Þjóðviljinn - 03.12.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.12.1955, Blaðsíða 1
Sfarfið fyrir Þjóðviljann — seljið happdrættið Verður togarinn Kellvíking- ur seldur til Færeyja t 9 Þorvaldur Þórarinsson formaður Sósíalistafélags Reykja- víkur. Togarinn hefur legið í reiðileysi í Reykjavíkurhöfn í sex mánuði Togarinn Keflvíkingur hefur legið bundinn í Reykja- víkurhöfn síöan í maílok — eöa í sex mánuði. Hefur Keflavíkurbær boöið hann til sölu. Pyrir skömmu sendu Færeyingar menn hingaö til lands tdl aö skoöa skipiö og hafa nú boöað að þeh' muni senda kauptilboö í það. Keflvíkingur er einn af ný- sköpunartogurunum, kom hing- að til lands 1948 og hefur reynzt hið bezta sjóskip. Á Keflavíkurbær hann og hefur gert hann út, en hins vegar hefur ahugi bæjarstjómarinnar á útgerðinni verið takmarkaður sökum þess hve mikil atvinna er þar syðra fyrst og fremst vegna hemámsvinnunnar. — Heyktist bæjarstjórnin því al- veg á útgerðinni í sumar og lagði togaranum endanlega eins og áður er sagt. Ýmsir vilja kaupa Vitað er að ýmsir staðir úti á landi hafa haft hug á að kaupa togarann, Siglufjörður, bæir á Austfjörðum og Vest- fjörðum. Til þess þurfa þeir hins vegar fyrirgreiðslu og að- stoð ríkisstjómarinnar, én hún hefur ekki fengizt. 1 staðinn hefur ríkisstjómin stuðlað að því með velþóknun að skipið lægi ónotað í hálft ár — á sama tíma og afli togaranna hefur verið einhver hinn mesti sem um getur. Afli nýsköpun- artogara nemur á mánuði að jafnaði 1 millj. kr. í gjaldeyris- verðmætum miðað við fullunn- inn afla, þannig að þama hef- ur um 6 millj. kr. verið kast- að á glæ. Auk þess hefur tog- arinn að sjáifsögðu haft allt annað en gott að því að liggja þannig ónotaður. Eftir öðra Eftir þessum vinnubrögðum ríkisstjómarinnar að dæma virðist ekki ótrúlegt að hún grípi með velþóknun tilboð Fær- eyinga, en hún þarf að gefa leyfi til að selja megi togara úr landi. Væri það alveg eftir annarri stjórn á sjávarútvegs- landsmanna. Meðan samstjórn íhalds og Framsóknar hefur staðið hefur ekki einn einasti togari verið keyptur til lands- ins, þeim hefur fækkað vegna slysfara og ef nú eiga að bæt- ast við sölur til útlanda fer þjóðin senn að verða. stödd á svipuðu stigi og áður en ný- sköpunarstjórnin tók við og togarafloti og fiskframleiðsla landsmanna var endurnýjað frá grunni. Áðalfundur Sésialistaféla viur var haldinn í gærkvöld Þorvaldur Þóraiinsson endurkosinn íormaður Aöalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur var haldinn I gærkvöld aö Tjarnargötu 20. Fundurinn var f jölsóttur. Fráfarandi formaður Þorvald- ur Þórarinsson flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu starfs- ári. Einnig voru lesnir upp reikn- ingar félagsins og þeir sam- þýkktir. I stjórn fyrir næsta starfsár voru kosnir: Þorvaldur Þórar- insson, formaður, Steingrímur Aðalsteinsson, varaformaður, og meðstjórnendur: Eggert Þor- bjarnarson, Guðmundur Jónsson. Kristján Jóhannsson, Sjgurður Guðgeirsson og Kristín Einars- dóttir. Varamenn: Kristján Benjamínsson, Gunnar Össurar- son og Halldór B. Stefánsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Jón