Þjóðviljinn - 13.08.1955, Page 5

Þjóðviljinn - 13.08.1955, Page 5
kaugardagur 13.-ágúst ,1955 — I»JÓí)yiLJJNN — (5 Þa'ð er ekki heiglum hent að fylgjast með fréttunum frá tveim þýðingarmiklum ríkjum í Suður-Asíu þessa dagana. Þó ekki væri annað en nöfnin á mönnunum sem koma við sögu eru þau nóg til að æra óstöð- ugan. Forsætisráðherra Indó- nesíu var að segja af sér á dögunum og mun það mikili iéttir fyrir alla blaðalesendur og útvarpshlustendur sem ekki eru þvi minnisbetri, þvi að maðurinn heitir hvorki meira né minna en Alí Sastromidjojo. Ekki var heldur svo vel að hægt væri að losna við að taka sér í munn kjálkabrjót þann og tunguhnýti sem maðurinn ber að ættarnafni og nota skímarnafnið Alí, því að þá var tkkert líklegra en að menn rugluðust á honum og öðrum Alí, sem einnig var til skamms tíma forsætisráðherra á næstu grösum, Múhameð Alí frá Pakistan. Nú eru sem sagt báðir þessir Alíar oltnir af forsætisráðherrastólmium, en menn skulu ekki ætla að þar fyrir verði auðveldara að átta sig á ráðamönnum þarna eystra. Að minnsta kosti vita síðustu fréttir frá Pakistan ekki á gott. Þar hefur nýr maður tekið að sér að mynda stjórn, og hann heitir Mú- hameð Alí. Mönnum til freka ari glöggvunar skal það tek- ið fram ' að þessi Múhameð Álí er ekki sá Múhameð Alí sem fram í síðustu vik'u var forsætisráðherra Pakistans. Nei, Múhameð sá Alí sem nú er að verða forsætisráðherra í Pakistan var fjárrriála- og efnáhagsmálaráðherra í ráðu- neyti nafna síns. Reyndar eru þeir ékki alnafnar, sá sem nú er að reyria stjÓTnarmýriduri heitir fullu nafni Chaudhry Múhameð Alí, en hvað bætir það úr skák? I Samvizkusamir blaðalesend- ur, sem vilja gera skyldu sína sem ábyrgir þjóðfélags- borgarar og fylgjast með því sem er að gerast í fjarlæg- um en þýðingarmiklum hlutum heimsins, komast brátt að raun um að það er ekki erfiðast að læra að gera greinarmun á Alí Sastroamid- jojo, Múhameð Alí og Chaud- hry Múhameð Alí (að Alí Baba ógleymdum). Málið flóknar fyrst fyrir alvöru þeg- ar útí það er komið að gera sér greiri fyrir stjórnmálaáK standinu og öðrum aðstæðum, sem valda því að þessum mönnum skýtur upp á sjónar- sviðið og að þeir hverfa þaðan ^ aftur. Hér skal þó leitazt við að skýra lauslega frá hinu helzta sem máli skiptir varð- andi stjórnarkreppurnar sem nú standa yfir í Indónesíu og Pakistan. Fyrst er þess að gæta, að bæði ríkin eru korn- ung, hafa orðið til í umrótinu, sem staðið hefur í Asíu síðasta hálfan annan áratuginn. Þar hafa nýlenduþjóðirnar hver af annarri heimt frelsi sitt úr höndum erlendra yfirdrottn- ara. Þar sem stjórnendur nýlenduveldanna sem í hlut áttu höfðu til að bera fram- sýni og raunsæi vai'ð breyting- in með friðsamlegum hætti. En sumstaðar reyndu evrópsk nýlenduveldi að berja frelsis- hreyfingamar niður með of- beldi, og þar kom til blóðugra átaka. Nú er svo komið að n jji" . ERLEND TÍÖIIVDI Alí Sastroamidjojo, fráfarandi forsœtisráðherra í Indó- nesíu, fór í opinbera heimsókn til Kína í vor. Hér heilsar hann (t.v.) Maó Tstetúng forseta Kína. - Indónesía og Pakistan Malakkaskagi er eina, stóra landið í Asíu sem enn býr við nýlendustjórn, og einnig þar færist þjóðin smátt og smátt nær sjálfsforræði. í fyrsta skipti um aldaraðir ráða stór- þjóðimar í Suður-Asíu m.