Þjóðviljinn - 27.09.1955, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 27.09.1955, Qupperneq 10
JO)' — ÞJÓÐVlUINNw— Þrifijudagur 27. septexnber 1955 Ríkisvaldið gegn Kópavogi Framhald af 7. síðu. byggingaleyfi var til á lóðina og fékkst ekki, og kofi sá sem hann hafði keypt fékk því að- eins að standa á lóðinni, að hann viki hvenær sem væri fyrir þvi skipulagi, sem gert yrði. Staðreyndin er sú, hvort sem rikisvaldið vill viðurkenna það eða ekki, að nú ganga kaupum og sölum lóðaréttindi, þinglýstir lóðasamningar þar sem engin framkvæmd hefur verið hafin á lóðunum, þær seldar vegna þess að rétthaf- inn á þeim hefur komizt að raun um að það er sitt hvað, að hafa lóðaleigusamning og byggingaleyfi. Þó er skýrt tek- ið fram i lóðaleigusamningn- um, að óheimilt sé að fram- selja leigurétt lóðarinnar, nema einhver fasteign hafi verið mynduð á lóðinni. Það er því ríkið sjálft, sem komið hefur af stað stórfelldasta lóðabraski, sem enn hefur orð- ið í sögu íslenzka lýðveldis- ins. Mann ber ábyrgðina Lóðamál Kópavogshrepps heyra undir félagsmálaráð- herra. Það er því hæstvirtur félagsmálaráðherra, Stein- grímur Steinþórsson, sem ber ábyrgð á iþróun þessara mála. Þeir, sem vinna verkið, eru nafnleysingjar í þessu sam- bandi, því þeir vinna á hans ábyrgð, félagsmálaráðherra staðfestir gerðir þeirra, með því að láta þá einráða um verkin og setja innsigli sitt undir afglöpin. En mér er Eínn miði í Happdrætti Þjóðviljans veitir yður möguleika til að eignast spurn, vill Framsóknarflokk- urinn endalaust bera ábyrgð á því að selja leiguliðum á leigu réttindalaus ríkislönd ? Ég kalla það réttindalaust land í mínar hendur, ef ég á það undir öðrum en leigu- sala, hvort ég fæ að byggja á landinu eða ekki. Það kem- ur sem sagt alltaf að þvi, að ef ríkið ætlar sér að geta staðið á verkum sínum í Kópavogshreppi, þá verður það að fá úr því skorið með dómi, að hreppsfélaginu beri skylda til að samþykkja bygg- ingaleyfi á hverja þá lóð, sem það úthlutar úr landi sínu í Kópavogshreppi. Hitt er svo ekki alveg víst, að dómurinn myndi falla á þá leið — og þá myndi kannski enn koma að því, sem áður var sagt, að þessi ráðstöfun verði nokkuð dýr. Hvenær fæst opinber greinargerð? Það má lengi velta þessum málum fyrir sér, því það eru endalausir agnúar á þessari framkvæmd ríkisvaldsins, en ég læt hér staðar numið. Þó er ekki þvi að leyna, að mér þætti fróðlegt, ef hæstvirt fé- lagsmálaráðuneyti gerði opin- bera grein fyrir þessum verk- um sínum. Það mætti og varla minna vera, þar sem um er að ræða þrjúþúsund manna byggð og að fjármunum fátækt byggðarlag. Ef félagsmálaráðherra hef- ur gert alla hluti rétt í þess- um lóðamálum okkar, og rétt- ur okkar til meðferðar þessara mála er enginn, þá held ég að bezt* sé að hætta að tala um sérmál eða sjálfstjórn bæj- ar og sveitarfélaga. Þá er skörin farin að fær- ast upp í bekkinn, þegar rík- isvaldið sjálft gengur á und- an í því, að misbeita valdi sínu. Þá er sýnt að sú gamla setning er fyrir borð borin, að með lögum skal land byggja en ólögum eyða. Það sem af er ævi okkar Kópavogsbúa, sem hreppsfé- lags, höfum við í flestu fengið að kenna á ólögum og það mest af hálfu hins opinbéra. Samt trúum við því enn marg- ir ihverjir, að svo fari áður en langt líður, að við hljótum jafnan rétt fyrir lögum, sem aðrir menn og önnur sveitar- félög. Þá mun svo fara, að eftir stendur aðeins á spjöldum sögunnar sú spilling í með- ferð ríkisvaldsins, sem við ihöfum þurft að búa við og standa af okkur í hvívetna, síðan íhér var stofnaður hreppur, og hræddur er ég um að eftirkomendum muni ekki þykja sagan fögur um þá menn, sem hér hafa lengst af farið með ofbeldi og víking á hendur þessu byggðarlagi. Pétur Sumarlíðason Töframaðurinn Framhald af 6. síðu. um fjarska. — Það er ekki á mínu færi að dæma um sönglist, en fullyrða má að tónar