Þjóðviljinn - 27.09.1955, Page 11
- Þriðjudagur 27. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Hans Kirk:
105. dagur
sjálfsagt sótt hann að næturlagi, skotið hann og vai'p-
að líkinu yfir girð'inguna. Grejs stóð um stund og horfði
á hann; svo gekk hann rólegur inn og hringdi á lög-
regluna.
Lögreglan kom. — Nú, það er hann, sagði yfirlög-
regluþjónninn. Við þekkjum hann, hann hefur lengi
mátt húast .yjö iþessu. Eg geii ekki ráð fyrir að nokkurt
•iíftryggingarfélag hefði fengizt til að tryggja hann síð-
asta misseiið. En nú má búast við öllum ósköpunum, og
þér ættuð að flytjast héðan um. tíma, Klitgaard for-
stjóri . . .
— Hvers vegna? ,
— Við erum smám saman farnir að þekkja aðferðirn-
ar. Líkið fannst í garðinum hjá yð’ur. Auðvitað er það
aðeins tilviljun, en samt sem áður .... Þeir svífast einsk-
is þessir náungar.
Það var barið að dyrum
Grejs hugsaði sig uni andartak, en síöan hiisti haxm
höfuðið.
— Eg er oröinn of gamall til að fara huldu höfði,
sagði hann. Eg er kominn af herskyldualdri, og hvaða
ánægju geta þeir haft af að myrða mig?
— En lofið mér því að hringja í okkur ef eitthvað
kemur fyrir og hleypiö engum inn eftir að skyggja tekur.
Og baráttan heldur áfram. Ný skemmdarverk, nýir
dauðadómar og handtökur og fólk er sent unnvörpum
til fángabúðanna. En hagfræðingar blaðanna geta bent
á það að ástandið sé að mörgu leyti mjög uppörvandi,
Afkoma landbúnaðarins er betri en nokkru sinni fýrr,
meinið er aðeins það áð vinnumenn og daglaunamenn
hlífast ekki við að notfæra sér ástandið og heimta laun
sem þeir geti lifað af. Mörgu fólki er kalt á fótum, ogv.>
það er ekki þægilegt að vera kalt.áfótum. Fætur hafa
þörf .fyrir hlýju, og þáð eru hreint ekki fáir sem búnir
eru að kúvenda. Aldrei fyrr hafa eins margir boöizt tO
starfa fyrir Leyniþjónustuna. Nú v'ilja þeir gjarna leggja
lið í :leyni, því að það er víst tæplega hægt að treysta
hinum nýju vopnum. Þegar allt kemur til alls er óvíst
að Hitler hafi önnur vopn en morð og gálga?
Þjóðverjarnir spígspora um götumar, en hönd þeirra
er nærri byssuskeftinu og augnaráð þeirra er ógnandi
og eirðarlaust. En þrátt fyrir allt er betra að vera í ó-
vopnuðu landi en á austurvígstöðvunum þar sem sovét-
herinn elti hin skipulögðu undanhöld. Vígstaðan fer
óneitarilega versnandi, en þetta hlægilega smáland ætti
ekki áð vera að setja sig á háan hest. Hitler getur kyrkt
það í greip sér eins og kettling og ef til vill gerir hann
það. En það er dálítiö hvimleitt aö kötturinn skuli hafa
klær.
Skyldi sú stund ekki brátt renna upp að stjórnmála-
mennirnir hætti að sussa og bía og taki við forustu bar-
áttunnar? Þeir hafa þegax sent fulltrúa sína inn í rað-
h andspymuhreyfingarinnar. Það eru að vísu ekki hinir
stóru, en þeir eru nytsamlegir og þeir verða að halda
í horfinu þangað til það er hættulaust fyrir hina áhrifa-
miklu ráðamenn að gefa sig fram.
Það var liöiö á nótt þegar þeir komu áö húsi Grejs
Klitgaard. Hann lá vakandi og heyr'ði að bíllinn nam
staðar, því að gamall máður á oft erfitt með svefn, og.
hann hugsaði:
— Hvað er þessi bill að vilja hingað á þessum tíma
sólarhrings? Hann boðar víst ekkert gott.
Þaö var barið að dyrum, að því er helzt virtist með
byssuskeftum. Hann velti fyrir sér, hvort hann ætti
að fara á fætur og hleypa þeim inn, en komst að þeirri
niöurstöðu ác bezt væri aö þeir brytu upp hurðina ef
þeir víldu honum eitthvað. Ráöskonan hafði vaknað við
hávaðann og kom niður af loftinu. Hún barði varlega
að dyrum á svefnherberginu og kom inn. Hann kveikti
Ijós og gat ekki varizt brosi, því að það var ósköp aö sjá
kvenmapnipn svopa bejnt upp úr rúminu. Andlit. þenh-
ar var káip.ugfc,u^gráar hárlýjumar vorm .yafðar.-ppp |á;
pinna; hún þurftiþá líkáað hugsa um fegurö sína, þessi
gamla, geðvonda kerling, hugsaði hann glettnisfullur.
Já, guði sé lof, kvenfólk var alltaf sjálfu sér líkt.
— Hefur forstjórinn heyrt að það er verið að berja?
hvíslaði hún.
— Já, ég er ekki heymarlaus, sagði hann. Manni
r! gæti dottið í hug að það væri einhver sem vildi komast
inn.
— En ég þori ekki að ljúka upp. Það er ómögulegt
að vita hverjir þetta eru. Og þáð er bárið' svo ofsalega.
