Þjóðviljinn - 16.10.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.10.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. október 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (9 A ÍÞRÓTTIR RTTSTJÓRI FRÍMANN HELGASON ö| íþrðttamanna eru of lág í sambandi við tillögu sem stjórn ISl bar fram á síðasta þingi að Hlégarði um árstillög urðu miklar umræður. Tillagan miðaði að því, þó hún væri ekki skýrt orðuð, að þingið reyndi að hafa áhrif á það að tillög einstaklinga yrðu hækkuð svo að þau bæru uppi dagleg útgjöld félaganna, þar með talin e.t.v. hækkandi tillög til samband.a. Mun þó ekki hafa verið ætlazt til að kennslukostnaður væri þar með talinn. Skoðanir þær sem komu fram í máli þessu voru næsta sundurleitar, þótt svo færi að tillagan fengi að lok- um sæmilega afgreiðslu. Ýmsir urðu undrandi yfir því að þetta mál skyldi borið fram á þinginu, þetta væri mál félaganna og þau væru sjálfráð hvernig þau leystu fjárhagsmál sín. Það væri þeirra mál hvort þau öfluðu fjár til starfsem- innar með sérstökum fjáröfl- unum eða hækkuðu árstillögin til að mæta gjöldum sínum. Ársgjöld aldrei nógu há Það kom greinilega fram í umræðunum að erfitt reynist að ná árgjöldunum inn, og mátti skilja svo að af þeirri ástæðu þýddi ekki að hækka þau, þau væru þegar orðin nógu há. Sannleikurinn er sá að árgjöld hafa aldrei verið nógu há hér til þess að félag- arnir „bæru virðingu“ fyrir þessu gjaldi, og lægri en alls staðar þar sem ég hef spurzt fyrir um erlendis. Við það bætist að það munu fá dæmi finnast sem sýna að þetta lága gjald ha.fi fylgt þeirri dýr- tíð í landinu sem við eigum við að búa. Hvað er eðlilegra en að þetta fylgist að? Það er ekki nóg með það að árgjöldin séu ekki í samræmi við dýrtíð- ina, heldur er krafan til félag- anna á margan hátt orðin miklu meiri eh var og daglegur kostnaður því að sama skapi meiri. Því miður iá ekki fjnnr yfirlit um árgjöld í félögum hér og þar, hve há þau eru í dag. Að fáum félögum und- anteknum mun það algengasta vera um 50 kx\, eða sem næst það sama og að piltur fari á dansleik og fái sér 1-2 pilsnera og hafi ekki annan kostnað! Ef árgjaldið er skoðað í þessu eða svipuðu ljósi hljóta allir að sannfærast xim að hér er illa haldið á og ósamræmi í hlutunum. Ekki tekizt að skapa eðlilegt viðliorf til íþróttanna Það má vel vera að víða séu það duglegir einstaklingar að þeir geti með sérstöku álagi aflað þess sem á vantar til þess að starfsemin beri sig eins og fram kom á þinginu. I dag er í byggð og bæ kvartað und- an því að of fáir menn fáist til að taka að sér störfin sem i-aunverulega beri uppi íþrótta- hreyfinguna. Það er kvartað yfir því að menn hverfi úr stai-fi eftir of stuttan tíma, þrey.ttir og beizkir úti stritið sem hefur hvilt of þuiigt á þeim. Einn þátturinn í þessu striti er að afla tekna sem fjöldinn átti að greiða, þ.e. sjálfir félagarnir. Með það sem á vantar er það að okkur hefur ekki tekizt að skapa eðlilegt og heilbrigt viðhorf til íþrótt- anna, þessvegna kemur fx'am þessi þrjózka hjá mörgum við að greiða eðlileg gjöld. Við þorum ekki að gera eðlilegar kröfur til fólksins. Það finnur veikléikann, gengur á lagið. Félögin hafa ekki getað kom- ið sér saman um það að veita því fólki sem til þeirra sækir æskilegt uppeldi. Ef dæma skal eftir þeim ræðum sem menn frá stórum samböndum fluttu á þinginu virðist langt í land að þáð lagist. Mál sem íþróttalireyfinguna varðar Það er því fráleit kenning að það varði ekki iþróttahreyf- inguna í heild, hvernig til tekst um mótin og viðhorf íþróttafólks til íþróttahreyfing- arinnar, félagsins