Þjóðviljinn - 01.10.1955, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 01.10.1955, Qupperneq 11
Laugardagur 1. október 1955 — ÞJÓÐVTLJLNN — (11 » . " 1 -----------------------.................. Hans Kirk: Klitgaard og Synir M « 4. dagur Hipómennirnir berjast eins og óðir hundar, því að þeirra bíður gálginn. Bílar hlaðnir mönnum úr frelsishreyfingunni þjóta um göturnar og um allt land birtast deildir andspyrnu- manna. Það er eins og þær hafi sprottið upp úr jörðinni, og morðingjum og landráöamönnum er þjappað upp á vörubíla. Nei, enginn verður hengdur í ljósastaur. Allt á að ganga heiðarlega fyrir sig. Fjörugir frelsispennar fylla dagblöðin, og daginn áður skrifuðu þeir allt annaö, en það var undir nauðung og fólk átti aö geta lesið á milli línanna. Aldrei hefur nokkur þjóð átt eins djaría og hugrakka blaðamenn. Milli línanna. Og í hátölurum ómar liin djúpa og fagra rödd góðvinar okkar, Brummels ráðsformanns, þar sém hann hyllir andspyrnuna og fi'élsishreyfinguriá. Hann hefur líka barizt að því er yirðist,, Hann hefuí barizt ákaft og djai'flega og nú hefur hann sigraö, því að Þjóðverjarnir veröa reknir burt úr landinu. Það er eins og útvarpað sé úr virkisjaröhýsi Holgeirs danska á Krónborg, og hinn prúði, trausti, danski Brummel reynd- ist þá sannspár: Koma tímar, koma menn. Hér ei*u mennirnir og þeir eru vopnaðir, það er ugg- væniegast. Það er aldrei að vita hverju kommúnistarnir taka upp á. Þaö eru ófáir stjórnmálamenn sem sofa illa á næturnar, og sannarlega var auðveldara að fást við Þjóðverjana en eiga svona vopnaðan lýö yfir höfði sér.'5' Engir hermenn eru til taks, engin lögregla meö byssur, táragas og kylfur, og undir þessum kringumstæðum er spauglaust að vera lýðræðissinnaður stjórnmálamaöur. Maður verður að kunna að sveigja sig og beygja og tala fagurlega og lifa í voninni. Brátt koma Englendingarnir og guði sé'lof aö það voru ekki Rússar. Síminn hjá Tómasi Klitgaard hi'ingdi þetta milda maíkvöld. Það var Abildgaard hæstaréttarlögmaður og rödd hans var óvenju æst. — Hefurðu heyrt þaö? spurði hann. — Heyi't hvaö? — Bi'ezka útvai'piö. Uppgjöfin. Nú er stundin komin. Það kemur auövitaö engum á óvart, en þú verður aö ( koma undir eins. Og ef einhver kynni að spyrja eftir þér á Mai’grét aö segja að þú sért á Jótlandi. Flýttu þér, Tómas, það liggur mikið við. — Ég kem undir eins, sagöi Tómas Klitgaai'd og lagði tólið á. Svo fór hann inn til frú Margrétar. — Þorsteinn var að hiingja. Þeir eru búnir að gefast upp. — Loksins! Þá kemur Gi’egei's heim. — Ef til vill. En við vitum ekki .... hann var ekki í hópi þeiri'a sem komu til Svíþjóðar. Viö veröum aö vera við öllu búin, Margrét. Þessir tímar hafa krafizt mikilla fórna. En ef einhver kynni að spyrja um mig, þá er ég ekki 1 bænum. Ég er á Jótlandi. Þorsteinn baö mig að skila því til þín. — Hver ætti aö spyrja eftir þér? spuröi Margrét, en svo fölnaöi hún. — Á hann við að þú sért í hættu? Ætla þeir að handtaka þig? —• Hún strauk sér um enniö og hélt áfram óstyrkri röddu: — Þú veröur a'ð fara aö ráðum Þorsteins í einu og öllu. Hann er vitur, og ef þú gerir það ekki getur farið illa fyrir þér. Þungbúinn og dapur i huga yfirgaf Tómas Klitgaard hið viröulega heimili sitt, því aö þetta voru launin fyrir hin erfiðu sjálfsfórnarár. Hann ók í sporvagni eftir göt- um sexn voi*u eitt iðandi mannhaf, leyfði fagnandi fólki aö klappa sér á öxlina og reyndi að brosa til þess aö vera glaðlegur, því aö þaö var hættulegt aö láta á sér sjá kvíða eöa ótta. Hann heyrði vélbyssuskot úr fjaxska og söng og hljóðfæraslátt á hvei'ju götuhorni og varö gagn- tekinn angurværri utanveltutilfinningu. Hann var flótta- maður, þótt hann hefði gert landi sínu og stjórn mikiö gagn, en hvar var stjpmin niðurkomin í dag? ERLENÐ TIÐINDi Framhald af 6. síðu upp og gera eins og þeim var sagt. í öllum ríkjunum er það herinn sem mestu ræður um stjórnina og það er margreynt að ef ríkisstjórn lætur undir höfuð leggjast að sjá hernum fyrir vopnum er hann fljótur að hrinda henni frá völdum. En Nasser hinn egypzki var ekki af baki dottinn. Hann gerði það sem vesturveldin höfðu sízt bú- izt við, sneri sér til ríkisstjórna í Austur-Evrópu. Hefur hann nú gert samning um vopnakaup við Tékkóslóvakiu og eru eg- ypzkir liðsforingjar komnir til Prag að taka við vopnunum. Almælt er að vopnasala frá Tékkóslóvakíu eða Sovétríkj- unum til Sýrlands og Saudi Arabiu sé einnig á döfinni. MJ" veinstafi brezku og banda- rísku stjórnanna um að þessi vopnasala