Þjóðviljinn - 10.09.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1955, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Bandaríkgamönnum stendur & sama þó farið sé með þó sem étíndo glœpamenn. Blaðamenn spurðu Foster Dulles, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að því nýlega í Wash- ington hvort hann áliti rétt að breyta lögum sem krefjast þess að tekin séu fingraíör af öllum útlendingum sem koma til Bandaríkjanna. Hann sagði að þessi lög væru mikill þrándur í götu aukinna menningarskipta austurs og vesturs, en hann gæti þó ekki sagt með vissu hvort breyta ætti lögunum eða fella þau úr gildi. Hann sagði að Bandaríkjamenn hefðu ekkert út á það að setja þó tekin væru fingraför þeirra, en svo virt- ist sem Evrópumenn álitu slíkt móðgun við sig. Sjálfur sagðist hann þurfa að láta taka fingraför sín oft á ári, í hvert skipti sem hann fengi vegabréf og einnig þegar segsr Dulles hann endumýjaði leyfi sem hann hefði haft síðan árið 1917 til að eiga skammbyssu. Þing bankastjóra og sagnfræóinga Þrír háttsettir rússneskir bankamenn eru nú á alþjóð- legu bankanámskeiði, sem lraldið er í Oxford í Englandi. Á námskeiðinu eru banka- menn frá 43 löndum. í Róm stendur nú yfir al- þjólegt þing sagnfræðinga og eru um 1.600 sagnfræðingar frá flestum löndum heims, þ. á. m. frá Sovétríkjunum og Páfa- garði, á þinginu. Áhald handa ;Sk®rUÍ aukast { Hernaoarastandi hefur aftur 111 'verið lýst yfir á Malakkaskaga BlSllEl vegna þess að skæruliðar láta Svissneskur úrsmiður, Xav- nu aftur til sín taka eftir að ier Theurillat, hefur smíðað á- ntíkkurt hlé hafði verið á árás- hald sem hann segir að muni um Þeirra- koma siglingafræðingum að góðum notum og þó einkum geimferðamönnum. Með þessu tæki er t. d. hægt að sjá á augabragði stöðu ein- hverrar ákveðinnar stjömu í himingeimnum, bæði í fortið, nútíð og framtíð. Siglinga- fræðingar eiga að geta ákveð- ið stöðu flugvélar eða geimfara á örfáum ahdartökum, segir Theurillat. Termítar ieggja f>orp í eyði Þorp eitt á Norður-ítalíu, Oriago, er að leggjast í eyði vegna þess að termítar hafa grafið svo sundur allar stoðir í húsum, að mörg þeirra eru þegar hrunin til grunna og önnur að falli komin. Um 400 hús hafa orðið termítunum að bráð og margir þeirra þorps- búa sem enn em ekki flúnir, sofa úti á nætuma af ótta við að húsin hrynji yfir þá. Öll ráð til að útrýma skordýrun- rnn hafa reynzt árangurslaus. Ku Klux Klan fer é stúfana Glæpafélagið Ku Klux Klan sem lengi var áhrifaríkur aðili í stjómmálum suðurfylkja Bandarikjanna en hefur orðið að hafa hægt um sig að und- anfömu er ekki enn með öllu úr sögunni. Eftir þriggja ára þögn hélt félagið fund í síð- ustu viku í Horry County í Suður-Karólínu, þar sem E. L. Edwards, sem nú ber æðsta tignarheiti bófanna „Hinn keis- aralegi seiðkarl Ku-KIux-Klan- riddaranna" lýsti yfir í áheyrn 1500 „riddara“, að þeir yrðu að taka höndum saman til að gera félagið svo „öflugt að það geti barizt gegn því rang- læti sem hvítir menn em beittir". Um helgina stöðvuðu 30 vel vopnaðir skæmliðar vömbíla- lest í Johore. 27 vömbílar vom að flytja 700 verkamenn á vinnustað. Þeim var skipað að fara af bílunum, síðan helltu skæmliðar benzíni yfir bílana og kveiktu í þeim. Myndin er tekin í bandarískum fangelsisgarði eftir eina af hirnun mörgu fangauppreismmi senn orðið hafa í liandaríkjunum á undanfömum árum. Fangarnir höfðu neitað að vinna við fram- ræslu í mýri þar sem krökkt var af slöngum. Fangaverðimir sem voru drukknir skutu af handa ■ hófi á fangana og drápu átta en særðu 23. 