Þjóðviljinn - 27.09.1955, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 27.09.1955, Qupperneq 4
é) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 27. september 1955 plækknn HagfrœSingur Landsbankans boSar ur- rœSi sfjórnarflokkanna i efnabagsmálum Ðr. Jóhannes Nordal, hagfræðingur Landsbankans, birtir í eíðasta hefti Fjármálatíðinda grein og þarf allur almenningur að .veita athygli þeim kenningum sem þar eru fluttar. Niður- Stðður hagfræðingsins eru í stuttu máli þessar: Það þarí að minnka stórlega atvinnuframkvæmd- ir, bæði einst&klinga ög hins opinbera. Það þarf að hækka tolla og skatta í ríkissjóð. Þao þarf að minnka útlán bankanna mjög verulega og hækka vextina enn. Það verður að hætta að greiða vísi- töluuppbætur á kaup. Grein Jóhannesar Nordals er birt með mikilli viðhöfn í Morgunblaðinu á föstudag, enda virðist þessi starfsmaður ! iLandsbankans vera oroinn 1 Siagfræðmgur Sjálfstæðis- : Ælokksins eftir að Ólafur ' Ejörnsson og Benjamín Ei- ! -jíksson eru búnir ati ganga ! rér til húðar. Hitt vekur meiri ; íurðu að meginefni greinar- ! innar er einnig birt með mik- iíii velþóknun í Alþýðublað- ánu — undir aðaifyrirsögn á forsíðu — og hefur þá Aliþýðu- •jlokkurinn annað tVeggja skipt algerlega um skoðun í efnahágsmálum eða blaða- cmennirnir hafa ekkert skilið í því sem þeir voru að birta. O Atvinnuleysi Jóhannes Nordal lýsir í grein Einni öngþveiti því í efnahags- caálum sem er afleiðing af ióstjóminni, braskinu og spill- ísgunni. Koma engin ný at- criði fram í þeirri lýsingu, en það eru úrræði hagfræðings- 3ns sem ástæða er til að benda Sjérstaklega á. Hann segir: „Frumskiíyrðið er að dreg- | sé úr hinni gífurlegu eftir- ! spurn og fjárfestingu innan- ! Hands með samdrætti á útlán- um bankanna og stórauknum tekjuafgangi ríkissjóðs. Siík stefna krefst harðfylgis og á- ræðis, því að hún mun vafa- j'aust koma víða hart niður“. . Þetta þýðir á mæltu máli eð hagfræðingurinn krefst þess að dregið sé stórlega úr þllum verklegum framkvæmd- siem á ísiandi, þar á meðal hús- *e-------------------------- byggingum, með ennþá strangara lánsfjárbanni en verið hefur að undanförnu. „Stóraukinn tekjuafgangur ríkissjóðs“ á að fást með hækkuðum tollum og sköttum og minni framkvæmdum hins opinbera. Og ekki er að undra þó.tt hagfræðingurinn teíji stefnu sína munu koma víða hart niður — hún myndi m. a. hafa í för með sér mjög víð- tækt atvinnuleysi — enda telja kapítalískir hagfræðingar at- vinnuleysi óhjákvæmilega nauðsyn ef hægt eigi að vera að stjórna þjóðfélaginu. □ Kauplækkun I annan stað segir dr. Jó- hannes Nordal: „Til þess að endurreisa frjálst markaðskerfi að nýjuÆ á íslandi verður að brjóta þá hlekki sem lagðir hafa verið á efnahagslífið. Það verður að afnema framleiðslustyrki, inn- flutningshöft og vísitölubind- ingu“. Sé síðasta atriðið tekið fyrst merkir afnám vísitölubinding- ar það á mæltu máli að það á að hætta að greiða vísitölu á kaup, þannig að launþegar taki á sig alla verðbólgu bóta- laust. Ekki skýrir hagfræðing- urinn nánar hvernig hann ætlar að afnema framleiðslu- styrki, en eitthvað verður að koma í staðinn ef hann er ekki þeirrar skoðunar að leggja eigi algerlega niður framleiðsluatvinnuvegina. Þarf . að sjálfsögðu ekki að efast um að það sem fyrir dr. Jóhannesi Dr. Jóhannes Nordal vakir er stórfelld gengislækk- un. Hún er einnig ráðið til að tryggja svokallað afnám inn- flutningshafta, þá kemur að- eins stórskert kaupgeta al- mennings í stað hinna haft- anna. □ Vaxtahækkun Og enn segir hagfræðingur Landsbankans: „Fyrsta skrefið þyrfti að vera