Þjóðviljinn - 22.10.1955, Side 10
4
Laugardagur 2Z. október — 1. árgangttr — 33. töluWað
Kom draumanótt
Ljóð eftir Jón frá Ljárskógum
við lag eftir Foster.
Ilúmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að ægi gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd,
og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró. —
Kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró!
Syngdu mig inn í svefninn, Ijúfi blær!
Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.
Draumgyðjan Ijúfa Ijá mér vinarhönd
og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró. —
Kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró!
, Orðsendfxigar
Ættjarðarljóðin. Fyrstu
bréfin með vali ættjarð-
arljóðanna hafa borizt.
Hið fyrsta var frá telpu
í Reykjavík. Hún segir:
„Mín uppáhalds ættjarð-
arljóð eru þessi: 1. Þjóð-
söngurinn, Ó, guð vors
lands eftir Matthías Joch-
umsson, 2. Ég vil elska
mitt land eftir Guðm.
Magnússon, 3. ísland ögr-
um skorið eftir Eggert
Ólafsson."
„Steinar Jóhann, Ytri-
Völlum, V-Hún. Það var
sannarlega gaman að fá
íþróttafréttirnar frá ykk-
ur drengjum. Bréf þitt
þarst í hendur ritstj. í
dag (20. okt.), svo að
tími vannst ekki til að
vinna úr skýrslu þinni
fyrr en undir útkomu
næsta blaðs. En af öllu
virðist mega ráða, að táp
og fjör og frískir menn
séu í umhverfi þínu.“
Myndir í samkeppnina
eru teknar að berast.
Fjögur bréf með mynd-
um bárust í dag (20.
okt.)
Alltaf jafnkaldur
f kuldakasti varð karli
einum sunnanlands að
orði: — Já, alltaf er land-
nyrðingurinn jafnkaldur,
á hvaða átt sem hann er.
Pósthólfið
Mig langar að komast
í bréfasamband við pilt
eða stúlku á aldrinum
10—12 ára.
Margrét Bjamadóttir,
Stöðulfelli, Gnúpverja-
hreppi, Ámessýslu.
Ég óska eftir að kom-
ast í bréfasamband við
dreng eða telpu 9—10 ára
(mynd fylgi).
Sæbjörn Valdimarsson,
Skjaldartröð, Hellnum,
Snæfellsnessýslu.
Hvernig Rómverjar
mötuðust
Kennari einn var að
flytja erindi um háttsemi
Rómverja hinna fornu.
Hóf hann mál sitt svo:
„Eins og þið vitið, hátt-
virtu áheyrendur, sátu
Rómverjar ekki á stólum,
eins og vér, er þeir möt-
uðust, heldur þjgu þeir
kringum borðið, studdust
á annan olnbogann, en
mötuðust með hinum“.
Orðaleikur
Einn morgun segir Óli
við Ara félaga sinn: —
É'j get stokkið hærra en
húsið þitt. — Hvaða
grobb er nú í þér, sagði
Ari. — Eigum við að
;veðja, ég skal veðja
krónu að ég get stokkið
hærra en húsið, sagði
Óli. — Já sagði Ari, ég
skal veðja krónu á móti,
að þú getur það ekki.
Óli vann veðmálið. Á
hvem hátt?
Skáldaþátturinn
Jón fró Ljórskógum
Jón frá Ljárskógum,
söngvarinn og skáldið,
lézt aðeins rúmlega þrí-
tugur að aldri. Síðan er
liðinn áratugur, en mörg-
um mun jafnvel finnast
stundum svo sem hann
sé enn á meðal okkar,
einkum, þegar við hlust-
um á djúpu, rólegu rödd-
ina hans í lögunum, sem
M.A.-kvartettinn söng
inn á hljómplötur. Jón
fæddist árið 1914. For-
eldrar hans voru Anna
Hallgrímsdóttir og Jón
Guðmundsson, bóndi í
Ljárskógum í Dalasýslu.
Hann tók stúdentspróf á
Akureyri 1934, las síðan
heimspeki og guðfræði
við Háskóla íslands, en
hóf síðan kennslu og
kenndi síðast við Gagn-
fræðaskólann á ísafirði.
Hann var kvæntur Jón-
ínu Kristjánsdóttur, ætt-
aðri frá ísafirði, eign-
uðust þau einn dreng.
Eru þau mæðginin bæði
á lífi. Jón lézt á Vífil-
stöðum árið 1945.
