Þjóðviljinn - 01.10.1955, Side 3
Iiaugardagur 1. október 1955 — ÞJÓÐVILJINN —
Bréf Finnbop Rðts
Framhald af 12. síðu.
hef mótmælt og get afsannað.
Vegna sérstakra anna þessa
daga læt ég nægja að þessu sinni
að svara bréfi hins háa ráðu-
neytis með örfáum spurningum:
1. Hvar eru í útsvarslögum
ákvæði, sem skylda hreppsnefnd-
ir til þess að hafa tvær umræður
um fjárhagsáætlun?
2. Hver hefur hindrað fyrr-
greinda hreppsnefndarmenn í
því, að bera fram breytingartil-
lögur við fjárhagsáætlunina?
Hvaða fyrirvara ber sveitar-
stjórnum að hafa, áður en fjár-
hagsáætlun er borin undir at-
kvæði?
3. Hvar er tillaga þeirra um
tvær umræður? Hversvegna
lögðu þeir hana aldrei fram? Og
hversvegna stöðvaði ráðuneytið
ekki afgreiðslu fjárhagsáætlun-
arinnar eftir 1. umræðu hennar,
skv. kröfu kærenda, ef það eru
gildandi lög að hreppsnefndir
skuli hafa tvær umræður um
fjárhagsáætlun?
4. Treystir ráðuneytið sér ekki
til þess, án rannsóknar, að fella
úrskurð um það aðalkæruefni
kærenda í bréfi þeirra 12. júlí
s'.l., að hreppsnefnd Kópavogs-
hrepps sé bæjarstjórn, skv. lög-
um um bæjarstjórn í Kópavogi?
5. Hvaða sönnun hefur ráðu-
neytið fyrir þeirri upplognu
staðhæfingu kærenda, að þeim
hafi ekki gefist „hæfilegt tóm“
til að kynna sér lista yfir ó-
goldin útsvör? Hvað telur ráðu-
neytið „hæfilegt tóm“ í því efni?
6. Þá vil ég enn spyrja:
Hvar eru í lögum ákvæði, sem
heimila ^áðuneytinu áð gefa
byggingarnefndum og hrepps-
nefndum fyrirmæii um að stað-
setja hús á svæðum sem stað-
festur skipulagsuppdráttur er
ekki til yfir?
Eitt af því, sem hið háa ráðu-
neyti leyfir sér að víta mig
fyrir, er, að ég hafi ekki orðið
við eða svarað fjmirmælum þess
um að staðsetja hús á lóðum,
sem skjólstæðingur ráðuneytis-
ins, Hannes, sem kallar sig fé-
lagsfræðing, Jónsson, hefur leyft
sér áð úthluta eftir „uppköstum"
starfsmanna Skipulags bæja eða
drögum að skipulagstillögum,
sem sumar höfðu jafnvel ekki
borizt hreppsnefnd, þegar „lóða-
úthlutunin" fór fram.
Sannleikurinn er sá, að ég
hef hingað til hlíft hinu háa
ráðuneyti við að svara þessum
fyrirmælum þess. En ég endur-
Að gefnu tilefni
Að gefnu tilefni óskar Lúð-
víg Guðmundsson, skólastjóri
eftirfarandi birt: Vegna um-
mæla minna hér í blaðinu í gær
þess efnis, að Handíða- og
myndlistarskólinn mundi í vet-
ur fá inni í skólastofum í
gamla iðnskólahúsinu síðari
hluta kennsludaga, skal tekið
fram, að mér í dag, 30. sept.,
hefur verið tjáð, að mál þetta
hafi enn eigi verið tekið fyrir
til afgreiðslu hjá fræðsluráði
bæjarins. — Þótt nokkurra
daga dráttur kunni að verða
á því, að fræðsluráð fjalli um
mál þetta, vænti ég þess, að
engin breyting verði á þeirri
lausn þess, er fræðslufulltrúi
bæjarins og ég ræddum um
fyrir nokkru.
tek: Hvaða stoð hafa þessi íyrir-
mæli ráðuneytisins í lögum?
Káðuneytið mun hafa lagt
sömu fyrirmæli fyrir skipulags-
stjóra, en hann færst undan að
framkvæma þau. Hversvegna
hefur hið háa ráðuneyti ekki
„gert reka að því“ svo notað sé
fomlegt orðalag þess sjálfs, að
láta þennan embættismann rik-
isins, sem stendur beint undir
ráðunéytinu, framkvæma þessi
„fyrirmæli" þess?
Eg neyðist til að minna hið
háa ráðuneyti á það, því að það
virðist stundum gleyma þvú,
að ég er ekki einn af embættis-
mönnum þess eða undirtyllum,
heldur fer ég með umboð kos-
innar sveitarstjórnar, en sveit-
arstjórnir hafa skv. stjórnar-
skránni rétt til að ráða málefn-
um sínum sjálfar innan tak-
marka laganna. Því ber hinu
háa ráðuneyti skylda til að gera
grein fyrir þeim lagafyrirmæl-
um, sem það byggir á skipaftir
sínar til.mín, fyrirmæli eða vít-
ur, en þau fyrirmæli, sem það
getur ekki byggt á lögum, mun
ég hafa að engu.