vaxtahækkun, sem ætíð verður sterkasta vopn bank- anna gegn peningaþenslu, en með því mætti koma á meira jafnvægi en nú er milli fram- boðs og eftirspumar á lánsfé“. Vextir íslenzku bankanna eru nú hærri en nokkurs stað- ar tíðkast í víðri veröld, og það er engum vafa bundið að einmitt sú stefna, lánsfjár- hömlurnar og frjálst okur í húsnæðismálum, eru helztu undirrætur verðbólgunnar á Islndi. En nú á bjafgráðið gegn verðbólgunni að vera það að hækka vextina enn til þess að fólk hafi ekki efni á að taka fé að láni — t. d. til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. □ Gengislækkun Þá kemst dr. Jóhannes Noi’- dal svo að orði: „Almenn vaxtahækkun og samdráttur útlána eða aðrar aðgerðir geta ekld náð full- komnum árangri, ef meginat- vinnuvegir þjóðarinnar eru undanþegnir“. Útflutningsframleiðslan hef- ur að undanförnu notið lægri vaxta en aðrir og hún hefur fengið lán eftir föstum regl-- um út á afurðir. Nú á að af- nema þetta fyrirkomulag, tak- marka lánin og stórhækka vextina. Afleiðingin vei’ður auðvitað sú að framleiðslan stöðvast að fullu — nema gerðar séu aðrar stórfelldar ráðstafanir, og þær ráðstaf- anir sem hagfræðingurinn hef- ur í huga eru auðvitað ný gengislækkun. □ Meiri gróði Margt fleira stendur í grein dr. Jóhannesár sem þörf væri að rekja. Það er t. d. ein af tillögum hans að skattalög- gjöfinni verði breytt, þar sem hún „veldur því að nær ókleift er að reka stórt lilutafélag á Islandi á heiðarlegan hátt“. Vill hagfræðingurinn láta breyta löggjöfinni þannig að hún „geri félögum kleift að úthlílta sæmilegum arði.“ Þannig á að ívilna stórgróða- mönnum á sama tíma og komið er á atvinnuleysi, aukn- nm álögum á almenning og kauplækkun. □ Strax eða síðar Ékki er að efa að þessar tillögur dr. Jóhannesar bera með sér hvaða ráðstafanir eru nú helzt ræddar í stjórnarher- búðunum. Allt efnahagskerfi landsmanna er nú í þvílíku öngþveiti að stói’felldra ráð- stafan er þörf — og ráð- herrarnir og hagfræðingar þeiri-a geta. auðvitað ekki hugsað sér aðrar ráðstafanir en þær að kreppa kosti al- mennings. Övíst er hvort stjórnarflokkarnir leggja til atlögu þegar í vetur eða þeir reyna að láta reka á reiðanum fram yfir kosningár. En al- menningi er þörf á að gera sér þegar grein fyrir því hvað í vændum er, ef sömu ráðamenn fá áfram að stjóma landinu. ísleifiæk tóBfilisÉ'erleifidls Á háskóla hljómleikum í 1 Erlangen í Þýzkalandi 20. júlí iöng prófessor Georg Kempff, iem mörgum mun hér að góðu kunnur eftir íslandsferðir sín- ar, síðast 1934, með eigin und- lirleik lög eftir Schumann, Brahms, Wolf, Strauss, Sibeli- Tís, Kilpinen, Othmar Schoeck ag Hallgrím Helgason. Undir- Jeik við síðastnefnd lög ann- jjðist höfundurinn sjálfur. Enski fiðluleikarinn Peter Bornstein, London, hefur á Jiðnum vetri tekið „Rómanza“ •tftir Hallgrím upp á verk- efnaskrá sína og leikið hana aokkrum sinnum í útvarpi og á hljómleikum í London. Söngkonan Ina Graffius í ýHamborg hefur stofnað al- U^jóðasamtök, er hún nefnir [ pLjóðalag sem bni milli þjóða'. Á fjölmörgum fundum, hátíð- um og hljómleikum hefur hún túlkað lög ýmissa þjóða, skýrt innihald þeirra og anda og síðan sungið. „Lag frá Finn- landi sprettur á sama hátt upp af rótum hjartans eins og íslenzkt lag“, sagði listakon- an m.a. á heimsfriðarþingi í Helsingfors á þessu sumri. En á þessu þingi flutti hún við ýmis tækifæri frumsamin ís- lenzk lög og þjóðlagaútsetn- ingar eftir Hallgrím Helga- son. 30. júlí til 5. ágúst fór fram hin 7. evrópíska skáldavika í Meisenheim í Rínar-Pfalz-hér- aði. Er til hennar stofnað af rithöfundinum Hellmut von