Þjóðviljinn - 26.07.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.07.1955, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 „Við verðum hvergi varir hatursins er við héldum að hefði grafið um sig” Vel fer á meS bandariskum og sovézkum bœndum er heimsœkja nu hvorir aSra Frá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna Gestrisni og vinsemd ásamt vakandi áhuga á búskap og verðlagningu búvara virðast œtla að setja svip sinn á ferðalög bandarískra og sov- éskra baenda hvorra um ann- arra sveitir. 1 Des Moines í lowa í Banda- ríkjunum bætti Leo Hoegh fylkisstjóri kveðju sinni við kveðjur þúsunda Iowa-búa, | sem hafa fagnað sovézku nefndinni ákaflega. Hoegh tal- aði í veizlu sem landbúnaðar- nefnd' Verzlunarráðsins í Des Moines hélt. Maís og grísir og ræktun hvors tveggja voru helztu á- hugamál Rússanna, bæði á 65 hektara býli 25 ára gamals bónda að nafni Richard Alle- man og á fyrsta fundi þeirra xneð fréttamönnum. Formaður sovézku nefndar- innar, Vladimir Matskevitsj aðstoðarlandbúnaðarráðherra, hafði orð fyrir þeim félögum á hlaðamannafundirium. Hann svaraði spurningum góðlátlega en með þungum áherzlum og hélt sig algerlega við landbún- aðarmálin. Hann vék sér fim- lega undan spurningum blaða- manns um f jórveldaráðstefn- una í Genf. ,,Við erum bundnir við torfuna", ságði hann • og hætti við: ,,Það er langt upp á fundinn á tindinum". Matskevitsj sagði að sér hefði 'þótt mikið til bús Allemans koma. Blaðamenn spurðu hann, bvort hann héldi að það mundi skila eins miklum afrakstri ef •ekki kæmi til gróðavon ein staklingsins. Hann kvað of snemmt að ræða ólík kerfi. „Þess vegna“, bætti hann við ‘brosandi, ,,er þetta umræðuefni sem rétt er að taka upp þegar líomið er út í bilinn“. Sovét- sendinefndin er ein í langferða Ibíl sínum. Alexander Jesheviski, að stoðarráðherra í ráðuneyti ’bíla-, dráttarvéla- og landbún- ^ðarvélaframleiðslu í Sovét- ríkjunum, hafði mestan áhuga á dráttarvélinni og öðrum vél- um á þessu bóndabýli í Iowa. Hann sá þar ekki einungis dráttarvél heldur einnig sam- riyggða kornskurðar- og þreski- vél, fjölerði, maístíni, vörubíl, fólksbíl fjölskyldunnar, bíl- kerru, áburðardreifara, maís- stönglaskera og maískvörn. Á akri í grenndinni var vélknúinn hálmbindari í gangi. Fólki í Iowa kom mest á ó- vart, hversu nákvæmlega Rúss- arnir spurðu um framleiðslu- kostnað og afurðaverð. Rúss- amir voru mest hissa á því að Alleman og kona hans annast bú sitt ein að öðru leyti en því að þau ráða daglaunamenn um uppskemtímann og fá granna- hjálp frá föður bóndans, bróð- ur hans og frænda, sem allir búa þama í grenndinni. Alleman skýrði Rússunum frá því, að hann myndi ala svín sín og nautgripi á maís af 30 hekturum. Hann býst við að fá 200 skeppa uppskem af hektara. Alleman sagði Rússunum, aðj hann yrði að leggja hart að sér til að græða 14 dollara á hverjum, af 120 grísum er hann selur. Matskevitsj hrósaði hon- um síðar á blaðamannafundin- um, kallaði hann „fyrirmyndar- bónda" og