Þjóðviljinn - 01.10.1955, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 01.10.1955, Qupperneq 9
Lwogardagar 1. október — 1. árgangor — SO. töloblað Æskunnar ómar (Pfeiffer — Þorsteinn Sveinsson. Sungið af Noru Brockstedt á hljómplötu íslenskra tóna.) „Sofnaðu rótt, senn kemur nótt“, segir hún manuna og vaggar mér hljótt. „Lokaðu brá, liðin er hjá Ijómandi dagur í kvöldhúmsins sjá. Dimmir nú ótt, því að dagsbirtan þver, í dúnmjúkri sænginni hvílir þú hér. Bernskunnar gull, sem bættu þinn hag, bros þitt þú veitir og þakkar í dag“. Góða nótt öll, gullin mín kær, gott er að dreyma og hafa ykkur nær. Þökk mamma mín, þökk pabbi minn, þvílíka gleði og ástúð ég finn. Kettlingurinn, sem er kátur og frár kúrir hjá eldstónni og sleikir sitt hár: Fuglana smá upp’ á fjaUsins brún, finn ég á morgun og Iokka út á tún. Ár liða, öll gull eru gleymd, geymd uppi’ á lofti í ryki og leynd. Barnanna þrá, blíðra og smá, breytist er æskan er Uðin þeim frá. Eitt man ég þó jafnan árla og síð, sem ómar svo fagurt frá æskunnar tíð: Traustustu vináttu, tryggð og ást, trúaðrar móður, sem aldrei mér brást. Orðsending: Lótus. Þökk fyrir smá- scgumar og kvæðið. í na sta blaði birtist önnur smásagan. Þú biður um leiðsögn um hvernig eigi að binda inn fyrsta bindi Óskastundarinnar. — Svo sem þú veizt fást möppur, sem eru hæfi- Jegar utan um 30 blöð. Einfaldast er að stokka blöðin vel saman, svo að þau séu sem jöfnust í kjölinn, bera síðan gott lím. yfir kjölinn, leggja þau inn í möppuna og strjúka vel að kili og hliðum meðan límið er að þoma. Gott er að hafa farg á möppunni fj^rst í stað. Blöðin má einnig sauma saman eins og gert er í venju- legu bókbandi, en það er töluvert vandasamt, en einnig miklu hald- betra. Til lesenda i Reykjavík Disa í Dal, sem á heima hér í Reykjavík, skrifar: „Mig hefur allt- af langað til að safna Óskastundinni, en það hefur alltaf farist fyrir að klippa hana út, þang- að til það var um sein- an, og svo hef ég alltaf srgt: Mig vantar nokkur blöð, svo það þýðir ekk- ert að fara að safna og enn sem komið er á ég ekki nema 2 blöð, 6. og 26. Nú langar mig að að spyrja: Get ég fengið þau blöð, sem mig vant- ar? Svar: Það er orðið erfitt að fylla svona miklar eyður. Þó er reynandi fyrir Dísu í Dal og aðra lesendur í Reykjavík, sem vantar í Óskastundina, að snúa sér sem fyrst til af- greiðslu Þjóðviljans á Skólavörðustíg 19 Grímsey, Grímsey! Okkur vantar einhvern Grímseying, 16 ára cða yngri, til þess að segja frá Grímsey og 'lífinu þar. í bókinni um ísland eiga að vera átthagalýs- ingar, frásagnir úr dag- lega lífinu, frá atvinnu- háttum, skemmtanalífi, félagslífi, hugðarefnum, námi og skólum, sér- kennilegum stöðum, sið- um og háttum fólksins, sögustöðum o.s.frv. Svo sem nærri má geta, má ekki vanta Grímseyj'ar- þátt í bókinni um ísland. Afmælisrabb við útkomu 30. tölublaðs Öska- stnndarinnar Kæru lesendur. Nú eru komin út 30 tölublöð af litla blaðinu okkar. Við skulum þess vegna staldra svolitið við og skyggnast um. í fyrsta blaðinu sem kom út 5. febrúar s.l., var þessi setning í á- vai-pi: „Það er ekki aetl- unin, að sá sem sér um þéttinn, skrifi hann einn, heldur leggi margir hönd að verki tíl þess að gera Óskastundina skemmtilega og fjöl- breytta. Þið eruð þess vegna beðnir, kæru ungu lesendur, að senda efni tii birtingar“. Og lesend- ur hafa brugðizt vel við. Fyrsta bréfið var frá Hrísey, Flateyjar tvær, Vigur, Æðey Lesið orðsendingu í þessu blaði til Grímsey- inga. Þessu er jafnframt beint til ykkar, heiðruðu lesendur, sem eigið heima á ofangreindum eyjum. 