Jón frá Ljárskógum
sendi frá sér tvær Ijóða-
bækur, „Syngið strengir“
og „Gamlar syndir og
nýjar". Þá gaf hann einn-
ig út safn ýmissa kvæða
og nefndi „Hörpuljóð“.
Yfir flestum Jjóðum hans
er ástljúfur blær og
heyrist tíðum tregi í
hreimnum.
Haustið 1932, þegar
Jón var í 5. bekk Mennta-
skólans á Akureyri, hófu
þeir fjórir skólabræður
að æfa kvartettsöng og
stofnuðu M. A.-kvartett-
inn, sem síðan söng sig
inn að hjartarótum þjóð-
arinnar sakir raddfegurð-
ar og efnismeðferðar. Fé-
lagar Jóns voru þeir
Jakob Hafstein og bræð-
urnir Þorgeir og Stein-
þór Gestssynir frá Hæli.
M.A.-kvartettinn hélt
víða söngskemmtanir við
geisiaðsókn og mikla
hrifningu áheyrenda. Alls.
munu þeir hafa haldið
rúmlega 120 opinberar
söngskemmtanir. Þeir
sungu 8 lög inn á plöt-
ur, hvert öðru fegurra.
Jón orti langflesta texta
við lögin, sem M. A.-
kvartettinn valdi, og eru
mörg Ijóð hans á hvers
manns vörum. Það er ó-
hætt að benda æskunni á
Ijóð Jóns frá Ljárskóg-
um, hann flytur henni
ekkert Ijótt. Við helgum
þessum söngvara og
skáldi blaðið í dag.
Framhald á 3. síðu.
Bókin iini
fslaiid
Það er afráðið, að bók-
in um landið okkar verði
skrifuð af ungu kynslóð-
inni, sem er innan við
16 ára aldur. Enn vantar
þó þátttakendur úr ýms-
um sveitum og kaupstöð-
um. Sendið við fyrstu
hentugleika tilkynningu
um þátttöku ykkar.
-10) — ÞJÓÐVJLJINN — Laugardagur 22. október 1955
Hvítárbakkaskólsnn
Framhald af 7. síöu.
afur Þ. Kristjánsson og
Kristinn E. Andrésson. Þang-
að var gott að koma úr fá-
sinni og einangrun og bóka-
leysi, nýir heimar bókmennta,
sögu og almeimra mennta
blöstu við. Þar var líka gott
rúm fyrir þá sem komu með
allmótaða lífsskoðun, og enda
þótt hún væri andstæð lífs-
skoðunum skólastjóra og
kennará. Þeir áttu til að deila
á hana á opnum málfundum,
t. d. á sósíalisma, en í því
frjálslega og prúðmannlega
formi að það gat orðið nem-
anda hvatning til að leggjast
dýpra í kynningu á stefnu
sinni og lífsskoðun. Umburð-
arlyndi og frjálshyggja var
aðal skólastjómar Lúðvígs
Guðmundssonar á Hvítár-
bakka og samstarfsmanna
hans í kennaraliði. Það var
meira að segja látið átölu-
laust að í skólanum hefðu
nemendur með sér sósíalista-
félag, enda þótt það reyndist
of mikil bjartsýni að það
gæti til frambúðar fest rætur
í skólanum og héraðinu. Þetta
er þeim mun athyglisverðara
að einmitt um þetta leyti
tókst að bregða sorablæ jón-
asismans og pólitískrar skoð-
anakúgunar á nokkra skóla
landsins og hrekja fátæka
nemendur af námsbraut með
misbeitingu ráðherravalds og
skólastjóra.
Námið þótti mörgum held-
ur losaralegt á Hvítárbakka,
en einnig það var að miklu
leyti á valdi nemandans sjálfs.
Bókakostur var allgóður. Og
kennarar skólans töldu ekki
eftir sér að sitja dag eftir
dag í endurgjaldslausum auka-
tímum með nemendum sem
stefndu að prófi í öðrum
skólum og þurftu að læra ann-
að og meira en fyrirhugað
var í námsskrá skólans. Mér
er nær að halda að nám á
Hvítárbakka, þessi síðustu ár
skólans þar, hafi mörgum
reynzt drjúgt. Og fleira var
hægt að læra þar en náms-
greinamar einar. Kennararnir
reyndu aldrei að sýnast fjar-
læg ofurmenni, heldur tókst
þeim í raun að verða félagar
og vinir skólafólksins, þeir
virtu manngildi nemandans
og persónuleik og leiðbeindu
honum eftir megni, einnig á
sviðum utan námsins.