Mozarts njóta sín prýðis- vel í flutningi leikhússins og sýningin beri listfengi allra og aðila ljóst vitni. Söngstjóm og raddsetningu annast F. Weisshappel, fimm manna strengjahljómsveit leikur und- ir forustu Bjöms Ólafssonar, en hlutverkin þrjú eru falin ungum og snjöllum söngvur- um: Þuríður Pálsdóttir og Magnús Jónsson eru elskend- urnir ungu og Kristinn Halls- san hinn göldrótti síðskeggur, hjarðmaðurinn gamli. Söngur þeirra brást áreiðanlega engra vonum, en öll eru þau vinsæl og virt af áheyrendum, ekki sízt vegna ágætrar frammi- stöðu í „La Bohérne" í vor. í annan stað er leikurinn ærið misjafn og hnökróttur eins og gerist og gengur þegar ung- ir söngvarar eiga í hlut, og ekki verður sagt að skop verk«- ins njóti sín til neinnar hlít- ar. Þuríður Pálsdóttir virðist góðum leikgáfum gædd, röddin er björt og þýð, útlitið glæsi- legt, framkoman eðlileg, skemmtileg og glettin. Hin mikla tenórrödd Magnúsar Jónssonar brást ekki fremur en endranær, en íslenzkufram- burði hans er víða ábótavant og leikurinn fálmkenndur og lítt sannfærandi. Kristinn Hallsson er jafnan fjörlegur og hressilegur á .sviði, en leikur hans ekki nógu hnitmiðaður og vandaður að þessu sinni. Galdrasöngurinn var mjög skemmtilegur í meðförum hans, og eitt bezta atriði íeiksins. Á. Hj. jBikum ogmálum I þök Sími 3S62 íbðð fil sölu 80 ferm. nýleg íbúðarhæð í steinhúsi til sölu. Bílskúrs- réttindi. Tilboð sendist afgr. Þjóðviljans fyrir miðviku- dagskvöld, merkt „Vogar“ —. ALLT Á SAMA STAÐ j DUNLOP I ■ ! svampgúmmí, ■ ■ er nota má í staðinn fyrir j gólfteppafilt, útvegum vér frá j Englandi. — Gerir teppið j þykkt og mjúkt. Eykur eml- j inguna stórlega. H.f.EgiIl Vilhjálmsson j Laugaveg 118 — Sími 81812 i Dvalarheimili aldraðra sjómanna Min nin ga rspjöld fást hjá: Happdrætti D.A.S. Austur- strætl 1, síml 7757 — Veiðar- færaverzlunin Verðandi, sími 3786 — Sjómannafélag Reykja- víkur, sími 1915 — Jónas Bergman, Háteigsveg 52, sími 4784 — Tóbaíksbúðin Boston, Laugaveg 8, sími 3383 — Bókaverzlunin Fróði, Leifs- gata 4 — Verzlunin Lauga- teigur, Laugateirj 24, síml 81666 — Ólafur Jóhannsson, Sogabletti 15, síml 3096 — Nesbúðln, Nesveg 39 — Guðm. Andrésson gullsm., Laugaveg 50 simi 3769 SKIPAfíTGCR'Ð RIKISINS Es ja Telpu og drengja- PEYSUR Verð frá kr. 80.00 — T0LED0 Fichersundi. «*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■ vestur um land í hringferð hinn 2. okt. n. k. Tekið á móti flutn- ingi til áætlunarhafna vestan Akureyrar í dag og á morgun. Farseðlar seldir á fimmtudag. Herðubreið austur um land til Þórshafnar hinn 3. okt. Tekið á móti flutn- ingi til Hornafjarðar, Djúpa- vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar- fjarðar, Borgarfjarðar, Vopna- fjarðar, Bakkafjarðar og Þórs- hafnar á miðvikudag og fimmtu- dag. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. Skaftfellingur fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. Frá Barnaskólum Reykjavíkur Mánudaginn 3. október komi börnin í barnaskól- ana sem hér segir: Kl. 2 e.h. böm fædd 1943 (12 ára), Kl. 3 e.h. böm fædd 1944 (11 ára),. Kl. 4 e.h. börn fædd 1945 (10 ára). Þau böm, sem flytjast milli skóla, skulu hafa meö' sér prófskírteini og flutningstilkynn- ingar. Kennarafundur laugardaginn 1. okt. kl. 3 e. h. Sbólastjórarnir. •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■■■•■■■M Herbergi óskast Okkur vantar herbergi, eitt eða fleiri saman, handa starfsmönnum okkar. Byggingafélagið BÆR h.f. Sími 2967. Frá og ineð 1. október n. k. hækka iðgjöld meðlima samlagsins upp í 30.00 kr. á mánuði. Stjórn Sjúkrasamlags Kópavogshrepps Eiginmaður minn Sigurjón Einarsson Varmá, Hverageröi, sem andaðist í Landspítalanum 22. þ. m., verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 30. þ. m. kl. 15.30. Steinunn Sveinsdóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.