Þjóðviljinn - 26.07.1955, Side 4
I) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. Júlí 1955
tr-----------------------
þlÓÐVIUINN
Ctgefandi:
Bameiningarflokkur alþýða -
Sósíallstaflokkurinn
________________________
Sigrar friðar-
stefnunnar og
sjálfstæðis-
barátta Islands
Ekki mun ofmælt að allar
þjóðir heims fagni því, að
Genfarfundinum lauk með
samkomulagi æðstu manna
fjórveldanna. Að sjálfsögðu
Var þess ekki að vænta að á
. vikufundi tækist að semja um
ágreiningsmál stórveldanna
enclanlega og í einstökum atrið-
nm. Hins væntu menn um heim
allan að á þessum fundi, þá
loks að hægt var að knýja fram
aS hann yrði haldinn, mætti
nást samkomulag um grundvöll,
gem í náinni framtíð geti leitt
'ti! friðsamlegrar lausnar á
mestu deilumálunum. Þær von-
ir rættust.
Það var mikilvægur árangur
að tókst að knýja bandaríska
ráðamenn til þátttöku í slíkum
fjc rveldafundi, en þeir hafa ár-
urr saman hindrað að hann yrði
haMinn. Hitt er þó enn mikil-
veegari árangur ef tekizt hefur
að sannfæra valdamenn Banda-
ríkjanna um að stríðsógnun
þe'rra og stríðsstefna sé ekki
lík’eg til árangurs, að þeim sé
canðugur einn kostur að viður-
kenna heim sósíalismans sem
strðreynd, viðurkenna að nú
þegar ræður heimur sósíalism-
ar~ yfir því reginafli, að ekkert
það vald er til í auðvaldsheim-
inrm, sem megnugt sé að tor-
ttrr a honum. En árangur Genf-
arráðstefnunnar gæti bent til
þe -s, að valdamenn Banda-
rik ianna tækju í vaxandi mæli
tiilit til þeirrar staðreyndar. Og
þá er friðar von.
Einnig Islendingum mun
ve: ða það óblandið fagnaðar-
efri að nú er friðvænlegra í
ht minum en nokkru sinni frá
því Bandaríkin hófu hið svo-
nefnda „kalda stríð“. En jafn-
'frr mt verður ljóst hve brjálæð-
is’c-g sú stefna leiðtoga Sjáif-
str ðisflokksins og Framsóknar-
flckksins var og er að ofurselja
Islrnd Bandaríkjunum til her-
Sícðva á friðartímum. Menn
eirs og Bjarni Benediktsson og
E; steinn Jónsson hafa miðað
alla pólitík sína árum saman
yið stríðsstefnu Bandaríkjanna,
þe'r hafa misnotað stjórnmála-
völd sín til að draga lokur frá
hinðum og leiða yfir ífe’lenzku
þj 'ðina hina þungbæru smán og
haítu bandarísks hernáms. Það
er þeirra stefna sem nú er að
bíða skipbrot, stríðsstefna
foandaríska auðvaldsins og
lepna þess.
Öll þróunin sýnir að hin
stcfnan, friðarstefnan, hlutleys-
is-tefnan, var rétt, og hefði
rr nzt íslandi farsæl. Því hlýt-
ur ályktun Islendinga að verða
Bt'; krafa að smán bandarísks
h- rnáms verði létt af Islending-
Um, að þjóðin víki til hliðar
p'-stulum stríðsstefnunnar, á-
þ;. ■ gðarmönnum hernámsins,
og hefji alhliða nýsköpun ís-
lenzkra atvinnuvega, íslenzks
þjóðlífs, í traustri von um frið.
I.
Skipting auðs og tekna
milli einstaklinga og stétta
hefur lengi verið eitt helzta
viðfangsefni hagfræðivísinda.
Misræmið i skiptingunni er
auðsætt hverjum manni bæði
í okkar kapitalíska þjóðfé-
lagi og undir skipulagi léns-
aðals og þrælahalds. Uppi eru
aðallega tvær andstæðar
skoðanir á þvi, hverjar séu
orsakirnar. Annars vegar er
sú skoðun ríkjandi að hlutur
hvers einstaklings af þjóðar-
tekjunum sé í nánu samræmi
við framlag hans til sköpunar
þeirra. Atgjörvi einstaklings-
uppskerunnar og sáðkomsins
að því viðbættu, sem bóndinn
hefði sjálfur notað eða látið
í skiptum fyrir fatnað og aðr-
ar lífsnauðsynjar. Hann sá,
að þessi munur, jarðrentan,
gat verið misjafnlega mikill
eftir aðstæðum. Petty talaði
einnig um vinnuna, sem mæli-
stiku á verðmæti vöru og
leggur grunninn að kenningu
Richardos um hæð vinnu-
launa.
Næstum heilli öld síðar,
eða á miðri 18. öld, voru uppi
mjög svipaðar skoðanir hjá
enska hagfræðingnum Ric-
hard Cantillon. Cantillon
vakti athygli á því, að ólíkt
jarðeigenda og ófrjóu stétt-
anna í bæjum og borgum.
m.