og þeirrar hugsjónar sem bak við þetta stendur. Einn þátturinn er ein- mitt að fá fólkið til að taka á sig sinn hluta af þeirri byrði sem félagsstarfsemin leggur hverjum og einum á herðar. E.t.v. getur það ekki tekið það að öllu leyti jafnt á sig. Þar kemur svo margt til greina. En í einu geta allir tekið jafnan þátt og það er að greiða tilskilin gjöld. Það mátti líka skilja að sjálf fjárhagshlið þessa máls kæmi þingi ÍSÍ ekkert við ef það fengi tilskilin gjöld. Hér er um mikimx misskiln- ing að ræða. Þing ÍSÍ hlýtur á hverjum tíma að láta sig skipta afkomu félaga sinna því að góð afkoma fjárhagslega er venjulega undirstaða undir vel- gengni. Það er því ekki nema eðlilegt að þingið ræði og geri ályktanir um þennan grund- vallartekjustofn og geri álykt- anir ef áhugamennimir greiða ekki eðlilega skatta. Ef lengra er leitað má benda á að löggjafinn gerir ráð fyrir að við úthlutun úr íþrótta- sjóðx sé tekið tillit til að hve miklu leyti félögin standa und- ir reksturskostnaði sinum með árgjöldxim félagsmanna, Það hlýtur þvi líka að vera áhugamál þingsins að fram- kvæmdir félaga Iíði ekki fyrir það að félagsmenn greiði ekkí forsvaranleg gjöld. Það sem vakti mesta undrun mína við umræðurnar var það að allur þessi forustumannahópur með tölu skyldi ekki skilja liina félagslegu þýðingu þessa máls^ skyldi ekki gera sér 1 jóst : að allt þetta vandræðaástand með árstillög stafar af vöntun á félagslegu uppeldi frá byrjun. Erlendis er það yfirleitt við- tekin regla að allir sem í félög- in ganga greiði árstillag hvort sem þeir eru 10 eða 30 ára. Þar þykir það sjálfsagður hlut- ur að di-engurinn eða stúlkaa finni til þess að allt það sem félagið veitir kostar peninga og það er ekkert eðlilegra en að þau sjálf beri þann kostnað eða a.m.k. hluta af honuy, Hér má ekki á þetta minnast. Það þykir mikil ósvinna að láta sér detta það í hug að rulcka 10-12 ára böm um árstiliag í félagið. Hér er víst að nökkrtc því um að kenna að skipulegt starf meðal þeirra yngstu er svo fátítt eða lítið, en þó verður þetta líka algert aukaatriðL I eðli sínu er þetta mál mikþi þýðinganneira en fulltrúár á þingi ISl gerðu sér grein fyrir. Þó samþykkt sú sem gerS var miði nokkuð í áttina, hefðl þingið átt að kjósa milliþánga- nefnd sem safnaði gögnum uin þetta ástand eins og það er í dag og út frá þeim niður- stöðum sem fengjust leggja til- lögur fyrir næsta reglxxlegt þing um það livemig þéssu máli yrði bezt fyrir komið mið- að við það að hér er um a& ræða . fmmundirstöðu unaii* fjárháginn og sterkan þátt í félagslegu uppeldi. hefst mánudaginn 24. þ.m. Skóliim verður til húsa íTjarnargötu 20 í vetur Námsgreinar verða Verklýðshreyfingin á. tslandi 1920— 1940, kemnarar Jón Rafnsson og Eðvarð Sigurðsson. tslenzk félagsnxálaíöggjöf (viimxxniála- og tryggingalöggjöf), kennarar Björn Bjama- son og Steingrxniur Aðalsteinsson. fslenzkar bókmenntir, kennari Helgi Hall- dórsson magister. Framsögn og leiklist, kennari Karl Gu mundsson, leikari. Esperantó, kennari Baldur Kagnarsson. Bókfærsla, kenixari Bogi Guðmundsson riðskiptafræðingur. Ræðumennska og fxmdarsköp. Karl Steingrímur Námskeiðin, sem nú hefjast, standa til jóla, en eftir nýár hefjast ný námskeiö og framhalds- námskeiö. Innritun í skólann fer fram daglega kl. 5—7 og 9—10 næstu daga 1 Tjarnargötu 20, II. hæö. Innritunargjald er 40 kr. fyrir 1 flokk, 60 kr. fyrir 2 flokka, 80 kr. fyrir 3 flokka eöa fleiri. Allar nánari uppiýsingar veíttar i Tjarnargötu 20, sími 7513, á ofangreindum tíma. Eðvarð Skólastjórn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.