Þjóðviljinn - 22.09.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.09.1955, Blaðsíða 4
’4) — ÞJÖÐVELJINN — Fimmtudagur 22. september 1955 VERKLÝÐS SAMTÖKIN GETA EKKILENGUR SETIÐ HJÁ I byrjun þessa árs höfðu laun íslenzkra verkamanna lækkað um einn fimmta hluta frá því um mitt ár 1947. Þessi staðreynd var sönnuð á eftir- minnilegan hátt af hagfræð- ingunum Haraldi Jóhannssyni og Torfa Ásgeirssyni, sem að tilhlutan Alþýðusambands ís- jlands framkvæmdu athugun á kaupmætti verkamannalauna síðustu 7 árin. Þessi niður- staða hagfræðinganna kom engum á óvart. Allt þetta tímabili hafði stefna stjórnar- valdanna verið sú að auka dýrtíðina með hvers konar ráðstöfunum þings og stjóm- | ar, fyrst og fremst í þeim tilgangi að þrýsta niður kjör- um almennings. Það þarf ekki að rifja upp aðferðim- ar: gengislækkunin„bátagjald- eynrinn, tollahækkanimar ! gleymast .ekki, þeim, sem orð- ið hafa að þoia afleiðingar þeirra. Á sl. vori var svo komið að j alþýðusamtölcin áttu einskis annars kost en að snúast til vamar og freista þess að end- urheimta a.m.k. nokkum hluta þess, sem þau höfðu verið rænd með verðbólgustefnunni. ; Með sameinuðu átaki verka- lýðsstéttarinnar tókst þetta, þrátt fyrir hatrama andstöðu gróðamannanna og ríkisstjórn ar þeirra, þótt kjarabæturnar væru miklum mun minni en réttmætt hefði verið. Jafn- framt voru knúin fram loforð um að hún skyldi standa gegn verðhækkunum. I Það hefði ekki verið fjarri að álykta að hin miklu átök í vor mundu verða ríkisstjórn- inni og atvinnurekendum slíkur skóli að þessir aðiljar mundu ekki freista þess að taka strax upp stefnu und- anfarinna ára, stefnu gengis- lækkunar, bátagjaldeyris og verðbólgu. En þeir sem svo hafa gert verða nú í dag vissulega að viðurkenna að 'þeim hefur skjátlazt. Ríkis- 1 stjórnin og eigendur hennar 'hafa engu gleymt og ekke'rt lært. Blekið var ekki þornað á ' kjarasamniugum verkalýðsfé- ' laganna og loforðum ríkis- stjórnarinnar, þegar hin fyrri iðja var upp tekin að nýju: verðlag á hvers konar þjón- ustu og nauðsynjum hækkað . upp úr öllu valdi, oft sem nam 20-30%. Skriðan hefur runnið meö síauknum þunga í sumar og ógnar nú allri af- ■ komu alþýðustéttanna. Af veikum burðum leitast blöð og málpípur ríkisstjórn- arinnar við að halda því fram að verkföllin í vor séu frum- orsök verðhækkananna og dýrtíðarinnar og munar þá að sjálfsögðu ekki um að snúa öllum staðreyndum við. Þarf ekki mikla glöggskyggni til að sjá að verkföllin og lausn þeirra var afleiðing af 7 ára herferð ríkisstjórnarinnar á hendur verkalýðnum. Með þeim var aðeins endurheimtur nokkur hluti af ránsfeng þeirrar herferðar. Það hefði þrví að réttu lagi ekki þurft að L' hækka verð á einni einustu | yörutegund vegna þeirrar launahækkunar, sem um var samið. öll skilyrði hafa verið og eru fyrir hendi fyrir því að atvinnuvegir þjóðarinnar gætu staðið undir miklum mun hærra raunverulegu kaupgjaldi en 1947, hvað þá lægra eða jöfnu. Sú raunverulega orsök verð- bólgustefnunnar er því ekki sú kauphækkun, sem varð á sl. vori. Hennar er að leita í því að verðbólgan er hand- hæg aðferð ríkisvaldsins til þess að rifta gerðum samn- ingum og hrifsa aftur árangr- ana af sigursælli baráttu al- þýðusamtakanna. Viðbrögð ríkisvaldsins við hinum nýju kjarasamningum sanna áþreifanlegar en nokkru sinni áður, að það er ekki lengur um að ræða neina frjálsa samninga milli alþýðu- samtakanna og atvinnurek- enda, sem einir gætu ákvarð- að kaup og kjör verkalýðs- stéttarinnar. Alþingi og ríkis- stjórn er orðin þriðji aðilinn, sem um þau mál fjallar og hefur í hendi sér úrslitavaldið. Nú er það vald í höndum her- mangara, milliliðabraskara og annarra ófyrirleitnustu gróða- mannanna. Þess vegna blasir nú sú hætta við, að enn