raski öllu valdajafnvægi í hinum nálæg- ari Austurlöndum og ógni þar með friðnum á þeim slóðum þarf ekki að taka alvarlega. Að minnsta kosti höfðu þessar sömu ríkisstjórnir ekki miklar áhyggjur af áhrifum vopna-- sölu sjálfra sín til Iraks í vor. Áhyggjurnar sem samningur Egypta og Tékka hefur valdið í London og Washington eru af öðrum rótum runnar. Ráða- | menn þar óttast að Egyptaland t pg þau Arabaríki sem þvi fylgja að málum muni aðhyll- ast hlutleysisstefnu í utanríkis- málum eftir að svo er komið að þau þurfa ekki neitt til Vestur- veldanna að sækja, ekki einu sinni vopn. Vestrænu ríkis- stjórnirnar voru svo vissar um að ekkert gæti hnekkt aðstöðu þeirra á þessum slóðum, að þær skirrðust ekki við að setja rík- isstjómunum þar auðmýkjandi skilyrði, svo sem það að neita að selja þeim vopn ef þær reyndu að reka sjálfstæða utan- ríkisstefnu. Nú hafa þær fallið svo rækilega á sjálfra sín bragði að brezku blöðin Times og Manchester Guardian halda því fram að Vesturveldin eigi þann kost einan að fara bónarveg að Sovétstjórninni ef ske kynni að hún vildi vera svo væn að nota ekki nýfengna aðstöðu sína til að gjalda líku líkt. Bandalag þeirra Dullesar og Edens, sem átti að vei'ða stíflugarður gegn sovézkum áhrifum í löndunum við Miðjarðarhafsbotn, hefur einmitt orðið til þess að ryðja þeim þar braut. TIL LIGGUR LEIÐIN Raimsólmaístöð á jaka Pramhald af 5. síðu. í ríki kuldans. I hinum köld- ustu hafdjúpum er til dæmis krökt af bakteríum. Ekki er neitt sældarlíf að hafast við mánuðum saman á ísjökum á valdi vindis og strauma. Búast má við því að jákárnir sundrist fyrirvaralaust af þrýstingnum sem er á ís- breiðunum. Símaþræðir og raf- leiðslur hafa hvað eftir annað slitnað við það að jakar sprungu. Enn hefur þó enginn leiðangursmanna látið lnið af slysförum. Síðjakki með belii M. T. O. Púður er margs konar Hér er mynd af amerískum síðjakka með belti, en svona jakkar eru nú mjög i tizku. Jakkinn á myndinni er úr jbykku, strálitu silkiefni og ! ’iann er notaður með þröngu, | svörtu ullarpilsi. Silkijakkar ! eru að vísu ekki sérlega hent- ugir, en sniðið á jakkanum fer einnig ágætlega á ullarafnúm aða öðrum stinnum efnuin. ' Það er að verða vandi að púðra sig, því að nú eru á boð- stólum svo margar og mismun- andi tegundir af púðri. Að sjálf- sögðu viljum við allar vera eins fallegar og unnt er, og mai’gar álítum við að það dýrasta í þessum efnum sé einnig það bezta, en það getur verið mesti misskilningur. Þegar um þurrt, púðurefni er að ræða er eins gott að kaupa það í lausri vigt og í dýrum öskjum. Umbúðimar eru seldar dýru verði, og hvað á maður að gera við þessar glæsilegu öskjur, þegar umbúoalausa púðrið er alveg eins gott? Ef maður vill sýna mikla sparsemi er hægt að kaupa púðrið mjög dökkt og blanda það síðan með Ódýru, hvítu barnapúðri. Það þarf mikið af hvitu púðri í dökkt púður til þess að það lýs- ist ögn og maður getur tvö- faldað púðureign sína með staut af barnapúðri. Það er ekki erfitt að blanda púður sjálfur og fljótlega lærist manni að geyma ögn af gamla púðrinu til að átta sig á litnum. Öðru máli gegnir með fasta púðrið. Þá borgar sig ven ■v.Vvga betur að kau 'a dýrari tegurvdir. Fast púður er dýrt í notkun ef maður notar ekkert annað piið- ur, en noti maður duftið dag- lega og fast púður aðeins þeg- ar maður fer út til að losna við óþrif sem þurra púðrirvu fylgja getur fasta púðrið enzt mjög lengi. Kafli út af fyrir sig eru bær púðurtegundir sem smurðar em á andlitið og hylja alla ágaila á hörundinu. Þær stífia alíar svitaholur og eru því ekki gcð- ar til daglegrar notkunar, en þær eru prýðilegar til notkunar við sérstök tækifæri, þegar maður vill gjarnan líta ve! út. Sumt af þessu þarf að leysá ,upp í vatni áður en bví er smurt á hörundið, sumt er í stautum og því smurt beiut á andlitið. Púður af þessu tag’ yiá ekki nota að staðaldri, en ht'.fi maður vanmetakennd vegna ljóts hörunds er ágætt að nota það við hátíðleg tækifæri. Úigefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjóiar: Magnús Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson — Fréttaril N$£&B4Í!)EfIEL§Bff!lN stióri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjami Berædíktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi óiafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. ■— Sími: 7500 (3 lintr). — Áskriftarverð kr 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsm. Þjóðviljan« hA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.