Þjóðviljinn - 04.08.1955, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 04.08.1955, Qupperneq 6
€) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 4. ágúst 1955 v---------------------------------------^ Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu ~ Sósíalistaflokkurinn v--------------------------y Mc CarthyVísis Misnotkun afturhaldsins á rikisútvarpinu íslenzka hefur löngum vérið hneykslunarhella. Tilhneiging afturhaldsfl. við völd hefur jafnan verið sú, að g-era rikisútvarpið að eins kon- ar flokksstofnun, og raða þar á dagskrána flokksgæðingum, án tillits til þess hvort nokkur lif- andi maður mennti að hlusta á þá. Það er því miður alltof sjaldgæft að þessir pólitísku út- varpsspekingar afturhaldsins snúi máli sinu óviljandi upp í hreina skopþætti eins og t.d. Júlíus sýslumaður Hafsten. Hitt er miklu venjulegra að þeir þrugli eitthvert dómadags- rugl svo aftaka leiðinlega að öllum sem reyna að hlusta er sár ro'm að. Þannig var rit- stióra Vísis t.d. troðið í útvarp- ið árum saman til hinna marg- vís’esrustu starfa, án þess að hlnstendum tækist nokkru sinni að u ngötva hvers vegna verið var að dindlast með þann mann í sögulestri, upplestri og jafn- ve1 erindaflutningi. tír þessu hefur þó dregið í seinni tíð og gæ+i það bent til þess að þolin- mæði ríkisútvarpsins til póli- tískra bitlingagjafa sé ekki al- ve<? takmarkalaus. Hvað eftir annað eru birtar í a^’irhaldsblöðunum, nú síðast í Vísi í gær, greinar sem svema sig ótvírætt í anda hinn- ar. miklu fyrirmyndar Hersteins Pá'ssonar og Bjarna Benedikts- sonar, en það er hinn banda- ríski McCarthy. Greinar þessar orka á íslenzka lesendur eins og froðulekandi fábjánaháttur, og því er raunar alveg óþarft að svara þeim* En rétt er að vekia á þeim athygli til að sýna mönnum hve grunnt er á nezistaafstöðunni hjá mönnum eins og Hersteini. Öllu sem ekki passar í þeirra kram er gefið samheitið ,,kommúnismi“, og svo rótazt út í það með orða- leppum sem sýna menningar- | stigið og skyldleika höfundanna j við áróður Göbbels og Mc- Csrthys. Nú umhverfist Her- steinn vegna þess að Magnús Jcnsson, Rannveig Þorsteins-1 dóttir og Sverrir Kristjánsson hp.fi samþykkt að frú Sigríður Einksdót.tir skuli fá að flytja, í útvarp erindi um heimsfriðar- þingið í Helsinki! Heldur Her- steinn því blákalt fram að hér gangi þetta blessað fólk erinda kommúnismans og mikil hætta sé á ferðum. Hugmynd Vísisritstjórans um hið hlutlausa ríkisútvarp virðist vera sú, að þar megi enginn maður koma fram nema hann sé í náðinni hjá ríkis- stjórninni og bandaríska sendi- ráðinu, þar megi aldrei minnast á staðreyndir sem heimsaftur- haldið telur sér jafn hættuleg- ar og tilvist hinnar miklu heimfriðarhreyfingar. En hætt er við að íslenzkir hlustendur séu langflestir á öðru máli um útvarpsefni, og væri ekki óeðlilegt að þeir létu það mál meir til sín taka hér eftir en hingað til. Ifalskur lisfmálari i heimsókn: Það er ekki ofsögum sagt af litadýrðinni á Xslandi Ungur ítalskur listmálari, Antonió Marinucci að nafni, hefur dvalizt hér á landi rösk- an mánuð. Hann leit inn til okkar á blaðinu í fyrradag, og tókum við tal saman: — Hvað freistaði þín að heimsækja ísland? — Eg hef lesið sitthvað um ísland, var kunnugt um sjálf- stæðisbaráttu ykkar, hina fornu alþingisstofnun, þekkti til forn- bókmenntanna islenzku, og hef lesið ýmislegt í nútímabók- menntum íslenzkum í þýðingu bókmenntafræðingsins og rit- höfundarins Prampolini; og hafði þetta allt vakið áhuga minn á landinu. En svo var það málverkasýningin ykkar í