Þjóðviljinn - 28.10.1955, Page 11
Föstudagwr 28. oktober 1955 — ÞJÓÐVILJINN (11
Hans Kirk:
©g Syhík’
26. dagur
þar sem ungur, axlarýr piltur, og hann hafði gildnað og
þreknað þangað til hann fyllti út í háa skrifstofustól-
inn og hann gat ekki skilið hvemig menn gátu setið
við skrifborð til lengdar. Hann hafði séð viðskiptavini
koma sem ung og ástfangin hjón til að fá ger'ðan kaup-
mála og sem gamalt fólk til aö koma erfðaskránni í lag,
hann hafði fundið hörkuíegt augnaráö hæstaréttarlög-
mannsins hvíla á sér svo lengi, aö hann mundi sakna
þess ef myndin yrði tekin niður. Hann hafði verið rauð-
glóandi sósíaldemókrati i leyni, því aö þegar maður vinn-
ur á skrifstofu er réttast að láta sem minnst bera á
skoðunum sínum. Þess var krafizt af honum, og hann
hafði alltaf gert það sem af honum var krafizt.
— Það er ágætt aö þéf minist á þetta, Runge. Fyrr
eða síöar hefðum við þurft aö ræða um það, sagði Seidel-
in. Sjáið þér til, enginn þekkir þetta lögfræöifyrirtæki og
viðskiptavini bess betur en þér. Flestir þeir viðskiptavinir
sem eftir em, eru erföagóss og rantet og þeir þola ekki
hnjask, því að þá brotna þeir og ekki mega koma brestir
í þá. Þaö gerir málið dálítið erfitt viðfangs, því að við-
skiptavinir mínir eru ekki duglegir og víðsýnir kaup-
sýslumenn sem geta sýnt umburðarlyndi. Ef viöskiptavin-
irnir uppgötva, að þér hafið verið dæmdur fyrir hermang
— ef þér þá verðiö það — þá veröið þér að fara frá mér,
það vitið þér sjálfur, Runge.
— Já, þaö er víst augljóst.
— Mér þvkir það afleitt, Runge, því að ég hef þekkt
yður síðan ég man eftir mér En ég er hræddur um aðV
allar horfur séu á því, aö við verðum að skiljast. Auö-
vitaö mun ég gefa yöur hin ágætustu meðmæli, og ég
skal hugsa til vðar í sambandi viö uppgjör og þess hátt-
ar, sem á sér staö utan skrifstofutima. Því megið þér
treysta, Runge.
Og meðan Runge gamli sat í kirkjunni og hlustaði
á milda líkræöu séra Prips yfir veslings ungfrú Leth,
vissi hann að hann var búinn að vera. Hann hafði
gert slæma skyssu þegar hann varð við beiðni Klitgaards
forstjóra um að setjast í stjórnina, því að hann vissi að
hann yrði aldrei annað en leppur og Klitgaard væri
þorpári, og nú stóð hann uppi og átti ekki annað í vænd-
um en ellistyrkinn.
En allt í einu datt honum nokkuð í hug. Hánn leit
í kringum sig í líkfylgdinni, jú, þama var Klitgaard
forstjóri. Hann hafði þá skammazt til að sýna skrif-
stofustúlku sinni hinzta velvildarvotí, énda stóð honum
það næst, því að hann átti sökina á óláni hennar. Strax
og jarðarförinni var lokið og líkfylgdin dreifðist, flýtti
Runge sér á eftir Jóhannesi Klitgaard.
— Afsakið, herrá forstjóri, sagði hann þegar hann var
búinh að ná honum. Ef þér hafið ekkert á móti því,
langar mig aö tala við yöur nokkur orð.
Jóhannés urráði eitthvað óskiljanlegt, því að hann
taldi víst að þessi gamla skrifstofublók ætlaöi að slá
hann um pénihga. Hvers vegna í fjandanum skyldi hann
annars hengjn sig utaní hann? En hann skyldi ekki láta
sér detta. það í hug.
