bæta lífs- kjör þjóðarinnar. Tala verka- manna og starfsmanna hjá ríkisfyrirtækjum, samvinriu- fyrirtækjum og blönduðum ríkis-einkafyrirtækjum jókst um h.u.b. 500 þús. á árinu 1954, en heildarupphæð vinnu- launa um 19 af hundraði. Tala verkamanna og opin- berra starfsmanna sem njóta almannatrygginga -var alls meir en 5.380.000, 11 af hundraði meira en 1953. Árið 1954 byggði ríkið 13 millj. fermetra íbúðarhúsnæðis, sem 540 þús. verkamanna- og starfsmannafjölskyldur hafa fengið til umráða. Innlegg í sparisjóði hækkuðu um 26 af hundraði, miðað við heildar- upphæð í lok árs 1953. Útgjöld til félags- menning- ar- og fræðslumála voru 14,05 af hundraði heildarútgjalda ríkissjóðs. Til þess að fullnægja þörf- um þjóðernisminnihluta var veitt til vegabygginga í hér- uðum þeirra, til heiisuvernd- ar og fræðslumála alls 255. 360.000 júanar. Útgjöld til landvarna voru 23.6 af hundraði heildarút- gjalda ársins 1954. Er Lí Sjan-njan dró sam- an niðurstöður af hinni far- sælu framkvæmd fjárlaga 1954, sagði hann að fjárlögin hefðu trj'ggt uppbyggingu at- vinnuveganna undir þeim kringumstæðum er þjóðarbú- skapurinn á við stöðugt betri hag að búa. — (Sinhua). Sélfaxi íendir á Egilsstöðum I Framhald af 8. síðu Sveinn bóndi á Egilsstöðum. Sigurður Jónsson var ennfrem- ur einn hinna fyrstu til að fljúga þangað og lenti fjögurra farþega Waco flugvél frá Flug- félagi íslands árið 1940 á 400 m langri braut, sem þar hafði verið gerð. Síðan 1940 hefur Flugfélag Islands haldið uppi flugferðum til Egilsstaða, og I sumar hefur verið flogið þang- að alla virka daga. Nýi flugvöllurinn á Egils- stöðum, sem tekinn var í notk- un fyrir þremur árum, er nú 1500 m langur og 50 m breiður. Er hann talinn af kunnáttu- mönnum mjög sæmilegur vara- flugvöllur fyrir millilandaflug- vélar, en ferð „Sólfaxa" í fyrra- dag var aðallega farin til þess að kanna allar aðstæður þar að lútandi. Með því að geta notað Egilsstaðaflugvöll sem vara- flugvöll fyrir millilandaflugvél- ar í framtíðinni skapast aukið öryggi fyrir allt flug milli Is- lands og annarra landa. — Með- al farþega í fyrstu ferð „Sól- faxa“ til Egilsstaða voru ýms- ir af forráðamönnum flugmála- stjórnarinnar og fulltrúar frá, Flugfélagi Islands. — Ráðgert var, að senda „Gullfaxa“ með 60 farþega til Egilsstaða síðT. degis í gær, og var heþþingur, farþeganna á vegum ferðaskrif- stofunnar Orlof. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.