Þjóðviljinn - 23.09.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.09.1955, Blaðsíða 4
'é) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 23. septemöer 1955 —•v. 3’ hstekki n’öldniix csiSnrholdslsis og knú-lð f rcsm nýja stj érncsrstefnu Það virðist einfalt mál, að ■ erkamönnum dugi ekki að saekja einvörðungu fram á því ;viði þjóðlifsins, sem aðalbar- •átta verkalýðsfélaganna nær .tii. Það er hægt að sækja þar tram um skeið. En hvað verð- /ur sú sókn árangursrík, ef oáðu megin situr afturhaldið vel búið í sterkum virkjum, ^itt heitir bæjarstjórn, annað ríkisstjórn og það þriðja heit- .ir Alþingi. Því meðan andstæð- ingar verkamanna, andstæð- .iagar hins vinnandi fjölda í landinu, halda þessum virkjum, ,eiga þeir ótal ráð til að ráð- ast að baki þeim liðssveitum verkamanna sem fram sækja j verkalýðsfélögunum, og draga úr þeim árangri sem náðst hefur í fórnfrekri baráttu heirra. Þegar þetta gerist hefja í- haldsblöðin upp hróp mikið: Hvað sögðum við? segja spek- jngarnir við Morgunblaðið og Vísi, gott ef þeir bergmála það ekki líka við Tímann, Al- þýðublaðið og Frjáþsa þjóð. Hvað sagði ég? segir Ólafur Thórs sigri hrósandi, Hvað mgSi ég? segir eymdarmála- jáðherra Framsóknar, Eysteinn Dónsson. Vorum við ekki búnir sð hóta þvi fyrir verkföllin j vetur að allt það sem verka- imenn ynnu í fórnfreku ver.k- íalli skyldi af þeim tekið? Og gengur okkur ekki myndar- jega að láta reita- það af ykk- •ur? Og ályktunin sem aft- urhaldið dregur af þessum íullyrðingum er auðvitað sú, að verkamenn eigi aldrei að gera verkföll! Og Benjamínið vestan úr Bandaríkjunum styn- ur því upp að íslendingar hefðu verið ólíkt betur settir ef hér hefði aldrei risið verka- lýðshreyfing! Þarna er hvort tveggja rangt, fullyrðingarnar og á- lyktanirnar. Víst er um það, að hvorki reykvískir verka- menn, né verkamenn um allt land sem nutu og eiga eftir að njóta góðs af árangri verk- fallanna miklu í vetur, munu vilja vera án þess vinnings sem þá vannst. Aðeins eitt dæmi: í meir en áratug höfðu sósíalistar innan þings og ut- an barizt fyrir atvinnuleya- istryggingum, tryggingum sem í framkvæmd væru á vegum verkalýðssamtakanna. Þing eft- ir þing hefur frumvarp sós- ialista um þetta mál verið drepið niður af andstöðu aft- urhaldains á Alþingi pg tómlæti. En reykvískir verka menn knúðu þetta réttlætis- mál fram í verkföllunum miklu í vetur, og þó ekkert stæði eft- ir af árangri þeirra nema sá sigur, er mikið unnið. En því fer þó fjarri að afturhald- inu hafi enn tekizt að ræna öllum öðrum árangri verkfall- anna. Og fyrir verkamenn er það gagnsæ blekking þegar aftur- haldið reynir að telja al menningi trú um að verkföll séu ekki einungis gagnslaus vopn í baráttu alþýðunnar fyr- ir bættum kjörum og aukn- Hólmf ríður Helgadóttir sextug í dag er Hólmfríður Helga- dóttir 60 ára, og þó að mér ífinnist álíka heimskulegt að jeyna að skrifa afmælisgrein eins og að flytja útfárarræður, jangar mig samt til að senda henni Friðu okkar nokkrar lín- ur á þessum tímamótum. Iíún hefur starfað í