7 ára telpu í Reykjavík og barst á 5. degi frá út- komu blaðsins. Upp frá því fóru að berast bréf á strjálingi, en fjölgaði jafnt og þétt, og nú má segja að bréfin streymi til Óskastundarinnar á hverjum degi og stund- um mörg á dag. Þetta t-r ákaflega mikils virði fyrir blaðið, því að í bréf- unum er margskonar efni til birtingar, óskir og tillögur og myndir Lesendur koma með bendingar um ýmsa þætti, sem eru tii skemmtunar og fjöl- breytni. Er öllum bréf- riturum þakkað fyrir á- gaeta samvinnu. Hvað hefur svo ver- ið efni þessara 30 tölu- biaða, sem út eru kom- in? í blaðinu hafa birzt alls 55 gátur og auk þess 46 aðrar þrautir. Það hefur birt 47 myndir, 12 texta við dans- og dægurlög og auk þeíis nokkur önnur Ijóð og tek- ið upp skáldaþátt. ÞsS hefur birt ferðasögur,, frásagnir, vísur, sögur„ ævintýri og bréfkafia írá 36 lesendum, auk þe eru nafngreindir 124 aðrir bréfritarar, eð-a alls 160. 18 hafa sett nafn sitt í pósthólfi.5 til þess að auglýsa éít- ir bréfasamböndurn. Verðlaunasamkeppni hel- Framhald á 3. síðu. tJB ISLENZKU UMHVEBFI ★ Þessa mynd ásamt via-* samlegu bréfl sendi okkajr 10 ára stúlka i Ámessýsl x. Það er fyrsta sendingta hennar til biaðsins ok.k.:.."„ % ÍÞRdniR HITSTJÚRl: FRlMANN HELGASOIt Hessse Jeppson heldur heim Hollenzk sund- kona setnr heims- met Hollenzka sundkonan Atie Voorbij bætti nýlega heimsmet sitt í 100 m flugsundi. Var tim- inn sem hún náði 1.13.1. Stúlka þessi er aðeins 14 ára gömul og var met hennar frá 26. ágúst 1.13.2, sem enn hefur ekki feng- ið staðfestingu. Hið opinbera met hennar er 1.13.7 og var það sett 14. júli s.l. Norsk stáíka setiir NorSurlandámet í fíMmtarþraut Norska stúlkan Jorun Tang- en setti nýlega norskt met í fimmtarþraut kvenna, náði hún 3202 stigum. Árangur hennar í hinum ýmsu greinum var: Kúla: 10.44, hástökk: 1.45, 200 m hlaup: 26.3, 80 m grind: 11.8 sem er jafnt norska metinu, langstökk: 5.03 m. Jorunn átti eldra metið sem var 3050 st. * Sænski knattspymukappinn Hasse Jeppson er sagður kom- inn heim frá ítalíu. Er hann óánægður yfir meðferð á sér í Neapel knattspyrnufélaginu. Varð Jeppson að kæra til stjórnar knattspyrnusambands- ins eftir samtal sem hann átti við borgarstjórann og útgerðar- manninn Lauro sem á félagið. Jeppson sagði að upphaflega hefði honum verið boðnar 25 millj. líra, eða um 850 þús. ísl. króna, til að koma aftur til fé- lagsins, en þegar til kom var „aðeins“ um 10 millj. líra að ræða. Jeppson bauð þá 15 millj. með því skilyrði að hann gæti losnað úr félaginu á keppnis- Laugardagur 1. október 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 árinu, en þessu var neitað af Lauro. Höfuðástæðan fyrir þessu bramli er sú að hann hef- ur verið „frystur" út úr liðinu og félagið vill heldur ekki, að hann fari í önnur félög. Jeppson var hér með Djur- gárden á sínum tíma og hefur nú undanfarin ár verið dáður knattspyrnumaður á Italíu. Grefsen í úrslituiaa Norska kvennaliðið í hand- knattleik sem hér var í sumar og keppti við kvennaliðin hér hefur staðið sig vel í keppninni um Noregsmeistaratitilinn. Um síðustu helgi kepptu þær í und- anúrslitum við Borg frá Gren- land og unnu 2:1 eftir erfiðan og tvísýnan leilc. Þegar eftir voru aðeins nokkrar mínútur af leik hafði Borg í :0, en stúlkurnar hennar Lailu tóku á í lokin og settu tvö mörk. Hvenær úrslitaleikurinn fer fram var ekki áltveðið þegar siðast fréttist. Dómararnir fegnir! Bogaskyitan á myndinni er pólski meistarinn Wisniowska. Hún sést hér taka þátt í keppni á Vináttuleikjunum í Varsjá í sumar. ítalskir knattspymudómarar létu í byrjun þessa keppnis- tímabils í ljósi mikla ánægju yfir því að bakvörður eimi hafði lýst því yfir að hann væri hættur keppni. Ekki var það fyrir það að leikmaður þessi væri háskalegur í leik sínum gegn mótherjum eða að hann „brúkaði munn" í þess orðs merkingu. Eigi að síður kom- ust þeir oft í vandræði hans vegna. Maðurinn var nefnilega snjall búktalari og gerði dóm- ara og mótherjum oft miklar skráveifur með ,,list“ sinni! Fregninni fylgdi að nú hefði hann ákveðið að leggja „dói::- arastörf“ fyrir sig. Og þá veltu dómararnir þ:i fyrir sér hvort hann gæti noh- að þennan eiginleika sinn v-IS dómarastarfið, en þeir komus: ekki að neinni niðurstöðu í þ .í máli. ,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.