Þjóðviljinn - 01.10.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.10.1955, Blaðsíða 10
2 GAMLl (Franihald) Þá var kallað á úlf- aldana, og strax kom þar inn að skálunum gamall úlfaldi mógrár, háls- langur og. herðamikill. Fljótt þekkti Lótan þenn- an iilfalda, og átti lít- ils góðs af honum að vænta, því hann hafði látið hann ganga sér til húðar fyrir löngu, svelt hann og nitt á allar lundir; hann hafði og hvíta bletti á baki og síðum eftir meiðsli'. Auk þess hafði hann orðið að bera drápsklifjar einu sinni í tvo daga bæði meiddur og haltur. Hann gekk nú að gráu stein- hrúgunni,. og tók þar upp einn af miðlungs- steinunum, en varð í þv bili litið á gamla húsbóndann og hefur lík- lega sýnst hann vera bú- inr. að fá nóg, því hann lét steininn detta og gekk burt. „Þetta hefði víst enginn gert nema þú veslings Tabi“, sagði Lótan með sjálfum sér. Svo var kallað á hest- ana, og þá kom fram fyrir brekkuna ljósjarp- ur klár, vel limaður, kviklegur og hinn föngu- legasti. Ekki var Lótan heldur ókunnugt um þennan hest, því hann hafði haft hann bæði til reiðar og áburðar í 12 ár, oft reynt í hon- l’.m þolrifin og launað honum loks langa þjón- ustu með því níðings- bragði að selja hann LÓTAN gamlan og lúinn bygg- ingameistara einum, sem lét hann bera sand og draga grjót meðan hann gat staðið uppi. Jarpur gekk að voginni, leit snöggvast á hvítu skál- ina þar sem steinn asn- ans lá, og svo á steina- hrúgurnar og Lótan, en ekki hreyfði hann við einum steini og gekk síðan burt, rólegur og alvarlegur eins og hann var kominn. „Aumingja Jarpur, ekki ertu hefni- gjarn“, sagði Lótan við sjálfan sig, þegar hest- urinn gekk burt. Þá var kallað á kett- ina, og kom þá gulflekk- óttur köttur fram á flöt- ii.a. Ekki var þetta kött- ur Lótans, en kunnugt var honum um kisu, því það var köttur ná- búa hans og hafði marga skráveifu fengið af Lót- an, þegar hann var í illu skapi. Seinasta hand- arvikið við hana var það, að hann sigaði hundi á hana, sem beit hana svo, að hún lá þar eftir hálfdauð. Ekki ómakaði Lótan sig þó tíl að stytta henni kval- irnar, en þar fannst hún síðan dauð af sár- um, og lét samvizka Lótans sig það smáræði litlu skipta. Nú var kisu bætt það hundsbitið og oiðin feit og silkigljá- andi, hún skotraði snöggv- ast öðru auganu að skálunum, en lét svo sem hún sæi hvorki Lót- an né steinana og gekk hæ'gt og stillilega fram hjá öllu saman eins og henni jkæmi það ekki við og fór síðan út á völlinn. Það var eins og Lót- an sæi fyrst skömm sína fullum sjónum, þeg- ar hann sá göfuglyndi kisu. Hún hafði aldrei gert hið minnsta á hluta hans alla sína daga, en þó var sem hann ætti henni alltaf illt að launa og hrakti hana og hrjáði með öllu móti. Hann hefndi grimmilega hverr- ar mótgerðar, en hún iét nú sem hún sæi ekki þennan kvalara sinn, þegar hún gat hefnt sín á honum og hreyfði ekki minnsta steininn. Það var ekkí laust við, að kcnungur dýranna væri farinn að minnka sín nokkuð í sínum eigin augum, þar sem hann húkti á stóinum og horfði á allt þetta. Frh. Pósthólfið Óska að komast í biéfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 10—12 ára. Erla Þorsteinsdóttir Brakanda, Hörgárdal, Eyjafirði. ★ Mig langar að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. María Hjálmdís Þor- steinsdóttir Hofsósi, SkagafirðL 3 Dulnefni skálda og rithöfunda Margir hinna ungu höfunda, sem hefja rit- höfundaferil sinn með því að skrifa í blaðið okkar, hafa tekið sér dulnefni, þeir eru einnig fjölmargir, sem skrifa undir fullu nafni. Það er töluvert tíðkað og alls ekki nýtt að höfundar taki sér dulnefni. Má minna á nokkur þjóð- kunn skáld, svo sem Jón Trausta, Gest, Þor- Afmælisrabb Framhald af 1. síðu. ur verið þrisvar, fyrst um myndir og frásagnir, þá skriftarkeppni og loks samkeppni um ferðasög- ur — Þá hefur blaðið flutt sögur og ævintýri, leiðbeiningar