kvaðst álíta að hann myndi reynast vel ef hann væri stjómandi landbún- aðarvélastöðvar í Sovétríkjun- um. Hann sló frú Alleman gull- hamra fyrir að annast bæði búverkin og 200 hænsni. Meðan þessu fór fram í Iowa lýstu tveir af þeim 12 mönn- um, sem skipa bandarísku landbúnaðarsendinefndina, undrun sinni yfir frábærlega vinsamlegum móttökum rúss- nesks almennings. „Jafnvel þótt við væmm i opinberri nefnd og fengjum því beztu fyrir- grei5slu,“ sögðu þeir, „áttum við von á að verða varir við að eitthvert hatur í garð okkar hefði grafið um sig öll þessi Plœging með rafknúinni dráttarvél á ökrum Kíroff samyrkjubúsins í Rjasan héraði skammt suðaustur af Moskva. ár. En þess verður hvergi vart“. Bandaríkjamennimir heim- sóttu samyrkjubú af nýjustu gerð og ríkisbú í nágrenni Moskva. Síðan tekur við 30 daga ferð um Úkraínu, Mið- Asíu og nýræktarlöndin í Sí- beríu. Charles J. Hearst frá Cedar Rapids í Iowa komst svo að orði, að erindi þeirra væri að „kynna okkur samyrkjubúin og ríkisbúin í Sovétríkjunum og einkum þó óræktarlöndin sem nú era plægð í fyrsta skipti, til þess að ganga úr skugga um, hvaða aðstoð við getum veitt Sovétríkjunum við að koma á hjá sér svína- og maísbúskap eins og þeim sem tiðkast í Iowa“. SílcSin Nýjar þýðingar Njálu og Snorra Eddu þykja bókmenntaviðburður í Bretlandi Óhætt mun að fullyrða aö utan Norðurlanda er áhugi á íslenzkum fornbókmenntum nú hvergi meiri en í Bret- landi. Þess veröur víða vart aö í vitund æ fleiri bók- menntafróðra manna þar í landi skipa hin merkustu forn- rit okkar íslendinga sess viö hlið gullaldarbókmennta suörænna menntaþjóða fomaldar, Grikkja og Rónlverja. Hör sleginn með sláttuvél á Stalín samyrkjiibúinu í Vol- ín héraði í Úkraínu. Þetta má meðal annars marka af því, hve íslenzkum fornbókmenntum er gert hátt undir höfði í Times Iiterary Supplement, bókmenntafylgi- riti hins heimsfræga blaðs. Fylgiritið er tvímælalaust á- hrifamesta bókmenntatímarit í hinum enskumælandi heimi. Njáluútgáfa Einars Ólafs Síðastliðinn vetur birtist til dæmis í Times Literary Supple- ment heilsíðugrein um útgáfu Einars Ólafs Sveinssonar pró- fessors á Njálssögu. Var það aðalgrein þess heftis um fagur- bókmenntir. Höfundurinn, sem ekki var nefndur á nafn frek- ar en aðrir sem rita í T. L. S., gerði grein fyrir stöðu Njálu meðal íslenzkra fornrita og lýsti því hvílíkt afreksverk Njálurannsóknir Einars Ólafs væru. Bandarísk Njáluþýðing 1 T. L. S. sem út kom 3. júní í sumar, birtist svo langur rit- dómur um nýjar þýðingar tveggja íslenzkra fornrita á ensku. Annað er sjálf Njála, sem dr. Carl F. Bayerschmidt og Lee M. Hollander prófessor hafa þýtt en forlag New York- háskóla gefið út fyrir Ameri- can & Scandinavian Founda,- tion. Þýðendur hafa ritað for- mála og láta skýringar fylgja þýðingu sinni. ^ • Ritdómari T. L. S. kemst svo að orði, að þýðendurnir hafí, með því að ráðast í að þýða Njálu, tekið upp keppni um „meistaratignina í þyngsta verið á háskalegum villigötum. Bkrautbúningurinn