Þjóðviljinn - 10.09.1955, Blaðsíða 10
2
GAMLt
(framhald)
Þá varð Lótan öld-
ungis hamslaus.
„Heldurðu kannski, bölv-
aður þrjóturinn þinn,
að ég fari að taka af
þér pokana fyrir það að
þú fleygir þér niður
af leti“, .sagði Lótan.
„Nei, yfir heiðjna skaltu
með saltið í nótt“. Um
leið og hann sagði þetta
rak hann fótinn mjög
illilega í asnann og skip-
aði honum að standa
upp en asninn gerði
ekki annað en titraði og
stundi, svo Lótan bjóst
til að gefa honum enn
betri ámdnningu, en í
því bili var þrifið í
herðar Lótans mjög ó-
þyrmilega og honum
hnykkt niður kylliflöt-
um og um leið sagt
sterkri rödd og alvar-
legri: — „Vogar þú
þrælmenniy að mis-
þyrma asnanum þar sem
hann liggur fyrir fótum
þér magnlaus af þrælk-
un og þar að auki fót-
brotinn?"
Það var eins og dá-
Jítið svifi af Lótan við
byltuna, en þegar hann
^knaði við og leit upp,
sá hann feikna stóran
anda griæfa yfir sér og
hélt að Gúlú sjálfur
væri þar kominn, og
augnaráð andans var
ekki óiíkt því sem hann
ætlaði að halda þar
dómsdaginn þegar í stað
og umsvifalaust.
,Það er þrjóskan sem
hefur fótbrotið asnann
LÚTAN
en ekki ég“, sagði Lótan,
„og hér á veginum átt
þú ekkert vald yfir mér
Gúlú, farðu þangað sem
þú átt að vera og láttu
mig og mitt í friði“.
Þegi þú mannfýla",
svaraði andinn, „ég vil
ekki heyra þig nefpa
nafn hins mikla höfð-
ingja vors, en þó ég sé
einn meðal hinna
minnstu þjóna hans þá
skaltu samt búast svo
við, sem ég muni ráða
viðskiptum okkar um
stund; og það skaltu
vita, að þegar svo
hryggilega er farið með
saklausar skepnur, eins
og þú hefur nú gert,
þá eru hans ríki engin
takmörk sett, og þó
þér væri það meir en
maklegt að ég . bryti hér
nú í þér hvert bein, þá
vill Gúlú ekki það, því
jafnvel þig, sem ekk-
ert réttlæti þekkir, læt-
ur hann þó ná lögum,
og því færi ég þig nú
fyrir dýradóminn og
þar munu réttlát og
makleg laun bíða þín“.
Svo þreif andinn Lót-
an upp og flaug með
hann gegnum loftið allt
til efstu bungu fjalls-
ins; fóru þeir þar inn
í afarmikla gljúfragjá.
Þar var niðamyrkur inni
og hengiflug til beggja
handa. Þeir fóru svo
um stund, en þá birti
allt í einu og Lótan sá
fyrir framan sig víð-
lend daladrög, yndislega
fögur og svo skinandi
björt eins og á heiðum
sumardegi. Þar var að
sjá gruridir og hæðir,
hlíðar og dali með ám
og lækjum, skógum og
runnum svo langt sem
augað eygði, og allt
þetta var eins og það
væri lifandi og iðandi,
því hver grund var
kvik af dýrum, og óm
af fuglakvaki bar frá
hverjum runni. Allt
þetta sá og heyrði Lót-
an á leiðinni inn yfir
grundirnar, því andinn
hægði nokkuð á skrið-
inu, þegar hann kom
inn í birtuna og þokað-
ist svo í hægðum sín-
um góða stund yfir hæð-
ir og dali með Lótan á
bakinu.
Framhald á 3. síðu
Skrítla
Það sem varast ber
Páfagaukur var á
heimili Páls litla. Stund-
um var drengurinn að
láta fuglinn hafa eftir
sér orð.
— Hvað, ér þetta, Pét-
ur, þú kenrrir páfagaukn-
um ljót orð.
— Nei mamma, ég er
bara að segja honum,
hvað hann megi ekki
segja.
Bókin um ísland
Alltaf bætast höfund-
ar í hópinn. í síðustu
viku bárust tilkynning-
ar frá þátttakendum í
Borgarfirði, Vestur-
Húnavatnssýslu og Ár-
nessýslu. Hverjir verða
næstir?
Orðsendingar
Bjarnj H. Ámason, (8
ára, Reykjavík). Óska-
stundin þakkar þér bréf-
in, myndina og söguna.