Schweinitz. Voru þarna saman komin skáld og heimspekingar Framhald á 11. síðu Orðið er laust — Slæmar aíleiðingar óþurrkasumars — Fjörefnaskortur — Rómantísk kvöld ÞEGAR Bæjarpósturinn kemur nú aftur úr sumarfríi, vill hann enn einu sinni minna lesendur blaðsins á, að hann er fyrst og fremst þeirra vett- vangur I þesum dálkum eig- ið þið, lesendur Þjóðviljans, að hafa orðið. Og ef þið kynn- uð að vera í vafa um, hvað þið eigið eða megið segja í Bæjarpóstinum, þá skal það strax tekið fram, að hann lætur sér ekkert mannlegt ó- viðkomandi. Þvert á móti lítur Bæjarpósturinn á það sem skyldu sina að greiða eft- ir beztu getu úr þeim fyrir- spurnum, sem þið béinið til hans, og taka undir gagn- rýni ykkar á menn og mál- efni, svo fremi hún sé á rokum byggð. (Ég hef ein- hvern tíma heyrt það haft eftir miklum spekingi, að leið- in til Vítis sé vörðuð góðum áformum, sem aldrei voru framkvæmd, og þarf þess vegna ekki að fjölyrða um þessa hlið málsins að svo stöddu). EN SEM sagt: Bæjarpósturinn býður orðið laust og heitir á ykkur að skrifa sér um hin ýmsu mál, sem á góma ber hjá ykkur, svo sem verðlags- mál, húsnæðismál, heilbrigðis- mál o. fl. o. fl. Minnizt þess, að það sem ykkur finnst ó- merkilegt og hversdagslegt at- riði, skiptir e.t.v. máli fyrir allan almenning, og þess vegna í alla staði réttmætt að vekja máls á því. Og einu sinni enn, svo að það fari ekki framhjá neinum: Orðið er laust. OG SVO vendi ég kvæði mínu í kross og fer út í aðra sálma. Við hér á Suðurlandi getum ekki tekið undir með skáld- inu og sagt: „Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða“. Að vísu er komið haust, en sumar|zlíðunni hefur verið lít- ið fyrir að fara hjá okkur. Ég hef heyrt gamla menn segja að annað eins óþurrka- sumar hafi ekki kornið síðan 1887, og gömlu mennirnir fara yfirleitt ekki með neitt fleip- ur. Þetta sagði ég kunningja mínum, þegar hann var að á- telja sleifarlagið, sem hann taldi ríkjandi í landbúnaðar- málum hjá okkur. En hann svaraði því til, að þetta gæti vel verið rétt, og væri vitan- lega slæmt, en hitt væri þó öllu lakara, að árið 1955 virtust bændumir litlu fær- ari um að mæta slíku óþurrka- sumri en þeir voru árið 1887, þrátt fyrir aukna tækni og marglofaða stórstíga framför á sviði búvísinda. Það má vel vera, að geta búmannanna til að mæta slæmu árferði sé ekki í réttu hlutfalli við aukna tækni og vélamenningu, en hitt sér þó hver maður, að ekki ráða þeir regni og sól. Og komst ekki stórskáldið Stephan G. þannig að orði: „Ég er bóndi, ailt mitt á undir sól og regni“.? ★ EN ÞÓTT óþurrkatíðin í sum- ar bitni. auðvitað harðast á bændunum, hefur hún einnig slæmar afleiðingar hér á mölinni. T.d. trúði einn vin- ur minn mér fyrir því, að hann væri farinn að sofa ískyggilega oft yfir sig á morgnana, vegna skorts á þeim fjörefnum, sém sólin hefði í réttu lagi átt að veita' honum í sumar. Auk þess kvartaði hann um áður ó- þekkta gigtarstrengi í skrokkn- um og annarlega deyfð í sálinni, og var allþungorður í garð veðurguðanna. Tíðar- farinu hér á Suður- og Suðvesturlandi í sumar verð- ur vitaskuld ekki bót mælt, en hins vegar gætu veðurguð- irnir dregið til muna úr hin- um slæmu afleiðingum þess, með því að senda okkur fá- ein verulega rómantísk haust- kvöld, þessi dásamlegu kvöld, þegar virðulegir borgarar fara skemmtigöngu með frúnni, ungt og ástfangið fólk leiðist kring um Tjörnina og trú- lofast e.t.v. suður í Hljóm- skálagarði, og krakkamir fá að vera dálitið lengur úti en venjulpga, vegna þess hvað veðrið er gott.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.