12.260 morð voru framin í BandarBkjunum í fyrra AIIs voru afbrotin 2,267.250 og hefur fjölgaS um rúman fjórÖung síBan 1950 Doktorsritgerð um Georg Brandes Það kemur manni eiginlega á óvart að lesa í dönsku blaði að fyrst nú hafi dönsku dokt- orsefni dottið í hug að leita að rannsóknarefni í lífi og verkum Georgs Brandes. Nú, tæpum þrjátíu ámm eftir dauða hans, hefur Árósarhá- skóli viðurkennt ritgerð eftir magister að nafni Henning Fenger um „Námsár Georges Brandes". Nasser f er til Ung- verjalands Nasser, forsætisráðherra Eg- yptalands, hefur jiegið boð um að koma til Ungverjalands opiribera heimsókn. í síðasta mánuði var tilkynnt í Kaíró, að Nasser myndi fara til Sov- étríkjanna í boði sovétstjóm- arinnar, sennilega í vor. Það var í fyrsta sinn sem stjórn- arleiðtoga í Arabaríkjum var boðið til Sovétríkjanna. Ofbeldisverkum, moröum og oörum afbrotum fjölgar stöðugt í Bandaríkjunum. í skýrslu sambandslögreglunn- ar FBI um síðasta ár sem er nýkomin út er skýrt frá því aö 12.260 menn hafi verið myrtir í Bandaríkjunum í fyrra. Á árunum 1930—1953 voru 3,281 maður tekinn af lífi í Bandarikjunum, en þrátt fyrir dauðarefsinguna heldur glæp- um og ofbeldisverkum áfram að fjölga. Einn kunnasti glæpa- fræðingur Bandaríkjanna, pró- fessor Thorsten Sellin, hefur gert síðustu skýrslu FBI að umtalsefni og segir að ein höf- uðorsök glæpaöldumiar í Banda ríkjunum sé aðbúnaður dæmdra afbrotamanna í bandarískum fangelsum. Orsök fangauppreisnanna Á undanförnum árum hafa uppreisnir fanga verið mjög tíðar í Bandaríkjunum. Það er ekki að ástæðulausu, að á- liti Sellins. Flest fangelsin' eru eldri en 70 ára og í mörgum þeirra sem upphaflega voru byggð fyrir 2000—2500 fanga eru nú geymdir 4000—5000. Ekkert er gert til að leiða afbrotamennina inn á réttar brautir, enda koma 62 af hverj- um 100 föngum aftur eftir að hafa afplánað refsingar. Meiriháttar glæpum fjölgar Séu hemaðarútgjöld dregin frá ríkisútgjöldum Bandaríkj- anna verður eftir fjárhæð sem er jafrihá þeirri sem afbrot em talin kosta bandarísku þjóðina, eða um 500 dollarar á hverja fjölskyldu. Síðan 1947 hefur afbrotum stöðugt fjölgað. Á síðasta ári jukust meiriháttar glæpir um 5% og fjöldi allra. afbrota samanlagðra var 2.267.250, eða rúmlega 100,00 fleiri en árið áður, en þá höfðu þau aldrei verið fleiri. Ibúum Bandaríkjanna hefur fjölgað um 7% síðan 1950, ea á sama tíma hefur afbrotum fjölgað um 26,7% eða nær fjórum siimum meira. I fang- elsum landsins eru geymdi* 175.000 afbrotamenn. Afbroi; þeirra kosta 20 milljarða á í ri» N I Þjóðverj ar a ð eyðileggja freð- j fiskmarkaðinn í USA? i Hafinn er útflutningur á freðfiski frá Vestur- j Þýzkalandi til Bandaríkjanna. Brezka blaðið j FISHING NEWS hefur eftir norskum fiskkaup- j manni, aö þýzki freðfiskurinn sé svo slæmur, aö j hætta sé á að hann eyðileggi með öllu freðfisk- j markaðinn í Bandaríkjunum. orep araoasi Lögreglan varð að beita táragasi gegn föngum í Bots- fangelsi í Noregi á laugard.aginn þegar þeir neituðu að lilýða skipunum hennar. Uppreisnin hófst þegar flytja átti sextán fanga úr fangelsinu í héraðsfangelsið í Osló. Flutn- ingur þeirra hafði verið ákveð- inn vegna þess að þeir voru taldir hafa staðið fyrir ýmsum agabrotum í fangelsinu upp á síðkastið. Á laugardagskvöldið neitaði einn fanginn að fara inn í klefa sinn og ógnaði lögreglu- þjóni. Þegar átti að setja hann i refsingarklefa barðist hann á móti og nokkrir aðrir fangar komu honum til aðstoðar. Lög- regluþjónunum tókst þó að bera þá ofurliði, og öllum var komið í klefana. Skömmu fyrir miðætti hófust mikil ólæti í fangelsinu, bar~ smíðar og öskur, og nokkri?? fangrar köstuðu logandi blaf a- pappír út úr klefum sínum, Lögreglan tók þá til sinna ráða og ákvað að flytja sextán. verstu óróaseggina burt. Það gekk þó ekki slysalaust; þeir streittust á móti og lögreglan. fékk í fyrstu ekki við neitt ráðið. Lauk svo að hún varð aö grípa til táragassins. Þessi ólæti í fangelsinu eiga rót sína að rekja til þess, að útivist fanganna. hefur veriS minnkuð sökum þess hve mörg- um föngum hefur tekizt aSi flýja úr því.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.