einu sinni verði að engu gerðir þeir samningar sem verkalýðssam- tökin hafa lagt svo hart að sér til að ná. Þegar svo er komið er vissu- lega tímabært fyrir verkalýðs- samtökin að taka baráttuað- ferðir sínar til endurskoðun- ar. Atvinnurekendumir kjósa ekki að mæta verkalýðnum sem heiðarlegir viðsemjendur. Hafi þeir gert launasamning í dag láta þeir ríkisvaldið koma á morgun og hrifsa það, sem þeir kunna að hafa látið af hendi. Þenna leik hafa þeir nú leikið einu sinni of oft. Það er orðið öllum ljóst að grundvöllur kjarabaráttunm ar hefur færzt yfir á svið stjómmálanna og að verka- lýðssamtökin geta því ekki lengur setið hjá í stjómmála- baráttunni, ef þau eiga að gegna framskyldum sínum við alþýðuna. Þau hljóta á næstu tímum að taka það til yfir- vegunar á hvern hátt þau geti lagt það lóð á vogarskál- ina í stjómmálabaráttunni, sem ráðið geti um það úrslit- um hvora megin ríkisvaldið stendur í átökum milli alþýð- unnar og þeirra sem nú hirða arðinn af striti hennar. (Úr Verkamanninum). Gunnar Thoroddsen fyrir réttum níu árum: Hernámið gersamlega ósam- ræmanlegt sjálfstæði íslands Það vill svo einkennilega til að Sovétríkin afsala sér her- stöðinni á Porkkalaskaga á Finnlandi réttum níu áram eft- ir að mest átök vora hérlendis um Keflavíkursamninginn. Ein- mitt þessa dagana fyrir níu ár- um voru forustumenn Sjálf- stæðisflokksins að halda miklar Iðnskólmn í Reykjavsk Innritun í skólann, fer fram dagana 22. til 27. sept. kl. 5—7 síðdegis, nema laugardaginn 24. sept. kl. 10—12 f.h. í skólahúsinu viö Skólavöröutorg. Skólagjald greiöist viö innritun. Haustpróf byrja mánudaginn 3. okt. samkvæmt próftöflu í skólanum. Skólinn verður settur laugardaginn 15. okt. kl. 2 e.h. Skólastjórinn Gunnar Thoroddsen ræður til þess að sanna það að með Keflavíkursamningnum væra allar herstöðvar á Islandi niður fallnar um aldur og ævi. 21. september 1946 hélt Gunn- ar Thoroddsen t. d. minnis- stæða ræðu á Alþingi og komst m. a. svo að orði: „Þegar Bandaríkin fóra 1. okt. s. 1. fram á herstöðvar hér á landi til langs tima á þrem stöðum, þá vakti sú málaleitun ólgu og andstöðu íslenzku þjóð- arinnar. Það var fjöldi af fjöl- mennustu félagssamtökum landsmanna sem reis upp og mótmælti. Ástæðumar fyrir þeirri ólgu og andstöðu sem þetta vakti voru augl-jósar. Ef hið erlenda stórveldi hefði feng- ið herstöðvar eins og það fór fram á, hefði það haft viss landsvæði af íslenzku landi á sínu valdi og undir sínum yf- irráðum. Hersvæðin og þeir út- lendu herflokkar, sem hefðu haft gæzlu stöðvanna á hendi, hefðu orðið utan við lög og rétt á Islandi. fslenzk yfirvöld hefðu engum lögum getað þar fram komið, íslenzkir dómstól- ar ekki dæmt mál þessara manna, íslenzkir borgarar, sem teldu á hlut sinn gengið af hálfu hersins, ekki náð rétti sínum nema eftir milliríkjaleið- um. íslendingar hefðu ekki ver- ið frjálsir ferða sinna um eigið land, heldur þurft til þess leyfi annarra. Um áhrifin á þjóðerni. okkar, sjálfsvitund, álit okkar út á við, þarf ekki heldur að fara mörgum orðum. í augum. umheimsins hefðum við varla italizt til fullvalda þjóða, þegar þrjár herstöðvar væru í land- inu, og yfirráð okkar yfir því! þar með skert, jafnvel með her- stöð í hjarta okkar eigin höf- uðborgar. Málaleitunin um her- stöðvar af hálfu Bandaríkjanna var gersamelga ósamræmanleg sjálfstæði Islands. Og mín skoð- un er sú að til lítils hafi þá verið skilnaðurinn við Dani, ef skömmu síðar hefði átt að gera slíka skerðingu á sjálfstæði okkar. En íslenzka þjóðin reis upp — að vísu ekki sem einn maður,. en yfirgnæfandi hluti hennar- lýsti sig andvígan þessari mála- leitan. Og í alþingiskosningun- um var þetta staðfest. Þær- raddir og óskir hér á landi, sem vildu herstöðvar, hafa verið