álum sínum sjálfar. Það er djúp- tæk breyting,. sem margir hér á Vesturlönduni hafa ekki enn gert sér fulla grein fyrir, Indónesar fengu sjálfstæði sitt viðurkennt eftir háífs fimmta árs baráttu víð Hollendinga, sem höfðu drottnáð . yfir þeirri í þrjá'r aldir. Índónesía er þegar á allt er litið auðugaata land i heimi. Þar dafna - allár v Múhameð Ali (sá sem fer) nytjajurtir sem nöfnum tjáir að nefna. Dýrir málmar og ódýrir, olía og kol eru þar í jörðu og magnið óvíða meira. Indónesía er aragrúi eyja og hafið gerir það að verkum að loftslagið er tiltölulega milt þótt landið liggi i hitabeltinu. Þjóðin er sú fimmta fjölmenn- asta í heimi, um 80 milljónir. Indónesía hefur því öll skilyrði til að verða stórveldi þegar tímar líða, en sem stendur er hið unga ríki veikt og auð- lindir þess ekki nýttar nema að litlu leyti. Eftir hervirki Japana og frelsisstríðið við Hollendinga voru atvinnuveg- imir í lamasessi og erfiðlega hefur gengið að koma þeim í gott horf vegna þess að erlend- ir eigendur oliúlinda, náma Og plantekra hafa margir kosið áð hkrerfa úr landi heldur en starfa undir stjórn indónes- iskra yfirvalda, sem létu það verða sitt fyrsta verk að girða fyrir að ágóðinn af atvinnu- vegunum héldi áfram að renna út úr landinu. Ofriður innanlands hefur leik- ið Indónesá veíst. Þar standa stöðugt ýfir fleiri eða færri uppreisnir, bæði á aðal- eyjunum Jáva, Súmatra, Borneó og Celebés og á smærri og afskekktari eyjum. Upp- reisnir þessar . eru af tveim rótúm runriar. ‘ Fyrir sumum standa skjlnaðárménri, sem vilja skipta landinu í fylki með víðtækri sjálfstjórn eða jafnvel stofna sjálfstæð ríki á einstökum eyjum eða eyjaklös- um. Foringjar þessara upp- reisnarflokka eru valdasjúkir einstaklingar sem með ein- hverjum hætti hafa komizt yf- ir vopn, en enginn þeirra hefur getað vakið neina fjöldahreyf- ingu með skilnaðarboðskapn- um. Öllu hættulegri er trúar- bragðaófriður sá, sem flokkar ofstækisfullra múhameðstrúar- manna hafa haldið uppi á vesturenda Java, á Súmatra og Celebes árum saman.. Vilja þeir steypa indónesiska ríkið í mót hins strangasta rétttrúnaðar og hafa víða neýtt heil byggð- arlög kristinna manna með eldi og sverði til að játa trú á spámanninn. Erfitt hefur reynzt að bæla niður óaldar- flokka trúarofstækismannanna, því að þeir njóta samúðar ef ekki stuðnings eins af þrem aðalflokkum á þinginu í höfuð- borginni Jakarta, flokksins Masjumi, en stefnuskrá hans er mjög mótuð af trúarsetn- ingútn múhameðstrúþrmanna. Innanlandsófriðurinn hefur séð fyrir því að almennar kosningar til þings hafa aldrei farið fram í Indónesíu, þingið sem nú situr var kosið óbeinni kosningu. Stjóm Sastroamidj- ojo, sem er úr þjóðernissinna- flokknum, helzta keppinauti Masjumi um völdin, ákvað loks í sumar að kosið skyldi til þíngs 29. september. En þegar draga tók að kosninga- deginum kom upp deila milli landvarnaráðherrans, sem er úr sósíalistiskum flokki, og herstjómarinnar. Lauk henni svo að Sastroamidjojo sagði af sér. Einn af foringum Masjumi reyndi að mynda stjórn en tókst ekki og nú er maður úr Þjóðernissinnaflokknum að reýna hvort honum tekst bet- ur. Þessi stjórnarkreppa varð meðan Sukarno forseti, mesti áhrifamaður Indónesiu, var í pílagrímsför til Mekka. Var búizt við því að hann myndu snúa sér að því við heimkom- una að beita sér fyrir mynd- un nýrrar stjórnar, en sú varð ekki raunin á. Hann tók sér sumarleyfi og fól Hatta vara- forseta að ráða fram úr