— Þetta var hörmulegt dauðsfall, sagði Runge vand-
ræðalega. En presturinn hélt hjartnæma ræðu. Við eig-
um ekki að dæma. En þegar ég sá forstjórann, datt mér
í hug .... Já, ég verð að ségja yður frá mínum eigin
erfiðleikum. Þannig er mál meö vexti, aö verði eitthvaö
úr málshöfðun gegn Pro Patria, þar sem ég er í stjórn,
þá missi ég atvinnuna -á skrifstofu Seidelins. Héraös-
dóhislögmaðurinn er búinn að tilkynna mér það, og
ég get ekki láö honum það, því að ég veit hvernig við-
skiptavinirnir eru.
— Þaö er mjög leitt, sagði Jóhannes og stóö hjartan-
lega á sama.
— Og þaö er ekkert spaug fyrir mann á mínum aldri
að standa uppi atvinnulaus, sagöi Runge. Og því var
það áð mér datt í hug .... að við þetta sorglega dauðs
fall hefur losnað starf á skrifstofu fasteignafélagsirts
.... Telur forstjórinn aö þaö kæmi til greina að ég gæti
fengiö það?
J&iaraies Klitgaard gaut illilega til hans augunum
Þáö vár ekki aö sökum að spyrja. Ekki var fyrr búiö að
leggja ungfrú Leth 1 gröfina en annar var kominn á. vett-
vang til aö sníkja starf hennar. Þegar öll kurl komu til
grafar var þessi gamli þoi*pari sjálfsagt feginn því að
hún hafði kálaö sér á gasi.
: — Tja, sjáið þér til, Runge, þetta er nú ekki svo einfalt,
sagði hann. Auövitað er slæint ef þér missiö stÖÖuna hjá
Seidelin, en ekki get ég neitt gert aö því. Haldið þér ekki
aö ég verði hart úti? Ég verð rúinn alveg inn aö skinni,
það getiö' þér reitt yður á. Eftir hið sorglega andlát ung-
frú Leth hef ég sjálfur unniö á fasteignaskrifstofunni;
þeir gátu taliö ungfrú Leth trú um allt, en ég er nú
eldri en tvævetur. Ég veit ekki nema ég haldi áfram að
sjá sjálfur um þessa skrifstofu, að minnsta kosti fyrst
um sinn. En þar fyrir getur vel verið að eitthvaö annað
sýni sig, og þér getiö svo sem komið til mín, ef Seidelin
segir yður upp.
Hýsmæður
Tökum að okkur að ryksuga •
og bóna á heimilum. Höfuíti •
áhöldin sjálfir. Pantanir i •
síma 5463 á laugardögum ■
'kl. 9:30—11.
StaSgreiðsIa hjá vé!smiðjunum.
Leyfum oss hér með áð til^yijna hgiðruðum vi^-
. skiptavinum vorum að vegfia' skorts á rekstursfé
og vegna sívaxandi erfiöleika með innheimtu, verð-
uí’ öllum lánsviðskiptum hætt frá n.k. mánaöa-
| mótum að telja.
Vinna vélsmiðjurnar hér eftir eingöngu gegn
staðgreiðslu. Stærri verk greiöist vikulega efth’
: því sem þau eru unnin.
■
i
m ; ■
f
Meisfaraiélag járniönaðarm&ima
í Reykjavík
Iþróttir
Framhald af 9. síðu.
inn Qssi Laaksomen 82 m eftir
að hafa stö'kkið 78 m í fvrstu.
tiiráiih. Með, breýtmgu sem var
gerð, ýérður hægt' að stökkva
85— 8,7 m. G-ert er ráð fyrir að
atrennan' .verðr' .Thrð'-. fyrir
lengsta stökk um 77.5 m á.
leikjimum í vetur. *
Rætt hefur verið um að stþkk
ií', tvíkeppniniii skufi mí|ast tyið
stökklengdir milli 5Ö og 70 Ím.
Það sem eftir er að gera Við
braut þessa eru smá lagfæriag-
ar í brekkunni fyrir neðan sjálf-
an pallinn, og svo er beðið e-íjtir
að snjórinn komi.
:*>■■■■■■■■■■■••■■■■■
Hvað er hvítblæði?