Árið 1760 hefur oft verið
nefnt fæðingarár iðnbylting-
arinnar í Bretlandi. Þá hófu
Englendingar að nota steinkol
í stað viðarkola við málm-
bræðslu. Á næstu áratugum
reis þar ný þjóðfélagsbygg-
ing af grunni, nýir fram-
leiðsluhættir myndast og nýj-
ar stéttir ryðja sér rúm og
taka við völdum. — Sextán
árum síðar eða 1776 kemur
út hið fræga rit Adams
Smith, frumherja hinnar
Bogi Guðmundsson viðskiptaíræðingur:
Er arðrnnshugtnkið
nothnft ?
ins, andlegt og líkamlegt ráði
mestu um það.
Hinsvegar er að finna þá
skoðun, að misskipting auð-
æfanna sé félagslegt fyrir-
bæri, sem eigi rætur sínar
fólgnar í framleiðsluháttum
þjóðfélagsins, þ. e. hvernig
framleitt er, og afstöðu
manna til framleiðslutækj-
anna. Karl Marx setur þessa
skoðun fyrstur fram á vís-
indalegan hátt. Hann bendir
á, að í séreignarskipulagi
skiptist menn í þjóðfélags-
stéttir eftir afstöðu þeirra
til atvinnuhækjanna, stétt
þeirra sem eiga þau, atvinnu-
rekendastétt, og stétt þeirra,
er engin framleiðslutól eiga
og verða þess vegna að selja
hinum fyrrnefndu vinnuafl
sitt sér til viðurværis, verka-
lýðsstétt. Það sem þessar
stéttir bera úr býtum af þjóð-
artekjunum er í engu sam-
ræmi við skerf þeirra til
framleiðslunnar segir Marx.
Verkalýðsstéttin ber skarðan
hlut frá borði af verðmæti
vinnu sinnar í framleiðslunni,
bróðurparturinn rennur til at-
vinnurekenda, vegna eigna-
réttar þeirra á framleiðslu-
tækjunum. Þann ■ hluta af
verðmæti vinnuaflsins í fram-
leiðslunni nefnir Marx verð-.
mætisauka og fyrirbrigðið
arðrán einnar stéttar á ann-
arri.
Arðránshugtakið er sprott-
ið upp úr vinnuverðmætis-
kenningunni.
n.
Sir William Petty varð
fyrstur til að koma auga á
það, að uppruna gróðans var
að leita í sjálfri framleiðsl-
unni, en ekki í vöruskiptum
eins og Merkantilistar álitu.
„Vinnan“, segir Petty, „er
faðir verðmætanna en jörðin
er móðirin“. Framleiðsluöflin
eru aðeins tvö að hans áliti,
jörðin og vinnan. Petty þekkti
vel til gróða jarðeigenda, og
hann sagði, að eðlileg jarð-
renta af landskika um árið
væri munurinn á andvirði
hlutfall milli framleiðsluþátt-
anna, vinnu og jarðar, í hin-
um ýmsu vörum, orsaki mun
á verðmæti þeirra. Sé varið
jafnmiklu af vinnu og nátt-
úruverðmætum til framleiðslu
Fyrri grein
tvennskonar vara, hlýtur gildi
þeirra að vera jafnt. Eins og
Petty átti Cantillon í nokkrum
erfiðleikum með hinn tvíþætta
uppruna verðmæta og leitaði
að ákveðnu samhengi milli
gildis vinnu og jarðar í fram-
leiðslu vara, án þess að verða
frekar ágengt.
Fysiokratarnir, sem oft eru
nefndir upphafsmenn vís-
indalegrar hagfræði, beindu
rannsókn sinni aðallega að
einni framleiðslugrein eins
og kunnugt er, landbúnaði.
Þar uppgötvuðu þeir einskon-
ar framleiðsluauka, eða
„produit net“ eins og þeir
nefndu hann.
Fysiokratar gerðu greinar-
mun á vinnu eftir því, hvort
hún var skapandi eða ófrjó.
Skapandi var sú vinna, að
þeirra áliti, sem framleiddi
eitthvað meira en hún notaði
sjálf til að geta framleitt.
Öll önnur vinna var ófrjó.
Þeim tókst ekki að skýra
frekar eðliseinkenni skapandi
vinnu, enda höfðu þeir ekki
ljósar hugmyndir um muninn
á notagildi og skiptagildi
vara. Þeir skoðuðu „produit
net“ einungis sem mismun á
framleiddum notagildum og
þeim er hafði verið neytt eða
notuð. Þessi munur var auð-
sæjastur í landbúnaði, og þeir
ályktuðu þess vegna, að land-
búnaður væri undirstaða alls
atvinnulífsins og efnahags
þjóðarinnar. Framleiðsluauk-
inn <produit net) vár ekki áf-
urð hinnár skapandi vinriti,
heldur gjöf jarðarinnar,
sögðu þeir, og skiptist milli
borgaralegu klassísku hag-
fræði, Wealtli of Nations.
Smith rannsakaði þar „upp-
runa auðæfa þjóðanna“ og
gerði það ýtarlegar og ná-
kvæmar en áður hafði þekkzt.