Þetta er skýrara fyrir mér
nú og Iofsverðara. Hvítár-
bakki var fyrsti framhalds-
skólinn sem ég komst í, og
ég veit ekki nema ég hafi
haldið í fávizku minni að
svona hlytu allir skólar að
vera, þannig hlutu allir kenn-
arar að breyta. Skólaheimilið,
átti líka mikinn þátt í
þvi að gera dvölina ánægju-
lega, en hús Sigurðar Þórólfs-
sonar var orðið gamalt og
kalt og illnothæft síðustu ár-
in. En skyldi nokkur nemandi
hafa farið svo frá Hvítár-
bakka, kvatt svo það gamla,
kalda hús, að hann ætti ekki
þaðan hlýjar minningar?
I héraðsskólalögunum 1929
var kveðið svo á að Hvítár-
bakki yrði einn héraðsskól-
anna, og þar var einnig á-
kvæði um heimild til að flytja
skólann. í febrúar 1928 hófst
í Borgarfirði hreyfing um
flutning alþýðuskóla héraðs-
ins að Reykholti, og beitti
Ungmennasamband Borgar-
fjarðar sér mjög fyrir mál-
inu. Lúðvig Guðmundsson var
um þriggja ára skeið stjórn-
skipaður formaður bygginga-
nefndar hins nýja skóla. En
vorið 1930 skarst í odda milli
hans og menntamálaráðherra
um teikningu að skólahúsinu
í Reykholti og var ekki að
sökum að spyrja: Lúðvig var
bolað frá skólanum. Lauk
kennslu í Hvítárbakkaskóla
vorið 1931 en hófst að hausti
í Reykholti, og var í raun
sami skólinn, þó skipt væri
um stað.
jafnað þannig aðstöðumuninn
mikla sem áður var. Til eru
þeir, sem harma þessa breyt-
ingu, en þar mun eðlileg þró-
un að verki, enda þótt núver-(
andi skólakerfi þurfi að sjálf-
sögðu að breytast og þróast.
Tillögur liggja nú fyrir Al-
þingi að taka einhvem héraðs-
skólann út úr skólakerfinu á
ný eða stofna með öðm móti
grundtvígskan „lýðháskóla".
Ekki er líklegt að sú tilraun
yrði nú árangursrík. Hinsveg-
ar er þörf skólastofnunar fyr-
ir fullorðið fólk á öllum aldri,
sem afla vildi sér almennrar
menntunar. En tæpast yrði sú
skólastofnun innblásin anda
Gmndtvigs sáluga, heldur í
senn gædd íslenzkari og sam-
þjóðlegri blæ. Væri æskilegt
að verkalýðshreyfingin tæki
það mál að sér, og hefur ver-
ið ymprað á því opinberlega.
En hvað sem því líður mun
viðurkennt, að alþýðuskólam-
ir, héraðsskólamir, hafi verið
merkur þáttur ísl. skólasögu í
aldarhelming og sá þáttur
hefur ekki verið rannsakaður
og metinn sem skyldi. Því er
nú rétt að minnast í dag
brautryðjendastarfs Sigurðar
Þórólfssonar og Hvítárbakka-
skólans. S. G.
Skrá yfir herstöðvar
Framliald af 5. síðu.
tugnm skiptir í Evrópu, Af-
ríku, löndunum við Miðjarð-
arhafsbotn eg Austur-Asíu.
Lega hverrar flugstoðvar um
sig er tilgreind.
Fréttamenn í Washington
segja að herstjómin hafi komizt
að þeirri niðurstöðu að Rússar
muni vita um allar flugstöðv-
arnar og þvi sé ástæðulaust
að vera að reyna halda legu
þeirra Ieyndri.
Bæjarpósturinn
Framhald af 4. síðu.
gagnvart sjúkdómi þessum. Þvi
ég hef ekki heyrt það fyrr að
„Morgunblaðið“ hafi fengið í
kandmagann þótt einhver ung-
ur „velmenntaður" maður hafi
ráfað hér um atvinnulaus.
Jón frá Pálmholti.
Alþýðuskólaxnir, héraðs-
skólarnir, em nú mnnir inn
í hið almenna skólakerfi
landsins og hafa breytt um
svip, ekki sízt vegna þess að
nú sækja þá yngri nemendur
en áður og námstilhögun er
öll önnur. Hefur sú skipan
stóraukið tækifæri alþýðu-
fólks utan Reykjavíkur og
Akureyrar að komast á meg-
innámsbraut skólakerfisixis og
Þökkum
innilega heimsóknir og heillaskeyti
í tilefni af 50 ára afmæli félagsins.
Alliance hi.