Þjóðviljinn - 26.07.1955, Page 7
Þriðjudagur 26. júli 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
p.
n,
Hans Kirk:
„Slríðshættan er úr sögunni*
Venjulega fór Evelýn með honum og stundmn velti Jó-
hannes Klitgaard fyrir sér, hver fjandinn gengi eigin-
lega a'ð henni. Hún hafði alltaf verið snarrugluö, en það
hafði hann því miöur verið of ungur til að skilja þegar
hann hitti hana í brauösölubúðinni fyrir mörgum árum,
þar sem hún stóö og dillaði barminum ísmeygilega. En
nú hvæsti hún eins og grimmur köttur.
Var hún orðin skotin í þessum langa fýlulega Fimche
byggingafulltrúa eöa var hún bara snarvitlaus almennt?
Jóhannes Klitgaard leit til hennar tortryggnisaugum,
þegar hún lýsti því yfir eins og ekkert væri eðlilegra aö
hún vildi fara með honum í viðskiptaleiðangur til Ála-
borgar. Og þegar hún var þangaö komin hafði hún
hreint engan áhuga á viðskiptum, heldur fór í göngu-
ferðir eins og hún kallaði þaö, og kom ekki heim fyrr en
síðla dags. Það var tilgangslaust aö spyrja hvað hún
heföi fyrir stafni, hún svai-aöi því engu, en eiginmaöur-
inn hafði leyfi til að draga sínar ályktanir. Svona fór
þegar heimsk hæna hafði ekki nóg aö gera, og Evelyn
drap aldrei fingri í kalt vatn, síðan sonurinn Kristján
fór á heimavistarskóla í Birkeröd vegna meðfædds
sp j átr ungsháttar.
En viðskiptin blómguöust með fádæmum vel, bæöi
hér og í Álaborg, hugsaði Jóhannes Klitgaard, þegar
hann var á leiðinni í hina vikulegu heimsókn sína til
Madsens tónlistannanns á Hostrupsvegi. Og það voru
margir ofaná á þessum tímum. Auðvitað var til fólk sem
hafði ekki vit á að grípa tækifærin, en fyrir slynga
kaupsýslumenn voru blómatímar.
Eiginkona Madsens tónlista.i*manns sem var víst
klára mella og var víst á kafi í ástandinu, opnaði fyrir
honum og brosti ástúðlega.
— Gerið svo vel, herra forstjóri, sagði hún. Maðurimi
minn er heima.
Madsen tónlistannaður sat við skrifboröið, hann
kinkaöi kolli en reis ekki á fætur þegar Jóhannes gekk
inn. Hann var kominn með nazistamerki í hnappagat-
ið og var mjög virðulegur á svip.
— Hvernig gengur það, Madsen? spurði Jóhannes
Klitgaard. Eigum við aö líta á reikningana og athuga
hvernig málin standa?
— Þaö getum við gert. Og svo gerum við upp í síð-
asta sinn. Nú veröið þér sjálfur aff taka þetta aff yður,
því að ég hef því miður ekki tíma til þess.
— Hvað er á seyöi, hafið þér fengið stöðu í lífverðin-
um?
— Nei, reyndar ekki, sagöi Madsen með þunga . En ég
er orðinn þreyttur á þessu. Þannig er mál með vexti,
forstjóri, að ég vil ekki taka þátt í þvi að ræna samfé-
lagiff. Ég vil ekki lengur vem leppur fyrir annan. í fram-
tíðinni getið þér sjálfur innheimt okurvexti yðar og
blóðpeninga. Það er ekki viö mitt hæfi.
Nú, jæja, þá var Madsen orðinn vitlaus og neitaði að
gera skyldu sína. Þetta vai' hreinasta úrkynjun, en við
þvi var ekkert að gera.
— Hvað ætlið þér þg að taka yður fyrif hendur, Mad-
sen? spurði hann.
— í fyi'sta lagi er ég oröinn áróðursstjóri hjá flokknum
hér í hverfinu, svaraði Madsen. Og þér getið bölvaö yð-
ur upp á að þaö er nóg að gera. Nú skulu lýðski'umarar
og kommúnistar fá fyrir ferðina; von bráðar veröum
það við sem tökum völdin, og þá fer fram hreinsun
sem segir sex.
— En ekki getið þér lifaö af því?