Grímsson og Björgóifur Sigurðsson. Til vara: Björn Kristmundsson Sameining vlnstri ðfianna í landinu er höfuinauðsyn yerkiýðssamtakanna Franska þingið rofið - kosið eftir mánuð Tilraunir sósíaldemókrata til að ik kosn- ingalögunum breytt báru ekki árangur Forseti Frakklands, Coty, rauf í gær þing aö kröfu ríkisstjórnarinnar. Kosningar eiga aö fara fram í síöasta lagi eftir 30 daga, þ.e. ekki síöar en á nýársdag. Hvert verkalýösfélagiö af ööru um. land allt hefur und- anfariö fagnaö tilraunum stjórnar A.S.Í. til sameiningar vinstri aflanna í landinu til samstarfs um myndun vinstri ríkisstjórnar, og heitiö stuöningi sínum. Hér fer á eftir nýjasta samþykktin: „Fundur í Vélstjórafélagi Vest- mannaeyja, haldinn 30. nóv. 1955 lýsir ánægju sinni yfir tilraunum Alþýðusainbands íslands við að sameina vinstri (iflinn í Iand- inu til samstarfs um myndun nýrrar ríkisstjórnar og skorar á hana að halda þeim tilraun- um áfram. Fundurinn lítur svo á að reynsla yfirstandandi árs sanní það áþreifanlega, liversu dýrt það getur verið íslenzkri alþýðu að íandinu sé stjórnað gegn hagsmunum hennar, og því sé það eitt höfuðverkefni alþýðu- samtakamia nú að stuðla að myndun ríkisstjórnar sem þa« geta veitt traust og stuðning“. Fró ferð sovézku leiðfoganno um Indlond Stjórnarskráin ákveður að kosningar fari fram ekki fyrr en 20 dögum eftir þingrof og ekki síðar en 30 dögum, en í fréttum frá París í gær var sagt að nú væri í athugun hvort ekki væri hægt að fara kringum ákvæði stjórnarskrár- innar og hafa kosningar annan sunnudag í janúar, þann átt- unda. Kosið eftir óbreyttum lögum Sósíaldemókratar og Rót- tækir hafa farið fram á við forseta hins rofna þings að það verði samt kvatt saman til að gera breytingar á kosninga- lögunum. Þeir vílja taka upp einmenningskjördærni, en engar líkur eru á því að við ósk þeirra verði orðið og enn ó- sennilegra að nokkuð sam- komulag myndi nást á þinginu á jafnskömmum tíma og er til stefnu. Er því óhætt að full- yrða að kosið verði eftir ó- breyttum lögum. Hægri leiðtogar óttast samfylkingu Kosningalögin sem nú gilda og giltu síðast heimila kosn- ingabandalög og fái listar slíkra bandalaga helming atkvæða í kjördæmi skipta jþeir öllum þingsætum þess milli sín. Sósíaldemókratar eru von- litlir um að þeir nái samstarfi við borgaraflokkana og er þá samstarf við kommúnista eina leið þeirra til að hinrra stór- minnkun á þingflokknum. — Margar flokksdeildir sosíal- demókrata, hafa lýst yfir vilja til samstarfs við kommúnista og takist slíkt samstarf er ekki ósennilegt að áhrif verklýðs- flokkanna á þingi geti stór- aukizt. Þessi mynd er tekin í einni af hinum fjölmörgu veizlum sem leiötogum Sovétríkjanna, peim Búlganín forsœtisráöherra og Krústjoff, aöalritara Kommúnistaflokks Sovétríkj-' anna, voru haldnar meöan þeir voru í Indlandi. Krústjoff ávarpar ýmsa háttsetta ind- verska embaettismenn í borginni Akra. Sovézku leiötogarnir eru nú í Burma, fara paöan til Afganistan en munu koma viö í Kasjmír á leiöinni pangaö. Laugardagur 3. desember 1955 — 20. árg. — 275. tölublað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.