Sjúkdómurinn skelfilegi sem við höfum
heyrt um frá lapan
Flestir hafa heyrt talað um
hvítblæði eða blóðkrabba, og
margir hafa undrazt að þessi
sjúkdómur sem ráðizt hefur á
marga Japani mörgum árum
eftir að kjarnorkusprengjan
sprakk, getur líka komið fram
hjá fólki sem ekki hefur orðið
fyrir geislaverkun frá kjarn-
orkusprengju. Skýringin er sú
að orðið hvítblæði er notað um
flokk sjúkdóma, sem hafa næst-
um sömu einkenni, en mjög
mismunandi orsakir. Hvítblæði
eða blóðkrabbi ér sjúkdómur
sem kemur fram þegar hvítu
blóðkornin vanskapazt eða
fjÖlgar allt í einu á óeðlilegan
hátt. Jafnvægið milli rauðra og
hvitrá blókorna fer út um þúf-
ur og sjúkdómurinn hefur hing-
að til verið banvænn. Orsak-
irnar eru margvíslegar, menn
vita allt of lítið um sjúkdóm
þennan, en þó er vitað að geisla-
verkun af öllu tagi getur fram-
kallað hann. Æxli í hryggnum
við þær miðstöðvar sem fram-
leiða hvítu blóðkornin geta or-
sakað hvitblæði. Menn vita ekki
hvers vegna þessi æxli myndast.
Hvítblæði getur líka orðið til á
. >
Skóbussti á grindverkjú
fleiri vegu, en sameiginlegt öll
um afbrigðunúm ér það, að eng-
in lælcning er til við þeim.
Það er óhugnanlégt til þess
að vitá að flest tilfelli af sjúk-
dómi þessum vora 5 árum eftir
að atómsprengjan. sþrakk í Jap-
an, og enn þann dag í dag koma
fram ný tilfelli af þessum sjúk-
dómi í Japan. Sjúkdómurinn er
þrisvar til fimm sinnum algeng-
ari hjá þeim sem urðu fyrir
geislaverkun í Japan en hjá
öðru fólki.
Margir spyrja hvort ekkert
sé hægt að gera við þessum
sjúkdómi, en svarið er það að
hægt er að tefja fyrir sjúk-
dómnum með blóðgjöfum, en
hann endar ævinlega með
dauða. Menn þekkja tilfelli þar
sem sjúklingar hafa lifað ánim
saman, en það er ekki hægt að
lækna þá. Til allrar hamingju
er hvítblæði sjaldgæfur sjúk
dómur, og ástæðan til þess að
hann er gerður að umtalsefni
eru hin mörgu tilfelli í Japan,
þar sem þessi banvami sjúk-
dómur hefur herjað' á fjölda
fólks vegna kjarorkusprenging-
anna tveggja.
Ef maður gerir sér það’ tii
dundure á sunnudegi að tííála
girðinguna hjá sér, má maóiir
ekki gleyma að mála hanáj að
neðan, og það er oft erfiný en
engu að síður þýðingaimjkið,
því að neðsti hluti" héhhar
greist oft niður í rotin lanf á
haustin og það þolir óvarið
tréð ekki. Hægast er að i njota
skóbureta til að mála giróþig-
una að neðan.
Ef maður ber fram bjeitt
ristað brauð og ost með teínu,
ér skýnsamlegt að leggja ost-
inn fyrst ofan á brauðið. j og
smyrja síðan ostinn.
Hentugt málband
Hér er ný bandarísk útgáfa.
af málbandi. Það er gert úr
hálfstinnu plasti, auðvelt að-
brjóta það saman og í notkun
sameinar það kosti máiþands
og tommustokks. Þettá. er
mjög hentugt, og nú hlökkum
við til að sjá þessa nýjung á.
boðstólum hér.
UtKefandi: Sameiningarflokkur albýðu — Sósialistaflokkurinn. — Ritstjórar: SÆ*ienús
Kjartansson (áb,),*. Sigurður CSuðmundssonk — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. -IjBlaoa-
menn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon. fyfír H.
Jónsson, Magús Torfi Ólafsson. — Auglýsineastjóri: Jónsteinn Haraldsson. - RKaijórn,.
afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Símií. 7500 (3 línur). —. ‘^.skriít-
arverð kr. 20 á mánuði ij Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annarsstaðar. — LausaáÓÍúverCt
kr. 1. — Prentsmiðja Þjóðvilians b.f.
HtðCVIUINN