um tals- hætti, og stuttar frá- sagnir um 30 minnisverð ártöl úr íslandssögunni. Er þá ótalið ýmislegt smávegis. Nú er haustið fram- undan og veturinn, tími náms og starfs og hug- leiðinga. Þá munum við hefja samvinnu um margskonar verkefni. Þá munuð þið fá tæki- færi til þess að taka þátt í skriftarkeppni, myndakeppni og rit- gerðakeppni og ef til vill fleiru. En frá því verð- ur sagt í næstu blöðum. Verkefnin eru mörg og við skulum leitast við að halda í horfinu. Beztu kveðjur. gils gjallanda, Huldu, Þóri Bergsson og Stein Steinarr. Jón Trausti hét Guð- mundur Magnússon. Hann mun hafa fyrst notað Jóns Trausta nafn- ið, er hann skrifaði á unglingsárunum í sveita- biað. Jón Trausti fædd- ist á nyrzta bæ landsins, Rifi á Melrakkasléttu. — Gestur var Guðmund- ur Björnsson landlækn- ir. — Þorgils gjallandi hét Jón Stefánsson og var bóndi á Litlu-Strönd „Kæra Óskastund. Ég vil byrja á því að þekka alla skemmtunina, sem þú hefur veitt mér. Einkanlega vekur það athygli mína, hvað uppá- stungur lesendanna eru teknar til greina. Þess vegna vil ég koma með uppástungu. Mikið hefur verið um íþróttir í sum- ar. Við unglingarnir höf- um fylgst með þeim af áliuga, en við sem erum úti á landi og eigum þess ekki kost að fara é íþróttavöllinn í Reykja- vík og sjá íþróttamenn- ira, verðum að láta okk- ur nægja myndir af þeim. En því miður er allt of lítið gert af því við Mývatn. — Hulda skáldkona hét Unnuf Ber.ediktsdóttir Bjark- lind. — Þórir Bergsson heitir Þorsteinn Jónsson og var lengi banka-. maður í Reykjavík. — Steinn Steinarr heitir Aðalsteinn Kristmunds- son. — Ýmsir aðrir kenna sig við bæina sína og æskustöðvarnar og má þar til neíjha Jóhannes úr Kötlum,. Kristján frá Djúpalæk,. Jón frá Ljárskógum, Guðfinnu frá Hömrum. Mun Jóhannes kenna sigr við ömefni frá Æesku- stöðvunum, hin skáldin. keiina sig við bæina sína. hö birta myndir af þeim. Það væri skemmtiiegt ef Óskastundin færi að birta myndir af íþróttamönn- um og örstutt æviágrip ásamt skrá yfir helztu afrek þeirra. Steinar J. LúAviksson Ytri-Völlum, V.-Hún.“ — Já, við skulum verða við þessum til- mælum og byrja með þvi, að láta lesendur velja fyrstu myndina. Birt verður mjmd af þeim íþróttamanni, pilti eða stúlku, sem lesend- ur Óskastundarinnar velja sem bezta íslenzka íþvóttamanninn í sumar. Sendið bréf um þetta fyrir 1. nóvember. Um íþróttir og íþróttamenn 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 1. október 1055 Grein Finr Framhald af 8. síðu nú fóru í hönd fór fyrsti skjálftinn um íslandsbanka og aðra undirstöðu hins unga auðvaldsskipulags hér á landi. Nákvæmar heimildir eru ekki fáanlegar nú, þótt þær kunni að finnast síðar, til þess að rekja það, hversvegna þessi önnur tilraun sem gerð var til þess að gera höfn við Skerjafjörð fór út um þúfur. En það er staðreynd að Kárs- nesfélag þeirra Flygenrings og Claessens varð að hætta framkvæmdum skömmu eftir að þær voru hafnar. En félagsstofnun þeirra og byrjunarframkvæmdir við hafnargerð í Kársnesi sýnir, að gjörhugulir menn á út- gerð og fjármál, komust þá þegar að þeirri niðurstöðu að rannsökuðu máli, að gott hafnarstæði væri í Kársnesi. Margir fleiri skipstjórar og útgerðarmenn, þaulkunnugir hafnarskilyrðum víða við Faxaílóa hafa bent á þennan stað sem hið ákjósanlegasta hafnarstæði við þá einstöku höfn, sem sjálfur Skerjafjörð- ur er frá náttúrunnar hendi. I þessum hópi má t.d. nefna Cskar heitinn Halldórsson útgerðarmann og Bjöm Ól- afs skipstjóra frá Mýrar- húsum. Á stríðsárunum hófst fyrst byggð i Kársnesi og á Kópa- vogs- og Digraneshálsum. Frumbyggjarnir voru að mestu fólk, sem leitaði at- 3oga Rúfs hvarfs í sumarbústöðum og bráðabirgðaíbúðarhúsum á nokkrum löndum á þessum slóðum. Á árunum 1945-’46 voru íbúar þama orðnir 500- 600. Þá var það sumarið 1946, að kosin var sveitarstjóm í hinum forna Seltjarnames- hreppi. Fór