Hann sagði, að vegna verka-
skiptingar hefði varan öðlazt
nýja eiginleika, sem hann
nefndi verðmæti til skipta,
eða skiptagildi. Skiptagildi
vöru ákveðst af því magni af
öðrum vörum, sem fáanlegt
er fyrir hana. En hvert er þá
samband vinmtaflsins sem
varið er til að framleiða vör-
una og skiptagildis hennar?
Adam Smith sagði, að vinnan
væri „hinn raunverulegi mæli-
kvarði á skiptanlegt gildi
allra vara“.
Nú hélt A. Smith því fram,
*
Bogi Guðmundsson
að hægt væri að líta á vinn-
una sem hverja aðra vöru og
verðmæti hennar ákvæðist á
sama hátt. Vinnulaunin mið-
ast við það, sagði hann, sem
þarf til að viðhalda vinnugetu
verkamannsins, fæði, klæði,
og húsnæði fyrir hann og
fjölskyldu hans. En þegar
hann skýrgreinir verðmæti
vinnunnar í kapitaliskri fram-
leiðslu samsamar hann verð-
ið, sem atvinnurekandinn
greiðir fyrir vinnuna og gildi
hennár í vöruframleiðsluunni.
Vinna^' mannsins ákvarðar
ekki ein verðmæti vöru í iðn-
aðarþjóðfélagi, heldur aðeins
við skilyrði óbrotinnar fram-
leiðslu, án tækja eða tóla.
Iðnaðarfjármagnið var orðið
löggiltur þáttur í framleiðsl-
unni og laun þess fjárrentan,
Einn þáttur hafði bætzt við
hina tvo sem fyrir voru.
IV.
David Richardo hélt fast
við þá skoðun, að vinnu-
stundafjöldinn, sem færi í að
framleiða tiltekna vöru, á-
kvarðaði verðmæti hennar.
Það ætti ekki aðeins við uni
óbrotna framleiðslu, heldur
lika um vöruframleiðslu í
kapitalísku þjóðfélagi. Vinnu-
launin hafa tilhneigingu,
sagði hann, til að nálgast þá
hæð, sem nægir til að fram-
fleyta verkamanni og við-
halda vinnuaflinu óbreyttu.
Væru launin hækkuð, myndi
það leiða til fólksfjölgunar og
aukins framboðs á vinnuafli,
sem hefði aftur í för með sér
lækkandi laun.
Þegar skipzt var á vörum,
var samkvæmt vinnuverð-
mætiskenningunni, ætíð skipzt
á jafnvirði. Þetta jafnvirði
virtist hverfa, þegar verka-
maðurinn lét vinnu sína í té
fyrir lífsnauðsynjar. Adam
Smith hafði strandað á þessu.
Leið Richardos út úr ógöng-
unum var sú, að staðhæfa, að
gildi vinnunnar væri breyti-
legt, „vegna áhrifa framboðs
og eftirspurnar, og verðbreyt-
inga á matvælum og öðrum
lífsnauðsynjum, sem launum
væri varið til kaupa á“.
Vinnustundafjöldinn væri
engu að síður mælistika á
verðmæti vöru, vegna þess að
hlutfallið milli vinnu og fjár-
magns í framleiðslu allra
vara væri hið sama. Þessi
lausn gat ekki staðizt. Erfitt
er að benda á tvö fvrirtæki,
b.'y sem notað er jafnmikið
fjármagn og vinnuafl í fram-
leiðslunni, hvað þá að slíkt
sé algilt.
Richardo var eindreginn
talsmaður iðnaðarfjármagns-
ins og andstæðingur jarð-
eigenda og aðals. Hann lagði
vinnuverðmætiskenningunni
mikið lið, méð hinni frægu
kenningu sinni um jarðrent-
una. Hann sýndi fram á, að
misjöfn landgæði og ólíkar
aðstæður við að koma afurð-
um landbúnaðarins á markað
voru orsök misjafns fram-
leiðslukostnaðar.- Markaðs-
verðið þarf að vera svo hátt,
miðað við ákveðið framboð
og eftirspurn, að það mæti
kostnaði við framleiðslu á
þeirri jörð þar sem hann er
hæstur, skilyrði óhagstæðust.
Á slíkri jörð fær eigandinn
enga jarðrentu, hún myndast
aðeins við hagstæðari fram-
leiðsluskilyrði og er þess
vegna breytileg. Af því leiðir,
að jarðrentan er ekki verð-
myndunarþáttur, heldur á-
kveðst hæð hennar af verð-
inu.
Richardo þóttist sjá fram
á, að jarðrentan myndi fara
stöðugt vaxandi, þar eð ófrjó-
samara land yrði tekið til
ræktunar. Myndi það koma
þungt niður á iðnaði, vegna
hækkandi verðlags á nauð-
synjavörum og hækkaðra
launa. Hagsmunir iðnfram-
leiðandans voru í hættu og
jarðrentan átti sök á því.
Þessi tegund gróða átti eng-
an rétt á sér að áliti Ric-
hardos.