— Nei, en í ööru lagi hef ég fengið stöðu sem innkaupa-
stjóri fyrir varnarliöið, og hún lofar góðu. Þá vanhagar
um ýmislegt, þýzku drengina okkar, og þaö skal ég út-
vega þeim, og nú hef ég ekki tima til að annast innheimt
ur fyrir yður, því aö ég þarf að feröast um. Hér eru
skuldayfirlýsingarnar, allt er í röö og reglu, og pening-
ana hef ég lagt inn á bankareikninginn. Ég er heiöarleg-
ur til hins síðasta, forstjóri.
Hann rétti Jóhannesi Klitgaard skjalabunka og Jó-
hannes fletti honum vandlega. Hann bar ekki óskoraö
Framhald af 1. síðu.
ráðstafanir gerðar til að fjall-
að yrði um hvert og eitt.
Eisenhower Bandarikjaforseti
sagði, að í Genf hefði ásann-
azt að nýtt vinarþel rikti í
heimsmálunum. Það hefði
reynzt dýrmætt að komizt hefði
á persónulegt samband milli
ráðamanna í austri og vestri.
Faure, forsætisráðherra
Frakklands, kvað árangur hafa
náðst í öllum málum sem fjall-
að var um. Um öryggismál
Evrópu bæri Vesturveldunum
og Sovétríkjunum ékki ýkja
mikið á milli.
í tilkynningu æðstu mann-
anna í fundariok er skýrt frá,
að þeir hafi orðið sammála nm
að utanríkisráðherrar þeirra
skuli koma saman í október til
að ræða öryggismál Evrópu og
sameiningu Þýzkalands. Bæði
málin verða rædd samhliða.
Tillögur þær um afvopnun
sem fram komu fara til með-
ferðar afvopnunarnefndar SÞ
og skal hún koma saman í
New York 1 ágúst.
Utanríkisráðherrarnir skulu
fela sérfræðingum sínum að
ræða, hversu auðvelda megi
samskipti þjóðanna, ferðalög,
verzlunarviðskipti og menning-
artengsl.
Blöð um heim allan Iá.ta vel
af starfi fundarins í Genf. —
Pravda, aðalmálgagn Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna, kemst
svo að orði að fundarins í
Genf muni minnzt í mannkyns-
sögunni, því að hann marki
upphaf nýs tímabils í sam-
skiptum ríkjanna. Hann hafi
sannað að hægt sé að koma á
gagnkvæmu trausti milli stór-
veldanna og að þau geti unnið
samah að þVí að trýggja frið-
inn.
NlFl epna
Heilsuhæli Náttúrulækninga-
félags Islands í Hveragerði var
opnað síðastliðinn sunnudag.
Hælið rúmar 28 gesti auk
starfsfólks. Borðsalur er fyrir
100 manns og rúmgóð setu-
stofa. Hælið er fullskipað fram
í ágústmánuð. Land hælisins
eru rúmir 20 hektarar, sem
liggur austanvert við Hvera-
gerðisþorp beggja megin Varm-
ár. Þar sem heilsuhælið er þeg-
ar fullskipað en fjöldi manns á
biðlista, mun félagið gefa fólki
kost á ókeypis tjaldstæðum í
landi sínu, svo og útvega her-
bergi úti í þorpinu handa þeim
sem óska eftir að vera í kosti
hjá félaginu. Heilsuhælið verð-
ur rekið allt árið. Dvalarkostn-
aður er 70 kr. á sólarhring.
0&
eiinilisþáttnr
Ætlið þið til Suðurlanda
í sumarleyfinu?
Fæstir eiga þess kost nema
einu sinni á ævinni að ferðast
til suðurlanda, og ef maður er
að leggja upp í fyrstu og ef til
vill einu ferðina. til sólar og
hita suðursins, þarf maður að
reyna að njóta ferðarinnar sem
allra bezt. Hentugur klæðnaður
er mikils virði og fólk sem er
óvant að ferðast tekur oft. ó-
hentugar flíkur með sér. Það
er oft erfitt fyrir fólk að gera
sér í hugarlund hvernig maður
útbýr sig bezt í suðrænu lofts-
lag'i.
Þýðingarmest af öllu en þó
það sem flestir vanrækja er
skófatnaðurinn. Það er óþol-
andi að ganga um í miklum
hita nema í léttum skóm sem
hvergi þvinga fæturna. Auð-
vitað er le\f ilegt að taka spari-
skóna með, en það er miklu
þýðingarmeira að hafa meðferð-
is létta, helzt gamla og gengna
skó. Flatir ilskór sem hægt er
að hrevfa tærnar í eru einna
hentugustu skór sem maður
getur valið sér.