kveðnar niður í eitt skipti fyrir öll. Málstaður þjóðarinnar sigr- aði. Þessi ákvörðun íslenzku þjóðarinnar stendur óhögguð að leyfa engu erlendu ríki her- stöðvar í landi okkar“. Morgunblaðið og Porkkala Eftir fjögurra daga um- hugsunarfrest hefur Morgun- blaðið nú loks fengið málið um Porkkala, og aðstendend- um blaðsins hefur skilizt að ekki er stætt á þiví að halda áfram að lýsa brottför rúss- neska hernámsliðsins frá Finnlandi sem áfalli fyrir finnsku þjóðina. Hins vegar leynir sér ekki að ritstjómin telur þetta einhver erfiðustu og hörmulegustu tíðindi sem hún hefur orðið að fjalla um. I tveggja dálka leiðara eru aðeins tvær setningar þar sem blaðið skrúfar út úr sér já- kvæðar athugasemdir um þennan stórðtburð. Fyrri setn- ingin hljóðar svo: „Nú hafa Rússar lofað að afhenda Finnum Porkkala. Er það vissulega vel farið. Mun því almennt fagnað af öllum vinum Finnlands, ekki sízt á Norðurlöndum.“ En hvað þá um Island? Væri það ekki „vissulega vel farið“ ef bandaríska hernáms- liðið afsalaði sér herstövum sínum hérlendis? Myndi því ekki „alnaennt fagnað af öll- um vinum íslands" — þar á meðal Islendingum sjálfum? Hin setningin er þessi: „Það er auðvitað mjög góðra gjalda vert, að Sovét- stjórnin hefur afhent Finnum Porkkala eftir að öllum var orðið ljóst, að hún hafði ekk- ert með þetta landsvæði að gera .... Öryggi Leníngrad var ekkert skjól að herstöð- inni á Porkkala." Nú er herstöðin á Porkkala allt í einu orðin öryggisráð- stöfun og vamaraðgerð, og kenningin um árásarhug Sovétríkjanna rokin út í veð- ur og vind. En eiga ekki þessi ummæli á nákvæmlega sama hátt við um Island? Væri það ekki „mjög góðra gjalda vert“ ef Bandaríkin afhentu Islendingum Keflavík, Hvalfjörð, Aðalvík, Heiðar- f jall og Stokksnes ? Hvað hafa Bandaríkin „með þetta land- svæði að gera?“ Öryggi Bandaríkjanna sem era í óra- fjarlægð frá Islandi er marg- falt minna skjól að herstöðv- unum hér en Leníngrad að Porkkala. *- En Morgunblaðið forðast að minnast á íslenzkar hliðstæð- ur. Forastugrein þess er að öðru leyti ofsaleg árás á Sov- étríkin; aldrei hafa þau* ríki notið minni samúðar en nú hjá málgagni íslenzka forsæt- isráðherrans! Og blaðið ber fram tvær athyglisverðar kröfur: í fyrsta lagi krefst það þess að sósíalismi verði niður felld- ur í Eistlandi, Lettlandi og Lithaugalandi og völdin af- hent á ný afturhaldsstjórnum þeim sem drottnuðu þar um tveggja áratuga skeið, eftir að erlendir innrásarherir höfðu brotið á bak aftur byltinguna í þessum löndum. Og í öðru lagi krefst blað- ið þess að sósíalisminn verði afnuminn í öllum löndum Austurevrópu, en völdin af- hent aðli þeim, auðmönnum Og gósseigendum sem drottn- uðu þar áður. Eins og sjá má af þessu bera skrif Morgunblaðsins frekar keim brjálæðis en nokkurs skynsamlegs mats á heimsmálunum. Eða hvernig' skyldi því verða tekið í Morg- unblaðinu ef sovézk blöð bæru fram þær kröfur til Banda- ríkjanna að kapítalismi væri. afnuminn á íslandi og fleiri tilteknum löndum með vald- boði? Hvemig myndi Morgun- blaðið útmála viðhorf Sovét- ríkjanna ef þau lýstu yfir því að engin friðsamleg þróun í heiminum væri hugsanleg án. þess ? Séu brjálæðisskrif Morgun- blaðsins tekin alvarlega eru þau í rauninni krafa um inn- rásarstyrjöld í Austm’evrópu- ríkin og Sovétríkin til þess að breyta stjórnarfari þessara landa. Morgunblaðið ' lifir þannig ekki aðeins enn í heimi kalda stríðsins, heldur dregur það við hún stefnu McCarthys og annarra slíkra, sem jafn- vel bandarísk blöð blygðast sín nú fyrir. I þessa vígstöðu hefur Morgublaðið hörfað til þess að reyna að verja her- nám íslands ■— en hversu margir Islendingar skyldu vilja fallast á slíkar kenning- ar?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.