félagi akkar, A. S. B. nú í 22 ár, fretið á þingum Alþýðusam- 'bapds fslands, átt sæti í Mæðrastyrksnefnd og nú síð- ustu 12 árin verið varafor- ítnaður félagsins. Þessi margþættu félagsstörf hennar verða ekki rakin hér, en allir, sem leggja fram krafta sína í þágu verkalýðshreyfing- arinnar vita, að störfin eru ó- þrjótandi, að aldrei má neinn hlekkur bila. Það hefur heldur ekki verið hættan á því hjá Fríðu, alveg sama, hvað það var, sem gera þurfti, ef það miðaði að heill hins snauða manns í hagsmunabaráttu hans, eða störf í Mæðrastyrksnefnd við merkjasölu — fleiri seld merki þýþa einni móður í við- bót dálitla hvíld frá striti hversdagsins — og síðan eitt sólskinsbros í glöðum hópi og þá er Fríðu bezt launuð önn hennar i félagsmálunum. Það er mikið lán fyrir okkur, sem með henni höfum unnið, að hafa notið svo lengi henn- ar ágætu hæfileika, miklu ó- eigingirni og fórnarlundar, sem hún er gædd í svo ríkum mæli. Um leið og ég óska þér allr- ar hamingju á þessum merku tímamótum, Fríða mín, og þakka þér alla einlægni og vináttu, vænti ég, að við meg- um lengi enn njóta þinna á- gætu krafta. Þannig hygg ég, að þér vegni bezt. Guðrúu Finnsdóttir. um réttindum, heldur bein- línis hættuleg. Verkamenn vita betur. Sextíu ára saga verkalýðshreyfingarinnar á ís- landi sannar hvers virði ein- mitt verkfallsvopnið hefur ver- ið íslenzkri alþýðu í sókn hennar til bættra, kjara og si- aukinna mannréttinda. Það sem afturhaldið reyn- ir alltaf að lauma inn með á- róðri sínum er að ríkjandi ástand muni haldast um aila framtíð, að afturhaldið hljóti einnig í framtiðinni að hafa svipaða aðstöðu til arðráns og gróða og nú. Að það sé nátt- úrulögmáli að allar gróðahít- ir og svindlarar á íslandi græði og raki saman illa fengnu fé í sömu hlutföllum og nú. í þessa átt er sá áróður, að í hvert skipti sem verkamenn knýja fram launa- hækkun, verði allt annað í þjóðfélaginu að liækka, álagn- ing braskaranna hljóti að hækka, jafnvel svo miklu meira nemi en kauphækkun- in! Sennilega verður afturhald- ið á íslandi að fara að venja sig við þá tilhugsun að það er ekki náttúrulögmál að því verði um ótakmarkaða framtið fengnir möguleikar til að raka saman gróða af vinnu heið- arlegra vinnandi manna á ís- landi. Afturhaldið á íslandi mun verða .að læra þá erf- iðu lexíu, að með vaxandi styrk verkalýðshreyfingarinn- ar fer hlutur hinnar vinnandi alþýðu í tekjum þjóðarinnar sístækkandi. Og afturhaldið á fslandi mun einnig þurfa að læra þá lexíu, að það eigi ekki alltaf virkin bæjarstjóm Reykjavíkur, meirihluta Al- þingis og ríkisstjórn til að hlaupa í, það mun ekki um langa framtíð geta hefnt þess á Alþingi og í ríkisstjórn sem það tapar í beinni baráttu við verkalýðssamtökin. Einmitt nú mun verkamönn- um þetta atriði skiljanlegra en oft áður. Opinskáar hót- anir og ráðstafanlr valdhaf- anna gegn hagsmunum verka- manna hafa opnað augu al- þýðumanna fyrir nauðsyn þess að hefj.a sókn á stjórnmála- sviðinu, í bæjarstjórn og á Alþingi. Verkamenn hafa séð hve mikið hefur áunnizt með samstilltum