Hlustið á!
Höggin dundu á hurðinni og hún hvísláði:
— Herra forstjóri. Eg er viss um aö þetta eru nazist-
amir. Hvað eigum við að gera?
— Það skal ég segja yður, sagði Grejs. Þér eigið að
fara upp í herbergi yðar, læsa dyrunum og hafa hægt
um ýður þangaö til allt er orðið rólegt aftur. Hér hafið
þér ekkert að gera, og það er áreiöanlega enginn sem
vill koma ýður fyrir kattarnef.
— Já, en getur forstjórinn ekki revnt að komast út
um bakdyrnar?
— Það er fallegt af yöur að hugsa um mig, en nú
skuluö þér fara upp til yðar og læsa dyrunum. Ég er
húsbóndi yöar og ég skipa yður þaö. Við tölumst við á
morgun. Góða nótt!
Hún lokaði dyrunum varlega og. hami heyrði hana
læðast upp stigann og hann hafði hugboö um áð morg-
unninn rynni nldrei upp Svo heyrðist brak, hurðin
brotnaði. Hann hlustaði á þungt skóriljóðiö nálgast og
svefnherbergishurðinni var hrundið upp.
Þegar lögreglan kom fánn hún Grejs Klitgaard í garð-
inum, því nær á sama stað og lík fisksalans hafði fimd-
izt. Hann haföi orðið fýrir þi'em skotum og læknirinn
komst aö þeirri niðurstöðu að tvö þeirra hefðu banað
honum samstundis. Harm var borinn inn í svefnhei’-
bel’gið og lagður í gulmáláöa rúmið sem hafði verið beö-
ur hans og Kjestínar alla þeix'ra ævi. Aridlit hans var
rólegt og alvarlegt, hann leit út eins og máður sem
lokið hefur heiðarlegu verki og gat nú irnnt sér hvíld-
ar. Og þannig dó Grejs, sem verið hafði bannsettur
kapítalisti, en ti'austur og ærlegur til hinztu stundar:
Lík&msþimgi og syknr-
sýki
Þeir sem erus of þungi.r virð-
ast fremur eiga. á hættu að
fá sykursýki. Við rannsókn,
sem stærsta bandaríska trygg-
ingarfélagið lét gera á 51.000
tryggðum mönnum sem voru of
þungir, kom í ljós að fjórum
sinnum fleiri dóu af sykursýki
úr þeim hóp en af almenningi
— og dánartalan í þessum hóp
reyndisf 50% hærri en meðal
talið.
í Danmörku er hið sama uppi
á teningnum. Of mifcill líkams
þungi er einkum hættulegur
fólki af fjölskyldum þar sem
borið hefur á sykursýki. Það
er þýðingannikið að fólk geri
sér þegar í æsku ljóst hver
hætta getur stafað af of mikl-
um líkamsþunga — það er auð-
velt áð venja sig á ósómann og
verða of feitur, en mjög erf-
itt að venja sig af honum aft
ur!
Blöð
Tímarit
Frímerki
Filmur
SðLUTURNINN
við Arnarhól
tlR ÍSV^
vmmetos
si&uumauraK50TL
Minnmgar-
kortin
eni til sölu í skrifstofu Sósí- j
alistaflokksins, Tjarnargötu;
20; afgr. Þjóðviljans; Bóka-i
búð Kron; Bókabúð Máls ogl
menningar, Skólavörðustíg <
21 og í Bókaverzlun Þorvald-;
ar Bjamasonar í Hafnarfirði j
Framhald af 4. síðu.
frá Hollandi, Sviss, Frakk-
landi, Finnlandi, Þýzkalandí
og Islandi. Var erindaflutn-
ingur og upplestur þrisvar á.
hverjum degi, auk danssýn-
inga og hljómleika. Kom dr,
Haligrímur Helgason fram
fyrir Islands hönd og flutti
2. ágúst erindi um „Ljóð- og
lagmennt Islands“. Var svo
góður rómur gerður að máii
ræðumanns, að þátttakendur
skáldaþingsins ákváðu að láta,
gefa út fyrirlesturinn með til-
heyrandi nótnadæmum á
kostnað þingsins. Einnig
bauðst borgarstjóri Meisen-
heim-borgar til að styðja út-
gáfuna af almannafé.
• Á lokahljómleikum skálda-
vikunnar í hallarkirk.iu Meis-
enheim, sem hófust með því
að prófessor Georg Kempff
lék á kirkjuorgelið forleik við
íslenzka sálmalagið Guð faðir,
sungu prófessor Kempff og
Hallgrímur tvö lög í fornís-
lenzkum tvísöng, Faðir á
himna hæð og Man ég þig,
mey. Vakti hinn heiði og
kraftmikli hljómur íslenzku
fimmundanna mikla athygli
sem merkilegt fyrirbæri utn
sjálfstæða norræna marg-
röddun, er rekja má aftur um
þúsund ár. Með undirleik höf-
undar söng próf. Kempff síð-
an þrjú lög eftir Hallgrím og
lék að síðustu orgélverk eftir
Sweelinck, Hándel og Bach.
iMðmnuiNN
tílgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Hitstjóiar: Magnús Kjartansson '(áb), Sigurður Guðmundsson — Fréttari'
stióri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni BenecMktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Toríi
Ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 7500 (S
línur), — Áskriftarverð kr 20 ó mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsm. Þjóðviljane hJl.