Rómaborg i vor sem olli því að ég tók þá ákvörðun að heim- sækja landið við fyrsta tæki- færi. Og tækifærið bauðst. Mér þótti það ánæ;j|juleg sýning: litagleðin, djarfleikinn. — Hefurðu farið víða um landið? — Nei, ekki ennþá; ég hef aðallega dvalizt hér í Reykja-S* vík og svo í nokkrum nærsveit- um. Eg heyri að þið kvartið all- ir yfir óvenjulegum rigningum hér sunnanlands, en ég kann henni alls ekki illa. í rigning- um eru alltaf sérstök litbrigði á landinu, er ekki sjást í ann- arskonar veðráttu; það kunn- um við málarar að meta. Ann- ars hef ég hugsað mér að fara norður í land þar sem sólskinið er: mig langar að kynnast bæði landinu og fólkinu sem bezt. — Hefurðu málað eitthvað síðan þú komst? Frönsk sveitakona: — penna- teikning eftir A. Marinucci — Já, ég á orðið nokkuð af teikningum héðan og handan, og vona þó að mér vinnist bet- ur það sem eftir er, en hér mun ég dveljast til septemberloka. Mig langar að koma í verk- smiðjur og hitta fólk á öðr- um vinnustöðum: það er eitt hugþekkasta viðfangsefni mitt að draga upp myndir af fólki að starfi. Ef ég verð duglegur og fæ aðstöðu til er ekki ó- hugsandi að ég reyni að sýna í Reykjavík það sem ég kann að teikna hér og mála, en ekki er það afráðið enn. -—i ‘Hvernig fellur þér hér nyrðra? — Ágætlega. Fólkið er in- dælt: gestrisið og hreinlynt, og náttúran er stórbrotin. Alveg sérstaklega er ioftið hér hreinna og tærara en annars- staðar þar sem ég þekki til, og það er engum ofsögum sagt af litadýrðinni á íslandi. Antonio Marinucci Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir. Þessi orð skáldsins Björnstjerne Björn- son komu mér í hug, er ég sá jarðneskar leifar Krist- munds Jónssonar búnar hinzta hvílurúmi. Já, ég veit að þær leiðir hefur hann þrætt ná- kvæmast og bezt af öllum þeim mönnum, sem ég hefi átt samleið með. Varfæmi, hógværð og mannvirðing virð- ist mér að hafi verið einkunn- arorð Kristmunds og sem mótuðu hugsun, orð og verk hans. Aldrei heyrði ég Krist- mund kasta fram illyrðum eða persónulegum móðgunaryrðum til andstæðinga sinna —_og jafnvel þótt að honum væri beint slíkum skeytum. Hann flutti mál sitt með festu og óhrekjanlegum rökum, sem ekki varð á móti mælt, enda var hann afburða snjall að forma hugsun sína í ræðu og riti. Hann hafði hljóm- mikla og fagra rödd og talaði fagurt og meitlað mál, öll orð vandlega hugsuð áður en tungan fékk leyfi til að flytja þau fram af vörum hans. Allt sem Kristmundur tók að sér að vinna leysti hann af hendi á þann veg að ekki varð um bætt. Allir sem til hans þekktu vildu njóta verka hans. Ég heyrði föður minn oft minnast á hver afburða maður Kristmundur væri í allri vinnu. Hann sagði að þeir mágamir Kristmundur og Halldór Ólafsson væra þeir mestu og beztu sláttumenn, sem hann hefði séð til. Marg- an húsvegginn hlóð Krist- mundur úr torfi eða grjóti og báru þeir ljósan vott um hag- leik hans og vandvirkni. Og — Eru góðir málarar á Ítalíu núna? — Já; ég nefni til dæmis Guttuso og Anna Salvatore, en nú stendur yfir sýning á verk- um þeirra í London; ennfremur Moccini, Vespignani og Minel. Flestir fremstu myndlistarmenn okkar aðhyllast hina svonefndu nýraunsæju stefnu; þið ykkar hér á íslandi sem séð hafið kvikmyndir þeirra de Sica,| Rosselinis og þeirra félaga get-1 *■ ið víst gert ykkur í hugarlund hvað í því orði felst: alþýðan í heimahúsum og á vinnustöð- um, þrengingar hennar, vonir og draumar. — Eru gerðar jafngóðar kvikmyndir á Ítalíu og fyrr? — Itölsk kvikmyndagerð hefur um skeið átt í allharðri samkeppni við Hollywood og