Að síðustu enn ein spuming.
í dagblaðinu „Tíminn“ hinn 20.
apríl s.I. segir svo m. a.:
„Fer hér á eftir endurrit úr
sakadómabók Gullbringu- og
Kjósarsýslu:
Ár 1955, þriðjudaginn 19. apríl
var sakadómur Gullbringu- og
Kjósarsýslu settur á skrifstofu
oddvita Kópavogshrepps og hald-
inn af fulltrúa sýslumanns, Jóni
Finnssjmi, með undirrituðum
vottum
Fyrir tekið:
Samkvæmt fyrirmælum íélags-
málaráðuneytisins að rannsaka
hvort samin hafi verið kjör-
skrá sú í Kópavogshreppi, sem
semja átti í febrúar 1955."
Nú tjáði skrifstofustjóri fé-
lagsmálaráðunejdisins, hr. Hjálm-
ar Vilhjálmsson, mér í símtali
daginn eftir að „sakarétturinn"
hafði verið haldinn á skriístofu
minni og heimili, að engin fyrir-
mæli um réttarrannsókn þessa
hefðu verið gefin af ráðuneytinu.
Annar tveggja hlýtur að segja
ósatt í þessu máli, skrifstofu
stjórinn eða dómarinn.
Eg krefst þess nú, að hið háa
ráðuneyti upplýsi tafarlaust hið
rétta í því efni. ‘
Af rannsókn þessari hefur
ekkert spurst, síðan hún fór
fram, en ég get sannað, að hér
var farið með tilefnislausar og
rangar sakargiftir. Vil ég þvi
vita hvort ráðuneytið eða dóm-
arinn átti upptökin.
Eg krefst þess að síðustu að
hið háa ráðuneyti geri hreint
fyrir sínum dyrum um öll þau
atriði, sem ég hef sett fram
hér að framan fyrir kjördag
bæjarstjómarkosninganna í
Kópavogi, hinn 2. okt. n.k.
Að öðrum kosti mun ég líta
á „vítur“ þær, sem ráðuneytið
hefur lejdt sér að veita mér, án
þess að tilgreina þau lagafyrir-
mæli, sem það telur að ég hafi
brotið, sem vesæla tilraun póli-
tísks ráðherra og pólitísks skrif-
stofustjóra til þess að misbeita
valdi ráðunejdisins til þess að
hafa áhrif á kjósendur í harðri
kosningabaráttu, sem að vissu
leyti a m. k. er stofnað til af
þeim pólitíska ráðherra, sem
ber ábyrgð á gjörðum ráðuneyt-
I insins."
(Jr binni nýju Liverpoolbúð að Laugavegi 18 A.
(Ljósm. Gunnar Rúnar),
Liverpool opnar í dag nýja glæsilega
sjálfvalsbúð að Laugavegi 18 A
Vei’zlunin Liverpool opnar i dag nýja rúmgóöa og
glæsilega búö í húsi sínu aö Laugavegi 18 A. Þetta er
sjálfvalsbúö, verðmiði viö hvern hlut og taka kaupend-
ur til sjálfir þaö sem þeir vilja kaupa og greiöa á leiöinni
úr búöinni.
Liverpool hefur um mörg ár
verið í Hafnarstræti 5, en í júní
í fyrra var byrjað að grafa
grunn nýja hússins á Laugavegi
18A. Húsnæði það sem verzlun-
in opnar nú er aðeins fyrsta
hæð í væntanlegu 4—5 hæða
verzlunar- og skrifstofuhúsi sem
fyrirtækið hyggst reisa.
Að loknu vali vöru sinnar
getur kaupandinn snúið sór að
afgreiðslufólki sem verður til
staðar, eða farið sjálfur með vör-
una að afgreiðsluborði þar sem
búið verður um hana fyrir hann
og tekið móti greiðslu.
Lýsingu búðarinnar er þannig
háttað að ljósum er komið fyrir
í lokuðum ferningum uppi í
loftinu, en loftinu er öllu skipt
í jafnstóra ferninga og því hægt
að færa ljósin milli þeirra og
breyta lýsingunni að vild. 60 sm
skilrúm er uppi í loftinu og
heitu lofti blásið inn í skilrúmið,
þaðan fer það niður í búðina og
sogast loks út niðri við gólf, nið-
ur í kjallara og er síað þar.
smíðameistari var Tómas Vig-
fússon. Rörlagningameistari var
Zophonías Sigfússon. Rafneijtfl
h.f. annaðist raflagnir.