átökum ,í verk*- föllunum undanfarin ár. Þeir hafa rétt hver öðrum bróð- urhönd um land allt og bundið það fastmælum að þurrka út áhrif afturhaldsins á stjórn heildarsamtaka verkalýðsins, Alþýðusambands íslands. í fyrrasumar og fyrra- haust var samfylking þeirra nógu sterk til að geta feng- ið Alþýðusambandinu einingar- forystu stéttvísra verkamanna. í þeirri sameiginlegu bar- áttu hafa verkamenn margt lært. En dýrmætasti lærdóm- urinn mun þó sá, að þeir hafa kynnzt og fundið hve auðvelt var að standa sam- an og vinna saman að sam- eiginlegum hagsmunamálum. Sú reynsla mun þegar hafa orðið til þess, að mörgum verkamanni hefur skilizt, að það er dauði og djöfuls nauð ef verkamönnum tekst ekki að sameina krafta sína til Framh. á 10. síðu «>- Verður mýraköldu útrýrnt á næsta ári? Sjúkdómminn vofir yfir fjórða hluta mannkynsias & ársþingi Alþjóða- heilbrigðismálasíofnun- arinnar í Mexico City fyr ir skemmstu ræddi aðal- ritari stofnunarinnar, dr. M. G. Candau, um bar- áttu gegn mýraköldu „sem hefur ekki aðeins valdið endalausum þján- ingum fyrir mannkynið, heldur einnig haft í för með sér geysilegt fjár- hagstjón." Rakti dr. Can- dau hvernig heilbrigðis- málastofnunin hefði Moskító-fluga að sjúga blóð úr viannshandlegg Moskító-flugur geta einnig verið bandamenn læknis- ins. Þrjú glös með 20 mos- kítóum í hverju eru sett á fœtur lamaðs sjúklings, og flugumar fá að stinga að vild sinni. Síðan er hann lœknaður við mýra- köldunni og kemur pá í Ijós að mjög hefur dregið úr lömuninni. reynt frá upphafi að koma á alþjóðasamstarfi til baráttu gegn mýra- köldu og bætti við: 230 milljónir öruggar — Víða í heimi hefur mik-’ ill árangur náðst í baráttunni gegn mýraköldu. Oft hafa heilbrigðisyfirvöld ýmissa landa fengið hjálp frá Heil- brigðismálastofnunimii eða öðrum alþjóðastofnunum, og í dag hafa meira en 230 millj- ónir manna ýmist fengið vernd gegn mýraköldu eða sjúkdómnum hefur að fullu verið útrjTnt úr landi þeirra. En eftir er að tryggja heilsi 270 milljóna manna, sem enn eiga á hættu að fá sjúkdóm- inn, og þá verða *menn að horfast í augu við þá stað- reynd, að sú moskítóutegmtd sem smitar menn af mýra- köldu verður smátt og smátt ónæm fyrir skordýraeitrinu sem beitt er gegn henni. Stöndum á krossgötum Það er engum efa bundið að við stöndum nú á kross- I götum í baráttu okkar gegn mýraköldu. Ef við liöldum á- fram á sama hátt og hingað til, eigum við ekki aðeins á liættu að skordýrin sem bera smitið verði ónæm, heldur verðum við og að reikna með því að ríkisstjórnir þær sem lagt hafa fram fé til barátt- unnar kunni að þreytast á því. Því ber nú að leggja allt kapp á að útrýma sjúkdómn- um að fullu. Það verður nú eitt brýnasta verkefni Heil- brigðismálastofnusiarimiar að sannfæra heilbrigðisyfirvöld viðkomandi landa um nauðsyn þess að hef ja lokasólui, og sjálfir verðum við að leggja fram svo mikla aðstoð að hægt verði þegar á næsta ári að útrýma þessum sjúkdómi sem að öðrum kosti ógnar f jórðungi mannkynsins. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.