svo, að fulltrúar fólksins á hálsunum tóku við af ríkismönnum Seltirninga og rættist þar hið fora- kveðna að „þeir munu lýðir löndum ráða, er útskaga áð- ur of byggðu“! Er skemmst af því að segja, að þau sam- tök fólksins, sem þá vom mynduð hafa ráðið og stað- izt allar árásir og ofbeldi til þessa dags, framkvæmdir hafa verið meiri og íbúafjöldi vaxið örar en dæmi em til í nokkm byggðarlagi öðm á íslandi á sama tíma. Ibúa- fjöldinn hefur sjöfaldazt á 8- 9 árum. Forráðamenn þessarar byggðar komu snemma auga á hin einstæðu hafnarskilyrði í Kársnesi. Þeir gættu þess, eins og unnt var, að ekki yrði þrengt að hinu væntanlega hafnarstæði með smáhúsa- byggingum. Þeir létu gera sjómælingar, sem sýndu að hafnarskilyrðin eru þama frábærlega góð, og staðfestu það, að Ágúst Flygenring, Hjalta skipstjóra og Eggert Claessen hefði ekki mjög missýnst, er þeir hugðu til hafnarframkvæmda í Kárs- nesi. Á Alþingi 1953 fékk Finnbogi Rútur Valdimars- son þvi framgengt, að Kárs- nes var tekið í lög um hafn- argerðir og lendingarbætur, og í fjárlögum 1954 og 1955 hefur hafnargerð þar verið styrkt með 140 þús. kr. En í byggð, þar sem íbúum fjölgar jafn ört og í Kópa- vogi er i mörg horn að líta um framkvæmdir. Þar hefur verið byggt skólahús fyrir 500-600 böm, lagðir um 30 km. af vegum, 23 km. löng vatnsveita, skólpleiðsla um 10-12 km. að lengd saman- lagt og fjölda margt annað, sem of langt yrði upp að telja. Sveitarfélagið hefur þvi ekki getað lagt fé að neinu ráði í hafnargerðina. Þó hefur þegar verið gerður hafnargarður um 90 m að lengd og er þar um 3.5 m dýpi um stórstraumsfjöru. Er í ráði að gera næst legurúm (dokk) þar sem smærri bátar geta legið í fullkomnu öryggi í öllum áttum. Kópavogsbúar eru þegar teknir að nota bryggjuna fyrír trillubáta sína og bryggjuihús hefur verið byggt til fiskverkunar. Enn vantar þó all- ar byggingar, sem nauðsynleg- ar em til fiskmóttöku og verk- unar í stærri stíl. En margir munu hafa hug á þvi að fá að- stöðu til útgerðar og fiskverk- unar á þessum stað. í Reykjavíkurhöfn þrengist nú óðum um fiskiskipin, hin smærri sem hin stærri. Stækkun hafnarinnar við Laugames- tanga eða annarsstaðar kostar óhemju fé. Margir, sem vel hafa vit á hafa lengi haft augastað á Kárs- nesi sem framtíðar fiskiskipa- höfn Reykjavíkur. Ókunnugir halda að innsigl- ing á Skerjafjörð sé mjög óhrein og erfið. Ef sjókortið er athug- að sést þó að svo er ekki. Með ljósmerkjum á Álftanesi og t. d. tveimur ljósduflum til við- bótar þeim, sem þegar hafa ver- ið sett í mynni fjarðarins, má bæta mjög úr þessu. Því má ekki gleyma að beztu vitar lands ins, Gróttuviti og radíóviti, em við fjarðarmynnið og flestöll fiskiskip nú búin tækjum til að taka við miðunum. En skerin em ekki aðeins farartálmi, þau eru líka vamargarður af nátt- úmnnar hendi, sem hvorki Reykjavikurhöfn eða Hafnar- fjörður hefur til að bera. Slíka varnargarða, sem víðast annars staðar á Islandi kostar milljónir eða milljónatugi að byggja, þarf ekki að gera innan skerja við Skerjafjörð, sízt í Kársnesi. Hafnargerð í Kársnesi er nú hafin fyrir frumkvæði fram- sýnna manna. Hún hefur til þessa verið miðuð við að bæta úr þörfum Kópavogsbúa fyrst og fremst. En margt bendir til þess að fyllsta ástæða sé tU, fyr- ir þá er ber að hugsa fyrir fram tíðarþörfum fiskiflota Reykja- vikur, að athuga hvort stærri höfn í Kársnesi en enn hefur verið fyrirhuguð og fiskiðjuver í sambandi við hana er ekki ein- mitt lausnin á hafnarmálum Reykjavíkur, eins og þau horfa við í dag. Otbreiðið Þjóðviljann! KR- frjálsíþróttamenn Innanfélagsmót í kringlukasti og sleggjukasti í dag. SKIPÆÚTGCRÐ RIKISINS Baldur Tekið á móti flutningi til Hjallaness og Búðardals árdegis í dag Oss vantar strax tvo duglega og ábyggi- lega drengi til sendi- ferða. Skipaútgerð ríkisins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.