þú munt sjá eitthvað af
þessu innan skamms í
blaðinu okkar. Ljóðið
sem þú biður um, birt-
ist í 20. tbl., sem kom
út 21. júlí. Áttu ekki
það blað?
Anna í Hlíð (12 ára, á
heima í kauptúni á
Norðurlandi). Hún seg-
ir m.a. í bréfi dagsettu
27 ágúst; Kæra Óska-
stund. Ég er staðráðin í
því að taka þátt í því að
semja bók um ísland. Ég
mundi þá reyna að lýsa
nágrenninu hér, þar sem
LÓTAN
Framhald af 2. síðu.
Það var eins og ein-
hver undarleg tilfinn-
ing gripi Lótan við að
sjá allt þetta. Honum
duttu ósjálfrátt i hug
orðin „vinátta" og „frið-
ur“, - og það var eins
og þau græfu sig allt
i einu blýföst inn í huga
hans; þetta var honum
því kynlegra sem þessi
orð höfðu aldrei hljóm-
að öðruvísi í eyrum
hans en öll önnur orð,
en nú var eins og þau
væru komin þar lifandi
allt í kringum hann og
þyrptust að honum úr
hverri laut.
(Framh. i næsta blaði)
það eru all margir
krakkar hérna, sem fylgj-
ast með þér. Ef þau
vissu hvað það er gam-
an, þá myndu þau á-
reiðanlega byrja. Má
ég senda myndir með
greininni?
Svar: Já, myndir eru
kærkomnar og reyndar
nauðsynlegar inn í les-
málið, ýmist teiknaðar
eða ljósmyndir. Þetta
ræðum við allt nánar
um það bil sem við
byrjum á verkinu sam-
eiginlega.
— í bréfinu frá Önnu
er svo danslagavalið, til-
nefnir hún 3 eftirlætis-
iög sín, og lýkur bréf-
inu með þessum orðum:
— Svo bið ég fyrirgefn-
• % V t—
ingar a skrift og fleiru.
Hjartans kveðjur frá
þinni vinstúlku
Önnu í Hlíð, 12 ára.
Lesendum má gjaman
segja það að Anna í
Hlið hefur fallega rit-
hönd og setur lesmál
bréfsins vandvirknis-'
lega á örkina. En það er
list, sem ber að iðka, og
njóta þá báðir, skrif
arinn og lesandinn.
Vill stækka blaðið okkar.
— „Kæra Óskastund.
Ég hef mjög gaman af
blaðinu. Viljið þið hafa
felumyndir í blaðinu og
krossgátur? Mér finnst
blaðið of lítið. Viljið þið
3
stækka það eftir jólin.
Bless.
Jóhamies Þórðarson
Sauðanesi, A-Hún.
— Já, þú segir nokk-
uð, sem er athyglisvert,
Jóhannes. það væri gam-
an og reyndar þörf
að stækka blaðið, og
hafa ýmsir minnizt á
þetta áður. Við verðum
að velta þessu fyrir okk-
ur fyrst um sinn.
Minningar
Framhald af 1. síðu
við á annan bæ, semt
hét Fagridalur. — En
þangað er löng leið frá
skólanum og bíllinn, sem.
við vorum í var alltaf
að drepa á sér, svo það
var ekki skemmtilegt.
En samt komumst við
þangað og borðuðum
kvöldmatinn þar, og
kisa var alltaf að teygja
sig til mín og fá sér
bita líka. Svo fékk ég
að sjá litla hvolpa, en
ég man ekki hvað þeir
voru margir, en það
var aðeins ein tík, sem
hét Tóta eins og marnrna
hennar. Svo fórum við
aftur heim. En það gekk
nú ekki vel, því að bíll-
inn drap á sér og hent-
ist um leið ofan í skurð.
Við fórum nú labbandi
heim að Fagradal og
þar voru allir háttaðir,
því það var hánótt. En
einn maðurinn á bænum
klæddi sig og keyrði
okkur heim á dráttar-
vél og við vorum í
vagninum og gekk núí
allt vel.
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 10. september 1955-
Heimsókn til Oswiecim
Framhald af 7. síðu.
hvaða þjóð eða kynþætti sem
menn tilheyra, að sameinast
í baráttunni gegn öflum styrj-
aldar og mannhaturs, hefja
í sameiningu á loft fána frið-
ar og vináttu milli þjóða.
Munu allir þeir sem þarna
voru viðstaddir af heilum 'hug
hafa tekið undir þau orð.