Svo eru það sokkarnir. Þær
sem hafa góða fætur ganga að
sjálfsögðu berfættar og það er
auðvitað hentugast, en þær sem
komnar eru af æskuskeiði og
hafa ef til vill æðáslit eða æða-
hnúta, vilja ógjama ganga. ber-
fættar. Og nælonsokkar eru
alls ekki hentugir í hitum, þeir
límast beinlínis við fótinn, og
gamalda.gs silkisokltar eru
miklu þægilegri. Sama gildir
um nærfatnað sem snertir
kroppinn; hann límist við mann
í miklum hita og það er mjög
hvimleitt. Nærfatnaður úr
þunnri bómull eða gervisilki er
miklu betri.
Nælon afbragð í ytri fatnað
Þegar um ytri fatnað er að
ræða, blússur, skyrtur og
kjóla, er nælon hins vegar mjög
æskileg't. Hvíta, þunna nælon-
blússan sem hægt er að þvo á
kvöldin og fara í að morgni er
ágætur ferðabúningur. Flestum
konum hættir til að hafa eins
mikið af kjólum og blússum
meðferðis og þær koma í tösk-
una, en notiö heldur rjrniið fvrir
skó til skiptanna og geymið ó-
þarfakjóla heima. Veljið þunn
Képavogur
Framhald af 1. síðu.
Er það áreiðanlega algjört
einsdæmi að sérstök bráða-
birgðalög séu gefin út um
sveitarstjórnarkosningar í einu
hreppsfélagi eða bæjarfélagi.
En þáu eru líká mörg eins-
dæmin í framkomu afturhalds-
ins og stjórnarliðsins gagnvart
íbúum Kópavogshrepps.
Algjör imdantekning
Til þess að sýna enn betur
hina furðulegu tilburði aftur-
haldsins og ofbeldisverknað
þess i garð Kópavogsbúa er rétt
að geta þess að samkvæmt lög-
um um sveitastjórnarkosningar
skal kjörskrá samin í jan. ár
hvert og gilda þar til í jan. á
næsta ári. t lögunum segir; All-
ar sveitarstjórnarkosningar
skúlu fara fram samkvæmt
gildandi kjörskrá. Eftir þessu
hefur verið farið í öllum sveit-
arstjórnarkosningum á Islandi
síðan 1939 að lögin voru sett.
Þessu þykir fyrst ástæða til að
breyta rtieð útgáfu bráðabirgða-
laga þegar kjósa á bæjarstjórn
í Kópavogi!
Skyldur og réttindi —
Stjórnarskrárbrot?
Fyrirmæli bráðabirgðalag-
anna um notkun kjörskrárinn-
ar sem taka átti gildi 24. jan.
1956, við bæjarstjórnarkosning-
ar í Kópavogi 2. okt. n.k. hafa
það m.a. í för með sér, að menn.
sem eru gjaldendur þar og eiga
þar kosningarrétt samkvæmt
gilda.ndi lögum, en fluttir eru
burtu úr hreppnum, eru sviftir
kosningarétti! Hingað til hefur
það þótt sjálfsagt að skyldur
og réttindi fylgdust að — en
ríkisstjórn íhalds og Framsókn-
ar virðist á öðru máli.
Þessi verknaður ríkisstjórn-
arinnar — að svifta menn kosn-
ingarrétti með bráðabirgðalög-
um sem þeir eiga skýlausan
samkvæmt gildandi lögum og-
venju er hinn furðulegasti. Er
ekki ósennilegt að útgáfa
bráðabirgðalaga sem fela slíkt
ákvæði í sér sé beinlínis brot
á stjórnarskrá landsins.
föt og hafið ekki of mikið með-
ferðis.
Það er gott að hafa með sér
annaðhvort fleginn bómullar-
kjól eða nælonkjól. Hvað yfir-
hafnir snertir er hægt að láta.
sér nægja regnkápu, eina af"
þeim sem eru ekki mjög regn-
kápulegar. Og takið til vara.
með ykkur hlýja peysu og síð-
buxur. Uppi á fjöllum og inni f
hellum er oft ónotalega kalt„
jafnvel í suðurlöndum.
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Srgurður Guðmundsson (áb) —
Fréttastjóri: Jón Bjaraason. — Blaðathenn; Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson,.
Magnús Torfi Ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jóosteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu«
19. — Simi: 7500 (3 línur). — Askriftarverð kr. 20 A mán. í Rvík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluvarð kr. X. — PrenUmiðja Þjóðviljans h.f.
iJfimriMitm