Smíði innréttinga framkvæn.dá
Jónas Sólmundsson húsgagna*
smíðameistari. Dúklagnir annað-
ist Friðrik Sigurðsson veggfóðrx
ari. Ljósatæki voru keypt frfl
Philips.
Húsnæðismálstjórnm
Framhald af 1. síðu.
anna, en eins og kunnugt er
átti að úthluta lánunum sam-
kvæmt helmingaskiptareglunni.
Hefur mönnum óspart verið loí-
að lánum og margir hafið bygg-
ingarframkvæmdir í trausti
slíkra loforða. Sérstaklega hefur
Hannes félagsfræðingur Jónsson
verið óspar á lofojðin við Kópa-
vogsbúa; hann hafði þá ákjósan-
legu aðstöðu að umsóknarfrestur
rann út í nótt en kosningarnar
eru á morgun! En staðrejmdirn-
ar sem hér hafa verið raktar
sýna glöggt hversu haldgóð þau
loforð mun reynast. Það verða
margir sviknir þegar 150 lán
eiga að skiptast milli nærri 3000
umsækjenda um land allt, og
auk þess er ekki að efa að
braskaramir sem nú eru að
í innréttingubúðarinnar (vegg-,byegja íbúðir hér í Reykjavík
hillum og sýningartækjum á
gólfi) kennir einnig nýrra grasa
og höfuðáherzla er lögð á hreyf-
anleika. Er fyrirvaralaust hægt
að brejúa uppsetningu á vegg-
hillum og staðsetningu sýningar-
tækja á gólfi.
Gólflagnakerfi fyrir rafmagn
og síma er þannig fjrirkomið að
fyrirhafnarlítið er að taka upp
úr gólfinu síma- og raflagnir þar
sem svo hentar hverju sinni -—
án þess að þurfa að brjóta gólfið
upp með loftpressu!
Berklavaraadag-
urinn á morpn
Berklavarnadagurinn, hinn ár-
legi f jársöfnunardagnr S. í. B. S.
er á rnorgun.
Verða merki sambandsins þá
seld um allt land og tímaritið
Reykjalundur, sem nú kemur út
Uppdrætti og aðalumsjón með í stærra upplagi en nokkru sinni
verkinu hefur annast Hannes Kr.
Davíðsson arkitekt. Burðarþols-
útreikningar voru framkvæmdir
áður, 13500 eintökum. Merkin
kosta 10 krónur að þessu sinni
og verða jafnframt happdrættis-
af Sigurði Thoroddsen verkfræð- miðar. Aðalvinningurinn er nú
ingi. Útreikning á hitakerfi ann- fjögurra manna Morris bifreið,
aðist Jóhannes Zoega verkfræð- en auk þess 300 aðrir smærri
ingur. Raflagnir voru teiknaðar vinningar. Fé því sem safnast á
af Ólafi Gíslasyni rafmagns- Berklavarnadaginn verður varið
verkfræðingi. Málarameistarar til frekari framkvæmda að
voru Ósvaldur Knudsen og Reykjalundi — og verður nánar
Daníel Þorkelsson. Múrarameist- sagt frá starfseminni þar í blað-
ari var Jón Bergsteinsson. Tré- inu á morgun.
í gróðaskyni muni hafa fon»
gangsrétt að þeirri litlu upphæ®
sem tiltæk er.
Dönsk knatt-
spvrnukvikmynd
sýnd hér v |
Knattspyrnusambana fslanjíj
hefur fengið til sýninga dansxai
dómarakvikmynd, og verður h'im'
sýnd í Trípólíbíói kr. 1,30 M
morgun. Sýning hennar tekuifl
um hálfan annan tíma. Myncíni
er að sjálfsögðu einkum ætluS
knattg^’rmidómurum og knatt*
spyrnumönnum, en öllum áhuga*
mönnum um knattspyrnu aP
heimill aðgangur sem er ókejp«
is.
Nýr bankastjóri j
Framhald af 1. síðu.
hann starfsmaður Útvegsbankai
Islands h.f. og hefur síðaní
gegnt starfi þar sem lögfræl-
ingur bankans og bankastjóra--
fulltrúi.
Starfsemi Iðnaðarbanka Í5-
lands h.f., hefur vaxið mjög ört
frá stofnun hans fyrir rúmna
tveimur árum og nema spari-
fjárinnstæður í bankanum r.á,
um 40 millj. króna.
Bankinn hefur fengið naui-
synleg leyfi til þess að hei'ja
framkvæmdir innan skamms v:ð
byggingu framtíðarhúsnæðis á
lóð bankans við Lækjargötu 101
B í Reykjavik. Þangað til þ\5
hús rís af grunni og verð-.r
fullbúið til notkunar hefaif
bankinn tryggt sér aðsetur í
húsi Nýja bíós við Lækjargötm
2, þar sem bankinn er nú, egj
mun hann fá allverulega auk iÆ
‘húsrými til afnota þar frá næs'.Jl
áramótum. t