Engin þjóð hefur í raun-
inni nökkra ástæðu til að fara
með ófriði á hendur annarri
þjóð. Hagsmunir þjóða krefj-
ast friðar. Alþýða allra landa
vill fá að vinna og starfa,
lifa í friði, án ótta um að
allt verði lagt í rústir fyrr
en varir. Styrjaldir eru ein-
ungis tæki í höndum ófyrir-
leitinna stórauðmanna til þess
að halda við aðstöðu sinni
til gróðasöfnunar, þrælka er-
lendar þjóðir. Yfirgnæfandi
meirihluti alls mannkyns hef-
ur viðbjóð á öllum hernaðar-
anda, stríðsstefnu, styrjöld-
um. Hví skyldu þá þjóðir
heimsins láta það henda að
heiminum verði (hleypt í bál
enn á ný?
I Varsjá kom saman æsku-
fólk frá 114 þjóðlöndum. All-
ur sá sundurleiti hópur bjó
á heimsmóti æskunnar við
bróðurlega vináttu, einlægni,
án sundurlyndis. Enginn var
þar æðri öðrum, enginn hafði
þar forréttindi fram yfir ann-
an. Hvi skyldu og ekki þjóð-
imar sjálfar geta fylgt þessu
fordæmi í samskiptum sín á
milli? 1 rauninni er engin
þjóð fædd æðri annarri, eng-
in þjóð hefur með réttu til
að bera forréttindi fram yfir
aðra þjóð. Allar þjóðir, all-
ir kynþættir, allir menn hafa
jafnan rétt til að lifa á jörð-
inni. Og jörðin hefur nóg
rúm handa ölliun mönnum,
auðæfi hennar nægja til að
tryggja öllum þjóðum mann-
sæmandi lífskjör.
Tíu ár eru nú síðan eldam-
ir í morðverksmiðjum naz-
ista í Oswiecim dóu út. Tíu
ár em nú síðan ráðið var
niðurlögum nazismans, stefnu
kynþáttagreiningar og mann-
haturs, í blóðugustu styrjöld
sem mannkynið hefur enn
háð. Tíu ár eru stuttur tími.
En enn er hætta á að hem-
aðar- og stríðsstefna fái byr
undir vængi á ný. Vestur-
Þýzkaland er hervætt og býr
sig undir hergöngu, og enn
sem fyrr í austur.
Síðustu viðburðir í alþjóða-
málum hafa vissulega dregið
nokkuð úr viðsjám þjóða á
milli. Forystumenn stórveld-
anna geta ekki lengur gengið
framhjá hinum einbeitta frið-
arvilja þjóðaima. Þjóðir alls
heimsins krefjast friðar. Sér-
hver rétt hugsandi maður
hlýtur að veita stuðning þeim
öflum sem berjast fyrir því
að koma í veg fyrir að frið-
urinn verði rofinn, sem berj-
ast fyrir þvi að hinar ólýs-
anlegu ógnir Oswiecim endur-
takist aldrei aftur. Samein-
aður friðarvilji þjóðanna er
voldugt afl sem taka verður
tillit til. Alþýða allra landa
hefur þegar sameinazt til þess
að tryggja frið í heiminum,
ekki eimmgis til þess að
koma í veg fyrir styrjöld,
heldur til þess að tryggja
langvarandi, ömggan frið,
undirstöðuna að hamingju
þjóðanna. 1 sameiningu mim
alþýða heimsins standa vörð
um þann frið.
íþróttir
Framhald af 9. síðu.
Veður var hið bezta. Dómari
var Guðjón Einarsson. Ahorf-
endum til mikillar hrellingar
gerði klukka Guðjóns honum
þann grikk að ganga skakkt
og stytti þar með leikinn um
5 mín. Svona geta klukkur
verið hrekkjóttar og það við
alþjóðlegan dómara.
Tímaritið Vinnan og verkalýðurinn
með nýju
kaupskýrslun-
er komin
út
Askriftarsímar 7500 og 81077
í Ráðskona
t Mig vantar konu til að sjá
• um heimili eins árs tíma.
■ Einnig kæmu til greina hjón
j þar sem konan gæti tekið að
: sér heimilið. — Tilboð óslcast
•
| sent afgr. Þjóðviljans fyrir
[ mánudagskvöld, merkt
8
„Ráðskona — Ár“.
I
SKÍÞAIÍTGCRO
._RIKISINS
Herðubreið
fer austur um land til Vopna-
f jarðar hinn 14. þ. m. Vörumót-
taka til Homafjarðar, Djúpa-
Vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar-
fjarðar, Fáskrúðfjarðar, Borg-
arfjarðar og Vopnafjarðar ár-
degis í dag og mánudag.
Farsseðlar seldir á þriðjudag.
TIL
LIGGUR LEIÐIN