Þjóðviljinn - 27.09.1955, Síða 12
Framboðskndurinn í Kópavogi á sunnudaginn:
jör uppgjöf stjómarflokk-
cinna í kaupstaðarmállnn
Upphafsmenn kaupstaðarmálsins lofa nu hver um
annan að leggja kaupstaðinn niður!
P1ÓÐVU.IINN
Þriðjudagur 27. september 1955 — 20. árgangur — 218. tölubla-ð
Fulltrúar G-Listans báru af í rökföstum og snjöllum
málflutningi á framboösfundinum í K&pavogi á sunnu-
daginn og undirtektir fundarmanna sýndu greinilega að
G-listinn var í miklum meirililuta á fundinum.
Valdníðingarnir, fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna, eru
komnir á algert undanhald. Þessir upphafsmenn kaup-
staðarstofnunarinnar, sjá nú pað vænst til bjargar sér
að lofa því að þeir skuli ieggja kaupstaðinn niður — ef
þeir verði kosnir!!!
Kópavogshreppur var stofn-
aður 1948 — og nú eiga að
fara fram 6. kosningarnar um
stjórn þessa byggðarlags. Finn-
bogi Rútur Valdimarsson var
fyrsti ræðumaður fundarins.
Rakti hann nokkuð forsögu
kosninganna, en þegar ríkis-
stjórnarflokkamir töpuðu við
síðustu reglulegar kosningar
létu þeir kjósa upp, og þegar
þeir töpuðu enn létu þeir Al-
þingi samþykkja, gegn vilja
kjósenda í Kópavogi, að stofna
kaupstað í Kópavogi, allt til
þess eins að freista að ná völd-
unum. Og til þess að reyna
að ná þessu marki gáfu þeir
út sérstök bráðabirgðalög um
þessar kosningar, lög sem
svipta fjölda manna hluta af
mannréttindum þeirra.
Frá þeim hluta ræðu Finnboga
er fjallaði um sameiningu við
Reykjavík er sagt á öðrum stað
svo og lóðaúthlutunarhneyksli
ríkisstjórnarflokkanna. Fékk
ræða hans frábærar undirtekt-
ir, enda- er Finnbogi sá maður
sem ætið hefur notið mests
traust Kópavogsbúa og hefur
það traust farið sívaxandi.
Aðrir ræðumenn G-listans
voru Eyjólfur Kristjánsson
verkstjóri, — Framsóknarmað-
ur sem heíur fylkt sér gegn
valdniðslu Hannesarklíkunnar,
—• Ólafur Jónsson og Jón
Helgason.
Hannes Jónsson var fram-
Framhald á 3. síðu.
Norskur sérfræðingur í þreytu-
sjúkdómum heldur fyrirlestra
Norskur læknir, dr. med. Henrik Seyffarth, er stadd-
ur hér á landi þessa dagana. Hélt hann fyrirlestur í gær
á fundi Læknafélags Reykjavíkur en kl. 7 í kvöld flytur
hann erindi í Tjarnarbíói á vegum fjölmargra aðilá og
félaga. Nefnist erindið Orsakir starfsþreytu og atvinnu-
sjúkdóma.
Fellibylur sópar
burtu herstöð
Versti fellibylur sem komið
hefur á Kyrrahafi i haust hef-
ur jafnað við jörðu flugstöð
Bandaríkjamanna á eynni Iwo
Jima, sem þeir tóku af Japönum
í heimsstyrjöldinni síðari. Ekk-
ert samband var við eyna í sól-
arhring, en í gær tilkynnti yfir-
foringinn það að allar birgða-
skemmur væru foknar og ekk-
ert íveruhús óskemmt. Bað hann
um mat flugleiðis. Fellibylur-
inn stefnir nú á Japan.
Dr. Henrik Seyffarth er sér-
fræðingur í tauga- og atvinnu-
sjúkdómum og hefur ritað bók
um það efni, Slap av og bliv
frisk, sem gefin hefur verið
út í mörgum upplögum í Nor-
egi, en auk þess þýdd á dönsku,
sænsku og finnsku. Seyffarth er
nú á leið til Bandaríkjanna þar
sem hann mun stunda rann-
sóknir í fræðigrein sinni um
nokkurt skeið.
Hvernig komast megi hjá
starfsþreytu
Fyrirlesturinn í kvöld flyt-
ur Seyffarth fulltrúum frá Fé-
lagi ísl. iðnrekenda, Landssam-
bandi iðnaðarmanna, Vinnumála
sambandi samvinnufélagá,
Vinnuveitendasambandinu, Iðn-
sveinaráði A.S.I., Iðju, félagi
verksmiðjufólks, I.M.S.I., Trygg-
ingarstofuninni, Öryggiseftirliti
rikisins og Alþýðusmbandi Is-
lands. Mun læknirinn í þessum
fyrirlestri ræða almennt um or-
sakir starfsþreytu og hvernig
hægt sé að komast hjá henni.
Dr. Seyffarth hefur einnig
boðizt til að heimsækja vinnu-
staði ef tími vinnst tíl og gefa
starfsfólkinu leiðbeiningar, og
einnig að ræða við íþróttakenn-
ara og fleiri skólamenn.
Ofþreyta og taugaveiklun
Dr. Henrik Seyffaxth telur að
Framhald á 5. síðu
Hún hefur njjflohið flugprófi
Stúlkan hér á myndinni fyrir
ofan er 19 ára og tók einflug-
próf sitt fyrir síðustu helgi.
Hún heitir Hanna Friðriksdótt-
ir. Hún er önnur stúlkan sem
lært hefuf'Og tekið próf í flug-
skólanum Þyt.