sem Willi- am Morris klæddi þýðingar sín- ar í hafi ekki verið heppilegur og hættulegt fordæmi. Viðleitn- in til að fyrna málfarið og nota einungis orð af germönskum stofnum fór svo út í öfgar að sumar þýðingar eru hreinustu skrípi, ólæsilegar og gefa al- * Enska skáldið og sósíalistinn Will- iam Morris, sem uppi var á síðari hluta 19. aldar vann manna mest að pví að kynna löndum sínum íslenzkar fornbókmenntir. flokki þýðinga úr íslenzku. Sú íslendingasaga sem þeir hafa ráðizt á er bæði sú stærsta og mesta og menn eru samdóma um að hún sé eitt af snilldar- verkum heimsins í óbundnu máli“. Þýðingin er að dómi T. L. S. afbragð fyrir venjulegan nú- tímalesanda, en ritdómarinn hefur samt ýmislegt út á einstök atriði hennar að setja. , Leit að réttum stíl. Hann telur að flestir þýðénd- ur íslenzkra "förriþókmerinta á ensku hafi til skamms tima ranga hugmynd um frumritin. Ritdómarinn telur hina bandarísku Njáluþýðendur og ungfrú Jean I. Young, sem þýtt hefur óbundna málið úr Snorra Eddu, vera á réttri leið. Þýðing ungfrú Young kom út hjá Böwes and Bowes og Sig- urður Nordal ritar formála. „Þýðingar (á Snorra Eddu) hafa verið margar en þetta er sannanlega sú bezta........ Úrslitaspumingin er: „Er þetta heldur líkt Snorra Sturlusyni aflestrar?" Og svar- ið er „Já“ “ segir í Times Iit- erary Supplement. Framhald af 8. síðu Bjarmi Vestmannaeyjum 1373 Björg Vestmannaeyjum 517 Björg Eskifirði 1159 Björgvin Dalvík 1527 Böðvar Akranesi 1014 Einar Hálfdáns Bolungavik 571 Einar Þveræingur Ólafsf. 1300 Erlingur V. Vestm.eyjum 803 Fagriklettur Hafnarf. 753 Fanney Rvík 1495 Flosi Bolungavík 716 Fram Akranesi 602 Fróði Ólafsvík 574 Garðar Rauðuvík 1466 Goðaborg Neskaupstað 502 Grundfirðingur Grafarnesi 664 Græðir Ólafsfirði 823 Guðbjörg Neskaupstað 940 Guðfinnur Keflavík 1384 Guðm. Þorlákur Rvík 503 Gylfi Rauðuvík 719 Hagbarður Húsavík 1168 Hannes Hafstein Dalvík 1552 Haukur I Ólafsfirði 1100 Helga Reykjavík 2371 Hilmir Keflavík 1059 Hólmaborg Eskifirði 641 Hrafn Sveinbjarnarson 844 Hvanney Hornafirði 925 tligvar Guðjónsson Ak. 722 ísleifur m. Ve. 603 Jón Finnsson Garði 1243 Kárí Ve 666 Már Ve. 719 Mímir Hnífsdal 744 Mummi Garði 1212 Muninn II Sandgerði 1529 Páll Pálsson Hnifsdal 929 Pétur Jónsson Húsavík 768 Reykjaröst Keflavík 1101 Reynir Ve. 906 Runólfur Grafarnesi S22 Sigurður Siglufirði 945 Sigurfari Ve. 572 Sigurfari Hornafirði 518 Siöfn Ve. 547 Sjpstjarnan Ve. 965 Sleipnir Keflavík 586 Smári Húsavík 1611 Snæfell Akureyri 3119 Snæfugl Reyðarfirði 534 Stella Grindavík 552 Stígandi Ólafsfirði 990 Súlan Akureyri 754 Sveinn Guðm. Akranesi 708 Sæhrímnir Keflavík 809 Sæljónið Reykjavík 795 Sævaldur Ólafsfirði 936 Trausti Gerðum 762 Valþór Seyðisfirði 570 Viðir Eskifirði 1228- Viðir n. Gerðum 1973 Von Grenivík 1101 Von II. Hafnarfirði 1011 Völusteinn Bolungavík SÖ0 Vörður Grenivík 2188 Þorbjörn Grindavík 978 Þorsteinn Dalvik 1392 Þráinn Neskaupstað 534

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.