vand- anum. Stjórn sú sem fór með völd í Indónesíu á undan stjórn Sastroamidjojo féll á því að hún gerði samning við Banda- ríkin um hernaðaraðstoð. Sastroamidjojo fylgdi dygglii- lega hlut^eysisstefnu Nehrus og hafa honum lítt verið vand- aðar kveðjurnar í bandarísk- um blöðum, sem hafa verið óþreytandi að hamra á því að það mætti ekki viðgang- ast að stjórn sem nyti stuðn- ings kommúnista væri við völd í landi, sem „hinum frjálsa heimi“ væri jafn mikilvægt vegna hráefnaauðlegðar og hnattstöðu og Indónesia. Yrn- islegt bendir til að banda- rískir erindrekar stundi und- irróður meðal liðsforingja í indónesiska hernum og hafi sámband við flokkinn Masj- umi. Stefna Indónesíu í al- þjóðamálum getur því oltið á því, hvering núverandi stjórn- arkreppa verður leyst. Sama máli gegnir um Pakistan. Þar er þó ekki um það að ræða að hugsanlegt sé að rikið hverfi frá hlutleysisstefnu og geri bandalag við Bandarík- in, heldur öfugt. Pakistan er þegar í bandalagi við Banda- ríkin, möguleikinn er sá að tengslin milli ríkjanna verði veikari eftir stjórnarskiptin sem nú eru að eiga sér stað. Dakistan á það sammerkt *• Indónesíu að stjómarkerf- ið er enn heldur laust í reip- unum, Árið 1947, þegar rík- ið var myndað af þeim svæð- • um á báðum endum Indlands þar sem múhameðstrúarmenn eru fjölmennastir, kusu hér- aðsstjórnirnar frá tímunn brezku nýlendustjórnarinnar stjórnlagaþing, sem sat fram á síðasta ár en kom þvi aldrei í verk að ganga frá stjórnar- skrá. Þingið var skipað fulltrú- um höfðingja og auðmanna, sem einir höfðu kosninga- rétt undir stjórn Breta, Á síðasta ári fóru fram fylkis- þingskosningar í Austur-Pak- istan, þeim hluta ríkisins ,sem liggur austan Indlands. Þar beið Bandalag Múhameðstrú- armanna, sem farið hefur með völd í Pakistan frá stofnuu ríkisins, hinn herfilegasta ósig- ur. Flokkasamsteypa sem nefn- ist Sameinaða fylkingin vann nær öll þingsætin. Hún hafði á kosningastefnuskrá sinni aukna sjálfsstjórn Austur-Pakistan til handa og fordæmdi það tiltæki ríkisstjórnar Múhameðs Alí að gera hernaðarbandalag við Bándaríkin. Skömmu eftír þessi kosningaúrslit gerðist Ghujlam jMúþameð, handhafi þjóðhöfðingjavalds í Pakistan, ærið umsvifamikill. Með stuðn- ingi herstjórnarinnar setti hann fylkisstjórnina í Austur-Pakist- an af og leysti upp stjórnlaga- þingið í höfuðborginni Kar- achi. ¥Tm tíma stjórnaði Ghulam Múhameð með einræðis- valdi, en hann er maður farinn að heilsu, öll þessi uriisvii urðu honum ofraun. Hann á- kvað því að láta kjósa nýtt stjórnlagaþing. Ekki var það þó kosið með almennum kosn- ingarétti, heldur kusu fýlkis- þingin fulltrúa á stjórnlaga- þingið. Jafnframt var stjórn Sameinuðu fylkingarinnar leyft að taka aftur við völdum s Austur-Pakistan. Þegar rtýja átjórníagaþíngið kom sarnan reyndist meirihluti Bandálags Múhameðstrúarmanna úr sög- unni. Ghulam Múhameð var nú farinn úr Landi að leita sér lækninga, en við valdi hans hafði tekið Iskander Mirza hershöfðingi, sem var innan- rikisráðherra í stjórn Múham- eðs Alí og herlandstjóri í Austur-Pakistan meðan þar var engin þjóðkjörin fylkisstjói n. Var nú tekið að reyna stjóm- armyndun undir leiðsögn Mirza, sem er hinn mestirstór- bokki og jafnvel enn ráðríkari en Ghulam Múhameð. Fyrst reyndi Múhameð Alí að mynda stjórn og leitaði til Framhald á 6. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.