Námskeið fyrir einkaflug
stendur nú yfir í skólanum og
eru 27 nemendur á því. Má þáð
teljast góður fjörkippur eftir
dauflegt sumar — veðrið í sum-
ar hefur verið óhagstætt tii
flugæfinga engu síður en txl
heyskapar.
Bandaríkjastjórn er höfuðlaus
SHóðtuppi i hjartaæðaherfi Eisenhowers
Breyttar horfur í bandariskum stgórnmálum
Bandaríkjastjórn er höfuðlaus sem stendur og allar
framtíðarhorfur í bandarískum stjórnmálum hafa tekið
snöggum stakkaskiptum við að hjartaáfall hefur lagt
Eisenhower forseta í rúmiö.
Eisenhower veiktist á laugar-
dagskvöidið I borginni Ðenver
vestur undir Klettaf jöllum, þar
sem hann hefur dvalið undan-
farnar vikur sér til hvíldar og
hressingar. Var hann fluttur á
Pilnik kemur í kvöld
Skákmótið heist á mánudaginn kemur
Skákmeistarinn Pilnik er væntanlegur hingað tíl lands í
kvöld. Á munudaginn kemur, 3. okt. hefst skákmótíð þar sem
Pilnik og 9 íslendingar keppa.
Fullráðið er um 3 þeirra Is-
lendinga sem eiga að tefla við
Pilnik, eru það þeir Guðmund-
ur Pálmason, Ingi R. Jóhanns-
son og Baldur Möller. — Frið-
rik Ólafsson var skorinn upp
fyrir nokkrum dögum og getur
því ekki tekið þátt í því móti, en
Friðrik mun að öllum líkindum
tefla einvígisskák við Pilnik
síðar, en Pilnik dvelur hér tii
25. okt.
Með alþjóðlegu sniði
Þetta skákmót verður það
fyrsta sem hér er haldið, er
hagað verður fullkomlega eins
og á alþjóðaskákmótum, t.
d. verður teflt í 5 klst. áður en
skákir fara í bið, en ekki í 4
eins og hér hefur verið.
Skákstjórar mótsins eru Guð-
mundur Arnlaugsson og Birgir
Sigurðsson. Tefldar verða 4 um-
ferðir i viku og fer fyrsta um-
ferðin fram í Þórskaffi.
I hópi 10 beztu taflmanna
heimsins
Pilnik er heimskunnur skák-
meistari. Á mótinu í Gautaborg
Framhald á 3. síðu.
Dwight Eisenhower
sjúkrahús og kom í ljós að blóð-
tappi var í kransæðakerfinu sem
flytur hjartavöðvunum blóð.
1 meðallagi
Dr. Dudley White, einn færasti
hjartasérfræðingur í heimi, kom
frá Boston til að stunda Eisen-
hower. Hann sagði fréttamönn-
um í gær, að hann teldi hjarta-
áfallið í meðallagi alvarlegt eftir
því sem blóðtappar í kransæðun-
um gerðust. Það væri ekki bráð-
hættulegt en ekki heldur lítil-
fjörlegt.
Ef engir ófyrirsjáanlegir
fylgikvillar koma fram sé eg
ekkert því til fyrirstöðu að for-
setinn fái fulla heilsu aftur,
sagði dr. White. Hana, kvaðst
búast við að hann myndi geta
farið til Washington eftir þrjár
vikur. Ráðlegast væri að taka
sér tveggja mánaða hvíld eftir
hjartaáfall sem þetta.
Eisenhower er hafður í súr-
I efnistjaldi. Læknar segja líðan
i hans góða.
■\
Allt í uppnámi
Veikindi forsetans hafa komið
ölu í uppnám í bandarískum
stjóramálum. Fréttamenn stór-
blaðanna segja að þau hafi koll-
varpað öllum fyrirætlunum
flokkanna varðandi forsetakosn-
ingarnar á næsta ári.
Enda þótt EisenhoWer fái
fulla heilsu er gengið að því
vísu að hjartaáfallið verði til
þess að hann gefi ekki kost á
sér til framboðs á ný. Sigurvonir
repubikana í forsetakosningun-
um að ári byggðust á því að
Eisenhower yrði í framboði. Nú
mun klofningurinn í flokknum
magnast um allan helming og
valdabaráttan harðna. Til dæmis
eru hvorki meira né minna en
fjórir menn frá fylkinu Kalí-
fomíu sem taldir eru hafa
augastað á forsetaembættinu,
þeir Nixon varaforseti, Know-
land öldungadeildarmaður,
Knight fylkisstjóri og Warren
hæstaréttarforseti. Warren, sem
talinn er sigurstranglegasti
frambjóðandi sem republikaiiar
gætu fengið að Eisenhower frá-
gengnum, hafði tilkynnt að
hann sækist ekki eftir að verða
í framboði næsta ár, en vel má
vera að veikindi Eisenhowers
brejdi þeirri afstöðu.
Sigurhorfur demókrata
Skoðanakannanir benda tO
þess að Stevenson, frambjóð-
andi demókrata í síðustu fpr-
setakosningum, myndi sigra með
yfirburðum sérhvert forsetaefni
republikana nema Eisenhower.
Auknar sigurhorfur demókrata
munu hinsvegar verða til þess
að aðrir demókrataforingjar
munu sækja það miklu fastar
en ella að fá að vera í framboðí.
Er þar einkum nefndur Harri-
man, fylkisstjóri í New York.
Framhal'd á 5. síðu.
Muniö bílahappdrætti Þjóðviljans - Dregið tvisvar.