framleiðslu hennar, og á síðustu árum hafa komið í ljós tilhneig- ingar til að stæla Hollywood. Samt eru enn gerðar ágætar kvikmyndir í landinu; mjög allir þeir, er nutu kennslu hans ljúka upp einum munni um að Kristmundur hafi ver- ið sá bezti og skemmtilegasti kennari er þeir hafi kynnzt. Kristmundur var giftur Sig- ríði Ólafsdóttur, bónda Björnssonar á Kolbeinsá. Og þó nú séu liðin 20 ár siðan Sigríður dó verður ekki geng- ið fram hjá að minnast henn- ar að nokkru, er Kristmundar er minnzt. Sigríður var fríð og tíguleg, svo að hún bar af ungum stúlkum í sveitinni. Það var sagt að Sigríður gæti valið úr ungum mönnum i sveitinni og þó út fyrir sveit- ina væri farið. En Sigríði var fleira vel gefið en fríðleikinn, hún var prýðilega greind og mannkosta kona, sem mat meira meðfædda hæfileika, menntun og þjálfun en sterka auðsaðstöðu. Ég þekkti vel til á heimili þeirra hjónanna og heyrði oft á viðræður þeirra, og minnist þess, að þó það kæmi fyrir, að sitt sýndist hvoru um mál og niðurstöður þeirra, þá báru þau þá virðingu hvort fyrir öðru, að þau hefluðu seglin í tíma og deildu ekki. Uppeldi baraa þeirra var með nokkrum öðrum hætti en tíðkaðist í þá daga. Þau sögðu börnum sínum að þetta ættu þau ekki að gera, ef þau gerðu eitt eða annað, sem var miður heppilegt. Aðfinnsl- ur, skammir og refsing þekkt- ist ekki á þeirra heimili. Eitt dæmi vil ég taka fram, sem glöggt sýnir hve hjálp- söm og fórnfús kona Sigríð- | Islenzkur drengur: — pemia- teikning listmálarans margt kvikmyndafólk er óiík- legt til að slaka á klónni. — Hér hafa margir áhuga á Rosselini og Ingrid: hvað er að frétta af starfi þeirra? — Það er alllangt síðan kom- ið hefur mynd frá Rosselini. en það er ekki að marka: hann vinnur lengi að hverri mvnd; ég vona að hann láti brátt frá sér heyra. Ingrid lék í vetur hlutverk heilagrar Jóhönnu í leikriti Bernard Shaw. Það var sýnt í Napólí, og fékk hún mik- ið lof fyrir leik sinn. Hún er mikið eftirlæti okkar á Ítalíu, svo alþýðleg, heilbrigð og lát- laus í öllu framferði. ur var. Eftir að þau hjónirt fluttust til Borðeyrar dó ung kona þar úr tæringu. Þessi kona lá lengi þungt haidin, og um langan tíma vitjaði Sig- ríður hennar, og eftir að veik- in ágerðist, stundaði Sigríð- ur hana hverja þá stuna, er hún gat yfirgefið sitt barn- marga heimili. En það var ekki aðeins þessi ltona, sem naut hins sterka vilja og hlýja hjartalags Sigríðar. All- ir, sem þekktu hana og bágt áttu leituðu til hennar og hún lét engan synjandi frá sér fara. Nú er ég rifja upp liðin samferðaár með Sigriði Ólafs- dóttur, vil ég með virðingu og þakklæti minnast alls þess, er ég naut hjá henni. Krist- mundur mun hafa tekið sér missi konu sinnar mjög nærri. Þau hjónin eiguðust 7 börn og lifa 6 þeirra: Björn, gjald- keri, Ólafur, fulltrúi sýslu- manns á Selfossi, Þorvaldur, byggingafræðingur, nemandi í listháskólanum í Kaupmanna- höfn, Marta Guðrún, kona Guðm. Vigfússonar blaða- manns, blíð og elskuleg kona og pabbabarn, Stefán, tré- smíðanemi, lauk iðnskólanámi á einiun vetri með ágætis- einkunn, Jón Skúli, bifreiða- stjóri hjá Grænmetisverzlun. ríkisins, yngstur þeirra syst- kina og kannski líkastur föð- ur sínum í skapgerð. ■ Þessi hópur ber foreldrunum góðan vitnisburð og sýnir glöggt að uppeldisaðferð þeirra hefur verið heppileg fyrir þroska og skapgerð baraanna. Viljaþrek og vald Krist- munds á tilfinningum sínum var óvenjulegt, og þó vissi Framhald á 8. síðu B. B Kristmundur Jónsson stjórnarráðsfulltrúi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.